Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 2
Stí'M JUWA í !’ HUMA' iMTí/MW iJUJA>.Ul/:iitUflOM - - MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1993 Nýr fomiaður Sam- einaðra verktaka Átök við stjórnarkjör á aðalfundinum BREYTINGAR urðu á stjórn Sameinaðra verktaka hf. á aðalfundi félagsins sem fram fór í gær. Jón Halldórsson tilkynnti að hann hefði ákveðið að láta af formennsku og var þá stungið upp á Bergi Haraldssyni framkvæmdastjóra til formanns. Ekkert mótframboð kom fram gegn Bergi og var hann því sjálfkjörinn nýr formaður. Við kjör annarra stjórnarmanna var beitt margfeldiskosningu að tillögu Jóns Halldórssonar en alls voru fimm í kjöri. Páll Gústafsson og Jakob Bjarnason voru kjörnir í stjórn í stað Þorkels Jónssonar og Vilbergs Vilbergssonar, að sögn Bergs Haraldssonar. Á fundinn mættu fulltrúar 96,8% hlutafjár og atkvæðavægi í stjórn- arkosningunni varð þannig að Páll Gústafsson, sem var meðal þeirra sem gengu út af aðalfundinum sl. haust, fékk flest atkvæði eða 239 milljónir hlutafjár, Bjarni Thors fékk 230 millj., Jakob Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Regins og fulltrúi Hamla, fékk 227 millj. og Jón Hall- dórsson 210 millj. Þorkell Jónsson náði hins vegar ekki kjöri en hann fékk atkvæði fulltrúa 210 millj. hlutafjár. Vilberg Vilbergsson hafði lýst yfir að hann yrði ekki í kjöri ef það mætti verða til að sættir næðust og vék úr stjórn. Þriggja manna nefnd sem skipuð var á síðasta hluthafafundi til að * Island auka- aðili að VES AUKAÐILD íslands að Vestur- Evrópusambandinu, VES, var samþykkt á Alþingi í gær. Atkvæði féllu þannig að 29 stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar voru samþykkir. Andvígir voru 26 stjórnarandstæðingar og sjálfstæð- ismennirnir Eyjólfur Konráð Jóns- son og Eggert Haukdal. taka út stöðu félagsins, móta stefnu um arðgreiðslur og leita sátta um deilumál hafði komist að þeirri nið- urstöðu fyrir fundinn að Bergur yrði næsti stjórnarformaður en aðrir stjórnarmenn yrðu kjörnir Páll Gú- stafsson, Þorkell Jónsson, Bjarni Thors og Jakob Bjarnason en að Jón Halldórsson viki úr stjórn. Engin tillaga um arðgreiðslur Bergur sagði að á undanförnum vikum hefði náðst sátt um þessar breytingar í stjórninni. Að hans sögn kom engin tillaga fram um útborgun hlutafjár eða arðgreiðslur. Rekstrarhagnaður ársins nam 37,7 millj. kr. áður en tekið hefur verið tillit til hlutdeildar í sameign- arfélögunum, íslenskum aðalverk- tökum sf. og Dverghamra sf., sem ekki liggur enn fyrir. Á árinu 1991 var hagnaður félagsins 298 millj. kr. en þá nam hlutdeild í hagnaði sameignarfélaga 129 millj. kr. Berg- ur sagði að auk þessa fælust skýr- ingar á minni hagnaði í því, að fjár- magnstekjur hefðu lækkað umtals- vert á síðasta ári en ákveðin var lækkun hlutafjár með útborgun upp á 844 millj. kr. til hluthafa í fyrra. Vakti athygli á fundinum að á síðastliðnu ári fjárfestu Sameinaðir verktakar fyrir 50 milljónir í öðrum hlutafélögum, einkum í Eimskipafé- lagi íslands og íslandsbanka. Morgimblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson í vetrarbúningi FEGURÐIN við endurvarpsstöðina á tindi Skálafells er stórkostleg þegar fjöllin skarta sínu fegursta í vetrarsólinni