Morgunblaðið - 22.04.1993, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993
49
Minning
Signtjón Magnússon
Fæddur 10. júlí 1941
Dáinn 27. mars 1993
Við andlátsfregn vinar setur
mann ávallt hljóðan. Þá er maður
minntur áþreifanlega á þá stað-
reynd hve skammt er á milli lífs
og dauða, hve tilvera einstaklings-
ins er í rauninni undarlegt ferðalag
í sviptivindum mannlífsins.
Siguijón Magnússon, Siggi há-
lofta, veðurathugunarmaður á
Keflavíkurflugvelli, er fallinn frá
löngu um aldur fram. Og mér sem
fínnst svo stutt síðan við Siggi
spjölluðum saman yfir kaffibolla í
Kolaportinu, aðeins nokkrar vikur,
þar sem við rifjuðum upp gamlar
sameiginlegar minningar úr hálend-
isferðum er við vorum þátttakendur
í um árabil með nokkrum vinum í
litlum ferðaklúbbi á Víponinum
hans Dossa, R-1668.
Það var glaður hópur sem ók út
úr höfuðstaðnum sérhvert sinn sem
haldið var í páska-, hvítasunnu- eða
sumarleyfísferðir á sjöunda ára-
tugnum og nú eru þetta orðnar
góðar og vermandi minningar um
hin löngu horfnu ár. Þó að margt
væri búið að skoða, bæði í byggð
og utan hennar var samt margt
eftir að sjá og einnig var gott að
endurnýja kynnin við land og þjóð
oftar en einu sinni. Auk þess bætt-
ust alltaf ný andlit við í hópinn sem
fylltu í skörð þeirra er heltust úr
lestinni því að hér var ekki um
neinn klíkuklúbb að ræða. Þannig
liðu þessir sólbjörtu dagar okkar
um fjöll og firnindi, frá innstu döl-
um til ystu stranda. Norður á Mel-
rakkasléttu við heimskautsbaug,
inn við Dettifoss, „þar sem aldrei á
gijóti gráu gullin mót sólu hlægja
blóm“, við dulúð Dyngjufjalla og
Öskjuvatns, ógöngum Ódáðahrauns
eða í stríðum straumi Köldukvíslar,
Tungnaár og vatnanna á Skeiðar-
ársandi.
Þannig mætti lengi telja og allt
var þetta mikið ævintýri. Þegar
komið var svo í náttstað héldum
við kvöldvökur í tjöldum, sæluhús-
um eða undir berum himni, spiluð-
um á gítar og hermóníku, sungum,
dönsuðum og fórum í alls konar
leiki, og loks var sögð mergjuð
draugasaga áður en gengið var til
náða. í þessu öllu saman var Siggi
hrókur alls fagnaðar. Síðsumardag-
ar á hálendi Islands eiga sér töfra
blátærrar heiðríkju og lognværðar
sem ekki á sinn líka í viðri veröld.
Svo er einnig um minningu Sigur-
jóns Magnússonar í þessum ferðum.
Eftirlifandi ástvinum Siguijóns
votta ég innilega samúð.
Guðmundur Sæmundsson.
Þá er Siggi hálofta farinn yfir
móðuna miklu, eitt svipbrigði bæj-
arins er horfið og bærinn er fátæk-
ari á eftir. Það svipbrigði var sér-
stakt og var hluti af tilveru og
heimsmynd margra manna, sem eru
sjálfir um margt sérstakir.
Siggi var hlutverkaskiptur, hann
var allur að vinnu sinni hjá Veður-
stofunni, stundaði vaktir suður á
Keflavíkurflugvelli, í því hlutverki
var hann aðeins frábrugðinn mað-
ur, hann var Seltirningur og fann
til þess og skipti hlutverki að vera
það. Hann var hluti stórfjölskyld-
unnar, hafði á hreinu hvað var hans
fólk og háður því.
En þar sem honum var hjartað
tærast, þar bjó umhyggja og ást
hans á dóttur hans.
