Morgunblaðið - 22.04.1993, Side 52
fólk í
fréttum
DANMORK
Janni Spies með eignir
fyrir 4,5 milljarða til sölu
Ferðaskrifstofudrottningin Janni
Spies er að reyna að selja Hót-
el Richmond sem er í miðri Kaup-
mannahöfn, tvær Airbus A-300 flug-
vélar, skrifstofubyggingar bæði í
Kaupmannahöfn og Rungsted og
stórt einbýlishús í Hellerup, þar sem
foreldrar hennar bjuggu en þau eru
nú flutt úr vegna samskiptaörðug-
leika við dótturina. Upp úr sauð á
milli þeirra í veislu þegar móðir Janni
truflaðist yfír söngtexta nokkrum,
sem öðrum þótti frekar saklaus. Eins
og margir vita, nota Danir öll hugs-
anleg tækifæri til að búa til hnitna
söngtexta um náungann og þessi
gekk of langt að mati móðurinnar.
Janni ber á móti
fj árhagserfiðleikum
Janni segist ekki vera í fjárhags-
kröggum þrátt fyrir að dönsku blöð-
in hafí að undanförnu gert því skóna.
Hitt sé annað mál, að gott sé að
hafa peningana lausa, ef á þurfí að
halda. Janni bætir því við, að hér
sé aðeins um skipulagsatriði að
ræða, sem hún hefði fyrir löngu átt
að vera búin að afgreiða. Þetta er
bara tiltekt, segir hún.
Um páskana tókst að selja einbýl-
ishúsið og fyrirspurnir hafa borist
vegna Hótel Richmond. Janni átti
sjálf Hótel Mercuri sem er í miðri
Kaupmannahöfn en hefur selt Spies-
ferðaskrifstofunni það.
Shu-Bi-Dua skopast að Janni
Illar tungur láta sitt ekki eftir
liggja í umræðunni um Janni Spies
og hefur danska hljómsveitin Shu-
Bi-Dua samið lag og texta, þar sem
gert er grín að Janni. Lagið hefur
heyrst nokkrum sinnum í danska
útvarpinu, en Janni ber á móti að
hafa heyrt það. Platan er væntanleg
í verslanir 21. apríl, en Janni kveðst
ekki munu verða einn af fyrstu kaup-
endunum. Eiginmaður hennar,
Christian Kjær, verður fimmtugur
22. apríl og segist Janni hafa nóg
að gera með að undirbúa veisluna
enda skipti hún meira máli en eitt-
hvert lag með Shu-Bi-Dua. Danska
þjóðin býður þó spennt eftir að fá
að vita hvar og hvernig haldið verð-
ur upp á afmælið. Þegar Janni varð
þrítug gátu Henrik prins og Margrét
drottning ekki mætt til veislunnar,
en þau eru mikil vinahjón'Janni og
Christian. Nú er hins vegar búist
við að þau mæti, en aftur á móti
reiknar enginn með að foreldrum
Janni verði boðið til veislunnar.
Janni segist ekki vera með eign-
ir á útsölu, heldur sé hún bara
að taka til.
COSPER
COSPER
Nei, nei, ég vil alls ekki hindra dóttur þína í námi, en
annað hvort okkar verður að vinna fyrir okkur!
8Ö8Í JÍHHA .SS HUOAClUTMMí ’I Ui(lAJ8 Í4UUÍIOM
MORGUNBEAÐIírFTMMTODAGUR-22r-APRÍLri99r
Morgunblaðið/J6n Sigurðsson
Guðmunda Sirrý Arnardóttir
sigraði í Blönduvision.
Hnn er ramli
þráðnrinn í morgnm
sorgarsögnm
29. apríl er
reyklaus dagur.
Þá geturðu byrjað
nýtt líf.
KONGAFOLK
Hneyksli í
uppsiglingu
í Hollandi?
Beatrix drottning Hollands er
þessa dagana dauðhrædd um
að hollenska konungsfjölskyldan
verði jafn mikið í fréttum og sú
breska, því fyrrverandi unnusta Will-
em-Alexander elsta sonar Beatrix
er að skrifa bók. Yolande Adriaans-
en, eins og stúlkan heitir, er mjög
fúl yfír því að Willem-Alexander
sagði skilið við hana, að því er sagt
er vegna þrýsting frá drottningunni.