eins og þegar ljós- myndari var þar á ferð á dögunum. Öðruvísi bregður þó oft við þeg- ar komast þarf að stöðinni til að sinna bilunum, að sögn Eggerts Eggertssonar, rafeindavirkja hjá Pósti og síma, því þar er oft mikið veðravíti og ísingin stundum svo mikil að ekki sést hvað er í mastr- inu. Af Skálafelli er m.a. varpað sjónvarps- og útvarpssendingum Rásar eitt og tvö um nágrenni höfuðborgarinnar. Reykinga- menn fái lækningn sem aðrir „ÉG LÍT svo á að rétt sé að lækna alla, hvort sem þeir eiga sök á sjúkdómnum sjálfir eða ekki. í breska læknablaðinu British Medical Journal nú í apríl halda tveir læknar því hins vegar fram, að það sé rétt að neita reykinga- mönnum um kransæðaaðgerðir, þar sem í of mikið sé lagt miðað við væntanlegan árangur, haldi þeir áfram að reykja," sagði Bjarni Torfason, hjartaskurð- læknir, í samtali við Morgunblað- ið í gær, en þess má geta að í dag hvetur Tóbaksvarnarnefnd fólk til að reykja ekki og halda deginum reyklausum. Bjarni sagði að þeirri spurningu hefði verið varpað fram meðal lækna í nágrannalöndunum, hvort rétt væri að neita reykingamönnum um kransæðaaðgerðir. „Reykingar eru sterkasti þátturinn í kransæðasjúk- dómum, en áhættuþættirnir eru fleiri,“ sagði hann. „Ég lít svo á, að menn séu komnir út á hálan ís, ef það á að hegna sjúklingum fyrir að hafa átt þátt í veikindunum. Það er alltaf spurning, hvað heilbrigðiskerf- ið á að taka mikla ábyrgð á einstakl- ingnum, en ég tel hlutverk lækna fyrst og fremst vera að lina þjáning- ar og lækna.“ Önnur aðgerð Bjarni sagði að þeim farnaðist mun betur eftir kransæðaaðgerðir sem ekki reyktu. Ef reykingamenn héldu hins vegar áfram að reykja eftir aðgerð þyrftu margir þeirra að gangast undir aðgerð að nýju eftir 5-10 ár. Málsmeðferð frumvarpa á sviði sjávarútvegsmála Ovissa vegna fyrir- vara stjórnarliða ENN ER alls óvíst hvort Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra legg- ur fram frumvörpin þijú á sviði sjávarútvegsmála á næstu dögum vegna fyrirvara sem einstakir þingmenn í báðum flokkum hafa um atriði sem snúa m.a. að krókaleyfi og tvöföldun línuafla í frumvarpi um fiskveiðisljórnun. Auk fyrirvara sem Össur Skarp- héðinsson þingfiokksformaður Al- þýðuflokksins hefur sett fram gerðu tveir þingmenn Alþýðuflokksins at- hugasemdir við atriði í frumvarpinu við umræður um sjávarútvegsmál á Alþingi í gær. Þá er andstaða innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins við ýmis atriði í frumvarpinu og sagði Guðjón A. Kristjánsson í gær að á meðan ekki hefði fundist sáttaflötur við samtök sjómanna um þátttöku þeirra í kvótakaupum væri málið alls ekki í höfn og engin sátt hefði fund- ist um málið. Þorsteinn Pálsson sagði að mismunandi sjónarmið snérust um útfærsluatriði en ekki aðalátriði frumvarpanna og áfram yrði unnið að því að ná samkomulagi. Össur segir að þingflokkur Al- þýðuflokks hafí samþykkt fyrir sitt leyti að frumvörpin verði lögð fram þótt einstakir þingmenn hafí fyrir- vara um ákveðna efnisþætti sem séu síst meiri en fyrirvarar sem uppi séu í þingflokki sjálfstæðismanna. Leitað sátta Þingflokkar ríkisstjórnarinnar komu saman síðdegis til að fjalla um þennan ágreining og að því loknu ræddust við