Þetta skynjaði maður vel, þegar
gleðimaðurinn Siggi hálofta brá af
hlutverki gleðimannsins, sögu-
mannsins og félagans, en í því hlut-
verki þekkti ég hann best og við
æði margir.
Það segja frumbyggjar Ameríku
ERFIDRYKKJUR
*^ Verð frá kr. 850-
P E R L \ n sími 620200
ERFIDRYKKJUR
Hraunholt
- veisluþjónusta
Dabbrauni 15, dimar 654740 - 650644.
að björninn eigi sér heilagan hring,
komi maður nærri honum horfir
björninn til manns, komi maður á
mörk þess hrings, þá urri björninn,
haldi maður enn áfram inn í heilag-
an hring björnsins, þá ver björninn
sitt.
Sem gleðimaðurinn Siggi hálofta,
þá var hann utan síns heilaga
hrings, hafði komið þar út til
skemmtunar, en innan hrings, ætt-
arinnar, vinnunnar og dótturinn,
þar var Sigutjón Magnússon, al-
vörugefínn og stundum þungur.
Þegar ég sá tilkynnt lát hans og
að útförin hefði þegar farið fram,
þá var það eins og vita mátti, í
kyrrþey innan heilags hrings.
En ég vil kveðja gleðimanninn
Sigga hálofta, það er hann sem við
þekktum og það er hann sem er
farinn og með honum svipur af
bænum.
Megi honum opnast nýjar dyr á
nýjum kaffihúsum og megi gleðin
með honum lifa.
Þorsteinn Hákonarson.
Minning
Arndís Haraldsdóttir
í dag kveðjum við kæra vinkonu
okkar til margra ára, Arndísi Har-
aldsdóttur, sem lést á páskadag
sl. Andlát hennar kom eins og
reiðarslag yfir alla þá sem til
þekktu. Við atburði eins og þessa
hugleiðum við tilgang lífsins og
gerðir forsjónarinnar sem aldrei
eru okkur óskiljanlegri en þegar
ungu fólki í blóma lífsins er kippt
í burtu frá ungum börnum sínum.
Um leið og við kveðjum Addý
hinstu kveðju viljum við þakka
henni allar þær stundir sem við
áttum saman og eru dýrmætar
minningar um ljúfmennsku hennar
og hjartahlýju.
En meðan árin þreyta hjðrtu hinna,
sem horfðu á eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn og blómgast ævinlega
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(T.C.)
Við sendum foreldrum Addýar
og dætrunum Sísi og Rut og öðrum
aðstandendum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Anna, Trausti og börnin.
-blónistrandi ve
Blóm Skreytingar Gjafavara
Kransar Krossar Kistuskreytingar
Opið alla daga ffá kl. 9-22
Fákaferii 11
s. 68 91 20
Höfutn til umráda
glœjUegan Jal og
bjoðum upp á veitingar
á hóflegu verÓi
■ _
aðalfundur
SAMSKIPA
verður haldinn föstudaginn 30. apríl
kl. 15:00 að Holiday Inn í Hvammi.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
3. Önnur mál
Aðgöngumiðar og önnur aðalfundargögn verða afhent
á skrifstofu Samskipa 29. og 30. apríl.
Stjóm SAMSKIPA hf.
SAMSKIP
Holtabakka við Holtaveg • 104 Reykjavik • Sími (91) 69 83 00
SIEMENS
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið!
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála.
Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25.
Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
ísafjörður: Póllinn hf., Aðalstræti 9.
Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32.
Akureyri: Ljósgjafinn, Reynishúsinu, Furuvöllum 1
Húsavík: öryggi sf., Garðarsbraut 18a.
Þórshöfn: Norðurraf, Langholti 3.
Neskaupstaður: Rafalda hf., Hafnarbraut 24.
Reyöarfjöröur: Rafnet, Búðareyri 31.
Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43.
Vestmannaeyjar: Tréverk hf., Flötum 18.
Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
Selfoss: Árvirkinn hf., Eyrarvegi 29.
Garöur: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2.
Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
(D
C
3
co
ol
oxO*
|:8
3 O*
ig
3S:
oí
Q Q'
O
7?
7?
C
3
qS
Z3
Q.