Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993
19
verið að auka með þessum aðgerð-
um, ekki væri það þjóðfélagsins.
Hann sagði að smábátaútgerðin
væri þjóðhagslega hagkvæm, þar
væri hægt að sjá fjölda manns fyr-
ir mikilvægum og góðum störfum
í stað atvinnuleysisins og engar lík-
ur væru á að handfærabátar gætu
klárað íslandsmið. Hann sagði að
í þjóðsögunum væri vanalega verið
að tala um þurs þegar getið væri
um tvíhöfða skepnur. Þessi þurs
væri vanalega sendur af vondum
skessum til að skaprauna fólki.
Hann sagðist því ekki vilja ásaka
tvíhöfðanefndarmennina, sem
hugsanlega væru að gera sitt besta.
Spurningin væri aftur á móti: Hvað
gerir skessan?
Kvótinn deyr aldrei
Halldór Her-
mannsson út-
gerðarmaður
sagði ekki gott í
efni þegar
Framsókn ætlaði
að styðja tillögur
nefndarinnar, Halldór
þar sameinuðust Hermannsson
menn um mesta siðleysi sem þekkst
hefði á íslandi, en það væri kvóta-
lögin. Þá sagði hann að sig undr-
aði það að tveir menn sem aldrei
hefðu nálægt fiskveiðum komið
væru látnir stjórna lagasetningu
um málefni sjávarútvegsins.
Menn deyja og fyrirtæki deyja,
sagði Halldór, en kvótinn deyr aldr-
ei. Honum fannst það til marks um
vitleysuna að ailir fjölmiðlar lands-
ins hefðu uppveðrast af hugmynd-
um einhvers gervitunglafræðings
um að hætta fiskveiðum til alda-
móta. Hann sagði það algjört glap-
ræði að draga þorskaflinn saman
í 175 þúsund tonn og sagði jafn-
framt að ef ekki ætti að koma til
handalögmála þá yrði að gera eitt-
hvað í kvótamálunum. Halldór
gerði að tillögu sinni að bátum
undir sex lestum yrði haldið utan
kvóta áfram og að þeim yrði leyft
að veiða fijálst frá 1. apríl til 1.
september.
Stanslaus tekjuskerðing
Ingimar Hall-
dórsson, fram-
kvæmdastjóri _og
formaður Út-
vegsmannaf-
élags Vestfjarða,
sagði að stans-
laus tekjuskerð- ingimar
ing ár eftir ár Halldórsson
væri að ganga að útgerð og fisk-
vinnslu dauðri. Hann benti á að
stjómvöld hefðu hrósað sér mikið
af niðurfellingu aðstöðugjaldsins á
síðasta ári til hagsbóta fyrir sjávar-
útveginn en nú væru boðaðar
greiðslur í svokallaðan Þróunarsjóð,
sem í raun væri ekkert annað en
auðlindarskattur sem næmu meira
en tvöfaldri þeirri upphæð sem
greitt var í aðstöðugjald.
Einar Hreins-
son sjávarút-
vegsfræðingur
óttast þá
byggðaröskun
sem fyrirsjáan-
leg er vegna
kvótans. Hann
vildi fá hrein Einar Hreinsson
svör við því hvernig stjórnvöld ætl-
uðu að taka á þeim málum.
Út úr aflamarkskerfinu
Guðjón Arnar
Kristjánsson,
skipstjóri og
varaþingmaður
Sjálfstæðis-
flokksins á Vest-
fjörðum, sagðist
vilja að menn GuðjónA;
ynnu sig Út Úr Kristjánsson
aflamarkskerfinu. Hann sagðist
vera andvígur niðurfeliingu á tvö-
földun línuveiða og vildi að tillögur
Fiskiþings um krókaleyfi yrðu lög-
festar.
Ketill Elíasson
skipstjóri talaði
um það mikla
misrétti sem
væri að verða ef
setja ætti saman
þá sjómenn á litl-
um bátum sem
um áratugaskeið Ketill Elíasson
hefðu haft handfæra- og línuveiðar
að lífsstarfi og menn sem í ævin-
týramennsku hefðu verið að komast
yfir báta á allra síðustu árum. Hann
benti á að erfitt væri að fylgjast
með öllum þessum litlu bátum og
vitað væri að krókatonnin væru oft
stærri en önnur tonn.
Frummælendur svöruðu fyrir-
spurnum og þökkuðu fjörugar um-
ræður, en síðan sleit fundarstjórinn,
Smári Haraldsson bæjarstjóri á
ísafirði, fundinum, en þá var klukk-
an að verða tvö og ekki sjáánlegt
að tillögur Tvíhöfðanefndarinnar
fengju hljómgrunn á Vestíjörðum.
Úlfar
HIN árlega merkjasala Björgun-
arsveitar Ingólfs í Reykjavík
verður núna á föstudaginn 30.
apríl. Munu þá sölubörn bjóða
merki Björgunarsveitar Ingólfs
til sölu, segir í frétt frá Ingólfi.
