Morgunblaðið - 22.04.1993, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.04.1993, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 Kanaríeyj abréf Fararstjórinn og oddvitinn, Auður og Eggert. Á leið til Maspalomas, Halldóra, Enrico og Leifur. Li6srnynd/BcrK|jðt- eftir Leif Sveinsson i Klukkan er fímm að morgni þann 18. mars 1993, þegar Jakob Svein- björnsson frá Hnausum í Vatnsdal mætir á Volvo-bifreið sinni í Tjarn- argötu 36 til þess að sækja okkur hjónin og aka til Keflavíkurvallar. Spáð er slæmu veðri um morgun- inn, en Hafnarfjarðarlögreglan telur vel fært. Við Stapann brestur á trylltur bylur, þannig að líkja má við vélbyssuskothríð. Stikumar bjarga, annars hefði vegurinn ekki sést. Jakob hefur þó séð hann svart- ari, auk þess að hafa ekið flestum litríkustu persónuleikum landsins, svo sem Jóni Pálmasyni frá Akri, Eiríki Briem hjá Landsvirkjun og greinarhöfundi. Myndverk Rúrýar frænku okkar hjóna, Regnboginn, sveiflast til í fárviðrinu, en stenst áhlaupið. Við rennum upp að Leifs- stöð. Þar er þegar margmenni, far- þegar vildu ekki verða strandaglóp- ar í þessu illviðri, höfðu vaðið fyrir neðan sig. Heimsmeistarar okkar í brids eru á leið til Bielefeld að keppa þar við bamakórinn, sem er víst kominn í síðbuxur. Þeir taka þegar upp spilin, því seinkun er á flestum flugleiðum. Loks komumst við Kan- aríeyjafarar í loftið kl. 9.10. — Ferð- in til Gran Canaria er hafm. II Flugið til Gondo-flugvallar tekur fimm tíma og tuttugu mínútur. Aðbúnaður er góður í þessari Flug- leiðavél, rúmgóð sæti, matur góður. Komið er til lendingar kl. 14.30. Eftir langa bið fá allir töskur sínar og heldur nú hver til sinnar hótel- íbúðar. Við hjónin eigum pantað á Stil Marieta. Þar er hópur íslend- inga fyrir, fóru 11. mars í þriggja vikna ferð. Stil Marieta-íbúðirnar eru miðsvæðis á Ensku ströndinni, 126 að tölu. Þetta er í ellefta skipt- ið, sem við hjónin komum til Kanarí- eyja og sjötta íbúðarhótelið, sem við gistum á. Ingibjörg og Bergur G. Gíslason eru hér fyrir. Menn em hættir að kvíða ellinni, nú segja þeir heldur: Ég hlakka til að verða 85 ára og jafn hress og Bergur G. Gíslason. Bergur hefur verið í stjóm Morgunbiaðisins rösklega hálfa öld. Eggert Gíslason og Regina kona hans eru hér í 21. skipti. Menn geta orðið „Kanaríeyjaholic" — ánetjast Kanaríeyjum. III En nú er ei lengur til setunnar boðið. Starfið bíður mín, að breyta spmnginni húð í heila. Flestir telja það sjálfsagðan hlut að hafa heila húð. Við sem höfum glímt við psor- iaseshúðkvillann í 50 ár, eigum aft- ur á móti aðeins þá einu ósk, að njóta heillar húðar, þó ekki sé nema í nokkrar vikur eftir sól og sjóböð hér suður við Afríkustrendur. Á tíu dögum hafa sárin Iokast, endalausar gönguferðir út á Odda og þaðan að vitanum í Maspalomas. Létt máltíð þar, en gengið alla leið til baka. Sundsprettur á leiðinni. Orðinn lag- inn að synda í gegnum brimið eftir ellefu ferðir hingað suður. „Er Mogginn kominn?" spurði frú Agna Jónsson, kona Halldórs Jóns- sonar í Lystadún, er við dvöldum á Protucasahótelinu í apríl 1973. Ótrúlegt en satt, þá kom Mogginn express hingað á þrem dögum. Ögnu þótti ekkert sjálfsagðara en Mogginn kæmi á þrem dögum suður að Afríkuströndum. Nú kemur Morgunblaðið á viku hingað, nú fimm blöð í einu. Ég fletti lauslega bunkanum í fyrstu, en staðnæmist fljótlega við viðtal Agnesar Braga- dóttur við fluguhnýtingarbanka- stjórann úr Hrútafjarðará, Sverri Hermannsson. Skilyrði mín fyrir því, að þykja vænt um einhvem mann, er að hann sé bæði feitari en ég og óorðvarari. Sverrir þyrfti aðeins að fítna um u.