Morgunblaðið - 22.04.1993, Page 58
58
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1993
-—r— j—;——.—i—
«e£AAfllt
Jú, ég á gamla fatalarfa. Ég
ætla að sælqa þá svo við getum
verið í stíl
HÖGNI HIM.KKVÍSI
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
Hvers á ég að gjalda?
Frá Páli Þorgríms Jónssyni:
Ef ég kaupi íbúð hjá Verkamanna-
bústöðum þá á ég það á hættu að
því fylgi bakreikningur vegna fyrri
íbúa.
Dæmi um það er ung kona er
keypti íbúð í Breiðholtinu árið 1992
og fékk hana afhenta í byijun des-
ember, en á afsalinu og svokölluðu
kaupsamkomulagi var afhendingar-
tími annar en raun var á, eða í nóv-
ember. Svokallað kaupsamkomulag
var bara reikningsyfirlit, með öllum
kostnaði og greiðslum konunnar.
Ekkert var getið um stærð íbúðar-
innar í fermetrum, bara fjöldi her-
bergja, ekkert um eignarhlut í sam-
eign, það var aftur á móti gert á
afsali, ekki fermetrar heldur hundr-
aðshluti hennar. Hún skrifar undir
afsal, en þar er getið um þinglýst
frumafsal sem hún sá ekki. Ekkert
veðbókarvottorð lá frammi. Bak-
reikningurinn er ég gat um var
vegna hússjóðs, skuld er tekin var
á árunum ’87 og ’89. Bankalán er
eigendur samþykktu að greiða með
Frá Júlíu Ómarsdóttur:
Lana Kolbrún Eddudóttir kemst
þannig að orði í Morgunblaðinu sl.
þriðjudag þegar hún gerir „kynvillu-
púkann" að umtalsefni sínu: „Hug-
takið „samkynhneigð" er fræðiheiti
yfír hæfileikann (leturbr. mín) til
að hrífast af einhverjum sama
kyns . . .“
Þarna fínnst mér hún ganga full
langt með því að kalla samkynhneigð
hæflleika því hæfileiki er eitthvað
jákvætt, einhver eiginleiki. Við erum
öll sköpuð til að geta af okkur af-
kvæmi og okkar eðli er að að hríf-
ast af hinu kyninu. Hún mælist einn-
ig til að Morgunblaðið hætti notkun
orðskrípisins „kynvilla" en ég mælist
til þess að þetta fólk hætti að halda
ákveðinni upphæð á mánuði en eig-
endur einnar íbúðar greiddu ekki og
fór svo að lokum að íbúðin fór á
nauðungaruppboð 1990.
Þetta er sama íbúðin og unga
konan fékk í desember ’92. Síðan
hefur hún fengið reikning sendan
með þessari ákveðnu upphæð til
greiðslu er hún vissi ekki um. Stjórn
húsfélagsins var búin að reyna að
fá Verkamannabústaði til þess að
greiða þann hluta er tilheyrði þess-
ari íbúð og í apríl ’89 var það sam-
þykkt hjá stjórn Verkamannabú-
staða en í maí ’91 var síðan sagt
nei, væri ekki þeirra mál. Þegar
konan fór að kanna málið, var henni
sagj; að hún hefði fengið íbúðina í
desember ’92 vegna þess að hún
ætti að borga þetta, eða að bíða fram
í janúar ’93 og þá hefði verðið orðið
hærra en í des. ’92. Sér hvað er nú
réttlætið gagnvart fólki. Að láta
aðra borga fyrir sig. Nei takk. Um-
rædd skuld var lán með sjálfskuldar-
ábyrgð, ekki fasteignaveð.
Ef um fasteignaveð hefði verið
þessum „hæfileika" sínum á lofti því
þetta er ekki eðlilegt athæfi. Ef all-
ir væru kynvilltir mundi mannkynið
deyja út á einum mannsaldri.
Unglingar eru t.d. mjög áhrifa-
gjarnir og geta ruglast í ríminu ef
þeim er talin trú um að þetta sé
eðlilegt og gott.
Ég vil því vara við því að hommum
og lesbíum sé leyft að halda sínum
áróðri á lofti svo ríkulega sem þeir
gera það. Þau mega hafa sín samtök
svo framarlega að þau láti annað
fólk í friði og hætti að halda því
fram að hommar og lesbíur séu jafn
eðlileg og aðrir.
JÚLÍA ÓMARSDÓTTIR,
Steinahlíð le,
Akureyri.
að ræða hefði það komið fram á
veðbókarvottorði, sem ekki lá
frammi við undirritun, þá væri frek-
ar hægt að krefja nýja eigendur um
greiðslu á eldra láni, annars ekki.
Það er ósvífni að stunda svona
vinnubrögð með fasteignir þar sem
um er að ræða fé einstaklinga, og
ekki hafa allir of mikið af því.
En þetta er kerfið í dag, ekkert
nema járnsteyptir veggir, veggir
sem gefa sig ekki, ekki frekar en
Berlínarmúrinn, en jafnvel hann
hrundi að lokum fyrir ágangi hins
almenna borgara. Svo skal þessi múr
að lokum hrynja og réttlætið að lok-
um sigur vinna.
PÁLL ÞORGRÍMS JÓNSSON,
starfsmaður hjá Smjörlíki hf.
Yfirlýsing
Frá stjóm Landssambands slökkvi-
liðsmanna:
SLÖKKVILIÐSMENN á íslandi vilja
mótmæla afstöðu Fjármálaráðu-
neytis, Reykjavíkurborgar og Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga til
samningsréttar slökviliðsmanna í
Iandinu.
