Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 12
XflAM .Sí HU0AQUT8Ö'') 3K3AJSMU0H0M - MORGUWBLABIB- FOSreÐAOUR -THr-MARg- T398~ BLANDAÐIR DJÖFLAR _________Leiklist Hávar Sigurjónsson Aristófanes FB sýnir: Djöfla eft- ir Nigel Williams í þýðingu Ant- ons Helga Jónssonar. Leikstjóri: Hilmar Jónsson. Þessa dagana leika enskir djöfl- ar lausum hala í Fjölbrautaskólan- um í Breiðholti. Þar hafa hreiðrað um sig sex unglingar úr fátækra- hverfi í London, lagt undir sig eina skólastofu og bíða árangurslaust í tvo klukkutíma eftir að einhver kennararæfill sé svo vitlaus að láta sjá sig. Kennaramir vita betur og ekkert verður úr neinni kennslu. Uppruni persónanna er reyndar dálítið blendinn þar sem leikstjór- inn hefur tekið þá ákvörðun að stinga undan öllum helstu forsend- um verksins með því að breyta leikritinu í þá veru að í stað sex pilta er kynjaskiptingin jofn, þrír strákar og þijár stelpur. Utaf fyrir sig ekkert svo galin hugmynd og vafalaust gert (vonandi) til að liðka fyrir leikhópnum með hlutverk. En ég hef samt sterklega á tilfmn- ingunni að höfundurinn Nigel Will- iams hafi haft sínar ástæður og þær góðar til að fjalla eingöngu um stráka í þessu leikriti. Og ég er viss um að hann hefði skrifað annars konar leikrit fyrir þrjá stráka og þijár stelpur. Þetta er kannski jafn gott tæki- færi og hvað annað til að koma því á hreint hvað felst í því að gera leikgerð. Það þýðir nákvæm- lega það sem orðið segir; að gera leikrit úr. Þess vegna er fáránlegt þegar menn reyna að telja sér og öðrum trú um að það sé „leikgerð" þegar hrært hefur verið í fullskrif- uðu leikriti með yfirleitt misjöfnum árangri. Það er ekki hægt að gera „leikgerð" úr leikriti. Hér er verið að mgla saman því sem kallast má undirbúningsvinna leikstjóra, þar sem hann vinnur sitt sérstaka „sýningarhandrit" telji hann þörf á slíku og hins vegar því að ein- hver tekur ljóð, smásögu eða skáld- sögu og færir í leikbúning; býr til leikgerð. Hilmar Jónsson leikstjóri hefur reyndar lagt sig fram um að breyta bakgmnni þeirra þriggja persóna sem skipt hafa um kyn, gera bak- gmnninn „kvenlegri" ef svo má segja, en samskipti þeirra við strákana þijá í leikritinu sjálfu verða hálf einkennileg, þar sem það fjahar ekki um þá tilfínninga- legu togstreitu og kynferðislegu spennu sem hlýtur að verða í þann- ig samsettum hóp, heldur er efni þessa leikrits átök um tilgangslaus völd innan hóps af strákum, sem eiga sér enga framtíð og eru rekn- ir áfram af örvæntingu og ótta. En Hilmar hefur greinilega haft góð tök á hópnum og tekist að ná þeim mjög jöfnum; þau em á svið- inu alla sýninguna og standa öll vel fyrir sínu. Ailt ber þetta með sér að hópurinn hefur lagt sig fram um að gera sýninguna sem besta. Af leikendum mæðir mest á Ás- geiri Emi Ásgeirssyni í hlutverki Hjörra og tekst honum á köflum að verða nokkuð ógnvekjandi en síður að vekja samúð með persón- unni. Raddbeitingin er einhæf og slæmt fyrir hvern sem er, ekki síst leikara, að öskra sig hásan kvöld eftir kvöld. Þarna hefði leikstjórinn átt að leggja sig betur fram um að leiða Ásgeir Orn fyrstu skrefin inn í þann biómagarð blæbrigða sem mannsröddin býr yfir. Þá var gaman að sjá að leikhópurinn hafði fengið einn úr kennaraliði skólans til liðs við sig og ná þannig að skapa trúverðugri mynd af þessum Lundúnaháskóla en ella. Tríó Reykja- víkur leikur UM HELGINA í Hafnarborg ÞRIÐJU áskriftartónleikar Trí- ós Reykjavíkur og Hafnarborg- ar verða sunnudaginn 