þ.b. fimmtíu pund til þess að uppfylla bæði skil- yrðin. V Nú rennur upp 28. mars og þá bætast í hópinn Bergljót dóttir okk- ar og unnusti hennar, Enrico Mensuali. Þau flugu frá Písa um Mílanó til Madríd og loks til Gondo- flugvallar. Verða því fagnaðarfundir og slegið upp veislu á hinu frábæra veitingahúsi Sol Y Sombra. Þrátt fyrir búsetu í Greve í Toscanahéraði á Ítalíu verður hún einnig að leita sér lækninga við hinum arfgenga húðkvilla, psoriases, hér syðra á vetrum. Fyrstu kynni okkar af eyj- um þessum voru í heilsubótarferð með Bergljótu í apríl 1973. Margt hefur breyst hér síðan þá, einkan- lega hefur orðið mikil framför í sam- göngumálum, nýr vegur frá Gondo- flugvelli til ensku strandarinnar, hringvegur um eyjuna með bundnu slitlagi og unnið að 6-faldri akrein um alla eyjuna. Skilti hafa eyja- Leifur Sveinsson „Margt hefur breyst hér síðan þá, einkan- lega hefur orðið mikil framför í samgöngu- málum, nýr vegur frá Gondo-flugvelli til ensku strandarinnar, hringvegur um eyjuna með bundnu slitlagi og unnið að 6-faldri akrein um alla eyjuna.“ skeggjar á einum stað við hringveg- inn, sem við eigum að taka okkur til fyrirmyndar: „Akið varlega, landið þarfnast ykkar“. VI Nú sigla svifnökkvar á milli Gran Canaria og Tenerife. Til Tenerife fóru Ingibjörg og Bergur G. Gísla- son. Tekur ferðin með svifnökkvan- um 80 mínútur hvora leið. Lagt af stað kl. 5.30 að morgni. Erfíð ferð, sögðu þau, leiðsögumaðurinn talaði á fjórum tungumálum, mest sýnt af hrauni. Innfæddum finnast ís- lendingar áhugalitlir um hraun, vita ekki að við eigum nóg af því á Fróni. í Heklugosinu 1947 kom fréttastjóri danska ríkisútvarpsins (Presseris Radioavis), Aksel Dahlerup, til Is- lands og tók viðtöl við landsmenn. í lok eins viðtalsins spurði Aksel: „Og til sidst, hvordan fjerner man lava“ (og að lokum, hvernig er hraun íjarlægt)? Hraunryksuga hef- ur ekki verið fundin upp ennþá, þótt þeir Þorbjöm Sigurgeirsson prófessor og Sveinn Eiríksson slökkviliðsstjóri hafí aftur á móti kælt Kölska all hressilega í Heima- eyjargosinu 1973. VII Menn geta fengið „brjóstsviða" af því að ganga eftir Ensku strönd- inni dögum og vikum saman og sjá þetta fimmtíu þúsund bijóst á dag. Fáar konur hafa hinn fullkomna vöxt, þó man ég eftir einni og að- eins einni konu, sem nálgaðist Ven- us frá Miló (í Louvre-safninu í Par- ís). Hinar em flestar eins og Ás- mundur hefði verið kallaður í sím- ann í miðri styttu. Því bregðum við hjónin á það ráð að fara í hringferð um eyjuna þann 13. apríl. Það er skýjað loft, en gott ferðaveður, þá haldið er af stað í meðalstórri rútu undir öruggri far- arstjóm Auðar Sæmundsdóttur hjá Flugleiðum hf. Árið 1979 var