Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTHR FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 HANDKNATTLEIKUR / HM I SVIÞJOÐ Morgunblaðið/Ólafur Auðunsson Fögnuöur í Gautaborg...Gunnar Gunnarsson, Geir Sveinsson, Sigurður Sveinsson, Einar Gunnar Sigurðsson og Héðinn Gilsson ganga af leikvelli, eftir spennuleikinn gegn Ungveijum í gær. Gunnar skoradi 700. HM- mark íslands Gunnar Gunnarsson skoraði 700. mark íslands í lokakeppni HM, er hann gerði níunda mark ís- lands, og kom liðinu í 9:6, gegn Ungveijum í gær. Gunnar skoraði markið eftir fallegt gegnumbrot. Þar með hefur hann skráð nafn sitt í hóp þekktra kappa, sem hafa skorað tímamótamörk fyrir Island í HM. Gunnlaugur Hjálmarsson skoraði fyrsta mark ís- lands í heimsmeistarakeppninni - í leik gegn Tékkó- slóvakíu, 17:12, í Magdeburg í A-Þýskalandi 1958 og hann skoraði einnig 100. mark íslands. Það var í leik gegn Frökkum, 20:13, í Homburg í Þýskalandi 1961. Sigurbergur Sigsteinsson skoraði 200. mark ís- lands í leik gegn Pólvenum, 21:18, í Metz í Frakk- landi 1970. Axel Axelsson skoraði 300. mark íslands, er hann skoraði gegn Dönum, 17:19, í Ehrfurt í A-Þýskalandi 1974. Kristján Arason skoraði 400. markið í leik gegn Tékkóslóvakíu, 19:18, í HM í Sviss 1986 og í sömu keppni skoraði Atli Hilmarsson 500. markið í leik gegn Svíum, 23:27, í Bem. Guðmundur Guðmundsson skoraði 600. markið í leik gegn Sovétríkjunum, 19:27, í Bratislava í Tékkó- slóvakíu 1990. ■ BERGSVEINN Bergsveins- son, markvörður, sá um að reka endahnútinn á að krúnuraka höfuð þeirra Sigurðar Bjarnasonar og Patreks Jóhannessonar, en þeir ganga nú undir nöfnunum „Siggi Jordan“ og „Patti Barkley". ■ /SLK/VSK[/leikmennirnir fóru strax að leik loknum gegn Ung- verjum í kvikmyndahús. Ef þeir hefðu tapað leiknum, átti að refsa þeim með því að horfa á leik Bandaríkjamanna og Svía. ■ KONRÁÐ Olavson hélt upp á 25 ára afmælisdag sinn í gær, með því að vera upp í áhorfendabekkj- um. ■ KONRÁÐ fékk skeyti frá ís- landi í tilefni dagsins. Það var frá Hauki í homi, sem er stuðnings- mannafélag Hauka, en Konráð mun leika með Haukum í úrslita- keppninni um Islandsmeistaratit- ilinn. ■ KONRÁÐ fékk einnig blóm og kort, sem á stóð KR-ingur. Konráð lék með KR áður en hann Serðist leikmaður með Dortmund. I GUNNAR Gunnarsson geng- ur um með stórt hljómflutnings- tæki, eins og bandarískir blökku- menn eru þekktir fyrir. íslenska liðið hitaði upp undir íslenskri tón- list þar til tuttugu mínútur voru til leiks, en þá tók lúðrahljómsveit hússins við og yfirgnæfði tónlist- ina, sem barst frá tæki Gunnars. ■ TÍU þúsund sjálfboðaliðar eru í vinnu í sambandi við heimsmeist- arakeppnina. ■ STÓR hluti aðgöngumiða sem seldir voru fyrir leik Islands og Ungverjalands, var með ranga tímasetningu. Þar stóð að leikurinn hæfist kl. 19, en ekki 18 - sem var réttur leiktími. I ENGINN leikmaður íslenska liðsins var tekinn í lyfjapróf eftir leikinn gegn Ungverjum. Sigurð- ur Sveinsson var tekinn í lyfjapróf eftir leikinn gegn Svíum og sögðu félagar hans í landsliðinu, að þar ,sem hann fékk aðeins léttöl, hafi prufan sem tekin var hjá honum, verið