Morgunblaðið - 22.04.1993, Page 32

Morgunblaðið - 22.04.1993, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993 MORGUNBLADID FlMMTUDAGl.'R 23. APRIL4993 & 4 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Allt sem grær og gróið getur Sumardagurinn fyrsti er sér- íslenzkur hátíðisdagur. Fáir dagar hafa átt jafn rík ítök í hugum og hjörtum kyn- slóðanna og þessi dagur, fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl. Skýringin er nærtæk. Með hon- um hófst harpa, fyrsti sumar- mánuðurinn að fornu tímatali. Þjóð, sem þurfti að þreyja þorr- ann og góuna, oft við þröngan kost, langa, dimma og kalda vetur, fagnaði sól og sumri, vaknandi gróðri, komandi bjargræðistíma til sjávar og sveita, sem afkoma hennar byggðist á. Fáar þjóðir voru jafn háðar árferði og veðurfari og eyþjóð okkar yzt í veraldarútsæ. Það var oftar en ekki ríkuleg ástæða til þess að fagna sumri eins og bjargvætti; batnandi tíð með blóm í haga. Það er ekki sízt af þeim sökum sem sumar- dagurinn fyrsti á svo djúpar rætur í þjóðarsálinni. Mannfjöldaþróun í landinu, einkum fyrr á tíð, talar skýru máli um áhrif árferðis á þjóðar- hag. Talið er að landsmenn hafi verið um eða yfír 70 þús- und við lok landnámsaldar og fram á 17. öld, þótt ekki sé vitað um íbúatöluna með vissu. Vöxtur mannfjöldans hefur verið misjafn, fjölgun í góðæri, fækkun á kuldaskeiðum og þegar drepsóttir og eldgos gengu yfír. Mikið harðinda- skeið gekk yfír landið eftir miðja átjándu öldina, svo dæmi sé tekið. Tala landsmanna, sem verið hafði 50.400 árið 1703, þegar fyrst var tekið manntal hér á íslandi, fór niður í 40.600 árið 1785, og hafa þeir ekki verið færri í annan tíma frá því land var fullnumið. Það var á þessum tíma sem annálar töluðu um sumarið sem aldrei kom. Síðustu áratugir 19. aldar vitna einnig um neikvæð áhrif tíðarfars á hagi landsmanna, en þá var veðurfar með ein- dæmum kalt með tilheyrandi áhrifum á gróðurfar og bjarg- ræðisvegi. Það var á þessum áratugum, þegar harðnaði illa á afkomudal þjóðarinnar, sem 10 til 15 þúsund Islendingar flosnuðu upp og fluttust til Ameríku. Það var mikil blóð- taka þjóð sem þá var innan við 80 þúsund manns. íslendingar hafa mátt þreyja margan þorra og marga góu erfíðra ára í aldanna rás, en ávallt kom aftur vor í dal. Erfíð- leikar síðustu ára eru að vísu annars eðlis en fyrr á tíð. Árið 1992, svo dæmi sé tekið, lækk- uðu útflutningstekjur þjóðar- innar um 4,8% frá árinu áður. Á fímm ára tímabili, frá 1987 talið, hafa þær lækkað um u.þ.b. 14,5%. „Þessi lækkun skýrist að tæplega 60% af minna útflutningsmagni og að rúmlega 40% af verri viðskipta- kjörum“, segir í ársskýrslu Seðlabanka Islands fyrir árið 1992. Aðstaða þjóðarinnar til að takast á við vandamál sín er á hinn bóginn allt önnur og miklu betri en fyrr á tíð. Vopn henn- ar í lífsbaráttunni, efnahagur, menntun, tæknibúnaður og þekking hvers konar, eru betri en nokkru sinni fyrr í þjóðar- sögunni. Sama gildir um tengsl okkar við umheiminn og mark- aðsstöðu framleiðslu okkar á erlendum vettvangi. Við verð- um samt sem áður að læra af eigin mistökum í atvinnu- og efnahagslífí og kunna fótum okkar forráð í varðveizlu menn- ingararfleifðar þjóðarinnar sem og auðlinda/lífríkis lands og sjávar. Ef við heilsum komandi misserum og árum með þau markmið að leiðarljósi og tök- umst á við viðfangsefni samtíð- ar og framtíðar með jákvæðu