Morgunblaðið - 22.04.1993, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 22.04.1993, Qupperneq 50
MÖRgMbLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22 APRÍL 1993 50 Barði Erling Guð- mundsson - Minning „Það syrtir að, er sumir kveðja." Þessi hending úr kvæði skáldsins frá Fagraskógi flaug mér í hug þegar ég frétti að mágs míns væri saknað, eftir að ofsaveður skall óvænt á stuttu fyrir hádegi hinn 17. mars sl. Akranestrillurnar höfðu róið í góðu veðri um morguninn og veð- urspáin lofaði góðu. En skjótt skip- ast veður í lofti og í einu vetfangi var komið ofsarok og blindhríð. í vestanáttinni verður umhverfi hafn- arinnar eins og suðupottur, og þetta voðaveður kostaði þijú mannslíf. Þrír vaskir sjómenn, hetjur hafsins, eins og þeir heita á hátíðastundum, mættu sínu skapadægri. Barði hafði aðeins átt trilluna sína í fáeina mánuði, en hann hafði stundað sjó alla ævi og vildi helst ekki annars staðar vera. Enda átti hann erfitt um ýmis verk vegna fötlunar á hendi, er var afleiðing slyss, er hann lenti í fyrir mörgum árum. Oft furðaði maður sig á hvað hann var harður af sér og dugleg- ur, þrátt fyrir fötlunina. Barði Erling var fæddur 28. nóv- ember 1944 á Akranesi, en þar bjuggu foreldrar hans Guðmundur Jónsson skipstjóri frá Gamla- Hrauni_ við Eyrarbakka og Hólm- fríður Ásgrímsdóttir frá Efra-Ási í Hjaltadal, Skagafirði, en þau eru bæði látin. Guðmundur var einn 17 bama Jóns Guðmundssonar bónda og formanns á Gamla-Hrauni af Bergsætt og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur af Reykjakotsætt. Hólmfríður var dóttir Ásjgríms Stef- ánssonar bónda í Efra-Asi og konu hans, Sigmundu Skúladóttur. Þau voru ættuð úr Fljótum í Skagafirði af Stóru-Brekku- og Brúnastaða- ættum. Það stóðu því að Barða sterkir stofnar af Suður- og Norður- landi og margt góðra sjómanna. Barði ólst upp á Akranesi næst- yngstur sex alsystkina, sem öll eru á lífí. Einn bróður samfeðra átti hann, og dóttur átti Hólmfríður af fyrra hjónabandi, en hún lést ung frá sex börnum. Á yngri ámm var Barði ýmist á bátum héðan af Skaganum eða frá Þorlákshöfn, en þar voru tvö systk- ina hans þá búsett. Hinn 29. mars 1975 steig Barði það gæfuspor að ganga að eiga Eimýju Súsönnu Valsdóttur, sem þá var aðeins 18 ára gömul. Eirný t ÓLAFUR HELGI ÓLAFSSON bifreiðastjóri, lést á heimili sínu, Tangagötu 10, ísafirði þann 20. apríl. Fyrir hönd vandamanna, Guðmundur Ólafsson. t Minningarathöfn um eiginmann minn, JOHN V. CARROLL, er lést 3. febrúar 1993 í Newport, Rhode Island í Bandaríkjunum, verður í Fossvogskapellunni föstudaginn 23. apríl kl. 13.30. Úlfhildur J. Carroll. t Ástkaer eiginkona min, KRISTÍN JÓNSDÓTTIR frá Vindási, Laugarnesvegi 88, Reykjavík, verður jarðsungin frá Reynivallakirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Ingvarsson. t Ástkær dóttir mín, eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA GUÐRÍÐUR ELLERTSDÓTTIR, Tangagötu 4, Stykkishólmi, sem lést þann 19. apríl, verður jarðsungin laugardaginn 24. apríl kl. 14.00 frá Stykkishólmskirkju. Guðrún Ólafsdóttir, Finnbogi Ólafsson, Helga Finnbogadóttir, Reynir Gísli Hjaltason, Kristfn Finnbogadóttir, Andrés Kristjánsson, Ellert Finnbogason, Sigurlína Ragúels, Anna Finnbogadóttir, Smári Steinarsson og barnabörn. t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, JÓHANNAGRÓA INGIMUNDARDÓTTIR, Sólheimum 23, verður jarðsungin frá Langholtskirkju föstudaginn 23. apríl kl. 15.00. Björn Sigurðsson, Björn Jóhann Björnsson, Alma Guðmundsdóttir