Morgunblaðið - 22.04.1993, Síða 26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993
Þróun og
horfur í
Mið-Evrópu
JÁNOS Martonyi, ráðuneytis-
stjóri utanríkisráðuneytis Ung-
verjalands, flytur laugardaginn
24. apríl erindi á sameiginlegum
hádegisverðarfundi Samtaka um
vestræna samvinnu (SVS) og
Varðbergs í Átthagasal Hótels
Sögu. Erindið nefnist „Þróun og
horfur í Ungverjalandi og Mið-
Evrópu“ og hefst fundurinn
klukkan 12.
Það fer ekki á milli mála, að þró-
unin í fyrrum ríkjum Austur-Evrópu
í kjölfar hruns Sovétríkjanna hefur
haft umtalsverð áhrif á efnahags-
og stjómmál í Evrópu og á eftir að
hafa varanleg áhrif á framtíðarþró-
un í álfunni allri. Því fer §arri að
mikið öryggi og friður ríki á þessum
slóðum. Júgóslavía logar stafna á
milli, átök milli stríðandi fylkinga
eiga sér stað í ýmsum ríkjum sem
til skamms tíma lutu stjóminni í
Moskvu. Ástandið í Rússlandi er
einnig ótryggt og getur brugðið til
beggja vona.
János Martonyi
er vel þekktur í
heimalandi sínu og
á alþjóða vett-
vangi, þar sem
fjallað er um utan-
ríkis- og efnahags-
mál. Hann er fædd-
ur 5. apríi 1944 í
Ungveijalandi.
Hann lagði stund á
lögfræði við Józef Attila háskólann,
lauk lagaprófi árið 1966 og doktors-
prófi frá sama skóla 1979.
Á áranum 1968 til 1979 starfaði
hann sem lögfræðilegur ráðunautur
fyrir ýmis ungversk útflutningsfýr-
irtæki. Hann var skipaður verslun-
arfulltrúi sendiráðs Ungveijalands í
Brassel 1979 og gegndi því starfí
til 1984 er hann var skipaður yfír-
maður lagadeildar viðskiptaráðu-
neytisins í Búdapest. Eftir að um-
byltingin hófst tók hann virkan þátt
í að byggja upp fijálsa utanrík-
isverslun Ungveija og var m.a. yfír-
maður einkavæðingarinnar 1989-
1990. Þá var hann gerður að ráðu-
neytisstjóra viðskiptaráðuneytisins
þar til hann tók við núverandi stöðu
sinni í utanríkisráðuneytinu árið
1991.
Fundurinn er opinn félagsmönn-
um SVS og Varðbergs og öllum
þeim er áhuga hafa á þróun stjóm-
og öryggismála í Evrópu.
Framkvæmdanefnd norræna kvennaþingsins
MorgunDiaoio/ tvnsunn
FRAMKVÆMDANEFND norræna kvennaþingsins sem haldið verður
í Ábo í Finnlandi, en hana skipa formenn undirbúnignsnefnda í hverju
landi. Talið frá vinstri Marianne Laxén framkvæmdasljóri undirbún-
ingsnefndar í Finnlandi, Valgerður Gunnarsdóttir, fyrir ísland, Marg-
areta Pietikainen fyrir Finnland, Britt Schultz fyrir Noreg, Anita
Anién formaður fyrir Svíþjóð og Jytte Lindgárd fyrir Danmörk.
Áhersla á þátttöku yngri kvenna
á Nordisk Forum ’94 í Finnlandi
LÍF og störf kvenna - hamingja og frelsi er yfirskrift norræna kvenna-
þingsins, sem haldið verður í Ábo í Finnlandi dagana 1. til 6. ágúst
árið 1994. Það ér norræna ráðherranefndin og Norðurlandaráð sem
veitt hafa um 135 milljónum króna til undirbúningsstarfsins en það
hófst fyrir rúmu ári. Þátttaka er öllum heimil og er sérstök áhersla
lögð á að ná til yngri kvenna. Þá hefur konum frá Eystrasaltsrílg'unum
meðal annars verið boðin þátttaka en þær hafa sýnt áhuga á að kynna
sér félagslega stöðu kvenna á Norðurlöndum.
Komið hefur verið á fót samnorr-
ænni framkvæmdanefnd skipaðri
formönnum undirbúningsnefnda í
hveiju landi. Á kynningarfundi
nefndarinnar sagði Valgerður Gunn-
arsdóttir formaður íslensku undir-
búningsnefndarinnar meðal annars,
að hvert tækifæri yrði nýtt til að
kynna væntanlegt þing í Finnlandi
hér á landi og þess vænst að konur
leggðu sitt til málanna um hvaða
málefni þær vildu að tekin yrðu fyrir.
Mismunandi málefni
Fram kom, að undirbúningsnefnd-
ir landanna leggja áherslu á mismun-
andi málefni kvenna. í Finnlandi er
áhersla lögð á spuminguna um hver
verður staða konunnar í auknu at-
vinnuleysi og hvað verður um nor-
rænt samstarf með inngöngu í EES
og EB. í Danmörku er áhersla lögð
á að ná til þeirra kvenna sem ekki
hafa áður tekið þátt í jafnréttisbar-
áttu og þá sérstaklega ungra inn-
flytjenda.