hugarfari, sól í sinni, sumrar senn í þjóðarbúskapnum, eftir áralangan efnahagsvetur. Morgunblaðið árnar lesend- um sínum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars með til- vitnun í ræðu forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, sem birt er í fylgiriti blaðsins í dag, Landgræðsluskógar 1993: „Landið er eins og fólkið sjálft, dýrmætur arfur. Með landinu sem okkur hefur verið „fengið til fylgdar" og sem við notum að hluta okkur til fram- færis, hefur okkur jafnframt verið falin á hendur ábyrgð á geysilega mikilvægum þætti í þjóðararfí okkar, sem ég vil, að við hlið tungunnar, bók- menntaarfsins og minninga- arfsins, kalla náttúruarf. Ábyrgð á öllu sem grær og getur gróið, ábyrgð á að láta náttúrugróðurinn vaxa og teygja sig sem víðast, líkt og við höldum lífí í tungunni með því að auðga hana stöðugt með nýjum orðum og bókmenntum, með því að yrkja og skrifa stöð- ugt meira. Bókakostur Áma Magnússonar eyddist og kemur aldrei aftur, en við vitum að við getum fært náttúruarfínn á ný í það sem eyðingin hefur frá honum tekið.“ Morgunblaðið fékk heillaóskaskeyti frá Gunnari Stefánssyni sem var sendill blaðsins 1913 „Blöðin voru bók- staflega rifin úr höndum mínum“ ÞEGAR Morgunblaðið flutti starfsemi sína í Kringluna 1 fyrir skömmu barst ritstjórn blaðsins svohljóðandi skeyti: „Ég gleðst yfir góðu gengi ykkar og óska ykkur til hamingju með þriðja húsnæðið, fyrst ísafold, Austurstræti, síðan Aðalstræti og nú hið glæsilega húsnæði í Kringlunni 1. Gæfa og áframhaldandi velgengni fylgi Morgunblaðinu og starfsfólki þess um ókomin ár. Gunnar Stefánsson, f.ár 1899, sendill hjá ísafold í æsku árið 1913.“ Morgunblaðið hafði samband við Gunnar og bauð honum að skoða hin nýju húsakynni blaðsins í gær. í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði Gunnar að hann hefði komið til starfa hjá ísafold 1912 en 2. nóvember 1913 kom fyrsta tölublað Morgunblaðsins út. „Ég fékk að selja blaðið fyrsta daginn, ég fór út með 70 blöð og þau voru bókstaflega rifín úr höndunum á mér af fólkinu sem beið fyrir utan,“ sagði Gunnar. Fimmtán krónur fékk Gunnar í kaup hjá ísafold í fyrstu, „Þangað til kyndarinn veiktist, í þann tíma var allt kynt með kolum, þá gekk ég á fund yfírprent- arans Herberts Sigmundssonar og bauðst til að taka að mér kyndarastarfið auk þess að vera sendill. Honum var fyrst um og ó, „Held- ur þú að þú getir vaknað svo snemma?" spurði hann. „Ætli það ekki," svaraði ég og þá fékk ég starfíð og þær fímmtán krónur sem það gaf í aðra hönd á mánuði. Ég sá auk þess um að kynda húsnæði bókhaldsins og búð- ina, sem Sigríður dóttir Bjöms Jónssonar hafði, ég þekkti hana áður en ég hóf þarna störf, hún kenndi mér teikningu í barna- skóla.“ Það kom sér vel að Gunnar fékk þessa launahækkun. Móðir hans var ekkja með fjögur böm og vann fyrir sér og barnahópn- um með því að strauja þvott fyrir fólk. „Það var alltaf hlýtt og notalegt í eldhúsinu hjá okkur," segir Gunnar og brosir. Gunnar var elstur systkina sinna. „Faðir okkar dó þegar ég var sjö ára gamall, þá var mér komið fyrir í Breiðholti, sem þá var sveitabær, þar var ég í tvö ár. Þegar ég fór í barnaskóla fór ég til mömmu, við bjuggum á Laugavegi 60, þaðan þrammaði ég dag hvem í skólann, þetta var þó talsverður spotti og stundum óð ég snjó- inn í klof, það var ekki verið að ryðja götum- ar þá, enda bílamir fáir. Á