og barnabörn. er frá Hveragerði, dóttir Vals Ein- arssonar og konu hans, Olgu Mörk. Valur er látinn, en Olga lifír tengda- son sinn, búsett í Hirtshals á Jót- landi. Barði og Eirný, eða Baddi og Enna eins og fjölskyldan kallaðj þau stofnuðu heimili í Þorlákshöfn, og þar'bjuggu þau næstu árin. Hann var á sjónum, en hún starfaði að verslunar- og skrifstofustörfum. Árið 1982 fæðist þeim sonur, sem hlaut nafn föður síns, Barði Erling. Áður hafði Barði eignast tvö böm með Vigdísi Jóhannsdóttur, Katrínu Ingibjörgu fóstru, f. 1966, búsetta á Akranesi. og á hún dótturina Söndru Kristínu fimm ára; og Hilm- ar Þór trésmið, f. 1968, kvæntan Sæunni Valdísi Guðmundsdóttur, búsettan í Reykjavík. Árið 1983 flytjast þau til ísa- fjarðar og fyrit* vestan eru þau í tvö ár. Þar starfaði Barði á netaverk- stæði og mun það lengsti tíminn, sem hann var í landvinnu. En haust- ið 1985 komu þau hingað til Akra- ness. Eimý hóf nám við Samvinnu- skólann í Bifröst, en Barði sótti sjó- inn. Þeir höfðu alltaf haft gott sam- band bræðurnir, Sævar og Barði, þrátt fyrir nærri 13 ára aldursmun og ekki aldir upp saman, en eftir að þau fluttust hingað þróaðist samband þeirra í nána vináttu. þeir áttu svo margt sameiginlegt, áhugi þeirra á allskonar veiðiskap, hvort sem það var fugl eða fiskur, var þeim óþrjótandi umræðuefni. Við höfðum því við þau mikil samskipti og áttum með þeim margar ánægju- stundir. Barði var hlédrægur, stundum nærri um of, og alveg laus við að trana sér á nokkurn hátt. Er það ættarfylgja. Frá því hann kom hingað til Akraness aftur hafði hann róið fyr- ir eða með þeim Símoni Símonar- syni og Kristni Finnssyni, en á síð- asta ári var kvóti þeirra orðinn svo lítill að ekki dugði þremur. Því var það að á liðnu hausti lét hann þann draum rætast að eignast sjálfur bát. Hann keypti fímm tonna trillu austan af Borgarfirði, skírði hana Akurey, og hóf róðra með línu í nóvember sl. Hann hafði svo ekki löngu skipt yfir á netin er hann fór sína síðustu ferð. Kvöldið áður hringdi hann í Sævar bróður sinn og spurði hvort hann mundi ekki fella fýrir sig nokkur net, því að hann ætlaði að bæta við sig fleiri netum. Það var að sjálfsögðu auð- sótt mál. Þeir höfðu uppi ýmsar áætlanir um skemmtiferðir á bátn- um er sumraði að ná í fugl og físk. „En mennirnir áætla, Guð ræður.“ I einu vetfangi er öllu breytt, og Baddi kemur ekki framar í bílskúr- inn eða eldhúskrókinn á Garða- brautinni að heilsa upp á bróður sinn og ræða um veiðiskap. Barði var einstakur heimilismað- ur og bar hag ijölskyldu sinnar mjög fýrir bijósti, hann var einnig jafnvígur á öll störf í eldhúsinu, hvort sem það var matreiðsla eða bakstur. Á meðan Eirný stundaði nám sitt í Bifröst, en þaðan lauk hún prófi í rekstrarfræði vorið 1990, sá hann um sig og son þeirra að miklu leyti, enda afar kært með þeim feðgum. En öllum fríum eyddi fjölskyldan saman, að svo miklu leyti, sem hægt var. Björgunarsveitin Hjálpin, hjálp- arsveit skáta á Akranesi, svo og sjómenn hér, hafa leitað afar mikið, bæði á sjó og landi, einnig þyrla fyrstu dagana eftir slysið, en án árangurs, aðeins brak úr stýris- húsi, björgunarbátur og fleira smá- legt hefur fundist. Barða virðist því búin hin vota gröf, sem svo fjöl-. margir íslenskir sjómann hafa gist. Ég veit að ég mæli fýrir munn allr- ar fjölskyldunnar þegar ég færi öll- um þessum mönnum bestu þakkir og bið þeim allrar blessunar í þeirra fómfúsa starfi. Ég kveð Barða mág minn með virðingu og þökk fýrir öll liðnu ár- in. Elsku