Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Hvernig skal bæta fyrir líkamstión? eftir Jón Erling Þorláksson Frumvarp til skaðabótalaga liggur fyrir Alþingi. í því eru reglur um hvemig ákveða skuli bætur fyrir varanlegt líkamstjón. Frumvarpið hefur bæði kosti og galla. Hér verður aðeins rætt um eitt mikilvæg atriði þess: Eiga bætur að vera staðlaðar eða einstaklings- bundnar? Bætur skiptast í tvo hluta, miska- bætur (áverkabætur) og örorkubæt- ur (bætur fyrir tekjutap). Áverkabætur Áverkabætur fara eftir læknis- fræðilegu mati áverkans. Sem mæli- kvarði er notuð tafla um áverkamat. Hún hefur stig frá 0 og upp í 100. Samkvæmt töflunni er missir vísif- ingurs 10 stiga áverki, svo dæmi sé tekið, en alblinda 100 stig. Varanleg- ur áverki er metinn þegar lækninga- tilraunum er lokið og ekki von á frek- ari bata. Bætur eru í beinu hlutfalli við áverkastig, hæst 4.000.000 króna fyrir 100 stiga áverka (allt að 6.000.000 ef sérstaklega stendur á). 10 stiga áverki bætist með 400.000 krónum. Engar bætur greiðast ef áverki er minni en 5 stig. Bætur lækka um helming á aldrinum frá 60 til 69 ára. Áverkabætur eru hinar sömu hver sem á í hlut, nema aldur valdi mun. Þær eru staðalbætur. Bætur fyrir tekjutap Börn og aðrír sem hafa litlar eða engar tekjur af vinnu. Jón Erlingur Þorláksson „Þess vegna tel ég að ekki eigi að skipta tjón- þolum í tvo hópa heldur láta sömu staðalregl- una gilda um alla.“ Þama er um að ræða nálægt helm- ing allra sem slasast. Unglingar eru fjölmennir í hópi slasaðra. Bætur fyrir tekjutap hjá tekjulaus- um eru einnig staðalbætur skv. frum- varpinu, þ.e. eins fyrir alla miðað við sama áverka. Þær fara lækkandi með aldri frá og með 26 ára og hverfa alveg við 70 ára aldur. Engar tekju- bætur greiðist ef áverki er metinn Jakkaföt verð áður 17.500,- Jakkaföt verð nú 9.900,- Jakki + skyrta + bindi verð áður 16.500,- Jakki + skyrta + bindi verð nú 9.900,- Bolir verð áður 2.900,- Bolir verð nú 1.500,- EIÐISTORGI og KRINGLUNNI minni en 15 stig. 15 stiga áverki bætist með 780.000 krónum. Eftir það fara bætur stighækkandi með áverastigi og komast upp í 16.000.000 krónur þegar áverki er 100 stig. Myndritið sýnir hvernig áverka- bætur, tekjubætur og heildarbætur breytast með áverkastigi. Miðað við einstakling sem er 25 ára eða yngri svo að lækkunar bóta vegna aldurs gætir ekki. Ekki er það sjálfgefið að bætur til þessa fólks séu staðlaðar. Hópur- inn er ekki samstæður. Þarna eru t.d. börn og óráðnir unglingar, hús- mæður, háskólastúdentar, skáld. Rök frumvarpsins fyrir því að nota hér staðalbætur eru þau að menn séu ekki sammála um hvernig ákvarða megi einstaklingsbundnar bætur. Tekjutap af völdum slyss er strangt til tekið mismunur tveggja stærða. Annars vegar eru ævitekjur viðkomandi af vinnu, ef hann hefði ekki orðið fyrir slysinu, og hins veg- ar tekjurnar eins og þær verða eftir slysið. Vandinn er að báðar stærðirn- ar eru óþekktar. Bætur fyrir slysatjón hljóta að grundvallast á forsendum um fram- tíðina og það líf, sem hinn slasaði mundi hafa lifað ef hann hefði ekki orði fyrir slysinu. Síkar forsendur hljóta að ákvarðast af almennum sjónarmiðum frekar en einstaklings- bundnum. Hafa verður í huga að um langan tíma ér að ræða, jafnvel 40-50 ár. Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér að því er snertir tekj- ur og félagslega aðstöðu, ekki einu sinni fyrir meðalmanninn, hvað þá einstakling. Einstaklingsbundnar bætur hafa þann ókost að uppgjör dregst á langinn þar til séð er hvern- ig hinum slasaða farnast eftir að lækningatilraunum er lokið. En þá er hætt við að vitneskjan um óupp- gerðar bætur geti einnig haft áhrif og orðið til þess að hin slasaði nái sér seinna á strik í atvinnulífinu. Að þessu leyti hefur það mikla kosti bæði frá sjónarmiði samfélagsins og fyrir hinn slasaða að bótamálið sé afgreitt fljótt og örugglega. I frumvarpinu er tekin sú prak- tíska afstaða að ekki verði reynt að gera upp á milli manna heldur fái allir í þessum hópi sömu bætur, ef þeir hafa orðið fyrir sama áverka. Það er einföld og eðlileg nálgun að hinu óþekkta tapi. Fólk sem hefur tekjur af vinnu (atvinnufólk) Um atvinnufólkið, sem er annar helmingur tjónþola, segir svo í frum- arpinu: „Örorka tjónþola reiknast í hundr- aðshlutum (örorkustigum) ... Bætur skal meta til ijárhæðar sem nemur 7,5-földum árslaunum tjónþola ... margfölduð með örorkustigi ... Árs- laun teljast heildarvinnutekjur tjón- þola á næstliðnu ári fyrir þann dag er tjón varð ... Árslaun skulu þó metin sérstakiega þegar óvenjulegar aðstæður eru fyrir hendi, t.d. bryt- ingar á tekjum eða atvinnuhög- um ... Ekki skal miða við hærri árs- laun en 4.500.000 kr.“ Þá er í frumvarpinu kveðið á um skipun örorkunefndar. Hún á að meta hve mörgum hundraðshlutum tekna hver einstkalingur tapar af völdum slyss. Það er skoðun höfundar þessarar greinar að ekki sé neitt auðveldara að meta tjón einstakiings í þessum hópi af völdum slyss heldur en ein- staklings í fyrri hópnum. Um er að ræða mismun tveggja óþekktra stærða eins og fyrr. Þess vegna tel ég að ekki eigi að skipta tjónþolum í tvo hópa heldur láta sömu staðal- regluna gilda um alla. Tekjur næsta árs á undan eru lé- legur mælikvarði á tap manns af völdum slyss. Hafa verður í huga að langflest slys eru þannig að fólk getur unnið áfram, oft við sama starf og áður. Tap felst þá e.t.v. í minni yfirvinnu, skertum tækifærum til frama í starfi, minni.getu til heimilis- starfa, að viðhaldi húss og bíls o.s.frv. Færa má viss rök fyrir því að slys komi hlutfallslega verr við þá sem lægri hafa tekjurnar. Hátt launaðar stöður eru stundum fallvaltar, þess vegna m.a. eru þær hátt launaðar. Forstjórar fyrirtækja missa iðulega starf sitt vegna þess að fyrirtækin verða gjaldþrota. Líkt gildir um bæjarstjóra og aðra þá sem kosnir eru eða ráðnir pólitískri ráðn- ingu. Þess vegna er hæpið að slá því föstu að miða skuli við tekjur næsta árs fyrir slys. í launakerfum eru gjarnan aldurshækkanir. Ef ungur maður verður fyrir slysi og hefur unnið eitt ár fær hann bætur í hlut- falli við lág laun sem hann hefur haft fyrsta árið. Annar maður eldri í starfí mundi fá hærri bætur við sömu kringumstæður. Bóndi sem verður fyrir slæmum hálsáverka getur tekið það ráð að bregða búi og flytja í þéttbýlið. Þar fær hann (vonandi) vinnu. Laun þar eru oft hærri en tekjur af búskapn- um. Fær þessi bóndi engar bætur fyrir tekjutap? Reyndar er óvíst að hann hafi ráðið við sig hvort hann hættir búskap þegar tjónið er gert upp. Hvernig ætla menn þá að meta tap hans? Þegar tjónþolum er skipt í flokka með ólíkum bótareglum kemur upp misræmi milli flokkanna. Hugsum okkur tvær 25 ára konur sem báðar verða fyrir algerri örorku. Önnur er húsmóðir en hin útivinnandi með I. 000.000 kr. kaup á ári. Húsmóðir- in