sumrin var ég í Breiðholti, þar til árið 1916 að ég fór að læra mublusmíði. Þá hætti ég líka störfum hjá ísafold. Fékk vinnu í ísafold Nábúi minn, Jóhannes Sigurðsson, sem var setjari hjá ísafold, útvegaði mér þar vinnu. Hann vann í „neðri salnum", undir því nafni gekk prentsmiðjusalurinn. Ég þekkti Bjöm í Isafold áður en ég hóf sendistörfín. Hann var með kúabú og kýmar vom í gæslu hjá okkur í Breiðholti á sumrin. Bjöm í ísafold var mjög góður maður, alltaf ljúfmenni það ég man. Eg sá hann oft heima á Staðastað þegar ég kom með mjólkina til hans. Hann var hins vegar hættur að stýra ísafold þegar ég kom þar til starfa. Ólafur sonur hans var þá tekinn við stjórn ísafoldar. Hann stofnaði Morgunblaðið ásamt Vilhjálmi Finsen, sem var fyrsti ritstjóri blaðsins. Fyrsti blaðamaður Morgunblaðsins var Árni Óla. Alla þessa menn hitti ég daglega og fór fyrir þá marg- ar sendiferðimar. Vakti þegar fyrsta blaðið var prentað Ég vakti alla nóttina þegar verið var að prenta fyrsta tölublað Morgunblaðsins og fékk að selja það fyrsta daginn, en síðan aldrei meir, ég varð að sinna mínu starfí sem sendill og kyndari. Það var mikið fjöÞ hjá ísafold. Setjararnir vom með málfundafélag og taflfélag, það var mikill félagsskapur í kringum það og mikið fjör. Auk Jóhannesar sem ég fyrr greindi frá var setjari Ágúst Jósefsson. Þeir vora í pressunni. Það gekk nú allt hægt á þeim tímum. Venjulega var byijað að prenta blaðið um klukkan 3 að nóttunni. Ef eitthvað kom fyrir var auðvitað allt í háa lofti. Stundum bilaði gasmótorinn sem knúði prentvélina. Þá var sent í snarheit- um niður að höfn, að biðskýli þar sem menn hímdu og biðu eftir vinnu, það var mikið atvinnuleysi þá, einhveijir þeirra vom fengn- ir til þess að snúa prentvélinni þar til tekist Fyrsti sendillinn Gunnar Stefánsson með silfurslegna forsíðu af fyrsta tölublaði Morgunblaðsins, sem starfsmannafélag Morgunblaðsins gaf blaðinu á 60 ára afmæli þess árið 1973. Stefán tók þátt í að selja fyrsta tölublað Morgunblaðsins þegar það kom út þann 2. nóvember 1913. hafði að gera við gasmótorinn. Eftir að prent- un var lokið var blaðið brotið í íjóra parta, þannig var það sent lesendum, sem skáru það upp sjálfír, það þurfti ekki að vorkenna þeim það, þetta vom ekki nema tvö handtök. Árni Óla var duglegur blaðamaður, hann var alltaf sískrifandi og notaði bara blað og blýant við sitt starf, engar ritvélar komnar á Morgunblaðið þá. Morgunblaðið var prent- að hjá Isafold, að öðm leyti vom þetta aðskil- in fyrirtæki. Mitt verk var fyrst og fremst það að sendast út um allar trissur, t.d. með prófarkir, iðulega þurfti að fara með grein- ar, sem áttu að birtast í Morgunblaðinu, upp á Hverfísgötu í prentarahúsið, sem nú er. Þar sat Jón Magnússon, hann las þessar greinar, sem skrifaðar vom með hraðskrift. Stundum beið ég á meðan eða þá hringt var þegar lestrinum var lokið. Alltaf var ég gang- andi í þessum ferðum mínum. Eitt sinn var ég að sópa bréfadrasl á gólf- inu hjá ísafold og enginn var þar annar, þá hringdi Þórhallur fyrrum biskup og spurði hvort einhver væri við annar en ég. Nei, ég sagði að svo væri ekki. Þá tilkynnti hann mér að hann hefði unnið happdrættishúsið, sem svo var kállað, við Ingólfsstræti. Það var vinningur í happdrætti sem haldið var til þess að reisa Ingólfsstyttuna sem stendur á Árnarhóli. Það gekk seint að selja miðana og húsið var ekki