Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 38
fö S AFN AHU SFUNDURINN Skattpíning og skert þjónusta eftir Guðmund Óla Pálsson Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, gerir athugasemd í frétta- blaðinu Feyki miðvikudaginn 24. febrúar sl. við tölu mína á fundi þeim er hann boðaði til í Safnahús- inu á Sauðárkróki sunnudaginn 14. sama mánaðar svo og greinarkom mitt er birtist í fréttablaðinu Feyki í framhaldi af fundinum. Vegna þessa vil ég taka eftirfarandi fram. Það er rétt að ég kom með mál mitt skrifað á blað og hefði líklega farið betur að það hefðu fleiri gert. Sökum takmarkaðs ræðutíma náði ég ekki að ljúka máli mínu, en mun þó hafa sagt nægilega mikið og meira en mér var ætlað. Virðist ég hafa komið við viðkvæma mála- flokka, það er skuldastöðu þjóðar- búsins og atvinnuleysið, utan þess að lýsa því hvernig núverandi for- sætisráðherra kemur mér æði oft fyrir sjónir. í framsöguræðu sinni taldi for- sætisráðherra að uppeldi hans hefði tekist nokkuð vel og að hans mati ekki mistekist. Því miður hallast ég að því að eitthvað hafi farið úrskeið- is í uppeldinu. Ég var að minnsta kosti alinn upp við það að menn skyldu temja sér að fara með rétt mál og yrði þeim á mistök hvort sem það væri í orði eða verki þá skyldu þeir vera þeir menn að viður- kenna mistökin. Þessi lífsregla má ætla að sé forsætisráðherra mjög fjarstæð. Hann viðurkenndi þó að hafa sagt að atvinnuleysi væri „samkvæmt áætlun“. Opinberar tölur sýna að atvinnuleysið í des- embermánuði 1992 var að meðal- tali 4,8%, eða 6.100 manns á land- inu öllu. Á Norðurlandi vestra var það 5,8% á sama tíma. Atvinnuleysið nr. 12/92, má lesa eftirfarandi: „Síðasta virkan dag desembermán- aðar voru 7.000 manns á atvinnu- leysisskrá á landinu öllu og hafa aldrei verið fleiri síðan skráning atvinnuleysis hófst hér á landi með reglubundnum hætti.“ Ennfremur: „A árinu 1992 voru í heild skráðir rúmlega ein milljón atvinnuleysis- dagar á landinu öllu. En hafa flest- ir orðið áður 586 þúsund árið 1990. Þetta jafngildir því að 3.850 manns hafí að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá á árinu 1992 sem svarar til 3,0% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði.“ Ennfremur má lesa í blaði nr. 1/93 um atvinnuleysið nú í janúar: „Þannig má segja að atvinnuleysið í heild hafí ekki fýlgt eftir þeim reglubundnu breytingum sem venjulega má búast við frá desem- ber til janúar. Hins vegar hefur atvinnuleysisdögum fjölgað um 56% frá janúar 1992, sem skýrist af öðru en árstíðasveiflum." Gerir forsætisráðherra sér grein fyrir því böli er fylgir atvinnuleysi, bæði fyrir viðkomandi einstakling svo og samfélagið í heild? 1989. Um skuldastöðu fyrri ára ræddi ég ekki. Skuldastöðuna í milljarðakrónum fékk ég uppgefna hjá Seðlabankan- um. Forsætisráðherra virðist hafa aðrar tölur handbærar um skulda- stöðu þjóðarinnar. Hann ætti því að vera sá maður að birta þær og koma leiðréttingu þar um til réttra aðila en ekki hrópa bara rangfærsl- ur og vitleysa. Auknar skuldir, óstjórn og ráðaleysi Skuldastaðan í yflrliti um atvinnuástandið, blað Erlendar skuldir þjóðarinnar frá 1989 eru nákvæmlega í prósentu- tölu af landsframleiðslu eins og ég hélt fram á fundinum, og birti þær síðan í Feyki. Nú skulu þær birtar aftur lesendum til fróðleiks. 