Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 25 Verðlækkunin ytra er fyrst og fremst á físki til frekari vinnslu MIKILL órói er nú á fiskmörkuðunum í Evrópu og hefur verð á ferskum fiski og heilfrystum til frekari vinnslu iækk- að verulega. Skýringin er fyrst og fremst aukið framboð á fiski frá Norðmönnum og Rússum, sem bjóða bæði ferskan þorsk og heilfrystan á mjög lágu verði. Því hefur verð á ferskum fiski á erlendum uppboðsmörkuðum lækkað og sömu- leiðis er verð á fiskblokk til frekari vinnslu lækkandi. AF INNLENDUM VETTVANGI HJÖRTUR GÍSLASON Ahrifa lágs fiskverðs ytra farið að gæta hér heima Verð hefur nýlega lækkað í Bandaríkjunum í dollurum talið og gætir þessara verðlækkana nokkuð hér. Vinnslustöðin í Vestmannaeyj- um hefur lækkað verð á fiski til sjómanna og verð á fískmörkuðum hér heima hefur lækkað, sérstak- lega á netafiski. Netafískurinn hef- ur að mestu farið í söltun, en hún er nú með minnsta móti. Blokkarnotkun minnkar „Notkun á fiskafurðum úr þorskblokk hefur farið gífurlega minnkandi í Bandaríkjunum á síð- ustu árum,“ segir Magnús B. Frið- geirsson, forstjóri Iceland Seafood Corp. í Bandaríkjunum. „Skýringin er að miklu leyti sú, að Evrópa hefur borgað betur fyrir þorskinn, einkum blokkina og því hefur hún leitað þangað. Þá hefur verð verið full hátt og þrátt fyrir að verð hafí lækkað úr 2,25 dollurum á pundið síðstliðið sumar í 1,85 doll- ara nú, tel ég stöðuna einn veika. Það er gífurlega erfitt að endur- vinna markaði, sérstaklega, þar sem markaðurinn hér vestan hafs hefur farið yfír í nýjar hvítfískteg- undir. Stærstu notendurnir á hvít- fiskblokk eru McDonalds og Long John Silver’s, en þeir nota báðir djúproðflett flök af Alaskaufsa í verulegum mæli. Ætli menn að fá þessa stóru aðila til að snúa sér að þorski eins og áður var, verður að lækka verðið á þorskblokkinni niður í það sama og á ufsablokk- inni, eða í um 1,60 dollara á pundið. Aukning í flakasölu Hvað varðar flakasöluna, vildum við gjarnan selja meira af þeim. Allnokkur aukning er í flakasölu, en ekki eins mikil og ætla mætti í ljósi þess, að framleiðsla Kanada- manna hefur hrunið. Þar ræður verðið aftur nokkru, en það hefur á skömmum tíma lækkað úr 3,10 dollurum í 2,85 og er þá átt við hinar algengu fimm punda pakkn- ingar, en verð á sérpakkningum lækkaði minna eða ekkert. Ætli menn sér svo að keyra mikið magn inn á Bandaríkin vegna lækkandi verðs í Evrópu, er hefðin sú að verðið leitar jafnvægis milli mark- aða til langs tíma litið,“ segir Magnús B. Friðgeirsson. Lítil aukning í birgðum Friðrik Pálsson, forstjóri SH, segir að menn verði að leggja enn meiri áherzlu á aukið vinnsluvirði afurðanna til að reyna að forðast verðlækkanir, en er hægt að auka framleiðslu á Bandaríkin vegna verðlækkananna í Evrópu? „Það er um nokkra aukningu á fram- leiðslu fyrir Bandaríkin hér heima, að ræða en aukning í birgðum er ekki teljandi að mínu mati. Hins yegar tel ég fulla ástæðu til að vera vel á varðbergi, hvað varðar verð á þorski á erlendum mörkuð- um. Það er mikill þrýstingur til lækkunar á verðið og veldur þar mestu að Norðmenn ráða ekki við hið mikla framboð úr eigin veiði og frá Rússum. Vinnslugeta þar er takmörkuð og því leitar fiskurinn í miklum mæli inn á ferskfiskmark- aðina og síðan í söltun. Við það lækkar verðið og það hefur líklega áhrif til lækkunar á freðfiski, haldi svo fram sem horfír. Verður að auka vöruþróun Oróinn á fiskmörkuðunum stafar af þessu mikla framboði á ódýrum físki, því við það lækkar verð til sjómanna og útgerðar, en staða vinnslunnar batnar að sama skapi. Verði þessir erfíðleikar í Evrópu síðan til þess að menn fari í miklum mæli með fískinn inn á Bandaríkin er svipuð hætta fyrir hendi. Það eru tveir aðalmarkaðir fyrir hvít- fisk í heiminum, Bandaríkin og Vestur-Evrópa og tengslin milli þeirra eru mikii. Því verðum við, ætlum við okkur að halda velli, að auka vöruþróun áfram, bæta gæði og sinna þeim mörkuðum og kaup- endum, sem gefa bezt og eru til- búnir til að greiða hátt verð fyrir gæðavöru,11 segir Friðrik Pálsson. Lítil lækkun til neytenda Svo virðist, að heildarneyzla og eftirspurn eftir físki til neyzlu sé ekki að minnka, en einhvers við- náms gætir við háu verði á dýrustu fískafurðunum. Verðlækkunin kemur fyrst og fremst fram á fiski til vinnslu, bæði ferskum og heil- frystum. Þá hefur Rússafískurinn í Noregi verið saltaður í miklum mæli og einnig fluttur beint inn til Portúgal, þar sem hann hefur verið flattur og saltaður. Fyrir vikið minnkar eftirspurn eftir saltfíski og sömuleiðis minnar eftirspurn og verð lækkar á þeim físki, sem helzt hefur verið saltaður. Það er neta- fiskinum. Verð á netafiski lækkar Grétar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðsins i Hafnarfirði, segir að verð á flestum físktegundum sé nokkuð hátt, en að öllu jöfnu sé nokkurt samræmi milli verðs á físki hér heima og ytra. Þá hafí verð á netafíski og óslægðum físki lækkað nokkuð, en þess beri að gæta, að nú sé tölu- vert framboð á netafiski eftir að menn hættu á línu um síðustu mánaðamót og fóru yfir á netin. Grétar bendir til dæmis á það, að verð á ýsu sé mjög gott, jafnvel hærra en ytra. í gær hafí til dæm- is um 4 tonn alls farið á 150 krón- ur kílóið. Annars ráði framboð og eftirspurn hér heima mestu um verðið. Nú sé framboð nokkuð mik- ið, en eftirspurn lítil af ýmsum ástæðum og því lækki verðið líka. Því virðist sú leið öruggust, þeg- ar til lengri tíma er litið, að leggja áherzlu á aukið vinnsluvirði og komast eins nálægt neytendum eins og unnt er. Þannig verður hættan á verðlækkunum minni en ella. Séu menn um of háðir útflutn- ingi á hráefni til vinnslu, svo sem ísuðum físki, heilfrystum fiski eða iðnaðarblokk, er hættan á áföllum miklu meiri eins og nú er að koma í ljós. Einn best útbúni bíllinn í sínum flokki. Framhjóladrifinn og öflugur. Leitið nánari upplýsinga og reynsluakið þessum skemmtilega bíl. OPIÐ LAUGARDAG 10-14 BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ARMÚLA 13, SÍMl: 68 12 00 • BEINN SÍMI: 3 12 36 VERÐ RÐEINS FRA KR. 784.000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.