Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 13
mi » jís MiieaoTMim W€iAJ'ff?3j,í)MOM SI
TOR(TDNBL7Œ5I01TMMTUI5SGUIl Z5rAPKÍET5¥3-------------------------------------------------------13
Séra Friðrik Friðriksson
Friðrikskapella
Byggiiig- Fríðrikskapellu
eftir Gylfa Þ.
Gíslason
I.
Hinn 25. maí næstkomandi verða
liðin 125 ár frá fæðingu séra Friðriks
Friðrikssonar. Þann dag verður vígð
að Hlíðarenda í Reykjavík kapella,
sem á undanfómum þremur árum
hefur verið reist þar til minningar um
séra Friðrik og til þess að þar geti
farið fram starfsemi i anda hans.
I nóvember 1990 voru stofnuð
samtök um byggingu kapellunnar.
Forgöngu um það höfðu einstakling-
ar í félögum, sem eiga upphaf sitt
að rekja til starfa séra Friðriks,
KFUM og K í Reykjavík, Knatt-
spyrnufélaginu Val, Skátasambandi
Reykjavíkur og Karlakórnum Fóst-
bræðrum, sem og ýmsir af fjölmörg-
um vinum og aðdáendum. Byggingin
hófst í maí 1991 og hefur verið kost-
uð af frjálsum framlögum fjölda ein-
staklinga og fyrirtækja og fjárveit-
ingum frá Reykjavíkurborg og Al-
þingi. Stjórn kapellunnar mun verða
í höndum þeirra félaga, sem nefnd
voru að framan, og sóknarpresta
Hallgrímssóknar.
II.
Séra Friðrik er tvímælalaust í hópi
þeirra manna, sem mest áhrif hafa
haft á Islandi á þessari öld. Hvað
var það, sem gerði hann að slíkum
áhrifamanni?
Annars vegar var það maðurinn
sjálfur. Hins vegar var það sá boð-
skapur, sem hann flutti.
Séra Friðrik var heillandi maður.
Hann þurfti ekkert að segja til þess
að laða að sér börn, unglinga og
fullorðið fólk. Frá honum stafaði
góðvild og hlýja. En þegar hann tal-
aði, komu töfrar í ljós. Röddin var
djúp og seiðandi. Það, sem hann
sagði, hvort sem það var frásögn eða
saga, hvort sem það var leiðbeining
eða áminning, bar vott um mann-
þekkingu og mannvit, en jafnframt
um gæzku og gleði. Orð hans höfðu
djúp áhrif. Sá, sem á hlýddi, varð
betri maður.
Þetta gerði hann að óviðjafnanleg-
um æskulýðsleiðtoga. Hann hafði
„Hinn 25. maí næstkom-
andi verða liðin 125 ár
frá fæðingu séra Frið-
riks Friðrikssonar.
Þann dag verður vígð
að Hlíðarenda í Reykja-
vík kapella, sem á und-
anförnum þremur
árum hefur verið reist
þar til minningar um
séra Friðrik og til þess
að þar geti farið fram
starfsemi í anda hans.“
djúp áhrif á unglinga, meðal annars
með söngvunum, sem hann samdi
og gerðu samkomur, er hann stjórn-
aði, að sannri gleðihátíð og fylltu
hjörtu ungra drengja fögnuði, bjart-
sýni og barnslegu trúnaðartrausti á
fegurð Iífsins og algóðan guð.
Séra Friðrik vissi, að drengir vilja
takast á, sýna hugrekki og hreysti.
Þess vegna voru ræður hans og
söngvar oft eins konar heróp, hvatn-
ing til dáða og drengskapar og fyrir-
heit um sigurlaun að drýgðri dáð.
Hann talaði og kvað um stríð og
orustur, í þjónustu konungsins
Krists. Stríðið var í þágu hins góða,
baráttan gegn því, sem var illt. I
ræðum hans var jafnframt boðskap-
ur um bræðralag allra manna, frelsi,
ættjarðarást og þjóðhollustu. Og boð-
skapurinn bar ávallt gleðisvip. Hann
var fagnaðarboðskapur. Þess vegna
var hann jafn áhrifaríkur og raun
bar vitni. Hann gerði alla að betri
mönnum.
Þeir eru margir, sem eiga mikils-
verðar minningar um kynni sín af
séra Friðrik. Það hefur komið fram
í sambandi við öflun fjár til bygging-
ar kapellunnar.
III.
Ég man eftir séra Friðrik jafn-
lengi og ég man eftir sjálfum mér.
Vegna vináttu föður míns og hans
kynntist ég honum á barnsaldri.
Fóstursonur hans, Adolf Guðmunds-
son, var nánasti bernskuvinur minn.
Sumar eftir sumar vorum við með
honum í Kaldárseli og Vatnaskógi.
