Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.03.1993, Blaðsíða 40
40 rr MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 'UT'BÖ'1) S'öör XH Minning UK1AJH14UUBUM Helga Elínborg Bjömsdóttir Fædd 3. september 1908 Dáin 4. mars 1993 Sólkveðja Dagur er liðinn, dögg skín á völlinn, dottar nú þröstur á laufgrænum kviá. Sefur hver vindblær, sói guðs við fjöllin, senn hefir allt að skilnaði kysst. Dvel hjá oss, pðs sól! hverf ei með hraða, himneskt er kvöld í þinni dýrð; Ljósgeislum tendrast lífsvonin glaða, lýs vorri sál, er burt þú flýrð. (Steingr. Thorst.) Helga á Háteigsveginum hefur fengið hvfld eftir erfíða sjúkdóms- legu. Æviágrip verður ekki rakið hér, aðeins minningabrot. — Ég minnist hennar eins og hún var, heil, fonguleg og falleg — og um Ieið Jóhanns Eiríkssonar, mannsins hennar, með þakklæti og hlýju. Oft kom ég á Háteigsveg 9 og naut þar ríkulega vináttu Helgu og Jóhanns við foreldra mína. Fyrst ung stúlka sem þekkti fáa, seinna með litla dóttur mína frá lækni og áfram gegnum árin. Þar átti ég allt- af skjól þegar ég þurfti með. Helga var mikil húsmóðir, faðmur hennar stór og hlýr. Allt sem hún framreiddi var myndarlegt og gott. Kaffíð ilmandi og sérlega gott úr blámunstruðu bollunum, hláturinn hennar var smitandi skemmtilegur. Að koma á Háteigsveg 9 var næst því að koma „heim“. Þannig tóku Jóhann og Helga á móti vinafólkinu frá Vogum. Það er þeim þakkað af heilum huga. Ég bið þeim og fjölskyldu þeirra blessunar Guðs. Guðfagri ljómi, geislann þinn bjarta, gráta mun jörðin með társtimda brá. Seg hveiju blómi, seg hveiju hjarta: „Senn skín þinn morgunn við himinfjöll blá.“ Hníg þú nú guðssól! að helgum beði, harmdögg mun breytast í fegins tár; Kvöldhryggðin ásthrein til árdagsgleði, uppris við dýrðar morguns-ár. (Steingr. Thorst.) Ásdís Sigfúsdóttir. Margar góðar minningar rifjast upp þegar við minnumst þín, elsku amma. Hvað er betra en að koma til afa og ömmu á Hátó? Þar stóðu dymar ávallt opnar fyrir öllum. Hjarta- gæskan umvafði alla sem til þeirra komu, alltaf var til kaffi á könnunni og bamabömin vom fljótt vanin á kaffí og kringlu. Amma hafði sér- staklega gott lag á bömum og virt- ist alltaf hafa tíma fyrir okkur stelp- umar, enda var farið á hveijum degi á Hátó. Oftar en ekki fóram við með ömmu í vinnuna. Hún skúraði í Mjólkursamsölunni og þar lærði maður að bera virðingu fyrir því hvað nýskúrað gólf þýddu, það er „gangið ekki útá“. Amma undi sér oft í garðinum sínum þar sem hún ræktaði mikið af fallegum rós- um, allavega blómum og líka rabar- bariuppskeran nálgaðist var ávallt veisla hjá okkur, því að þá fengum við rabarbara með sykri eins og hver gat í sig látið. Amma bjó til heimsins besta mat og passaði að allir færa vel mettir frá henni. Oft sváfum við systumar um helgar hjá ömmu og voram við þá látnar sofa á gömlum her- ig^ékireTTgarskamirr-'' ir, heldur sagði hún að ég yrði að koma beint heim úr skólanum. Þeg- ar heim var komið beið mín smurt brauð og kókómalt, en amma átti alltaf til kókómalt. Ég man svo vel eftir þessu, því að ég átti von á skömmum og var því voðalega nið- urlút þegar ég mætti henni. Eg var níu ára gömul þegar þetta gerðist. Þessar stundir sem amma gaf okkur mannabedda er okkur þótti afar merkilegur. Alltaf hlökkuðum við til að fá að gista hjá ömmu og afa. Þá las afí fyrir okkur þjóðsögur og amma hafði tíma til að tala og jafn- vel leika sér við okkur. Og alltaf fengum við ís. Amma kenndi mér að hjóla en hún og afi höfðu keypt hjól handa mér vorið sem ég var átta ára. Ekki vora keypt hjálpardekk. Amma ákvað að kenna nöfnu sinni á hjói- ið. Við lögðum af stað með hjólið niður á Klambratún. Ég klöngraðist á bak hjólfáknum, en amma hélt í bögglaberann. Svona gekk þetta í nokkur skipti og alltaf hljóp amma með. En svo kom að því að hún sleppti mér og viti menn, ég hjólaði óstudd, þar til amma kallaði: „Þetta gengur vel, nafna mín.