Með afstöðu sinni eru þessir aðilar
að gera lítið úr þeim' kröfum sem
gerðar eru til starfsstéttarinnar
slökkviliðsmanna bæði í lögum og
reglugerðum svo og er að engu höfð
sérstaða starfanna sjálfra.
Slökkviliðsmenn krefjast þess að
samningsréttur Landssambands
slökkviliðsmanna verði þegar að
fullu virtur.
Slökkviliðsmenn áskilja sér rétt
til að beita tiltækum ráðum til að
ná fram samningsrétti starfsstétt-
arinnar.
Deildir atvinnuslökkviliðsmanna
innan LSS:
* á Akureyri,
* hjá Brunavörnum Suðurnesja,
* hjá Brunavörnun á Héraði
* á Keflavíkurflugvelli,
* í Reykjavík og
* á Reykjavíkurflugvelli.
STJÓRN LANDSSAMBANDS
SLÖKKVILIÐSMANNA,
Síðumúla 8,
Reykjavík.
Athugasemd við grein
Lönu Kolbrúnar
Víkyerji skrifar
*
Idag er sumardagurinn fyrsti, sem
áður var kallaður sumardagur
hinn fyrsti að íslenzku tímatali.
Þessi dagur er þannig valinn, að
hann er fyrsti fímmtudagur eftir
18. apríl og getur hann því borið
upp á tímabilinu frá 19. til 25. apríl.
Fram til 1744 var þetta almennur
messudagur.
xxx
Hið forna íslenzka tímatal er
alltaf jafnforvitnilegt, en um
það má lesa í Rímfræði Menningar-
sjóðs eftir Þorstein Sæmundsson.
Þar segir, að forníslenzka tímatalið
hafi að ýmsu leyti verið sérstætt.
Reiknað var í misserum, sumrum
og vetrum og höfuðáherzlan lögð á
viknatalningu en ekki mánaða eins
og nú. í tveimur misserum, sumri
og vetri, voru venjulega taldar 52
vikur réttar, 364 dagar, en auka-
viku, lagningarviku eða sumarauka
bætt við sumarmisserið á nokkurra
ára fresti til_ að halda samræmi við
árstíðirnar. í sumri töldust 26 vikur
og 2 dagar eða 27 vikur og 2 dag-
ar, ef sumarauki var. I vetri voru
25 vikur og 5 dagar. Reglur um
sumarauka voru lögleiddar á 10.
öld að tillögu Þorsteins surts, en
síðar lagfærðar og komið í fast form
á 12. öld.
Frá því á 12. öld eru einnig til
reglur um skiptingu misseranna í
mánuði. I hveijum mánuði voru 30
dagar, þannig að í sumarmisserinu
urðu 4 dagar umfram, að viðbættri
lagningarvikunni í sumaraukaár-
um. Þessir 4 dagar voru nefndir
aukanætur. Þeim var skotið inn á
eftir þriðja sumarmánuðinum, sól-
mánuði, til að fá samræmi milli
mánaðatalsins og viknatalsins í ár-
inu. Nafnið vísar til þess, að tíma-
skeið voru áður fyrr talin í nóttum.
Aukanætur hefjast í 13. viku sum-
ars, þ.e. 18. til 24. júlí.
xxx
Nöfn mánaðanna voru nokkuð
á reiki, en þau, sem haldið
hefur verið til haga í íslenzkum al-
manökum á síðari árum eru sumar-
mánuðir: harpa (sem nú er að hefj-
ast), skerpla, sólmánuður, heyannir,
tvímánuður og haustmánuður.
Vetrarmánuðimir voru: gormánuð-
ur, ýlir, mörsugur, þorri, góa og
einmánuður, sem nú er nýlokið.
Af mánaðanöfnunum eru aðeins
fá, sem eitthvað ber á í fornum rit-
um. Þar má nefna þorra, góa (góu),
einmánuð, tvímánuð, heyannir og
eru það vafalaust eldri nöfn á tíma-
skeiðum, sem náðu ekki yfir ná-
kvæmlega 30 daga. Flest bendir til
að mánaðatal hafi lítið verið notað
áður fyrr af almenningi. Núverandi
almanaksmánuðir náðu ekki út-
breiðslu fyrr en á 18. öld.
XXX
En hvernig gátu menn áttað sig
á tímatalinu að fornu, þegar
engin prentuð almanök lágu fyrir.
Jú, til þess notuðu menn svokallað
fíngrarím, sem er aðferð til tíma-
talsreikinga. Aðferðin fólst í því að
liðir og hnúar á fíngrum beggja
handa eru kenndir við tölur og
minnisbókstafi á kerfisbundinn
hátt. Með æfingu má beita fingra-
rími til að finna dagsetningar
kirkjuhátíða, tunglkomur, vikudaga
o.fl. ár og aldir fram og aftur í tím-
ann á hinn skjótasta hátt. Fingra-
rím mun hafa þekkzt með mörgum
þjóðum frá fornu fari og var tals-
vert iðkað á íslandi áður en prentuð
almanök komu til sögunnar og jafn-
vel lengur af sumum.
XXX
Eftir þennan fróðleik um tíma-
talið, sem vonandi hefur verið
lesendum til gagns og gamans, ósk-
ar Víkveiji öllum lesendum sínum
gleðilegs sumars.
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4