Arin fyrir heimsstyijöldina var ég
við nám erlendis. Hann dvaldi í Dan-
mörku stríðsárin. Hann var orðinn
77 ára, þegar hann kom aftur heim.
í áratug höfðum við nær ekkert sézt.
En tíminn hefði eins getað verið einn
dagur. Við vorum sömu vinirnir. Og
til hinztu stundar jókst virðing mín
fyrir honum og kærleikur minn til
hans.
Séra Friðrik talaði aldrei einslega
við mig um trúmál, hvorki sem barn,
ungling né fullorðinn mann. En frá
því ég kynntist honum á barnsaldri
hef ég verið trúáður.
Auðvitað var trúarboðskapur í
öllu, sem séra Friðrik sagði og gerði.
Hann var mikill gáfumaður og lær-
dómsmaður. Hann var gæddur óræð-
um persónutöfrum, sem gerðu hann
að miklum æskulýðsleiðtoga. En
fyrst og fremst var hann trúmaður,
svo einlægur trúmaður og svo gagn-
tekinn af trú sinni, að hún mótaði
allt líf hans, öll orð hans og allar
gerðir. Þannig vísaði hann vinum
sínum upp á það eina bjarg, sem
aldrei bifast.
Höfundur er formaður Samtaka
um byggingu Friðrikskapellu.
Frá undirritun samnings um útgáfu geisladisksins, Sigurður Ágúst
Sigurðsson og Kristján Jóhannsson.
Krislján Jóhannsson og DAS
Nýr geisladiskur í
80.000 eintökum
HAPPDRÆTTI DAS og Kristjan Johannsson tenór skrifuðu nýlega
undir samstarfssamning vegna útgáfu á safndiski með Kristjáni þar
sem hann syngur einsöngslög og þekktar óperuaríur eftir helstu óperu-
skáld sögunnar. Utlit er fyrir að upplag þessa geisladisks verði stærra
en áður eru dæmi um hérlendis og muni skipta tugum þúsunda. Samt
verður diskurinn ekki til sölu í verslunum, segir í frétt frá DAS.
Ennfremur segir: „Þessi diskur
verður í vinning í 1. flokki hjá Happ-
drætti DAS sem dregið verður í- 7.
maí nk. Og nú gerist það sem aldrei
hefur gerst í happdrætti hérlendis og
ef til vill víðar; það fá 'allir vinning
sem á annað borð kaupa sér miða
og það aðeins fyrir 600 krónur.
Reyndar er heildarútgáfan 79.964 en
í útdrættinum eru 80.000 miðar alls.
Það verða því 36 aðilar sem verða
þá svo „óheppnir" að fá ekki diskinn
með Kristjáni en í „skaðabætur"
verða dregnir út handa þeim 35 ferða-
vinningar á 50 og 100 þúsund krónur
og einn íbúðarvinningur fyrir þrjár
milljónir. Skráð heildarverðmæti vinn-
inga í þessum fyrsta flokki eru rúm-
lega 164 milljónir króna. I ágúst fara
miðar úr 1. flokki ásamt númerum
endumýjuðum í 2., 3. og 4. flokki
aftur og þá sjálfkrafa í „sumarpott"
og er aðalvinningur þar er Toyota-
skutbifreið ásamt tjaldvagni í aðal-
vinning.
Kristján Jóhannsson hefur sjálfur
valið allt efni á diskinn af þremur
eldri diskum, allt það fallegasta og
vinsælasta. Þetta era ítölsk sönglög
á borð við O Sole Mio, Ideale og Dicit-
encello vuie og aríur úr óperum eftir
Verdi, Lenoncavallo, Puccini,
Mascagni, Donizetti og Gounod. Und-
irleik annast Ungverska ríkishljóm-
sveitin, London Symphony Orchestra
og Sinfóníuhljómsveit íslands."
Tilkynning um útboð
á Sparibréfum Yeðdeildar
Sparisjóðs Hafnarfjarðar
1. flokkur1993
Utgáfudagur:
Heildarfjárhæð:
Gjalddagar:
Sölutímabil:
Grunnvísitala:
Einingar bréfa:
V erðtrygging og ávöxtun:
Ávöxtun umfram verðtryggingu:
Söluaðilar:
Umsjónaraðili útboðs:
28. apríl 1993.
200.000.000,-
15.06.1996, 15.12.1996,
15.06.1997, 15.12.1997,
15.06.1998, 15.12.1998,
15.06.1999, 15.12.1999.
28.04.’93-28.04.’94.
3278.
Lágmark kr. 50.000,-
Ofangreind bréf eru verðtryggð
miðað við hækkun lánskjaravísi-
tölu og bera enga vexti.
7,45% á fyrsta söludegi.
Sparisjóður Hafnarfjarðar,
Kaupþing hf., Kringlunni 5, og
Kaupþing Norðurlands hf.
Kaupþing hf.
Kringlunni 5, 103 Reykjavík - Sími 91-689080, telefax 91-812824.