Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 11
MORqUNBLAÐIÐ FIMMTUDftGUR 29. APRÍL 1993
11
Guðný Guðmundsdóttir
og Peter Maté
_________Tónlist_____________
Ragnar Björnsson
Á vegum Styrktarfélags ís-
lensku óperunnar héldu þau
Guðný og Peter Maté tónleika í
Islensku óperunni sl. þriðjudag.
Peter Maté er tékkneskur píanó-
leikari. Samkvæmt efnisskrá hef-
ur hann haldið einleikstónleika
víða í Evrópu, einnig víða leikið
með sinfóníuhljómsveitum, komið
fram í útvarpi og sjónvarpi, unnið
til verðlauna í píanókeppnum,
hlotið mikið lof fyrir og er nú
píanókennari á Stöðvarfirði.
Var það ekki á Stöðvarfirði sem
einn heimsfrægur organisti var
sagður hafa sótt um stöðu fyrir
nokkrum áratugum, maður spyr,
hvaða afl er það sem dregur af-
burðamenn á tónlistarsviði til
Stöðvarfjarðar, frekar en annarra
þorpa á Islandi? Um organistann
er það annars að segja að aldur-
inn var farinn að segja verulega
til sín og afleiðingarnar höfðu
tekið sér bólfestu, aðallega í höfð-
inu og ferðin til Stöðvarfjarðar
var því aldrei farin. Peter Maté
er mjög góður píanóleikari, áslátt-
urinn mjúkur, tónninn fallegur og
tæknin virðist mjög örugg. Ef
hægt er að tala um rússneskan
píanóstíl er einnig hægt að tala
um mið-evrópskan eða þýskan
píanóstíl og þeim megin er leikur
Maté. Hann virðist einnig mjög
góður „kammermusiker“, það
sýndi hann í sónötu Beethovens
op. 30 nr. 3 í G-dúr, en það var
reyndar eina verkið sem reyndi
verulega á píanóleikarann á tón-
leikunum í óperunni. Það eina sem
að mætti finna var, að hann var
of hlédrægur á stundum, eða var
það Guðný sem tók ekki alltaf
nægilegt tillit til píanósins? Enginn
efast um að að Guðný er fram-
úrskarandi fiðluleikari, en enginn
efast um það heldur að hún á til
að sleppa í gegn örlítið óhreinni
tónmyndun og því brá einmitt fyr-
ir í fyrsta verkefni tónleikanna,
sónötunni eftir Beethoven. Þó bar
aðallega á þessu í fyrsta þætti og
má því kenna byrjunarskrekk.
Einnig fannst mér fiðlan í fyrsta
þættinum yfirkeyra píanóið á
stundum, þar sem fiðlan á að vera
í bakgrunni. Annan þáttinn spilaði
Guðný mjög fallega og með „brav-
ur“ þann siðasta. Fjórar myndir,
Offerto eftir Hafliða Hallgríms-
son, lék Guðný af snilld. Fjórir
vel skrifaðir þættir fyrir sóló-fiðlu,
sem reyndu mjög á skilning og
leikhæfni fiðluleikarans. í Djöfla-
trillusónötu Tartinis sýndi Guðný
vald sitt yfir fiðlunni og var leikur
hennar oft glæsilegur. Hæst bar
leik hennar þó kannske í Meditati-
on Tsjaikovskíjs, þar sýndi hún
stærð þroskaðs listamanns. Allt
of fáir áheyrendur urðu vitni að
þessum ágætu tónleikum og fróð-
legt væri að velta fyrir sér ástæð-
unni. En í lokin, þetta með Stöðv-
arfjörð. Nú þegar Kristján okkar
fer að taka við hlutverkum þeirra
Pavarottis, Domingos og fleiri,
hvað verður þá um risana tvo og
fl.?