1989 142,4 milljarðar. A-hluti ríkis- sjóðs og stofnana 58,2 milljarðar. 1990 161,7 milljarðar. A-hluti ríkis- sjóðs og stofnana 59,5 milljarðar. 1991 191 milljarður. A-hluti ríkis- sjóðs og stofnana 65,7 milljarðar. 1992 228 milljarðar. A-hluti ríkis- sjóðs og stofnana 84,5 milljarðar. Spáð er að erlendar skuldir hækki um 10 milljarða í ár og verði 56,9% af vergri landsframleiðslu, en voru 46,6% af landsframleiðslu Eitt get ég frætt núverandi for- sætisráðherra um, sem hann virðist eiga erfítt með að skilja: Erlendar skuldir hafa hækkað að krónutölu nokkuð í hans ráðherratíð. 31. mars 1991 voru erlendar skuldir þjóðarinnar 179,5 milljarðar, þar af skuldir ríkissjóðs 60,7 milljarðar (gengi kr. 59,59 miðað við dollar) I aprílmánuði 1991 er talið að skuldimar hafí aukist um 1,6 millj- arða, þar af skuld ríkissjóðs um 0,6 milljarða. Núverandi ríkisstjórn undir for- sæti Davíðs Oddssonar tók við völd- um 1. maí 1991. Erlendar skuldir þjóðarinnar í árslok 1992 voru 228,1 milljarðar. A-hluti ríkissjóðs þar af 84,5 millj- arðar. Hækkun erlendra skulda er umtalsverð í milljörðum á 20 mán- aða valdaferli núverandi ríkisstjóm- ar, eða nær 47 milljarðar. Þar af aukning á skuldastöðu ríkissjóðs um rúma 22 milljarða. Hafa aðrir gert betur í þessum efnum á svo skömmum tíma? Það skiptir ékki hvort skuldimar hækkuðu vegna nýrrar lántöku eða vegna gengisbreytinga, því það þarf stð greiða skuldimar. í pró- sentutölu af vergri landsframleiðslu hafa erlendar skuldir hækkað veru- lega. Talið að þær verði 56,1% í ár. Hver er ástæðan? Ætli megi ekki rekja hana til núverandi at- Ert nú námsmaður? Lumar þú á hugmynd að nýrri vöru? Hefur þú hug á að hefja rekstur fyrirtækis? Þá hefur þú möguleika á að fá athafnastyrk! íslandsbanki efnir til samkeppni meðal námsmanna um nýsköpunar- eða viðskiptahugmynd. Markmiðið með veitingu athafnastyrkjanna er að örva nýsköpun og frumkvæði meðal námsmanna. Veittir verða tveir styrkir að upphæð 150.000 kr. hvor: Nýsköpunarstyrkur er veittur fyrir hugmynd að nýrri vöru. Hugmyndimar geta verið allt frá einföldum hlut til flókinnar vöm. Viðskiptastyrkur er veittur fyrir hugmynd að rekstri fyrirtækis á sviði vöm eða þjónustu. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi í öllum útibúum íslandsbanka og í framhaldsskólum og skólum á háskólastigi. Nemendafélögum viðkomandi skóla hafa verið send þessi gögn. Allar frekari upplýsingar em veittar hjá Markaðs- UP deild Islandsbanka í síma 608000. Skilafrestur er til 5. apríl 1993. Athafnastyrkir ISLAN DSBAN Kl Islandsbanka - frá menntun tll framtíftar Ég er forsætisráðherra sammála um að glapræði sé að hlaða upp erlendum skuldum, reyndar inn- Iendum líka. í því skiptir engu hvort um er að ræða einstakling eða þjóð- arbúið í heild. Tími er til kominn að sporna við. Þessi mál verða þó ekki leyst með því að ráðast að þeim sem minnst mega sín í þjóðfé- laginu með margskonar skattpín- ingu og hækkaðri félagslegri þjón- ustu eins og núverandr ríkisstjórn hefur gert. Skynsamlegra hefði ver- ið af