dregið út fyrr en eftir fjög- ur ár. Þórhallur sagði mér að hann hefði viljað gefa börnum miða í happdrættinu, en þau hafi ekki viljað miðana. „Þess vegna fékk ég húsið,“ sagði hann. Ég kom þessu til skila og Árni Óla skrifaði grein um þetta. Saknaði blaðsins Ég saknaði ísafoldar og Morgunblaðsins þegar ég hætti þar til þess að læra húsgagna- smíði. Ég lauk prófí í þeirri grein en hætti að vinna við mublusmíðar árið 1928 og fór í þess stað að smíða yfír bíla hjá Agli Vil- hjálmssyni. Við það var ég til ársins 1977. Þá hætti ég störfum. Meðan ég vann hjá ísafold fékk ég að lesa Moggann frítt, en eftir að ég hætti þar störfum fór ég að kaupa Morgunblaðið og hef keypt það fram á þenn- an dag.“ Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir Látinn á 103. ald- ursári Guðmundur Pjetursson, tré- smíðameistari, áður til heimilis að Barmahlíð 36, lést á Hrafnistu i Reykjavik aðfaranótt miðvikudags, á 103. aldursári. Guðmundur fæddist á Bæ í Trékyll- isvík 10. mars árið 1891. Hann bjó lengi á Flateyri við Önundarfjörð, en fluttist til Reykjavíkur árið 1946 og bjó þar æ síðan. Hann var lærður tré- smiður og starfaði alla tíð við þá iðn. Eiginkona Guðmundar var María Hálfdánardóttir, en hún lést árið 1980. Þau hjón eignuðust sjö böm, sex syni og eina dóttur. Dóttirin Guð- Guðmundur Pjetursson. rún Iést árið 1956, en synimir Hálf- dán, Jens, Garðar, Elís, Marinó og Hreiðar Viborg lifa föður sinn. Hálf- dán er þeirra elstur, 80 ára, en Hreið- ar er yngstur, 70 ára. Göng undir Reykja- nesbraut boðin út LÆGSTA tilboð í gerð 15 metra langra undirganga undir Rcykjanes- braut við Hvaleyrarholt var rétt innan við 10 miiyónir kr. Er það 74% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem hljóðaði upp á 13,5 miHjónir. Undirgöngin á að gera í vor og þeim á verktaki að skila fullloknum 15. júní næstkomandi. Fjórir verktak- ar sendu inn tilboð. Lægsta tilboðið var frá Hagvirki-Kletti hf. og Verk- takaþjónustu Jóhanns G. Bergþórs- sonar hf. Sýningum á Sardasfurstynjunni að ljúka í íslensku óperunni Þrjár óperur koma til greina á næsta leikári ÁGÆT aðsókn hefur verið að sýningum íslensku óperunnar á óperettunni Sardasfurstynjunni eftir ungverska tónskáld- ið Kahlman en ástæða er til að hnippa í fólk svo það láti ekki síðustu sýningar fram hjá sér fara að sögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur óperustjóra. Hún segir að verið sé að ræða verkefnaval næsta árs og hafi þrjár óperur komið til tals, þ.e. Á valdi örlaganna eftir Verdi, Fást eftir Gounod og Peter Grimes eftir Britten. Ólöf Kolbrún sagði að sýningar á Sardasfurstynjunni hefðu gengið mjög vel. „Við eram samt farin að auglýsa síðustu sýningar því við viljum svona aðeins hnippa í fólk vegna þess sýningum fer að fækka og við þurfum helst að sýna fyrir fullu húsi. Annars er ég að vona að við fömm eitthvað inn í maí. En í rauninni stoppum við um leið og við finnum dræm viðbrögð í miða- sölunni," sagði hún og nefndi að af þeirri ástæðu væm sýningar ekki auglýstar löngu fram í tímann. Þó hafa verið auglýstar sýningar um þessa og næstu helgi. Létt sýning Hún sagðist vita að fólk vildi gjarnan sjá óperettuna. „Við erum t.d. þama með mjög skemmtilegt söngvaralið bæði fólk sem er að koma fram hjá okkur í fyrsta skipti og aðra mjög reynsluríka eins og t.d. Kristinn Hallsson, Sieglinde Kahman og Sigurð Bjömsson. Sem dæmi um