Björgunarsveit Ingólfs starfar í
Reykjavík og innan hennar starfa
bæði leitarhópar til sjóbjörgunar og
landbjörgunar. Sveitin er skipuð 80
sjálfboðaliðum sem oft leggja sig í
hættu til björgunar mannslífa og
verðmæta.
„Það er von okkar að Reykvík-
ingar taki sölubörnum jafn vel og
undanfarin ár en merkjasala þessi
Morgunblaðið/Signrður Jónsson
Sáðkornið
ÓLAFUR Eggertsson og Magnús Finnbogason við hlaða af sáðkorns-
pokum. Á minni myndinni sést Skeggi Gunnarsson, bóndi á Skeggja-
stöðum í Flóa, taka á móti kornpöntun sinni.
Kornbændur hefja sjálfir innflutning á sáðkorni
Imiflutningurinu lækk-
ar verðið um helminsf
Selfossi. ^
KORNBÆNDUR spara 5-8 þúsund krónur á hektara með innfiutningi
á sáðkorni. 72 tonn af korni voru tollafgreidd á Selfossi í síðustu viku
og dreift strax til bænda um land allt. Verð kornsins er rúmar 60
krónur hvert kíló án vsk. en uppgefið verð í febrúar hjá innflytjanda
sáðkorns var 107 krónur kílóið án vsk. á algengum tegundum en 120
krónur á þeim dýrustu. Það eru Akrafóður hf. í Rangárvallasýslu og
Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri sem standa að innflutningnum
á sáðkorninu og dreifingu þess til bænda.
Merkjasala Björgunar-
sveitar Ingólfs á morgun
er stór þáttur í fjáröflunum sveitar-
innar“, segir í fréttatilkynningu frá
Björgunarsveitinni Ingólfi.
íslensku kornbændurnir gerðu
milliliðalaus innkaup við seljanda
sáðkornsins í Noregi sem er fyrir-
tæki norskra kornbænda. Þau 72
tonn sem flutt voru inn eru 75% af
því sáðkorni sem notað er til korn-
ræktar hér á landi af þeim 140 bænd-
um sem það stunda. Bændur á Suð-
urlandi sóttu sitt korn sjálfir á Sel-
foss en þeir sem fjær búa fengu sitt
korn með flutningabílum.
„Okkur ofbauð einfaldlega inn-
flutningsverðið á sáðkorninu," sagði
Ólafur Eggertsson, kornbóndi á Þor-
valdseyri, um ástæður innflutnings-
ins. „Verðið hefur farið hækkandi á
hveiju ári og fór í 107 krónur kílóið
í ár, úr 84 krónum í fyrra. Við náum
korninu á helmingi lægra verði en
dýrasta komið. Þetta hefur mikla
þýðingu því það byijuðu margir korn-
rækt í fyrra og fengu litla uppskeru
og hefðu ekki haldið áfram nema fá
korn á góðu verði. Það halda því
allir áfram og nokkrir bætast við,“
sagði Ólafur. Hann sagði að þessi
innflutningur hefði verið undirbúinn
í vetur og umsjónarmenn skipaðir í
hverri sveit með pöntunum og dreif-
ingu kornsins til bænda. „í öllu svart-
nættinu þá hefur verið mjög gaman
að vinna að þessu. Mér líst vel á
framtíð kornræktarinnar, það eru
sífellt fleiri ungir bændur að fá trú
á henni,“ sagði Ólafur.
„Ég tel að þetta valdi straum-
hvörfum. Hefðum við ekki gert þetta
og orðið að búa við það verð sem
var gefið upp þá hefðum við getað
gleymt kornræktinni,“ sagði Magnús
Finnbogason, bóndi á Lágafelli og
forsvarsmaður Akrafóðurs hf. „Með
þessum innflutningi losnum við und-
an einokuninni á sölu sáðkomsins,"
sagði Magnús. Hann benti á að eftir
að ljóst var að innflutningur þeirra
var staðreynd hefði verð innflytjand-
ans lækkað úr 107 krónum á kíló í
79 krónur.
Margir bændanna á Suðurlandi
sáðu korninu strax enda enginn klaki
í jörð og því auðvelt um vik að plægja
akra og undirbúa sáningu.
Sig. Jóns.
NYJA M-LINAN
Qflug ganðsláttu-
vél þan sem gaeði,
ending og þægindi
tryggja þén mun
fallegri flöt en
nágrannans !*
Innilegar þakkir fœri ég öllum þeim, sem heiðr-
uðu mig með skeytum, gjöfum og blómum í
tilefni 80 ára afmœlis mins 13. april.
Sérstakar þakkir fœri ég öllum sem að því
stóðu, sérstaklega Finneyju dóttur minni og
tengdasyni, fyrir allt.
Finnbogi Rútur Jósepssort.
* eðs þan til hsnn feer liks LAWN-0OY "M"
M ÁRMÚLA 11
r— SÍIV1I 681500
CA?
Fjallahjólabúðin
G. Á. Pétursson hf. Faxafeni 14, Sími 685580
LEIÐANDIILAGU VERÐIA FJALLAHJOLUM
USA - Japan - Hátækni - Gæði - Gott verð