Áhersla á yngri kynslóðir
í Svíþjóð er reynt að ná til yngri
kynslóðarinnar og var haldin ráð-
stefna með þeim síðastliðið haust.
Þegar boðað var til þeirrar ráðstefnu
vakti sérstaka athygli að sjálfsagt
þótti að bjóða bæði stúlkum og
drengjum, ólíkt því sem gildir þegar
eldri kynslóðir eiga í hlut.
Norræna kvennaþingið var haldin
í fyrsta sinn í Noregi árið 1988 og
þótti takast mjög vel með þátttöku
10 þúsund kvenna. Komið hefur í
ljós að þegar kynna átti norskum
konum væntanlegt þing í Finnlandi
að erfílega gekk að ná til yngri
kvenna en áhersla er lögð á að sem
flestar þeirra sýni jafnréttismálum
áhuga og taki þátt í þinginu. Yngri
konur era ekki lengur starfandi í
kvenfélögum eða samtökum kvenna
í Noregi eins og algengt var fyrir tíu
áram. Þess í stað era þær virkar í
stéttarfélögum og því erfiðara að ná
til þeirra.
Príns fljótur að að-
lagast spelkunum
„Með góðri aðstoð og aðhlynningu eigenda sinna var hann fljót-
ur að aðlagast spelkunum og getur nú gengið með þær en ekki
hlaupið," sagði Þorvaldur Þórðarson, dýralæknir, þegar spurst
var fyrir um líðan Sankti Bernharðshundsins Prins sem fyrstur
hunda fékk gönguspelkur á Dýraspítalanum á fimmtudag.
„Annars er þetta langtíma-
verkefni sem verður að vinnast
hægt og bítandi og tekur sinn
tíma,“ bætti Þorvaldur við og
sagði að hugsanlega þyrfti Prins
að vera með spelkurnar í einn
til tvo mánuði.
Undir eftirliti
Gönguspelkumar voru frum-
mótaðar á framfætur Prins á
miðvikudaginn og settar á hann
daginn eftir. Fyrir helgina fékk
Karl Rowolcl fyrrver-
andi sendiherra
hann svo að fara heim til eigenda
sinna á Akranesi og hefur öragg-
lega verið fenginn að komast af
bráðamótttöku- og skurðdeild
Dýraspítalans yfír á göngudeild-
ina en hann er einnig undir eftir-
liti Dagmar Völu Hjörleifsdóttur,
dýralæknis á Akranesi.
Prins er 5 mánaða og þurfti
að fá spelkurnar í kjölfar þess
að hann fótbrotnaði á báðum
framfótum fyrir skömmu.
SUZUKISWIFT
ÁRGERÐ 1993
Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu.
★ Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4,0 1. á hundraðið.
★ Framdrif.
★ 5 gíra, sjálfskipting fáanleg.
★ Suzuki Swift kostar frá
kr. 795.000.- stgr. (3ja dyra GA)
SUZUKI BÍLAR HF
SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00
LIPUR OG SKEMMTILEGUR 5 MANNA BÍLL
Þýskalands látinn
LÁTINN er í Þýskalandi Karl
Rowold, sendiherra Þýskalands
á íslandi árin 1970-74. Karl Row-
old var á 82. aldursári er hann
lést en hann fæddist í Oker í
Harzfjöllum þann 12. ágúst 1911.
Karl lætur eftir sig eiginkonu
og uppkominn son.
Karl Rowold var íslendingum að
góðu kunnur er hann var skipaður
sendiherra landsins síns á íslandi
árið 1970 því hann hafði árin 1958
til 1963 starfað sem menningarfull-
trúi í þýska sendiráðinu f Reykjavík
og eignast marga góða vini hérlend-
is í gegnum það starf. Er Karl og
Ragnhild kona hans fluttu af landi
brott í fyrra sinnið, 1963 gerðu
dagblöðin því ítarleg skil. í Morgun-
blaðinu þann 29. ágúst 1963, undir
fyrirsögninni „Góður fulltrúi lands
síns á föram“ segir m.a. að hann
tali norðurlandamálin dável og skilji
íslensku.
Ferill Rowold fram að þessum
tíma er rakinn stuttlega í Morgun-
blaðinu 1963 en hann barðist gegn
uppgangi nasista í Þýskalandi á
millistríðsáranum og var handtek-
inn af Gestapo skömmu eftir valda-
töku þeirra 1933. Rowold náði að
flýja til Danmerkur og þar vann
hann, ásamt m.a. Willy Brandt, að
málefnum þýskra flóttamanna.
Hann gerðist danskur ríkisborgari
og giftist konu sinni, sem er af
dönskum ættum, á þessum tíma.
Karl Rowold fyrrverandi sendi-
herra Þýskalands á íslandi.
Er nasistar hernámu Danmörku
tókst Rowold að flýja undan þeim
til Svíþjóðar.
Að lokinni heimsstyijöldinni vann
Rowold um tíma fyrir dönsku ríkis-
stjórnina en gerðist síðan aftur
þýskur ríkisborgari. Frá árinu
1950, og þar til hann lét af störfum
sökum aldurs, vann hann að ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir þýsku utan-
ríkisþjónustuna í sendiráðum lands
síns í Danmörku, Svíþjóð og á ís-
landi.