Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 42
 Minning Elísabet Böðvarsdóttir kaupkona, Hafnarfirði Fædd 20. apríl 1896 Dáin 3. mars 1993 í dag verður jarðsungin frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfírði amma mín, Elísabet Böðvarsdóttir, kaupkona. Ég varð svo lánsöm að kynnast henni mjög vel og eftir því sem ég kynntist henni betur fannst mér meira til hennar koma. Hún fæddist í Drangshlíð undir Eyjafjöllum 20. apríl 1896. Árið 1902 fluttist hún til Hafnarfjarðar með föður sínum, Böðvari Böðvars- syni, fósturmóður sinni, Guðnýju Jónsdóttur, og bróður sínum, Jónasi Böðvarssyni, síðar skipstjóra. En þau tvö komust á legg af sex systk- inum. Móðir þeirra, Sigríður Jónasdótt- ir, lést árið 1900 og kom Guðný þá til hjálpar og varð svo seinna kona Böðvars. Reyndist hún þeim systkinum eins og besta móðir. Eina uppeldissystur átti amma, Sigríði Eyjólfsdóttir, og ráku þær saman verslun í Hafnarfírði í fjölda- mörg ár. Sigríður lést 19. júlí 1990. Voru þær vel þekktar af öllum bæjarbúum. Amma var vel að sér um allt og hugsandi kona. Sem dæmi sagði hún eitt sinn við mig: Beta mín, konur börðust harðri baráttu fyrir kosningarétti sínum. Við skulum bera virðingu fyrir þeirri baráttu og mæta á kjörstað þótt við skilum auðu, þetta eru svo mikil mannrétt- indi. Mér fínnst ég ríkari eftir að hafa kynnst henni og þakka innilega all- ar okkar samverustundir. Ég veit að hún er fegin að vera loksins komin heim. Hún hélt sinni reisn til hinstu stundar. Blessuð sé minning hennar. Elísabet Valgeirsdóttir. Elísabet amma mín kvaddi þenn- an heim að morgni 3. mars, tæpum tveimur mánuðum fyrir 97. afmæl- isdaginn sinn. Hún fæddist 20. apríl 1896 að Steinum undir Eyjafjöllum. Foreldrar hennar voru Böðvar Böðvarsson, bakari í Hafnarfirði, og Sigríður Jónasdóttir frá Drangs- hlíð. Sigríður var af gömlu Skóga- ættinni, en Böðvar var afkomandi Þorvalds Böðvarssonar prests og sálmaskálds. Amma ólst fyrstu árin upp í Drangshlíð þar sem faðir hennar stundaði bústörf. Seinna fluttust þau til Hafnarfjarðar en þar hóf faðir hennar rekstur brauð- gerðar. Amma átti einn bróður sem lést fyrir nokkur árum. Hann hét Jónas Böðvarsson og var skipstjóri hjá Eimskipafélagi íslands í ára- tugi. Hann var kvæntur Huldu Haraldsdóttur frá Álftanesi á Mýr- um. Hún lifír mann sinn í hárri elii. Sigríður móðir ömmu lést 35 ára gömul. Guðný systir hennar kom þá inn á heimilið til að sjá um heim- ilishaldið. Guðný og Böðvar gengu seinna í hjónaband, en þeim varð ekki bama auðið. Það er sagt að maður eigi að gleðjast þegar gam- alt fólk kveður þennan heim, það er sjálfsagt rétt, en þrátt fyrir tæp- lega hálfrar aldar aldursmun fannst mér amma aldrei vera gömul. Lífíð var ekki alltaf dans á rósum hjá fólki sem var að ala upp börn á kreppuárunum. Hún fór ekki var- hluta af því. Hún giftist afa mínum 18 ára gömul, Sigurði Sigurðssyni bílstjóra. Hann var af Bollagarða- ætt. Þau slitu samvistir 1922. Þau eignuðust saman sex böm: Böðvar B. Sigurðsson, bóksala í Hafnar- fírði, f. 19. maí 1915; Hrefnu, hús- móður í Reykjavík, f. 2. júní 1916; Sigfús Bergmann, bifvélavirkja og kennara við Iðnskólann í Reykjavík, f. 18. júlí 1918; Sigurð, fréttamann hjá Ríkisútvarpinu, f. 27. janúar 1920; Guðnýju Sigríði, húsmóður í Reykjavík, f. 4. mars 1921; Bryn- dísi Elsu, húsmóður í Hafnarfirði, f. 