yngra fólkið má nefna að Jóhanna Linnet er nú hjá okkur í fyrsta skipti. Svo má nefna Berg- þór, Þorgeir og Signýju,“ sagði hún og bætt við að Bessí Bjarnason væri rauður kómískur þráður í gegnum sýninguna á Sardasfurst- ynjunni. Verkefnaval Aðspurð sagði Ólöf Kolbrún að verið væri að ræða hvað óperu ætti að velja fyrir næsta vetur það færi að nokkm leyti eftir því hvaða íslensku óperusöngvara væri hægt að fá að utan og hvenær. „Það verður að öllum líkindum dramatísk ópera en við_ höfum verið að velta fyrir okkur Á valdi örlaganna eftir Verdi, Fást eftir Gounod og Peter Grimes eftir Britten er nútímaópera sem við höfum mikið velt fyrir okk- ur,“ sagði Ólöf Kolbrún og bætti við að ekki væri búist við frumsýn- ingu fyrr en um næstu jól. Þá nefndi hún að til stæði samstarf við Bayre- uth-hátíðina varðandi uppsetningu fyrstu stóru Wagner-óperunnar á næstu Listahátíð á íslandi. Þátttak- endur yrðu íslenskir og þýskir söngvarar. Greinargerð frá útvarps- stjóra vegna brottvikning- ar Hrafns Gunnlaugssonar Greinargerð þessi var upphaflega rituð 30. marz. Hugðist ég birta hana þá þegar. Lögmaður Ríkisútvarpsins réði mér eindregið frá því að veifa slíku bréfi á því stigi máls. Kvað hann uppsögn Hrafns Gunnlaugsson- ar vera í samræmi við lög og taldi rétt að láta reyna á þá hina formlegu hlið uppsagnarinnar, ef einhver vildi gera hana að álitum. Hitt væri ástæðulaust, að útvarpsstjóri gæfi kost á opinberri orðræðu um efnisat- riði málsins um sinn, ef það færi fyrir dómstóla. Mér þóttu rök lögmanns fullgild og féllst á þau. Þar af leiðandi hef ég haldið að mér höndum til þessa. Nú hefur hins vegar margt í skorizt frá því um síðustu mánaðamót. Sé ég ekki ástæðu til annars en rjúfa þögnina og greina allýtarlega frá innviðum þessa máls. Aðdragandi Það er upphaf samskipta okkar Hrafns Gunnlaugssonar um málefni Ríkisútvarpsins-Sjónvarps, að Hrafn kom á minn fund í fyrra vetur og ræddi endurkomu sína að Innlendri dagskrárdeild Sjónvarpsins, en hún var þá fyrirhuguð að rúmu ári liðnu. í þessari fyrstu umræðu lét Hrafn í ljós þann vilja sinn að segja upp ótilgreindum fjölda starfsmanna, er hann kæmi, og ráða sjálfur nýja menn í stað hinna brottviknu. Eftir þessi skoðanaskipti hugaði ég nánar en fyrr að ákvæðum Út- varpslaga um mannaráðningar. Að svo búnu sendi ég framkvæmdastjór- um bréf. í bréfínu kvað ég á um það, að ráðningar og uppsagnir inn- an Ríkisútvarpsins skyldu jafnan koma til kasta útvarpsstjóra. Bréfið er dagsett 15. marz 1992 - níutíu og tvö. Þegar stundir liðu fram, varð Hrafni Gunnlaugssyni kunnugt um efni þessa bréfs, eins og öðrum. Öðru sinni kom Hrafn Gunnlaugs- son til mín seint á liðnu hausti. Enn ræddi hann uppsagnir starfsmanna Innlendrar dagskrárdeildar Sjón- varpsins. Nú bað ég hann bera fram formlega ósk þessa efnis í bréfí. Það gerði Hrafn litlu síðar. Tilgreindi hann íjóra einstaklinga, er hann vildi að fæm við tilkomu hans. í samráði við framkvæmdastjóra Sjónvarpsins, Pétur Guðfínnsson, ákvað ég að verða við þrábeiðni Hrafns innan þeirra marka, sem bréf hans gaf til- efni til. Var umræddum starfsmönn- um því sagt upp störfum. Uppsagnir þessar mæltust illa fyr- ir meðal starfsmanna Sjónvarpsins. Voru þær raunar engan veginn eina umkvörtunarefnið, sem fram kom. Starfsmönnum varð tíðförult á minn fund vikurnar áður en Hrafn Gunn- laugsson tók til starfa. Létu þeir í