Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993
áW
HANDKNATTLEIKUR/ UNDANURSLITAKEPPNI ISLANDSMOTSINS
Hvað
sögðu þeir?
Brynjar Kvaran, þjálfari ÍR,
var að vonum ánægður
með sína menn. „Ég sagði að
við ætluðum að mæta aftur í
Kaplakrika á föstudaginn og það
stendur. Við áttum skilið að
sigra því við vorum betri allan
tímann. En það virtist líta út
fyrir að við værum að klúðra
þessu eins og I fyrsta leiknum
er við glopruðum niður ijögurra
marka forskoti í lokin. Eg trúði
því hins vegar alltaf að við
myndum klára þetta,“ sagði
Brynjar.
Um leikinn gegn FH í Kapla-
krika annað kvöld sagði hann:
„Ef við eigum helminginn af
áhorfendum í húsinu og stönd-
um að öðru leyti á jafnréttis-
grundvelli er ég bjartsýnn á sig-
ur,“ sagði Brynjar.
ÍR vex með hverjum leik
„ÍR-ingar hafa vaxið með
hverjum leik í úrslitakeppninni.
Þeir spiluðu mjög skynsamlega
nær allan leikinn og sérstaklega
síðustu tvær mínútumar —
héldu boltanum og létu skotið
ríða af þegar þijár sekúndur
vom eftir. Branisjav var yfir-
burðamaður hjá ÍR. Hann er
hefur fjölbreytta skottækni sem
markverðir eiga erfítt með að
ráða við,“ sagði Þorbergur Aðal-
steinsson, landsliðsþjálfari, sem
fylgdist með leiknum.
„Ég held þó að FH vinni þriðja
leikinn. Bergsveinn varði aðeins
sex bolta og það þykir lítið og
ef hann nær sér á strik í næsta
leik gæti það ráðið úrslitum. Eg
ætla þó ekki að afskirfa IR-
inga. Ef þeir ná að spila eins
agað og í kvöld getur allt gerst,“
sagði landsliðsþjálfarinn.
Einbeítingin
skilaði Val f
gullkeppni
Fögnuður!
Morgunblaðið/Sverrir
iR-ingar fögnuðu ákaft eftir sigurinn gegn FH-ingum í gærkvöldi, sem tryggði
oddleik í Kaplakrika annað kvöld. Ólafur Gylfason, fyrirliði, til hægri fer ekki
dult með ánægju sína og gleðin er engu minni hjá Jóhanni Asgeirssyni til vinstri.
IR lætur ekki
aðsérhæða
BRANILAV Dimitrivitsch setti punktinn yfir i-ið eftir frábæran
leik ÍR-inga, gerði sigurmarkið gegn FH íAusturbergi, 24:23,
þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og tryggði liði sínu þriðja
leikinn í undanúrslitum íslandsmótsins í handknattleik. Sann-
gjarn sigur nýliðanna, sem sýndu enn einu að þeir eiga skilið
að vera í fremstu röð.
Heimamenn höfðu greinilega
lært af mistökunum í Kapla-
krika s.l. mánudagskvöld og unnið
heimavinnuna. Bar-
Steinþór áttan var sem fyrr
Guðbjartsson aðal Iiðsins og menn
skrífar gáfu ekki þumlung
eftir í 60 mínútur.
Vörnin var góð og markvarslan
hafði mikið að segja, en agaður
sóknarleikur, einkum síðustu tvær
mínúturnar, sýndi að engir aukvisar
voru á ferð. Einum færri héldu
ÍR-ingar í sókn, staðan 23:23 og
spennan í hámarki. Strákarnir létu
umhverfið og rafmagnað andrúms-
loftið ekki á sig fá, héldu sínu striki
og nýttu tímann eins og best verður
gert. Sjö sinnum fengu þeir dæmt
aukakast áður en yfír lauk, það síð-
asta, þegar átta sekúndur voru til
leiksloka, og fimm sekúndum síðar
gerði Dimitrivitsch útum leikinn
með lúmsku skoti.
Sigur IR-inga var verðskuldaður.
Þeir tóku völdin úm leið og flautað
var til leiks, Róbert gaf tóninn með
fyrsta markinu og vel studdir af
áhorfendum héldu þeir laginu til
leiksloka. Að vísu fóru þeir aðeins
útaf sporinu skömmu eftir miðjan
seinni hálfleik og skoruðu ekki í
tæplega sjö mínútur, sem FH-ingar
nýttu sér með því að jafna 21:21,
en heimamenn héldu haus og
hleyptu gestunum aldrei framúr.