stjórnarflokkunum að sækja auknar tekjur til handa ríkissjóði í vasa þeirra sem efnameiri eru og að höggva aðeins í fjármagnsbrask- ið sem víða virðist leika lausum hala. Aðsteðjandi vandamál verða heldur ekki leyst með fýrirhyggju- lausri fijálshyggju og óraunhæfri einkavæðingu. Það mun sannast hið fomkveðna að hollur er heima- fenginn baggi. Guðmundur Óli Pálsson Á margt eftir ólært „Hækkun erlendra skulda er umtalsverð í milljörðum á 20 mán- aða valdaferli núver- andi ríkisstjórnar, eða nær 47 milljarðar. Þar af aukning á skulda- stöðu ríkissjóðs um rúma 22 milljarða. Hafa aðrir gert betur í þess- um efnum á svo skömm- um tíma?“ vinnuleysis og samdráttar í þjóðar- búskapnum sem tilkomið er að of stórum hluta vegna óstjómar og ráðaleysis núverandi ríkisstjórnar undir forystuleysi og fijálshyggju- brölti Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra. Ennfremur má geta þess að sam- kvæmt tölum frá Seðlabankanum vom útlán hinn 30.9. 1990 alls kr. 522 milljarðar; 1991 602 milljarðar og 1992 640 milljarðar. Þessir 640 milljarðar skiptust þannig: Ríkið 98 milljarðar, sveitarfélögin 22 millj- arðar, heimilin 233 milljarðar. Skuldir heimilinna hækkuðu frá 1990 til 1992 um 74 milljarða. Ég stend við þau orð sem ég við- hafði á fundinum er forsætisráð- herra hélt í Safnahúsinu. Einnig það er á prenti hefur frá mér farið í framhaldi af fundinum. Hins veg- ar get ég alveg skilið sárindi forsæt- isráðherra og hans stuðnings- manna. Forsætisráðherra hefur undanfarið kallað það yfír sig með framkomu sinni og málflutningi að honum yrði svarað. Líklega var það tilviljun háð að það skyldi koma í minn hlut. Æðstu embættismenn íslenskrar þjóðar hafa margir hveijir alist upp á norðlenskri grund. Skagfirskt blóð runnið í æðum nokkurra þeirra. Þeir hafa oftar en ekkireynst hvað heilladrýgstir á örlagastundu. Nú- verandi forsætisráðherra mætti gjarnan taka sér þessa menn til fyrirmyndar þar sem hann er, því miður, að mínu mati, ekki með tærnar þar sem þeir höfðu hælana. Hann á margt eftir ólært enn. Að lokum: Ég er ekki yfír gagn- rýni hafinn frekar en hver annar, en hún skal á rökum byggð. Vilji forsætisráðherra meiri umijöllun um Sauðárkróksfund sinn þá er það hans. Höfundur er lögregluþjónn á Sauðárkróki. Samkirkjuleg bænavika Samkoma í Aðvent- kirkjunni í kvöld NÚ STENDUR yfir samkirkjuleg bænavika á vegum Samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga og verður í kvöld, föstudagskvöld, samkoma í Aðventkirkjunni við Ingólfsstræti og hefst hún kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður Erlingur Níelsson frá Hjálpræðis- hemum. Fulltrúar frá Aðventsöfn- uðinum, Þjóðkirkjunni, Hvíta- sunnusöfnuðinum og kaþólsku kirkjunni lesa ritningarorð og flytja bæn. Fluttur verður tvísöngur við VEGGoRYÐIf KYNNIR UTANHÚSSKLÆÐNINGU á útveggjasýningu á Holiday Inn dagana 12. - 14. mars 4 4 4 í 4 4 undirleik tríós og einnig verður g almennur söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomur bænavikunnar. Annað £ kvöld verður samkoma í-Fíladelfíu- " kirkjunni. (Fréttatilkynning frá Samstarfsnefnd kristinna trúfélaga.) I 4 4 í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.