Morgunblaðið - 22.04.1993, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993
Ozal forseti kvaddur
HEIÐURSVÖRÐUR forsetaembættisins í Tyrklandi dregur
vagn um götur Ankara með kistu Turguts Ozals forseta sem
lést sl. laugardag, er ætlunin að hann verði jarðsettur í dag í
Istanbúl. Dagblöð lýstu óánægju með vestræn ríki sem sendu
flest lágtsetta embættismenn til Ankara. Þýski forsetinn, Ric-
hard von Weizsácker, var þó viðstaddur athöfnina.
Arabar fallast
á friðarviðræð-
ur við Israela
Damaskus. Reuter.
FULLTRÚAR arabaríkja og Palestínumanna samþykktu í gær
að hefja að nýju friðarviðræður við ísraela í Washington 27.
apríl. Þeir bundu þar með enda á fjögurra mánaða óvissu
vegna útlagadóms yfir Palestínumönnum frá hernumdum
svæðum ísraela sem stefndi friðarumleitunum í hættu. I sam-
eiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherra Sýrlands, Jórdaníu,
Líbanons, Egyptalands og Yassers Arafats, leiðtoga Frelsisam-
taka Palestínumanna (PLO) sagði að Bandaríkjastjóm yrði
nú að efna loforð sem hún gaf til að fá araba að samninga-
borðinu að nýju.
Arabarnir höfðu tvisvar frestað
því að taka ákvörðun í málinu á
meðan Palestínumenn reyndu allt
sem þeir gátu til að knýja fram til-
slakanir af hálfu Bandaríkjastjórn-
ar og ísraela. Þeir kröfðust þess
að ísraelar hættu að senda araba
í útlegð, féllust á tilslakanir varð-
andi sjálfstjórn hernumdu svæð-
anna og féllu frá ýmsum aðgerðum
sem þeir hafa gripið til, svo sem
lokun Vesturbakkans og Gazasvæð-
isins sem hefur leitt tilþess að arab-
ar geta ekki starfað í ísrael. Stjórn-
völd í Bandaríkjunum og Israel
buðu aðeins loforð sem yrðu ekki
efnd fyrr en Palestínumenn féllust
á að halda' friðárviðræðunum
áfram, en þeim var hætt í desem-
ber eftir að ísraelar sendu 415
Palestínumenn frá hernumdu svæð-
unum í útlegð til Líbanons.
Yitzhak Rabin, forsætisráðherra
ísraels, fagnaði ákvörðun arabísku
fulltrúanna en tveir samningamenn
Palestínumanna, Ghassan al-
Khatib, og Samir Abdullah, ákváðu
að segja sig úr samninganefndinni
í mótmælaskyni.
Harmleikurírm í Waco
FBI bárust
hótunarbréf
Waco. Reuter.
DAVID Koresh, leiðtogi sér-
trúarsafnaðarins skammt frá
Waco í Texas, sendi tvö hótun-
arbréf til bandarísku alríkis-
lögreglunnar, FBI, áður en
lögreglan réðst til atlögu við
söfnuðinn á mánudag.
í bréfunum varaði Koresh við gíf-
urlegri sprengingu og hótaði að nota
tvö böm sem gísla til að veija sig,
að sögn talsmanna FBI.
Um 40 lík höfðu fundist í rústum
trúboðsstöðvar Koresh í gær. Voru
nokkur þeirra þakin skotsárum og
tíu voru lík kvenna og bama. Föt
eins þeirra, sem fannst með skotsár-
um, vom sviðin sem þykir benda til
þess að hann hafi reynt að flýja víti-
seldana er hann varð fyrir skoti.
Hampað sem þjóðhelju fyrir að sigla umhverfis jörðina á 79 dögum
Siglingametið bjargar
Peyron frá gjaldþroti
Reuter
Fagnað með neyðarblysunum
BRUNO Peyron og áhöfn fagna unnu siglingaafreki með því að
brenna neyðarblysin sem höfð voru með í för. Nokkrum sinnum
komust þeir í hann krappann á siglingunni en aldrei kom þó til þess
að þeir þyrftu að treysta á þær birgðir.
París, La Baule. Daily Telegraph. Reuter.
FRANSKA skútustjóranum
Bruno Peyron var hampað
sem þjóðhetju í Frakklandi
í gær en í fyrradag lauk
hann hnattsiglingu á 26
metra langri tvíbytnu sinni
Commodore Explorer á 79
dögum og sex klukkustund-
um. Vann hann sérstök
verðlaun sem kennd eru við
Jules Verne, sem ritaði
skáldsöguna Umhverfis
jörðina á 80 dögum. Reynd-
ar var ekki búist við að
neinum siglingagarpi tæk-
ist í bráð að Ijúka hnattsigl-
ingu á 80 dögum eða skem-
ur og því hafði bandarískur
listamaður, sem falin var
styttugerðin, ekki lokið við
smíði hennar.