Ijós margháttaðar áhyggjur. Hrafni Gunnlaugssyni var vel kunnugt um þennan kvíða. Rás viðburða Hrafn Gunnlaugsson tók að nýju við starfi dagskrárstjóra Innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins 10. marz sl. Eftir það fjölgaði heimsókn- um starfsmanna á skrifstofu mína. Báru þeir sig upp við mig vegna samskipta við dagskrárstjóra. Hrafni Gunnlaugssyni var vel kunnugt um heimsóknir þessar og tilefni þeirra. Hvatti ég Hrafn til varfærni í um- gengni við samverkamenn. Fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins, Pétur Guðfinnsson, tók eindregið í sama streng í viðræðum við Hrafn. Allt að einu versnaði starfsandi innan Innlendrar dagskrárdeildar Sjón- varpsins, og hafði sú þróun áhrif víðar. Þriðjudaginn 23. marz sat dag- skrárstjóri fyrir svörum í sjónvarps- þætti. í þættinum var fjallað um Sjónvarpið og var yfirskrift hans: „Hvað viljum við eiginlega." í þætti þessum viðhafði Hrafn Heimir Steinsson Dagana eftir hið örlaga- ríka kvöld varð ég þess var að samstarfsandi innan sjónvarpsins hafði þolað mjög alvarlegan hnekk. Gunnlaugsson furðulega tillitslaus orð um samstarfsmenn sína við Sjón- varpið. Niðrandi orðum um sam- verkamenn fylgdi hann úr hlaði með hnútum í garð starfsmannasamtaka, en þau eru reyndar snar þáttur í til- vem Ríkisútvarpsins. Fjölmargt annað bar á góma í sjónvarpsumræðu þessari, en hér verður það ekki nefnt. Hitt eitt skipt- ir máli í þessu sambandi, að í þættin- um hellti dagskrárstjóri olíu á þá elda, sem þegar brunnu meðal starfs- manna Sjónvarpsins, þótt lágt færi út á við. Dagana eftir hið örlagaríka kvöld varð ég þess var, að samstarfs- andi innan Sjónvarpsins hafði þolað mjög alvarlegan hnekk. Þess virtist enginn kostur að binda svo um sár- in, að um heilt greri milli dagskrár- stjóra og starfsmanna. Innan Ríkis- útvarpsins stendur árangur verka og fellur með vinsamlegri hópsamvinnu. Það er fyrsta skylda útvarpsstjóra að tryggja starfhæfar aðstæður inn- an stofnunarinnar. Hér var ég því augljóslega nokkrum vanda vafínn. Föstudaginn 26. marz kom Út- varpsráð saman til vikulegs fundar. í fundargerð segir m.a. á þessa leið: „Útvarpsráðsmenn voru undrandi og hneykslaðir vegna ummæla Hrafns í þættinum, sem þótti óvið- eigandi og beinlínis villandi. Sérstak- lega var tekið til orða hans um sam- starfsfólkið hjá Sjónvarpinu og at- gervisflóttann, sem settur hefði verið fram á sérkennilegan hátt, þar sem Ríkisútvarpið hefði alltaf haft góðu starfsfólki á að skipa og verið upp- eldisstofnun fyrir aðra ljósvaka- miðla. Þátturinn hefði skaðað ímynd Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri kvaðst íhuga að grípa nú þegar til ýtmstu aðgerða vegna þessa máls.“ Mánudaginn 29. marz kvaddi ég framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins saman til fundar. Greindi ég fram- kvæmdastjórn frá þeirri ákvörðun minni að víkja dagskrárstjóra Inn- lendrar dagskrárdeildar Sjónvarps- ins úr starfí með samningsbundnum þriggja mánaða uppsagnarfresti. Yrði frekari verka hans ekki óskað á starfsvettvangi. Enginn framkvæmdastjórnar- manna mótmælti ákvörðun þessari. Flestir lýstu fullum stuðningi við hana, þ. á m. formaður Útvarps- ráðs. Sama dag var Hrafni Gunnlaugs- syni afhent bréf þessa efnis. Eftirmál Eftirmál þessarar atvikaraðar em nú þegar 'orðin margfalt umfangs- meiri en svo, að hér verði greint. Vel gæti ég hugsað