14. mars kl. 20 í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Á tónleikunum verður fmmflutt píanótríó eftir Atla Heimi Sveins- son. Tríóið var samið árið 1985 í tilefni 60 ára afmælis Thors Vil- hjálmssoar og tileinkað skáldinu. Ennfremur verður flutt tríó í Es- dúr op. 1 nr. 1 eftir L. van Beet- hoven og tríó í c-moll nr. 2 op. 66 eftir F. Mendelsohn en það verk hefur ekki heyrst lengi á tón- leikum hériendis. Tríó Reykjavíkur skipa: Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari. Aðgöngumiðar að tónleikunum verða sendir við innganginn. Sér- stakur afsláttur er veittur nem- endum og eldri borgurum. (Fréttatilkynning) Cterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! fHrogttstMaMfe Myndlist Rut Rebekka í FIM-salnum Á morgun, laugardaginn 13. mars, kl. 14, opnar Rut Rebekka Sigurjóns- dóttir sýningu_ á olfu- og þurrpastel- myndum í FÍM-salnum við Garða- stræti. Eru þetta litlar landslagsmynd- ir, en Rut er þekktust fyrir myndir sínar af fólki, einkum ungum hljóð- færaleikurum. Litir landsins hafa þó ávallt verið uppsprettan í litameðferð hennar. Rut Rebekka stundaði nám við Kennaraháskóla Islands, Hjúkrun- arskóla Islands, Myndlistarskóla Reykjavíkur og lauk síðan námi frá MHÍ árið 1982. Hún hefur haldið átta einkasýningar og auk þess tekið þátt í fjölda samsýninga, bæði hér og er- lendis. Sýningin í FÍM-salnum stendur til 28. mars. * Listaverkagjöf Elíasar Hafnarborg, menningar- og lista- stofnun Hafnafjarðar, barst nýverið vegleg listaverkagjöf frá Elíasi B. Halldórssyni; 68 tré- og dúkristur eftir myndlistarmanninn. Myndimar spanna 30 ára tímabil frá árinu 1963, og eru sumar þeirra unnar sem myndskreyt- ingar við sögur. Þær eru nú sýndar í Hafnarborg. Gunnlaugur Stefán sýnir í Fold Á morgun, laugardaginn 13. mars, opnar Gunnlaugur Stefán Gíslason sýningu á vatnslitamyndum sínum í Gallerf Fold. Gunnlaugur Stefán er Hafnfirðingur, fæddur árið 1944. Hann stundaði nám við MHÍ og hefur kennt myndlist um árabil, auk þess að halda fjölda einkasýninga og hafa tekið þátt í samsýningum. Vatnslitamyndimar sem hann sýnir í Gallerí Fold em allar unnar á síðustu mánuðum. Sýningin stendur til 27. mars. Magnús Pétur Þorgrímsson Leirlist í Stöðlakoti Á morgun, laugardaginn 13. mars, kl. 16 opnar Magnús Pétur Þorgríms- son sýningu á verkum unnum í stein- leir í Gallerí Stöðlakoti við Bókhlöðu- stíg. Þetta er fyrsta einkasýning Magn- úsar, en hann lauk námi frá leirlista- deild MHÍ síðasta vor. Sýningin stend- ur til 21. mars. Tónlist Sungið á myndlistar- sýningu Á morgun, laugardaginn 13. mars, kl. 17 syngur söng- og skemmtifélagið Samstilling á myndlistarsýningu Björgvins Björgvinssonar í Portinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Meðlimir • • Orninn ÖRNINN (Adler á þýsku) er þekjulita- mynd eftir þýska list- málarann Georg Base- litz sem boðin verður upp hjá Sotheby’s í London, ásamt fjölda annarra listaverka. Uppboð hjá Sotheby’s í London Verk meistaraima hafa mörg stór- lækkað í verði SOTHEBY’S í London heldur uppboð þann 24. mars næstkom- andi, þar sem verk eftir heims- þekkta listamenn verða til sölu, við verði sem Sigríður Ingvars- dóttir, fulltrúi Sothebys á Islandi segir að hafi aldrei verið lægra, en um þessar mundir. Verkin eru metin á allt frá 90 þúsund krón- um upp í 30 milljónir króna. Samstillingar hafa komið saman og sungið á hveiju mánudagskvöldi sl. 10 ár, aðallega sjálfum sér til skemmtun- ar. En einstöku sinnum er sungið