12. nóvember 1922. Ekki gat amma haft öll bömin sín hjá sér. Kreppan fór hörðum höndum um föður hennar. Systk- inahópnum varð að sundra. Sigurð- ur afi minn tók nafna sinn og kom honum í fóstur hjá góðu fólki. Sig- fús ólst upp að hluta til hjá frænd- fólki ömmu. Amma fluttist síðan út í Óseyri til föður síns og Guðnýjar. Þrátt fyrir þessi erfiðu örlög fann maður aldrei fyrir biturð hjá ömmu, hún sagði aldrei hnjóðsyrði um nokkurn mann. Hún vann í mörg ár í vefnaðar- vöruverslun Jacobsens til að sjá fyrir sér og sínum. Seinna settu hún og Sigríður Eyjólfsdóttir uppeldis- systir hennar á stofn vefnaðarvöm- verslun í Hafnarfirði. Nefndist hún Hjá Siggu og Betu. Þangað var gott að koma, þær lumuðu alltaf á einhverju góðgæti í kompunni á bak við. Ýmist var það trékassi fullur af stómm rúsínum með steinum eða dós með kóngabijóstsykri. Var þá vafíð kramarhús úr pappír og skenkt af rausnarskap. Þarna versl- uðu þessar sómakonur í áratugi og vom orðnar háaldraðar þegar þær lögðu verslunina niður. Sigga dó fyrir fáeinum ámm. Amma var pólitísk og hafði gam- an af að ræða um stjórnmál. Hún tók virkan þátt í starfí Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði um árabil. Þegar við hittumst fyrir skömmu þá ræddi hún stjórnmálaástandið og vissi greinilega margt betur en þeir sem yngri em. Hún var trú sinni sannfæringu til dauðadags. Núna þegar amma er farin er eitthvert tómarúm í tilverunni. Ég var ekki aðeins að sjá eftir henni ömmu minni háaldraðri, ég var líka að missa minn besta vin. Svipaða tilfínningu hefur Jenný sem vill kveðja hana með söknuðu og þakk- læti fyrir sérlega yndisleg kynni. Guð blessi minningu ömmu og megi hún hvfla í friði. Sigurður Björgvinsson, Skarði. Sjá tíminn er liðinn sem tórði í gær og tíminn á morgun nú færist oss nær já einn er að fæðast er annar burt fer því að eilíf nýjungin er. Það tekur því ekki að tiyliast og þreytast tímamir líða og breytast (Bob Dylan/Hörður Zophaníasson) Langri og viðburðaríkri ævi er t Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KARLJ. MAGNÚSSON rafeindavirkjameistari, lést á heimili sínu 9. mars. Ólöf Elrfksdóttir, Magnús Karlsson, Ingibjörg Gísladóttir, Sæunn E. Karlsdóttir, Palle S. Pedersen, Eirikur S. Karlsson, Sigrún S. Karlsdóttir, Karl J. Karlsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN JÓNSDÓTTIR frá Ólafshúsum, Eyjahrauni 5, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Erla Þorvarftardóttir, Hilmir Þorvarftarson, Sigrfftur Þórðardóttir, Þorvarftur Þórðarson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANN BALDVINSSON, Hafnargötu 77, Keflavík, sem lést á heimili sínu þriðjudaginn 9. mars, verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju þriðjudaginn 16. mars kl. 14.00. Guðríður Eirfksdóttir, Björn Jóhannsson, Hrönn Sigmundsdóttir, Sigrfður Jóhannsdóttir, Roy Ólafsson, barnabörn og langafabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR RAGNARS, lést aðfaranótt 11. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Ragna Halldórsdóttir, Haukur Halldórsson, Halldór Gunnar, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, ÁGÚST SIGURÐSSON, Stykkishólmi, lést mánudaginn 8. mars. Jarðsett verður frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 13. mars kl. 16.00. Sætaferðir verða frá BSÍ þann dag kl. 12.00. Rakel Olsen. t Eiginmaður minn, AÐALSTEINN SÍMONARSON, Laufskálum, sem lést 8. mars sl., verður jarðsunginn frá Síðumúlakirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Sætaferð verður frá BSÍ kl. 10.30. Fyrir hönd sona okkar, tengdadætra, barnabarna og barnabarna- barna, Sigurbjörg Pálsdóttir. t Ástkær faðir okkar, JÓHANN HERGILS STEINÞÓRSSON, Skólastíg 18, Stykkishólmi, sem lést í Landakotsspítala mánudaginn 8. mars, verður jarðsung- inn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Börn hins látna. lokið. Látin er í Hafnarfirði á 97. aldursári Eiísabet Böðvarsdóttir kaupkona. Elskuleg mamma, amma langamma og langalangamma sem hefur á langri og viðburðaríkri ævi sinni gefíð okkur svo mikið af sjáifri sér. Lífíð var ekki alltaf auðvelt, en það var sama hvað á gekk, ró- semin, góðmennskan og hjálpsemin var ætíð til staðar hjá henni, hún átti alltaf eitthvað afgangs til að miðla öðrum. Já, lífið var henni ömmu okkar strangt á stundum, en jafnframt gjöfult. Oftar en ekki hafði hún orð á því hversu lífíð hefði leikið við hana um ævina. Gæfuleg börn eignaðist hún og yfír 120 afkomendur hennar eru allir á lífi, heilir og heilbrigðir. Oft sagði hún við mig: „Það er ótrúlegt en satt, að af öllum þessum flölda í kringum mig er ekki svo mikið sem litli fíngur snúinn á nein- um.“ Og svo bætti hún við: „Það er merkilegt hvað þið eruð öll góð við mig.“ Og maður svaraði að bragði: „Það er eðlilegt, amma mín, að við gjöldum gott með góðu.“ Jákvæðari og yndislegri manneslqa hefur tæpast verið hér undir sól- inni. Hún gaf svo mikið af sér með hlýja viðmótinu sínu og okkar mikla lán var að við fengum að njóta hennar svo lengi. Mikið megum við vera þakklát forsjóninni fyrir að hafa gefið okkur hana ömmu í öll þessi ár. En það vorum ekki bara við: starfsfólkið á Sólvangi þar sem amma dvaldist síðustu æviárin sín hafði oft orð á því hversu þakklát og góð hún væri og amma átti held- ur ekki nógu sterk orð til þess að lýsa því hve starfsfólkið væri gott við hana. Já, hún gaf ríkulega af sér allt það góða sem í henni bjó og þeir sem umgengust hana áttu ekki annarra kosta völ en launa gott og blítt viðmót hennar með góðu. Og nú hefur hún fengið lang- þráða hvíld. Dauðinn kom til henn- ar hægum og mildum skrefum og hún fékk notið andlegrar heilsu fram á síðasta dag. Örugglega sá endir sem hún helst hefði kosið sér. Nú er hún horfín á fjarlægar brautir, en eftir lifa yndislegar minningar og gott veganesti fyrir okkur öll er hana þekktum og um- gengumst í lifanda lífi. Elsku amma, þakka þér fyrir allt og ailt. Það var okkar mikla lán í lífínu að fá að eiga þig að og njóta leiðsagnar þinnar svona lengi. Og fyrir það þökkum við af heilum hug. Um alla framtíð mun björt og falleg minning um þig lifa í hugum okkar sem eftir erum. Bömin okkar munu njóta leiðsagnir þinnar, því að okkar sem eftir erum er að miðla reynslunni áfram. Megi allt það besta í heimi þessum fylgja þér hér eftir sem hingað til. Þú varst yndis- lega góð amma. Steinþór Einarsson og fjölskylda. MUNIfl! Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna Seld í Garðsapóteki, sími 680990. Upplýsingar einnig veittar í síma 676020. Sérfræðingar í hlóiiiaskroytiiiguni við »11 lækilirri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaóastrætis, sími 19090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.