“ Það var eins og við manninn mælt, ég lá afvelta með hjólið ofan á mér. Ég (Vilborg) var í skóla rétt hjá þar sem amma og afi bjuggu. Þang- að fór ég alltaf í hádeginu og kom svo heim til þeirra þegar ég var búin. Einu sinni þegar ég var að slóra svolítið mikið gerði ég ömmu mikið hrædda. Hún kom labbandi á STARFSLOK Fræðslufundur haldinn á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, laugardaginn 13. mars, 1993, kl. 13:00 - 17:00. kl. 13:00 Inngangur / Kynning á dagskrá. Hólmfríður Gísladóttir, RKÍ. kl. 13:15 Bætur frá Tryggingastofnun ríkisins. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, deildarstjóri. kl. 14:00 Húsnæðismál aldraðra. Ásgeir Jóhannesson, forstjóri. kl. 14:30 Peningamál aldraðra. Gunnar Baldvinsson, rekstrarhagfræðingur. Kaffiveitingar. kl. 15:30 Abyrgð á eigin heilsu, matur og næring, íþróttir og útivera. Svanhildur Þengilsdóttir, hjúkrunarfræðingur. kl. 16:00 Hvað get ég gert fyrir sjálfa(n) mig og aðra? Anna Þrúður Þorkelsdóttir, varaformaður RKÍ. kl. 16:30 Reynsla mín við starfslok. Þorgeir Ibsen, fyrrverandi skólastjóri. Umræður. kl. 17:00 Fundarlok. Þátttökugjald er 1.000 kr., kaffi innifalið. Skráning þátttakenda er í síma 91-626722. FRÆÐSLUMIÐSTOÐ RAUDA KROSS ÍSLANDS Rauðarárstíg 18 - Reykjavík - sími 91-626722 svo fúslega hafa fylgt okkur systr- unum í gegnum árin. Þar lærðum við að meta að manneskjan er meira virði en veraldlegur auður. Amma og afí vora ekki rík að veraldlegum auði, en þau áttu ómælda hjartahlýju, sem aldrei verður metin til fjár. Fyrir þá sem fengu að verða hennar aðnjótandi er hún ómetanleg. Oftar en ekki var mannmargt á Hátó. Þar var mikið rætt um póli- tík. Urðu þær umræður all hávær- ar, sérstaklega þegar Jóhannes og Guðmundur, bræður ömmu, mættu á svæðið. Þeir vora rauðir kommar, en afi framsóknarmaður. Amma blandaði sér lítið í þessar umræður, en hafði samt gaman af. Þama fékk maður sína fyrstu kennslustund í pólitík, enda höfðum við bamabörn- in öll ólíkar skoðanir á þessu sviði, því að okkur lærðist á þessum stund- um að vera trúr sinni hugsjón. Að lokum viljum við systumar þakka ömmu okkar fyrir alla þá ástúð, kærleika og þann tíma sem hún gaf okkur. Núna vitum við að henni líður vel í félagsskap þeirra sem undan eru famir. Dagur líður, fagur, fríður, fiýgur tíðin í aldaskaut. Daggeislar hníga, stjömumar stiga stillt nú og milt upp á himinbraut. Streymir niður náð og friður, nú er búin öll dagsins þraut. (V. Briem.) Helga og Vilborg. Helga fæddist í Reykjavík, dóttir Bjöms Bjömssonar veggfóðrara og konu hans, Jónínu Jensdóttur. Eig- inmaður Helgu var Jóhann Eiríks- son ættfræðingur. Þau áttu þijú böm: Eystein, Jónínu og Guðrúnu. Eysteinn lést fyrir aldur fram aðeins rúmlega fertugur og var harmaður af öllum sem þekktu hann, ekki síst móður sinni. Það var fallegt sam- band milli þeirra. Helga var húsmóðir alla tíð. Það var margt sem prýddi þessa konu, hún var hreinlynd, glaðlynd og gjaf- mild. Samt hafði hún alltaf nóg. Heimili Helgu var fallegt og hreint, og í garðinum ræktaði hún rósir. Helga var sterk persóna og glæsi- leg kona og ég held að allir sem ' hana sóttu heim hafi farið ríkari af hennar fundi. Eins og lítil frænka hennar sagði eitt sinn: „Helga Bjöms er góð, hún er góð við alla.“ Og það var hún. Drottinn blessi Helgu Bjömsdótt- ur. Jónína Björg Gísladóttir. Maður veltir þvi stundum fyrir sér hversu óræður dauðinn getur verið. Ungt fólk er hrifið burt i blóma lífsins, fólk sem á sínar fram- tíðaráætlanir og hlakkar til að tak- ast á við lifið. A sama tíma er gam- alt fólk að bíða þess að losna undan lífínu og óskar einskis framar en að fá að deyja. Þetta fólk hefur skilað sínu ævistarfi og líkaminn jafnvel orðinn eins konar fangelsi andans og hættur að starfa á eðli- legan hátt. En svona er lifið, það eina sem við vitum fyrir víst er að það tekur enda, en við vitum aldrei hvenær, sem betur fer. Helga amma var ein af þeim sem komið var fyrir eins og hér er lýst, en nú er hún dáin og horfin til ann- ars tilvistarsviðs sem hún trúði að biði okkar allra þegar jarðvistinni lyki. Hennar léttir hlýtur að vera mikill. Amma hét fullu nafni Helga Elín- borg Bjömsdóttir og fæddist í Reykjavík 3. september 1908, dóttir hjónanna Bjöms