Vegna biturleika gæti henni því dott-
ið í hug að skrifa allan sannleikann
um samskipti sín og prinsins. Það
er kannski ekki svo margt sem hægt
er að hneykslast á í fari Willem-
Alexanders meðan þau voru saman,
en hann mun hins vegar hafa verið
nokkuð lausmáll um málefni fjöl-
skyldunnar.
Skyldi Beatrix drottning hafa
sett upp þennan svip þegar hún
frétti af útkomu bókar fyrrver-
andi unustu sonar hennar?
Hafi drottningin hins vegar von-
ast til þess.að krónprinsinn sneri sér
að kvenfólki með blátt blóð í æðum
eftir að hann sagði Yolöndu upp
hefur hún orðið fyrir vonbrigðum.
Fyrst varð hann ástfanginn af laga-
nema, Nathalie Houben, sem stund-
aði nám í háskólanum í Leiden, en
í skíðafríi í Olpunum féll hann síðan
gjörsamlega fyrir Jóhönnu Moos-
burger, dóttur hóteleigandans þar.
ARSHATIÐ
„Blönduvision“
söngvakeppni
Arshátíð efstu bekkinga
grunnskóla Blönduóss var
haldin í félagsheimilinu á
Blönduósi fyrir skömmu. Árshá-
tíðin er einn af föstu punktunum
í tilveru margra Blönduósinga,
enda mikið er lagt í hátíðina og
metnaður mikill í vali skemmti-
atriða.
Tekið var á móti árshátíðar-
gestum með tónum frá skólalúð-
rasveit Blönduóss, hljómsveit
sem verður betri og betri undir
öruggri stjórn Skarphéðins Ein-
arssonar. Fyrsta atriði árshátíð-
arinnar var uppfærsla nemenda
á leikriti Jónasar Árnasonar,
„Drottins dýrðar koppalogn", í
leikstjórri Ársæls Guðmundsson-
ar kennara. Að loknum kaffiveit-
ingum sýndu nokkrar stúlkur
dans við góðar undirtektir.
Til margra ára hefur loka-
hnykkur á skemmtidagskránni
verið hin svokallaða Blönduvisi-
on-söngvakeppni og svo var
einnig nú. Sigurvegari að þessu
sinni varð Guðmunda Sirrý Am-
ardóttir í 10. bekk og söng hún
lagið „Angie“ við undirleik
hljómsveitarinnar „John Wayne“
frá Sauðárkróki. Árshátíðinni
lauk síðan með dansleik hvar
fyrmefnd hljómsveit lék fyrir
dansi.
Atriði úr leikritinu Drottins dýrðar koppalogn.
Morgunblaðið/Silli
íþróttamenn Þingeyinga 1992 f.v. Viðar Örn Sævarsson, Sigurbjörn
Árni Arngrímsson og Skarphéðinn Freyr Ingason.
IÞROmR
Mývetningar góðir
íþróttamenn
Framúrskarandi íþróttamenn Þin-
geyinga 1992 eru allir Mývetningar
og voru þeir heiðraðir með bikurum
og blómum í sambandi við Sam-
bandsþing HSÞ. sem haldið var á
Húsavík, laugardaginn fyrir páska.
íþróttamaður HSÞ 1992 var kjörinn
Sigurbjörn Árni Arngrímsson,
sundmaður HSÞ Viðar Örn Sævars-
son og fijálsíþróttamaður HSÞ,
Skarphéðinn Freyr Ingason. Þessir
ungu menn hafa allir æft vel og
náð þar af leiðandi mjög góðum
árangri meðal yngstu keppenda.
Á sambandsþinginu fór mestur
tíminn í að ræða næsta Landsmót
UMFÍ sem halda á að Laugarvatni
á næsta ári. Formaður HSÞ er nú
Sigurlaug L. Svavarsdóttir, Bim-
ingsstöðum.