hrein og tær eins og úr korna- bami. ■ ÞAÐ vakti ekki mikla hrifn- ingu hjá sænsku blaðamönnunum, þegar Gunnar Gunnarsson sagði eftir leikinn gegn Ungveijum, að hann vonaði að Ungverjar myndu leggja Svía að velli. Sýndu mikinn styrk ISLENDINGAR eru komnirá blað íheimsmeistarakeppninni íhand- knattleik því í gær unnu þeir Ungverja 25:21 f spennandi leik sem hefði getað farið illa því Ungverjar voru með eins marks forskot þegar 11 mínútur voru eftir. En á lokakaflanum gerðu íslendingar 8 mörk gegn 3 og sigruðu með fjögurra marka mun. íslendingar léku vel lengst af en á smákafla í síðari hálfleik, þar sem allt var á móti liðinu, og þá sérstaklega pólsku dómararnir, misstu þeir niður einbeitinguna. Það þarf mikinn styrk til að rífa sig upp eftir mótlætið en isiensku strákarnir höfðu þann styrk í gær. Fyrsta mark leiksins kom eftir sjö mínútur og tvær sekúndur og það voru Ungveijar sem gerðu það. ■■H íslendingar skoruðu Skúli Unnar ekki fyrr en eftir 8 Sveinsson mínútur og 13 sek- úndur og það var ein- mitt leikmaður núm- er 13, Sigurður Sveinsson, sem reið á vaðið. Hann átti eftir að koma meira við sögu því kappinn gerði 10 mörk og var talsvert annað að sjá til hans nú en í leiknum gegn Svíum. Þáttur Guðmundar íslendingar náðu eftir þetta væn- legri stöðu, höfðu þriggja marka for- skot í leikhléi og byijuðu með tveim- ur mörkum úr hraðaupphlaupum í þeim síðari. En þrátt fyrir að allt útlit væri fyrir stórsigur íslendinga komust Ungveijar aftur inní leikinn og komust einu marki yfir, 17:18, og aftur 18:19 þegar 10 mínútur voru eftir. Þá hófst Guðmundar þátt- ur Hrafnkelssonar. Hann varði fímm skot á stuttum tíma og lagði þannig grunninn að sigrinum. Sigrinum sem gerir það að verkum að við komumst í milliriðil og getum ekki orðið neðar en í 12. sæti þó svo liðið tapi öllum leikjunum sem eftir eru. Vamir liðanna voru geysisterkar framan af og sú íslenska reyndar allan tímann. Sóknarleikurinn var einnig ágætur lengst af og sérstak- lega var hægri vængurinn beittari en á móti Svíum. Samt kom ekki mikið út úr homamönnunum hægra megin, þeim Valdimar og Bjarka. Bjarki átti reyndar mjög góðan „endasprett" eftir að Sigurður, sem var tekinn úr umferð snemma í síð- ari hálfleik, færði sig niður í homið. A-RIÐILL SPÁNN - AUSTURRÍKI .22:15 TÉKKÓSL. - EGYPTALAND ... .20: 21 Fj. leikja U J T Mörk Stig | SPÁNN 1 1 0 0 22: 15 ?P EGYPTALAND 1 1 0 0 21: 20 2I TÉKKÓSL. 1 0 0 1 20: 21 °l AUSTURRÍKI 1 0 0 1 15: 22 J í DAG: Austurríki - Tékkðslóvakía og Egyptaland - Spánn. Þá losnaði um Bjarka, sem hafði verið einn og einmana úti í hominu. íslenska liðið sýndi mjög mikinn styrk með því að sigra í þessum leik. Þetta var leikurinn sem skipti öllu máli og það vissu strákamir og því spenna í loftinu. Eftir tæplega 7 mínútna leik meiddist Héðinn og varð að fara útaf. En hrakfarimar urðu fleiri. Dómaramir virtust leggja þá Júlíus og Geir í einelti, veittu þeim tiltal fyrir ekkert og ráku þá síðan útaf í tíma og ótíma. Þetta endaði auðvitað með ósköpum. Júlíus fékk tvívegis að hvíla í fyrri hálf- leiknum og þegar 16 mínútur voru eftir og staðan 16:14 fékk hann