fær í bætur kr. 4.000.000 + 16.000.000, samtals 20.000.000 króna. Hin konan fær 4.000.000 + 7.500.000 (7,5-faldar árstekjur), alls II. 500.000 króna. — Staðalbæturnar virðast vera í hærra lagi. En ekki er unnt að komast hjá ósamræmi af þessu tagi nema steypa flokkunum saman. Lokaorð Meðferð mála verður einfaldari ef allir tjónþolar eru í einum flokki. Tjón er unnt að gera upp jafnskjótt og áverkamat liggur fyrir og vafatil- vik á mörkum flokka hverfa. Þótt bætur séu staðlaðar er ekki þar með sagt að engin frávik megi heimila. Þannig getur staðið á að mönnum þyki augljóst að hinn slas- aði verði fyrir meira tjóni en algengt er af sama áverka. Þar má nefna fólk sem hefur aflað sér mikillar sér- hæfíngar á þröngu sviði og verður að gefa það á bátinn. Þess vegna þarf að vera í lögum ákvæði á þá leið að heimilt sé að víkja frá staðal- bótum ef sannað er að tjónþoli hafi orðið fyrir meira tjóni (eða minna) en almennt gerist. Höfundur er tryggingafræðingur. SS-húsin verða rifin - segir borgarstjóri og telur þau ekki hafa varðveizlugildi MARKÚS Örn Antonsson borgarstjóri segir að ákveðið hafi verið fyrir löngu að hús Sláturfélags Suðurlands við Skúlagötu verði rifin. And- mæli Árbæjarsafns við niðurrifi breyti engu þar um. Lóðin Skúlagata 20 hefur þegar verið seld og á að reisa þar fjölbýlishús með 80 ibúðum. „Þegar deiliskipulagið af Skúla- götusvæðinu var samþykkt á sínum tíma var gengið út frá að þessi hús yrðu rifin og nýbyggingar kæmu þar í staðinn," sagði borgarstjóri í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagðist gera ráð fyrir að eldra fólk myndi einkum flytja í fjölbýlishúsið, sem myndi rísa á lóðinni, og nýta sér þá þjónustu, sem byggð hefði verið upp í íbúðarhúsum fyrir aldraða við Lind- argötu og Vitatorg. Umhverfismálaráð hefur ákveðið að fela „þriggjamannanefnd", sem skipuð er borgarminjaverði, borgar- verkfræðingi og forstöðumanni Borgarskipulags, að skoða mögu- leika á varðveizlu SS-húsanna. Markús Öm sagði að það ferli hefði verið ákveðið á síðari stigum. „Það verður ekki snúið aftur með þessar ákvarðanir,“ sagði hann. Hann sagð- 1 HARGREIÐSLUSTOFA, ÁRMÚLA 17A - SÍMI 32790 20% afsláttur af hettustrípum til 15. maí Hárgreiðslumeistari: Gerður Þórisdóttir. Verið velkomin! ist ekki búast við öðru en að þriggja- mannanefndin kæmist að þeirri nið- urstöðu að rífa ætti húsin, vegna forsögu málsins, en byggingarnefnd Reykjavíkur ætti lokaorðið um niður- rifsleyfi. Færi svo að lagzt yrði gegn því, yrðu borgarráð og borgarstjórn að taka endanlega ákvörðun. Ekkert varðveizlugildi Aðspurður hvort ekki gæti verið að sjónarmið varðandi verndun húsa hefðu breytzt frá því að Skúlagötu- skipulagið var samþykkt og varð- veizla SS-húsanna gæti komið til greina í því ljósi, sagðist borgarstjóri telja að svo væri ekki. „Ef menn líta á þessi hús frá Lindargötunni eða úr háhýsunum við hliðina, má sjá að þetta hefur verið byggt stig af stigi og er óskipuleg húsaþyrping. Menn kannast vel við þá hlið, sem snýr út að Skúlagötunni, vegna hins ákveðna svipmóts, sem stóri glugg- inn á norðurhlið hússins gefur um- hverfinu. Að öðru leyti sé ég ekkert varðveizlugildi í þessúm húsum,“ sagði Markús Örn. Hann sagði að hugmyndir um tækniminjasafn væru ekki á döfínni og aðrar tillögur um framkvæmdir á vegum borgarinnar ofar á forgangslista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.