lokið við lagningu hins 225 km langa hringvegar um eyjuna, allt bundið varanlegu slitlagi og rútum hleypt á veginn. Þá opnaðist algerlega nýr heimur fyrir ferðamenn, heimur feg- urðar og hrikaleika, sem helst minnir á Látrabjarg, Hornstrandir og Eyjafjöll í einum pakka, nema fuglinn vantar. Ekið er um Mogan- dalinn, sem engan á sinn líka, hinn nafntogaði klettur, „Fingur Guðs“ hjá höfninni í Las Nieves er barinn augum, en síðan snæddur hádegis- verður í Agötudal (Valle de Aga- ete). Hópur íslendinganna smellur fljótt saman. Eggert Gislason verður hirtn sjálfkjömi oddviti fararinnar, Kristján Jónsson fyrrum skipstjóri á Fagranesinu er sagnaþulur farar- innar, kunnur skemmtikraftur frá ísafirði. Dæmi um sögur Kristjáns: „Hvemig gátu þið orðið hjón, svona óframfærin?" „Jú, fyrst sagði hún ekkert, þá sagði hann ekkert, og þá jókst þetta svona orð af orði.“ Þegar Kristján sá hið volduga nýja Fagranes í fyrsta skipti, þá mælti hann: „Hefur Djúpið breytt sér?“ Bílstjóri okkar heitir Pedro, af- burðatraustur ökumaður og flautar fyrir hom, en segja má að megin- hluti leiðarinnar sé „Sí-Kambar“. I lok ferðarinnar skoðum við tijágarð einn, sem heitir „Jardin De La Marquesa", sem Englendingur einn byggði upp á síðustu öld. Hann flutti inn tijáplöntur víðs vegar að úr heiminum, svo þar er nú einstætt safn tegunda; pálmar, drekatré og ein tegund frá Chile, sem hvergi hefur dafnað utan Chile, nema þarna. Auður fararstjóri miðlar okk- ur af sinni miklu þekkingu á sögu eyjanna, m.a. um Doramas (nafnið þýðir „sá, sem hefur breiðar nasir“) konung frumbyggjanna, Guanches, á Gran Canaria. Doramas féll fyrir spjóti Spánveija árið 1481, sem, að ekta spönskum sið, var skotið í bak- ið. Frumbyggjarnir höfðu þá varist innrás Spánveija í tæp 80 ár. Eftir fall Doramas gáfust þeir fljótlega upp fyrir innrásarliðinu. Nú er íslendingahópurinn orðinn eins og ein fjölskylda, Eggert odd- viti segir þetta bestu ferð, sem hann hafi farið hér syðra. Skýringin er ef til vill þessi: „Menn tóku hvorki lífíð né sjálfa sig hátíðlega." Lokið er ógleymanlegri hringferð um Gran Canaria, sem lengi mun í minnum höfð. VIII Bergljót og Enrico fóru heim til Ítalíu þann 10. apríl eftir mjög vel heppnaða fjallaferð með okkur á skírdag, 8. apríl. Við höldum nú einnig heim úr hinni „skýlulausu voraldar veröld", sem orðhagari menn kalla þó „eyju hins eilífa vors“. Hitinn þessar fjór- ar vikur var oftast 25 gráður á Celsíus, smáúði einn dag, en rok spillti nokkrum dögum. Húð mín orðin nánast heil, en 30-35 stig á Celsíus hefðu dugað betur. Hittumst aftur í apríl 1994 kveð- ur við úr hverri Islendingaíbúð. Brottför er kl. 3.40 að morgni 16. apríl. Næturflug. Við lendum á Keflavíkurflugvelli tæplega hálfníu. Það er snjóföl í Leifsstöð, en birtir til á leið til Reykjavíkur, ólýsanlega fögur íjallasýn blasir við, Keilir, Vífilfell, Hengillinn, Esjan, Skarðs- heiðin og Snæfellsjökull. Landið heilsar okkur í sínum feg- ursta skrúða. Hver getur beðið um meira? Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík ogþetta erþriðja Kanaríeyjabréf hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.