Það var oft kátt í Höllinni, þegar
ÍR-ingar voru uppá sitt besta uppúr
blómatímanum fyrir liðlega tveimur
áratugum. Síðan það lið var og hét
GÓÐ einbeiting Valsmanna í
síðari hálfleik og frábær varn-
ar- og sóknarleikur skilaði
þeim í úrslit um titilinn með
öruggum sigri yfir Selfyssing-
um með 28 mörkum gegn 22.
Selfossliðið náði góðum spretti
í fyrri hálfleik og virtist hafa
náð taki á Valsliðinu en náði
ekki að halda fengnum hlut..
Mjaltavélin saug kraftinn úr
mulningsvélinni ífyrri hálfleik
en eftir að mulningsvélin hafði
verið smurð malaði hún Vals-
mönnum gull.
ÆT
Eg er auðvitað ánægður með að
við náðum að rifa okkur upp
eftir að hafa spilað verulega illa í
fyrri hálfleik. Ég
Sigurður hafði trú á að við
Jónsson gætum gert betur og
skrifar ég er auðvitað alveg
frá Selfossi rosalega ánægður
með að vera kominn áfram eftir tvo
leiki,“ sagði Þorbjörn Jensson þjálfari
hefur félagið ekki verið í umræð-
unni, þegar titla ber á góma, en
með sama áframhaldi er full ástæða
til að taka leikmenn ÍR, sem flestir
fæddust á fyrrnefndu tímabili, al-
varlega í þeim efnum. Þeirra er
framtíðin verði rétt á spilunum
haldið.
FH-ingar réðu ekki við mót-
spyrnuna að þessu sinni og auk
þess náðu þeir ekki almennilega
saman. Varnarmúrinn var ekki eins
traustur og í undanförnum leikjum
og illa gekk í sókninni nema hjá
Kristjáni og Guðjóni, sem héldu lið-
inu á floti. Þá hafði mikið að segja
að Bergsveinn markvörður virtist
ekki vera búinn að ná sér eftir veik-
indin.
Valsmanna eftir leikinn.
„Þessi leikur var svona spegill af
því hvernig við höfum spilað undan-
farið. Við náum góðum fyrri hálfleik —
en í byijun síðari hálfleiksins fer allt
úrskeiðis. Við eigum erfitt með þess-
ar sveiflur. Valsmenn eru með geysi-
lega sterkt lið og erfítt að stoppa þá
livort sem er í sókn eða vörn. Svo
hafa þeir öflugan markvörð. Við ósk-
um þeim velgengni," sagði Einar
Þorvarðarson þjálfari Selfoss.
Valsmenn gerðu tvö fyrstu mörkin
en síðan gerðu þeir ekki mark fyrr
en Selfyssingar voru búnir að gera
sex mörk. Þá var það sem Gísli Felix
varði hvert skotið af öðru. Það voru
síðan ámóta sveiflur í síðari hálfleik
þá gerðu Valsmenn fyi-stu fjögur
mörkin og tókst auka við jafnt og
þétt og halda heimamönnum í heljar-
greipum. Á þessu skeiði í leiknum
varði Guðmundur Hrafnkelsson hveit
markið af öðru. Nokkurt hik var á
Selfossliðinu og sóknirnar gengu ekki
upp og Valsmenn refsuðu fyrir öll
mistök með hraðaupphlaupum og
mörkum.
Ólafur Stefánsson, einn af yngri
mönnunum í liði Vals,_stóð sig mjög
vel, gerði sex mörk. „Ég er ánægður
með þetta við urðum að rífa okkur
upp í síðari hálfleik og núna er mað-
ur í skýjunum," sagði Ólafur.
Valsliðið hefur sýnt það hvað eftir
annað að það á einhvern einbeitingap**-
eiginleika sem rífur liðið áfram. „Það
er karakter liðsins að geta einbeitt
sér svona. Það eru góðir einstakling-
ar í liðinu og þeir eldri eru í góðu
sambandi við þá yngri sem taka hlut-
verk sitt alvarlega. Við vissum að við
vorum að leika af okkur í fyrri hálf-
leik og urðum að ná því að spila
okkar bolta og það tókst,“ sagði Geir
Sveinsson.