Bjömssonar vegg- fóðrarameistara og Jónínu Jensdótt- ur. Amma giftist afa, Jóhanni Ei- ríkssyni, árið 1932 og saman eign- uðust þau þijú böm. Elstur var Eysteinn Ragnar, en hann lést langt um aldur fram árið 1973. Næst í -röðhmi var Jónína og yngst Guðrún. Afí lést 1985. Amma var þannig gerð að eigin- maðurinn, börnin og barnabörnin voru henni allt og hún vakti yfír velferð sinna nánustu með þeim hætti að fátt annað komst að. Hún elskaði svo heitt að frá henni streymdi þægilegur unaður sem all- ir fundu og sóttu í, enda ávallt gest- kvæmt á heimilinu og allir velkomn- ir sem þangað leituðu. Þar voru líka haldnar veislur sem aldrei líða úr minni þeirra sem þær sóttu og næg- ir þar að nefna jólaboðin og þorra- blótin sem bára vitni um mikinn myndarskap ömmu í öllu sem sneri að heimilishaldi og matargerð. Þótt íbúðin á Háteigsveginum, þar sem þau bjuggu megnið af sínum bú- skaparáram, væri lítil var alltaf pláss fyrir hópinn hennar og því fleiri sem komu því meiri var gleðin í húsinu. í þessum boðum fékk maður sína fyrstu innsýn í pólitík þegar tekist var á um þjóðmálin og framsóknarmennimir, sem voru nokkuð margir í þessum hópi, létu gamminn geisa. Ég á ótrúlega góðar minningar um ömmu og allar era þær þægileg- ar og hafa veitt manni mikið á lífs- leiðinni. Ég man eftir sögunum um að bræður hennar hefðu notað hana til að standa í marki í knattspyrnu- leikjum og alla tíð sagðist hún halda með Víkingi, sem var mest til að stríða okkur Valsmönnunum í kring- um hana. En við hringdum alltaf í hana ef Valur vann Víking og innst inni samgladdist hún okkur á sinn einstaka hátt. Einnig era ofarlega í huganum stundimar á haustin þegar amma tók slátur og stóð eins og herforingi í þvottahúsinu allan daginn og sauð í stóram potti slátur í alla fjölskyld- una. Allta var svo vel gert og áhug- inn svo mikill að unun var að. Klein- urnar hennar áttu engan sinn líka og vora í miklu uppáhaldi hjá bama- bömunum. Sama má segja um smá- kökumar. Amma átti sér áhugamál sem átti hug hennar allan yfír sumarið, en þar var um að ræða garðinn hennar á Háteigsveginum. Strax snemma á vorin hófust verkin í garðinum og þá vora barnabörnin oft með. Þegar leið á sumarið og blómin fóra að blómstra var garður- inn hennar með þeim fallegri sem sáust. Rósirnar, stjúpumar, dalíurn- ar og öll hin blómin báru vott um hversu vel var um þau hugsað. Allar gjafir sem amma gaf, hvort sem um var að ræða afmælis- eða jólagjafir, áttu það sameiginlegt að vera það sem kallað er nytsamar gjafir, og ég hygg að flest hennar fólk eigi einhvers staðar dýrgripi frá henni sem enn standa fyllilega fyrir sínu og munu gera um ókomna framtíð. Mér er einnig minnisstætt hversu vel amma tók konunni minni þegar ég kom með hana inn í fjöl- skylduna ungur að árum og fljótlega var hún orðin ein af hópnum og með þeim tókst innilegt samband sem Brynja á eftir að búa að. Ég var svo lánsamur að umgang- ast ömmu og afa mikið, en ég átti langt fram eftir aldri skjól í kjallara- herberginu þegar ég var í námi, þar sem ég las undir próf. Þá áttum við amma stundir sem mér líða aldrei úr minni. Hún var oft lasin og henni leið ekki vel, en það fannst henni minnsta mál og gerði lítið úr, sem var dæmigert fyrir hana alla tíð. Móðir mín, Jónína, hefur annast móður sína af mikilli nærgætni, eft- ir að hún hafði ekki lengur krafta til að halda heimili sjálf. Fyrir það vil ég þakka henni innilega, en hún hefur tekið í arf frá móður sinni alla bestu kostina og hlýjuna sem hana einkenndu. Eins vil ég þakka öðram úr fjölskyldunni þeirra þátt, svo og starfsfólki á Elliheimilinu Grand, en þar dvaldist amma síð- ustu árin. Ég kveð í dag konu sem mér þótti mikið vænt um, konu sem gaf mér ótrúlega mikið og kenndi mér stóran hluta af því besta sem ég bý að í dag, og ég veit að svo er einnig um systkini mín og aðra í fjölskyldunni okkar. Við eigum eftir að minnast hennar með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún gaf. Guð blessi minningu Helgu ömmu minnar. Logi Úlfarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.