opin- berlega, eins og nú á síðustu sýningar- helgi myndlistarsýningar Björgvins í Portinu. Leiklist Þrusk framlengl Vegna ágætrar aðsóknar verður sýningum Leynileikhússins á Þruski haldið áfram á efri hæð Café Sólons íslandus. Að sýningunni standa þrír ungir listamenn sem allir hafa stundað nám í leiklist erlendis, þau Jóhanna Jónas, Vijhjálmur Hjálmarsson og leik- stjórinn Ásdís Þórhallsdóttir. Sýningin Þrusk er sett saman úr tveimur einræð- um og broti úr Galdra-Lofti eftir Jó- hann Siguijónsson. Einræðumar eru annars vegar úr Mávinum eftir Tsjekh- ov og hins vegar fengnar frá Shake- speare, Steini Steinar, Jóni lærða, Sig- fúsi Daðasyni og Arnoid Schwartzen- egger. Sýningar verða sunnudag 14. mars, mánudag 16. mars, laugardag 20. mars og sunnudag 21. mars. Plógur og stjörnur í S-Þingeyjarsýslu Leikfélagið Búkolla var stofnað á síðasta ári i Suður-Þingeyjarsýslu, og setti þá strax á svið sitt fýrsta verk, Biðla og brjóstahöld. Félagið saman- stendur af fólki úr fjórum sveitarfélög- um í sýslunni. Um þessar mundir sýn- ir Búkolla í Ýdölum leikritið Plóg og stjömur eftir Sean O’Casey í leikstjöm Sigurðar Hallmarssonar. Alls standa um 40 manns að þessari uppfærslu, þar af 17 leikarar. Verkið er umfangs- mikið og krefst mikils í sviðsmyndum, ljósabúnaði og leikhljóðum. Uppsetn- ingin hefur hlotið mjög góða dóma, en sýningum fer nú fækkandi og er áætl- að að sýna verkið I kvöld, föstudags- kvöld, og á sunnudag. Listaverk eftir listamenn eins og David Hockney, Leon Kossoff, A.R. Penk, George Baselitz, Lucio Fontana, Karel Appel, Jean Dubuffet, Picasso og Ándre Masson verða seld á uppboðinu. Sigríður segir að verðið á lista- verkunum nú endurspegli það kreppuástand sem hafi að undan- fömu verið í heiminum. Meðal ann- ars hafí verk ýmissa imperession- ista fallið frá 40 til 60% á undan- förnum tveimur árum. „Efnahags- ástandið í heiminum hefur tvímæla- laust haft áhrif til lækkunar á allan listaverkamarkaðinn. Þar erum við engin undantekning. Japanir sem hafa verið svo stórir á þessum markaði, hafa nánast horfið," sagði Sigríður í samtali við Morgunblaðið. Sigríður bendir á að á tímum sem þessum hafi stærstu söfn heimsins oft orðið til, „þannig að segja má að á hveiju dökku skýi sé silfur- brydding," segir Sigríður. Hún nefnir sem dæmi að mörg af mál- verkum gömlu meistaranna sem eru í Thyssensafninu sem nýkomið er til Madrid, hafi verið keypt til safns- ins í heimskreppunni miklu. Tími til að líta í kringum sig „Þetta er kannski sá tími, sem íslendingar sem eiga einhveija pen- inga, ættu að líta í kringum sig, ef þeir hafa á annað borð áhuga á að fjárfesta í list heimsþekktra listamanna á alþjóðlegum mark- aði,“_ segir Sigríður. „Á þessu uppboði er hægt að gera virkilega góð kaup. Til dæmis verður þarna verk eftir Georg Base- litz, sem er einn frægasti listmálari Þýskalands. Matsverð á verki hans er 6 til 8 þúsund bresk pund. Þama verða einnig verk eftir Wilhelm de Kooning, Frank Auerbach og fleiri heimsþekkta listamenn," segir Sig- ríður. Sigríður segist ekki gera sér í hugarlund hvort áhugamenn um listir muni gera sér sérstaka ferð til London til þess að vera viðstadd- ir uppboðið. En þeir sem hafi áhuga á að kynna sér verkin og verð þeirra geti að sjálfsögðu snúið sér til umboðsskrifstofu Sotheby’s hér á landi. Full búð af nýjum, ítölskum vor- og sumarfatnaði staðgreiðslu- afsláttur næstu daga Sc benelíon K r I n g I u n n i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.