mér að leggja orð í einhvern þeirra belgja síðar, en það verður ekki að sinni. Tvennt vil ég nefna og annað eigi: í fyrsta lagi hafa menn spurt mig, hvers vegna ég ekki léti nægja að veita Hrafni Gunnlaugssyni áminn- ingu um mánaðamótin síðustu í stað )éss að víkja honum úr starfi. Hér er því til að svara, að ég hafði ekki ástæðu til að ætla Hrafn mundu láta skipast við svo léttvæga tiltekt. Hann hafði látið sér fátt um hvort tveggja fínnast, kvíða sjónvarps- manna áður en hann kom og um- kvartanir þeirra þann tíma, sem hann gegndi starfí dagskrárstjóra. Sjón- varpsþátturinn áréttaði það einkenni- lega tillitsleysi, sem þegar hafði vald- ið úlfúð innan Sjónvarpsins. Áminn- ingarbréf hafði hlutaðeigandi fengið á fyrri starfsarum sínum innan Ríkis- útvarpsins. Atferli hans í marzmán- uði 1993 gaf ekki tilefni til að ætla hann hafa tekið þá viðvömn nærri sér. Því þótti mér einsýnt, að um- vöndunarbréf frá minni hendi yrði að litlu gagni, gæti að sönnu frestað þeim málalokum, sem fyrr eða síðar virtust mundu fram koma, en engu breytt í grandvallaratriðum. í annan stað urðu þau kynlegu tíðindi eftir sjónvarpsþáttinn Hrafns, að góðir menn tóku til við umræðu um málfrelsi. Látið var að því liggja, að almennar reglur um tjáningar- frelsi hefðu verið brotnar á dagskrár- stjóra, en honum var sagt upp störf- um. Hér er þess fyrst að geta, sem áður er fram komið. Sjónvarpsþátt- urinn var aðeins „kornið sem fyllti mælinn". Ég taldi vinnufrið innan Ríkisútvarpsins vera í húfi, og ég var ekki einn um það álit. Það er hins vegar undarlegur skiln- ingur á tjáningarfrelsi, að það frelsi firri menn ábyrgð þeirra orða, sem þeir láta falla í embættis nafni. Hrafn Gunnlaugsson talaði engan veginn sem almennur borgari kvöldið góða. Hann talaði sem dagskrárstjóri Inn- lendrar dagskrárdeildar Ríkisút- varpsins-Sjónvarps. Maður, sem hef- ur axlað þá ábyrgð að gerast stjóm- andi innan tiltekinnar stofnunar, býr ekki lengur við hömlulaust frelsi í orðum og athöfnum, þegar hann kemur fram sem starfsmaður. Sjálfur er ég útvarpsstjóri. En ég tel mér engan veginn heimilt að flíka hveiju sem er hvar sem er um Ríkis- útvarpið. Þvert á móti bindur staða mín tungu mína. Það tunguhaft á ekkert skylt við skort á málfrelsi. Ég kaus sjálfur að seilast eftir þessu embætti og hlaut að taka afleiðing- unum af því. Sama máli gegnir um þann mann, sem skipar sæti dag- skrárstjóra Innlendrar dagskrárdeild- ar Ríkisútvarpsins-Sjónvarps hveiju sinni. Þetta hlýtur hver og einn að skilja. Þetta á við um hvers konar fyrirtæki og stofnanir. Það birtist raunar mikl- um mun víðar og kemur saman í alkunnu máltæki: Vandi fylgir veg- semd hverri. Lokaorð Margur hefur skorað það fast und- anfamar vikur, að greinargerð þessi líti dagsins ljós. Skýringar á því, hversu hún tafðist, er að finna í upp- hafi þessa máls. Nú skal því að end- ingu við aukið, að héðan í frá verð ég vísast opinskárri á ritvelli en að undanförnu um mál þetta, ef tilefni gefst til. Jafnframt hafa þó þeir atburðir orðið, að um sinn mun það hollast starfsfriði innan Ríkisútvarpsins, ef menn láta það skjótlega í ljós, sem þeim kann að liggja á hjarta, en fella talið að svo búnu. Með því að málið í raun snerist allt og snýst enn um vinnufrið innan stofnunarinnar, hlýt ég að láta þá ósk og von í ljós, að senn linni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.