þeir Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson. Þorsteinn sagði eft- ir fundinn að staða málsins væri óbreytt. „Ef sjávarútvegsráðherra kýs að Ieggja frumvarpið ekki fram vegna þess að þingmenn Alþýðuflokksins eru með nákvæmlega sömu fyrirvara og einstakir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins þá er ég hættur að skilja dæmið og velti þá fyrir mér hvort menn hafí kannski engan áhuga á að leggja það fram,“ sagði Össur. í dag Endurhæfing l Formaður bankaráðs Seðlabanka segir banka þurfa endurhæfingu 5 Smúhútur_____________________ Smábátaeigendur ítreka tillögur um banndagakerfi 20 Reyklaus dagur Mikilvægast að viðhorf tii reykinga breytist 21 VIÐSHPnfflWHNULÍF Tnp Samskipa SESsS? hnlfur miHjarónr ‘ ísknski lifcjTissjtWnrinn - I uAMp IfMorU M. Húþrýstilækningar Italir kenna læknum á Borgarspít- ala notkun háþrýstiklefa 28 Leiðari Korpúlfsstaðir - hof allra lista 24 Dagskrú ► Sumarið og haustið á Stöð 2 - Nýir þættir í Sjónvarpinu - Gæðahljóð um gervihnött - Kvik- myndaspyrður í Sjónvarpinu - Staupasteinn kvaddur ViÖskipti/A tvinnulíf ► Breyttir tímar og tölvur - auk- in pappírsnotkun - 200 miiyóna samningur við Rússa - Gallup þreifar þjóðarpúlsinn - Hagnaður hjá KASK - Torgið Utlánsvextir banka og sparisjóða Áætlaðir meðalvextir nýrra iána Raunvextir K 15,7 16-18% Meðalvextir banka og sparisjóða m.v. 1%verðbólgu !2,4 12,3 12,1 9,2 Almenn skuldabréfalán Nafnvextir | Raunvextir ■iii'iv ^13,01 i 2.7 13,1% »<nt °r I—T12,4% n l Vísitölu- bundin lán ^ 9.3 9,3 8 9 9,2% Raunvextir óverð- tryggðra lána 3% hærri en verðtryggðra RAUNVEXTIR óverðtryggðra almennra skuldabréfaútlána banka og sparisjóða eru að meðaltali 3,2% hærri en vextir vísitölubundinna lána, samkvæmt útreikningum Olafs K. Ólafs í peningamáladeild Seðlabanka íslands. Er þá miðað við 1% verðbólgu á ári en það er í samræmi við þróun lánskjaravísitölunnar í mars og apríl og áætl- aða hækkun hennar í næsta mánuði. Hæstu raunvextirnir, samkvæmt þessum útreikningum, eru á yfír- dráttarlánum. Ef miðað er við að yfírdrátturinn sé nýttur 80-90% taka bankar og sparisjóðir að meðaltali 16-18% vexti af þessum lánum. Raunvextir viðskiptavíxla eru 15,7%. Vextir almennra skuldabréfalána, afurðalána og víxillána eru 12- 12‘/2%. Hins vegar eru vextir verð- tryggðra útlána 9,2% að meðaltali. 1% munur á hæstu og lægstu meðalvöxtum Þegar litið er á nafnvexti sést að íslandsbanki er með hæstu útláns- vexti að meðaltali samkvæmt vaxta- töflu Seðlabankans, bæði í óverð- tryggðum útlánum og verðtryggð- um, og Landsbanki íslands er í báð- um tilvikum með lægstu útlánsvext- ina. Búnaðarbankinn og sparisjóð- irnir koma þarna á milli. I óverðtryggðu útlánunum munar 1% á Islandsbanka og Landsbanka, Islandsbanki er með 13,7% vexti og Landsbanki 12,7%, eins og sést á meðfyigjandi súluriti. í verðtryggðu útlánunum munar 0,8%, þar er ís- landsbanki með 9,7% vexti en Lands- bankinn 8,9%. Enn meiru munar þegar litið er á hæstu vexti sem bankarnir eru með. Hæstu vextir óverðtryggðra al- mennra skuldabréfaútlána hjá ís- landsbanka eru 15,65% en 13,25% hjá Landsbanka. Hæstu vextir vísi- tölubundinna lána hjá íslandsbanka eru 11,6% en 9,75% hjá Landsbank- anum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.