Peyron verður því fyrst um sinn
að gera sér eftirlíkingu af stytt-
unni að góðu. Hins vegar hlaut
hann einnar milljónar dollara verð-
laun fyrir afrekið og það kemur
að góðum notum, bjargar honum
frá persónulegu gjaldþroti því
hann hafði safnað stórskuldum til
að fjármagna siglinguna. Kostn-
aðurinn var átta milljónir franka,
jafnvirði 94 milljóna króna, og þar
af varð hann að leggja sjálfur til
29 milljónir. Afganginn lögðu
styrktaraðilar til. Reyndist það
honum mjög erfitt að fínna stuðn-
ingsaðila fyrir siglinguna en síð-
ustu tvær vikur siglingarinnar,
þegar allt stefndi í að hann kæm-
ist á spjöld sögunnar fyrir merki-
legt siglingaafrek, vildu margir
eignast hlutdeild í því; Qöldi lítill
og stórra fyrirtækja beið í röðum
eftir að ná símasambandi við skútu
Peyrons um gervihnött til þess að
bjóða fjárstuðning.
Jafnað við Magellan,
Kólumbus og Gama
Franskir fjölmiðlar gerðu mikið
úr afreki Peyrons, sem er 37 ára,
og fjögurra samferðamanna hans.
Liberation lagði sjö síður undir
frásögn af sægarpnum og sigling-
unni. Annað blað, France-Soir,
jafnaði honum óhikað við helstu
landkönnuði sögunnar og sagði
hann hafa skipað sér á bekk með
Magellan, Kristófer Kólumbus og
Vasco da Gama.
Matur á þrotum
Þegar nálgaðist markið bað
Peyron um að þar biði þeirra bát-
ur með skammt af franskbrauðum,
osti, eplum og súkkulaði. Matur
var efst í huga skipveija sem urðu
nær matarlausir viku áður en þeir
náðu á leiðarenda.
Tvær skútur til viðbótar lögðu
upp í kappsiglingu umhverfís
hnöttinn 31. janúar en tvær helt-
ust úr lestinni. Ekki gekk siglingin
áfallalaust hjá Peyron og áhöfn
hans því stórviðri og fjallháar öld-
ur á Indlandshafi og við Góðrar-
vonarhöfða, borgarís við suður-
odda Suður-Ameríku og búrhvalir
á Atlantshafi höfðu nær gert út
um ævintýrið.
Góður byr
í árekstrinum við tvo 35 tonna
búrhvali um páska kom tveggja
metra sprunga á skrokk skútunnar
en hún stóðst álagið og komst sjór
ekki inn þrátt fyrir að skútan klyfí
öldumar á lokasprettinum. Lagði
Peyron t.d. að baki 507 mílur eða
816 kílómetra á sólarhring frá sl.
sunnudegi til mánudags sem er
einstakt í skútusiglingum.
Waigel
Fleiri
handtökur
í S-Afríku
LÖGREGLAN í Suður-Afríku
telur að morðið á blökkumanna-
leiðtoganum Chris' Hani hafi
verið skipulagt af samsær-
ismönnum, ef til vill með tengsl
við erlenda aðila. Eftir að lög-
regla hafði yfirheyrt íhaldsleið-
togann Clive Derby-Lewis, sem
var handtekinn á laugardag,
voru fímm hvítir menn að auki
handteknir í morgunsárið í gær,
grunaðir um aðild að tilræðinu.
Meðal þeirra var eiginkona
Derby-Lewis, Gaye, sem fædd
er í Astralíu. Afríska þjóðarráð-
ið, ANC, samtök Nelsons Mand-
ela, segir að handtökumar sýni
að grunsemdir þeirra um sam-
særi hafi átt við rök að styðj-
ast. Morðinginn sjálfur hefur
þegar verið handtekinn.
Þýskur fjár-
lagahalli
eykst
HALLINN á fjárlögum Þýska-
lands mun vaxa enn og verða
um 65 milljarðar marka, yfir
2500 milljarða króna, á þessu
ári en hann var um 39 milljarð-
ar marka í fyrra, að sögn Theos
Waigels fjármálaráðherra.
Hann segir orsök þessarar þró-
unar vera vaxandi útgjöld vegna
atvinnuleysisbóta og opinberra
framlaga til sköpunar nýrra at-
vinnutækifæra. I síðasta mánuði
var spáð að hallinn yrði aðeins
54 milljarðar marka.
Gegnjarð-
sprengjum
ALÞJÓÐA Rauði krossinn
hvatti til þess í gær að hætt
yrði að nota jarðsprengjur gegn
óbreyttum borgurum eins og
mikið hefur verið um í átökum
síðustu áratuga. Samtökin létu
þó hjá líða að krefjast algers
banns við notkun þessara vopna
enda eru þau oft notuð í varnar-
skyni gegn brynvörðum farar-
tækjum árásaraðila. í nokkrum
löndum, þ. á m. Kambódíu, Afg-
anistan og Sómalíu, einnig á
svæðum í fyrrverandi - Júgó-
slavíu, er jarðsprengjur mikið
vandamál þar sem þeim hefur
sums staðar verið dreift í tug-
milljónatali og hafa gert fjölda
fólks örkumla, ekki síst börn.
Rauði krossinn gerir ráð fyrir
að það muni taka 15 ár að
hreinsa Afganistan af sprengj-
unum.
Vilja fríversl-
un við Eystra-
saltslöndin
FINNAR, Svíar og Norðmenn,
sem sótt hafa um aðild að Evr-
ópubandalaginu, EB, eru
ákveðnir í að láta aðildina ekki
hafa það í för með sér að samn-
ingum þeirra við Eystrasaltsrík-
in þijú; Eistland, Lettland og
Litháen, verði lagt fyrir róða.
EB hefur ekki gert fríverslunar-
samninga við Eystrasaltsríkin.