þriðju borttvísunina og rautt. Þar með voru Héðinn og Júlíus úr leik og Geir búinn að hvíla tvívegis. Altt gott sem endar vel En allt er gott sem endar vel og það gerði það svo sannarlega í Scandinavium höllinni hér í Gauta- borg í gærkveldi. Allir í íslenska lið- inu léku vel. Guðmundur tók 18 skot í markinu, Sigurður Sveinsson var í stuði og nafni hans Bjamason kom sterkur inná eftir að Júlíusi hafði verið vikið af velli. Geir var með 100% nýtingu á línunni. Bjarki átti góðan leik þegar virkilega þurfti á því að halda og Gunnar Gunnarsson stjómaði af öryggi og lék félaga sína vel uppi, átti meðal annars fjórar stoðsendingar og fékk tvö víti. í vöm- inni mæddi mikið á Júlíusi, Einari Gunnari, Geir og Gunnari Gunnars- syni sem tók stöðu Héðins þegar hann meiddist. Þrátt fyrir að Ung- veijar hafi gert 14 af mörkum sínum með langskotum var vöm okkar góð. B-RIÐILL RÚMENlA- NOREGUR...........15:15 FRAKKLAND- SVISS...........24:26 Fj. leikja u J T Mörk Stig SVISS 1 1 0 0 26: 24 2 NOREGUR 1 0 1 0 15: 15 1 RÚMENÍA 1 0 1 0 15: 15 1 FRAKKLAND 1 0 0 1 24: 26 0 f DAG: Sviss - Rúmenía og Noregur Frakkland. Morgunblaðið/Ólafur Auðunsson Það er svo undarlegt með unga menn...Sigurður Bjamason mætti til leiks með „nýja hárgreiðslu", lokkaði ungversku vömina fram og skoraði þijú gullfalleg mörk. ísland - Ungvevjaland 25:21 Scandinavium - íþróttahöllin i Gautaborg í Svíþjðð, heimsmeistarakeppnin í hand- knattleik, 2. umferð í c-riðli, fimmtudaginn 11. mars 1993. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:2, 4:2, 7:4, 9:6, 11:8, 13:8, 14:9, 14:12, 16:12, 17:15, 17:18, 18:19, 19:19, 22:19, 24:20, 25.21. Mörk fslands: Sigurður Sveinsson 10/5, Geir Sveinsson 3, Bjarki Sigurðsson 3, Sigurður Bjamason 3, Gunnar Gunnarsson 2, Júlíus Jónasson 2, Gunnar Beinteins- son 1, Einar G. Sigurðsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 18 (þaraf fimm til mótheija). Aðrir leikmenn: Bergsveinn Bergsveinsson, Valdimar Grímsson, Héðinn Gilsson. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk Ungveijalands: József Elez 6/1, János Gyurka 5, Lásló Sótonyi 5, Attila Horváth 2, Attila Borsos 1, Richárd Mezei 1, István Péztor 1. Varin skot: Róbert Fekete 8 (þar af eitt til mótheija). Imre Biró 2. Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Marek Szajna og Jazek Wroblewski frá Póllandi. Voru á afskaplega lágu plani. Áhorfendur: 6.391. C-RIÐILL IID-RIÐILL SVlÞJÓÐ- [SLAND..............21:16 BANDARÍKIN- UNGVERJAL........18:33 [SLAND- UNGVERJAL............25:21 SVlÞJÓÐ- BANDARÍKIN..........32:16 FJ. leikja U J T Mörk Stíg SVlÞJÓÐ 2 2 0 0 53: 32 4 UNGVERJAL. 2 1 O 1 54: 43 2 ISLAND 2 1 0 1 41: 42 2 BANDARlKIN 2 0 0 2 34: 65 0 Á MORGUN: ísland - Bandaríkin og Svf- þjóð - Ungveijaland. RÚSSLAND- KÓREA.............33:18 ÞÝSKALAND- DANMÖRK..........20:20 RÚSSLAND- KÓREA.............33:18 ÞÝSKALAND- DANMÖRK..........20:20 Fj. leikja u J T Mörk Stig RÚSSLAND 1 1 0 0 33: 18 2 DANMÖRK 1 0 1 0 20: 20 1 ÞÝSKALAND 1 0 1 0 20: 20 1 S-KÓREA 1 0 0 1 18: 33 0 f DAG: Danmörk - Rússland og S-K6rea - Þýskaiand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.