Morgunblaðið - 12.03.1993, Síða 44

Morgunblaðið - 12.03.1993, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1993 ^ ,-jKij j .Si íSl'.íí.'í í::u -i ulujiaci/i Ju^'ui-n Menningarvika að hefjast sem lýkur með kynningu á skólunum Bandalag íslenskra sérskóla- nema (BÍSN) stendur fyrir menningarviku sem hefst á morg- un, laugardag, og stendur til 21. mars. Þetta er í þriðja sinn sem slík menningarvika er haldin, en fimmtán skólar eru aðilar að BISN, þar af þrír skólar úti á landi. Til- gangurinn er að brjóta upp hefð- bundið skólahald á vorin þegar þreyta er farin að gera vart við sig meðal nemenda, en ekki síður að efla samkennd meðal þeirra. „Þess- ir skólar eiga í raun ekki svo margt sameiginlegt, þannig að þetta er kjörið tækifæri til að nemendumir viti hvað hinir eru að aðhafast," sögðu þær Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri BÍSN, og Stein- dóra Gunnlaugsdóttir, sem á sæti í miðstjóm bandalagsins, í samtali við Morgunblaðið. Menningarvik- unni lýkur með sameiginlegum sér- skóladegi, þar sem skólamir kynna námið almenningi í tengslum við Opið hús í háskólanum. „Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október og hefur í raun verið þrotlaus vinna síðan. Nemend- ur sjá alfarið um dagskrána og engin skemmtiatriði em keypt. Tækniskólinn til dæmis auglýsir ekki skemmtikvöld með Bubba Mortens," sagði Kolbrún og Steind- óra undirstrikaði að í skólunum væru mjög frambærilegir nemend- ur. „í bandalaginu eru til dæmis Leiklistarskólinn, Myndlistaskólinn, Söngskólinn, Tónlistarskólinn, Fósturskólinn og Kennaraháskól- inn.“ Fjölbreytt dagskrá Meðal þess sem verður á dagskrá Árshátíð Heimdallar 1993 Nú er loks komið að því! Á laugardagskvöldið mun ungt fólk flykkjast á hjna alræmdu árshátíð Heim- dallar, sem haldin verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Þetta er tækifærið, hvort sem á að skemmta sér og/eða gera upp gamlar sakir. Dagskráin hefst með fordrykk kl. 19.00, en borðhald kl. 20.00. Boðið verður upp á fjölda veislurétta af stóru hlaðborði. Vönduð skemmtidagskrá. Heiðursgestir: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra. Veislustjóri: Viktor Borgar Kjartansson, varaþingmaður. Verð kr. 900 fyrir félaga í Heimdalli, en kr. 1.400 fýrir aðra. Að loknu borðhaldi, kl. 22.30, verður húsið opnað fynr aðra en matargesti og verður aðgangur þá ókeypis. Þetta er skemmtun, sem þú hefur ekki efni á að missa afl Miðapantanir í síma 682900 á skrifstofutíma. Aliir velkomnir. *m M. næstu viku er hinn árlegi Skrúfu- dagur vélskólans, myndlistarsýn- ingar, íþróttamót, skákmót, skemmtikvöld á Púlsinum, ópueru- kvöld og fleira. „En einnig ætla uppeldisskólarnir að taka sig saman um dagskrá og eins listaskólamir, en þeir verða með listakvöld," sagði Kolbrún. „Skólarnir eru svo ólíkir og nemendur eru á öllum aldri eins og til dæmis í Kennaraháskólanum, þannig að það er verið að höfða til sem flestra og auka samkenndina bæði milli nemendanna og skólan- anna.“ í tengslum við menningarvikuna verður gefið út ljóðakver og var auglýst eftir ljóðum í öllum skólum innan bandalagsins. Þátttaka varð meiri en búist var við, því 18 ein- staklingar sendu inn fjölmörg ljóð. Var valið úr því besta og kemur kverið út 13. mars og verður það til sölu. Öll vinna í sambandi við kverið er í höndum nemenda. „ ^ Morgunblaðið/Björn Blöndal Iþróttamenn ársins á Suðurnesjum, f.v. Óli Þór Magnússon knatt- spyrnumaður, sem varð í þriðja sæti, þá Guðfinna Sigurþórsdóttir, móðir Karenar Sævarsdóttur sem útnefnd var íþróttamaður ársins. Karen er við nám í Bandaríkjunum og gat ekki verið viðstödd útnefn- inguna. Lengst til hægri er svo Jón Kr. Gíslason körfuknattleiksmað- ur sem varð annar í kjörinu. SUÐURNES Karen valin annað / • X / •• X arið í roð COSPER PJB @2» 99HO Raren Sævarsdóttir, íslands- meistari í golfi kvenna, var fyrir nokkru valin íþróttamaður árs- ins á Suðurnesjum og er þetta ann- að árið í röð sem henni hlotnast þessi titill. Karen dvelur um þessar mundir í Bandaríkjunum við nám jafnframt því sem hún iðkar golf- íþróttina af kappi og tók móðir hennar, Guðfmna Sigurþórsdóttir, sem einnig var kunnur kylfingur og íslandsmeistari í greininni, á móti viðurkenningunni fyrir hönd dóttur sinnar. í öðru sæti í kjörinu um íþróttamann ársins varð Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður með körfuknattleiksliði ÍBK, sem á síðasta ári stýrði liði sínu til sigurs í keppninni um íslandsmeistaratitil- inn. I þriðja sæti varð Óli Þór Magn- ússon, knattspyrnumaður í ÍBK, sem á síðasta ári tryggði sér rétt til að leika í 1. deild, en hann varð markahæsti maður liðsins og deild- arinnar. Morgunblaðið/Knstmn Sjö nemendur hafa verið í undirbúningsnefnd fyrir menningarvikuna. Á myndinni má sjá fimm þeirra. F.v. Steindóru Gunnlaugsdóttur, Kolbrúnu Jónsdóttur, Eddu Halldórsdóttur, Önnu Guðrúnu Gylfadóttur og Elínu Huld Árnadóttir. BANDALAnsSJsKR^ERSKOIANEMA Morgunblaðið/Reuter Leikararnir f.v. Jack Nicholson, Tom Cruise og Demi Moore ásamt leikstjóranum Rob Reiner. KVIKMYNDIR V erðlaunaafhending Aðalleikarar myndarinnar „A Few Good Men“, þau Jack Nicholson, Tom Cruise og Demi Moore ásamt leikstjóranum Rob Reiner hlutu í fyrradag viðurkenn- ingu fyrir besta dramað og skemmtilegustu myndina í Banda- ríkjunum. Útnefningin fer þannig fram, að 5.000 Bandaríkjamenn taka þátt í valinu og nefnast viður- kenningamar „People’s Choice Awards". Verðlaunaafhendingin fór fram í myndveri Universal-fyrir- tækisins. Leikarahjónin Don Johnson og Melanie Griffith koma til verð- Iaunaafhendingarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.