Enna, Guð styrki þig, bömin hans, dótturdóttur og aðra aðstandendur í sorg þeirra, en sér- staklega soninn unga, sem svo mik- ið hefur misst. Hið hvíta skip, með heflað segl við rána, af hafi kom í gær og fer í dag. - í hógværð hljóðrar stundar það hverfur fjær og fjær. En daufu bliki bylgjur sínar þekur hinn breiði sær. (Guðm. Böðvarsson) Gréta Gunnarsdóttir. I minningu þriggja sjómmma Barði Erling Guðmunds- son Fæddur 28. nóvember 1944 Dáinn 17. mars 1993 Nikulás Helgi Kajson Fæddur 19. maí 1948 Dáinn 17. mars 1993 Ólafur Líndal Finnboga- son Fæddur 27. mars 1922 Dáinn 17. mars 1993 t Útför konu minnar, dóttur, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MAGNDÍSAR GUÐRÚNAR GÍSLADÓTTUR, Þórsgötu 4, Patreksfirði, verður gerð frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 24. apríl kl. 14.00. Gestur Ingimar Jóhannesson, Lovisa Magnúsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR LIUU ÓLAFSDÓTTUR frá Strönd, Vestmannaeyjum. Guðrún Þorsteinsdóttir, Finnbogi Ólafsson, Erna Þorsteinsdóttir, Tómas Guðmundsson, Hulda Þorsteinsdóttir, Ingvi Guðnason, Þorsteinn G. Þorsteinsson, Eygerður A. Jónasdóttir, Ólafur D. Þorsteinsson, Sigríður Þórðardóttir. barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir til ykkar allra, er auð- sýndu samúð og hlýhug við andlát elskulegrar eiginkonu, móður, dóttur, systur, mágkonu, dótturdóttur og tengdadóttur, SVÖVU INGVARSDÓTTUR, Stallbacken 5, Bálsta, Svíþjóð. Guð veri með ykkur. Páll Arnar Árnason, Helga Svanborg Pálsdóttir, IngvarÁrni Pálsson, Svanborg Danielsdóttir, Ingvar Herbertsson, Erna Hrefna, Hildur Ingvarsdóttir, Hulda Ingvarsdóttir, Hrefna Asgeirsdóttir, Július Óli Einarsson, Valgerður Magnúsdóttir. í mildu veðri árla morguns siglu bátar úr Akraneshöfn. Vestanros- inn virtist hafa gert hlé á beljanda sínum og óþreyjufullir sjómenn héldu út til að vitja um net sín. Þegar þeir sigldu út á úfínn Faxa- flóann hrönnuðust sunnar upp óveð- ursský sem mögnuðu með sér stórsjó og blindhríð. Þegar leið á þennan miðviku- dagsmorgun mátti sjá hvernig svartur kólgubakkinn nálgaðist Skagann og breytti fyrirvaralaust mildu veðri í vetrarstórviðri og hríð- arbyl. Kvíði greip þá sem vissu af ástvinum sínum á sjó þennan dag. Þessi kvíði sem fylgt hefur fjöl- skyldum íslenskra sjómanna frá ómunatíð og Öm Arnarson minnir okkur á í kvæði sínu Veðuruggur: Snemma bregður birtu í dag. Bylur él á glugga. Þegar hann heftír þetta lag, þá er margt að ugga. í veðurofsanum börðust menn við að ná til hafnar á bátum sínum og að áliðnum degi þegar þeir síðustu skiluðu sér þá vantaði tvo báta, sem á voru þrír menn. Rétt undan hafn- argarðinum við Akranes hafði ólag hvolft báti þein-a Nikulásar Helga Kajsonar og Ólafs Líndals Finn- bogasonar. Þrátt fyrir dirfskufulla tilraun til björgunar þá varð þeim ekki bjargað. Um svipað leyti braut Ægir bát Barða Erlings Guðmunds- sonar og fórst Barði með bátnum. Þeir Barði, Nikulás og Ólafur voru allir þrautreyndir sjómenn sem áttu í landi góðar ftolskyldur. Frá- fall þeirra er bæjarbúum öllum harmafregn og í litlu samfélagi má fínna hvernig allir eru þátttakendur í sorg þeirra sem sárast eiga um að binda. Ég vil leyfa mér að minn- ast þessara þriggja mætu manna með hlýju og virðingu og færi eigin- konum þeirra og bömum innileg- ustu samúðarkveðjur í sorg þeirra. Gísli Gíslason, bæjarstjóri. ’ Blóm Skrcytingar Gjafavii* Kransar Krossar Kisruskreytingar Opið alla daga frá ki. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.