ÚRSLIT
ÍR-FH 24:23
íþróttahúsið Austurbergi, Islandsmótið í
handknattleik — annar leikur í undanúrslit-
um 1. deildar karla, miðvikudaginn 28.
apríl 1993.
Gang-ur leiksins: 3:0, 3:1, 5:3, 6:4, 8:5,
8:7,11:7, 12:10,13:10,14:11,15:12,16:14,
19:16, 21:17, 21:21, 2Í:22, 23:23, 24:23.
Mörk ÍR: Branislav Dimitrivitsch 7, Magn-
ús Ólafsson 5, Róbert Rafnsson 5, Jóhann
Ásgeirsson 5/4, Matthías Matthiasson 2.
Utan vallar: 8 mín.
Mörk FH: Kristján Arason 6, Guðjón Árna-
son 6, Gunnar Beinteinsson 4, Alexej Trúf-
an 3/3, Hálfdán Þórðarson 2, Sigurður
Sveinsson 1, Þorgils Óttar Matthiesen 1.
Utan vallar: 10 mín.
Dómarar: Óli Olsen og Gunnar Kjartans-
son.
Áhorfendur: 1.200 greiddu aðgangseyri.
Um 1.400 í húsinu.
Selfoss - Valur 22:28
íþróttahúsið á Selfossi:
Gangur leiksins: 0:2, 6:2, 8:6, 12:10,
12:14, 14:17, 16:20, 18:23, 21:25, 22:28
Mörk Selfoss: Einar Gunnar Sigurðsson
7, Gústaf Bjarnason 5, Siguijón Bjarnason
2, Jón Þórir Jónsson 2, Sigurður Sveinsson
2/1, Davíð Ketilsson 2, Einar Guðmundson
1, Ólíver Pálmason 1.
Utan vallar: Tvær mínútur.
Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 6, Valdimar
Grimsson 5, Dagur Sigurðsson 5, Jón Krist-
jánsson 5, Jakob Sigurðsson 5, Geir Sveins-
KORFUKNATTLEIKUR
Páltnar þjálfar Breiðabik
Pálmar Sigurðsson, sem þjálfaði Grindvíkinga síðari hluta íslands-
mótsins í vetur, hefur verið ráðinn þjálfari Breiðabliks sem leikur
í 1. deild næsta keppnistímabil. Pálmar mun einnig leika með félaginu.
Sigurður Hjörleifsson, sem þjálfaði Blika sl. vetur, verður aðalþjálf-
ari í uppbyggingarstarfi yngri flokka félagsins. Mikil aukning hefur
orðið á körfuknattleiksiðkendum hjá Breiðablik og hefur þeim fjölgað
á fjórum árum úr 50 i 300.
Þannig vörðu þeir
Markvarslan í leikjum gærkvöldsins (innan sviga varið en boltinn
aftur til mótheija).
Magnús Sigmundsson, ÍR - 11 (1): 3 langskot, 2 eftir hraðaupp-
hlaup, 2 úr horni, 2 af línu og 1 (1) eftir gegnumbrot.
Sebastían Alexandersson, ÍR - 1/1: 1 víti.
Bergsveinn Bergsveinsson, FH - 10 (4): 6 (3) langskot, 4 (1) eftir
hraðaupphlaup.
Gísli Felix Bjarnason, Selfossi -15/1 (1): 7 langskot, 5 (1) úr horni,
2 hraðaupphlaup, 1 víti.
Guðmundur Hrafnkelsson, Val - 16 (3); 7 (2) langskot, 4 úr horni,
3 af línu, 1 (1) eftir gegnumbrot, 1 víti.
SÓKNAR-
NÝTING
HlM
Urslitakeppnin í T\7jf
handknattleik 1993
Selfoss Valur
Mórk Sóknir % MörkSóknir %
12 10 22 25 48 F.h 10 25 24 42 S.h 18 24 49 45 Alls 28 49 40 75 57
7 Langskot 8
4 Gegnumbrot 7
2 Hraðaupphlaup 4
5 Horn 4
I 3 Lína 2 j
1 Víti 3
Mörk Sóknir % Mörk Sóknir %
13 22 59 F.h 10 22 45
11 25 44 S.h 13 25 52
24 47 51 Alls 23 47 49
8 Langskot 8
2 Gegnumbrot 1
3 Hraðaupphlaup 6 i
3 Hom 2
: 4 Lína 3 :
4. Viti