MENNING/LISTIR
Myndlist
Síðasta sýningar-
helgi Sigrúnar
Sunnudaginn 2. maí næstkomandi
kl. 19 lýkur sýningu Sigrúnar Eldjárn
í Listasafni ASÍ. A sýningunni eru 33
olíumálverk, máluð á síðustu tveimur
árum. Þetta er 10. einkasýning Sigrún-
ar en auk þess hefur hún tekið þátt í
fjölmörgum samsýningum, heima og
erlendis. Myndefni hennar er form og
litir kringum fólk í landslagi, peysufa-
takonur og portrett af hveijum sem
er eða engum en ekki ákveðnum per-
sónum. Sama dag lýkur sýningu Sig-
rúnar í Gallerí Fold, en þar sýnir hún
pastelmyndir.
Silla í Úmbru
í dag, fimmtudaginn 29. apríl, opnar
Silla — Sigurlaug Jóhannesdóttir —
einkasýningu í Galleri Úmbru. Sýning-
in er 10. einkasýning Sillu og valdi hún
þennan sýningarstað vegna þess að
þar hélt hún sfna fyrstu sýningu, en
þá hét staðurinn Gallerí Langbrók.
Silla sýnir þrjá glerskúlptúra úr gleri
sem nefnast Skýjaborgir. Silla nam
hérlendis og í Mexíkó, og hefur m.a.
fengist við kennslu. Sýningin stendur
til 19. maí og er opin alla daga nema
mánudaga.
Kjartan Guðjónsson í
Listhúsi og í Fold
Kjartan Guðjónsson sýnir teikningar
í Listhúsi í Laugardal og teikningar
og gvassmyndir f Gallerí Fold frá og
með næsta laugardegi, 1. maí, til 16.
sama mánaðar. Kjartan fæddist árið
1921 og stundaði myndlistarnám við
Art Institute í Chicago og telst til Sept-
em-hópsins. Hann kenndi við MHI í
25 ár og hefur haldið einkasýningar
og tekið þátt í fjölda samsýningar hér-
lendis og erlendis. Þá hefur hann
myndskreytt fjölda bóka og blaða og
teiknað frímerki. Flestar myndirnar á
sýningum hans eru nýjar og í frétt
segir að þarna gefist „kjörið tækifæri
til að sjá hvernig myndlist á ekki að
vera að mati sérfræðinga".
Tónlist
Vortónleikar Arnes-
ingakórsins
Árlegir vortónleikar Árnesingakórs-
ins í Reykjavík verða í Langholtskirkju
næstkomandi sunnudag, 2. maí, kl. 17.
Efnisskráin er fjölbreytt og m.a. verða
flutt lög úr söngleikjum og óperum.
Með kórnum koma fram einsöngvar-
arnir Helgi Maronsson tenór, Ingvar
Kristinsson baríton, Jensína Waage
sópran, Guðrún E. Guðmundsdóttir
mezzósópran, Svanfríður Gísladóttir
mezzósópranj Jóhann Kristjánsson
baríton, og Árni Sighvatsson baríton.
Sérstakur gestur á tónleikunum verður
bassasöngvarinn Magnús Torfason.
Píanóleikari er Bjarni Jónatansson og
stjómandi er Sigurður Bragson.
Leiklist
Aukasýnmgar á Stut-
ungasögu
Hugleikur býður upp á aukasýningu
á stríðsleiknum Stútungasögu vegna
mikillar aðsóknar. Síðustu sýningar
verða sunnudaginn 2. maí og þriðju-
daginn 4. maí, og hefjast þær kl. 20.30.
Stútungasaga gerist á 13. öld og er
stríðsleikur með gamansömu ívafí el-
legar gamanleikur með stríðsívafi.
Höfundar eru Ármann Guðmundsson,
Hjördfs Hjartardóttir, Sævar Sigur-
geirsson og Þorgeir Tryggvason. Leik-
stjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Hug-
leikur er félag áhugaleikar og flytur
aðeins frumsamin verk sem öli enda
vel.
Einleikaraprófstón-
leikar í Háskólabíói
Sinfóníuhljómsveit íslands, Tónlistarskólinn í Reykjavík og
Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar halda tónleika í
Háskólabíói í dag, fimmtudaginn 29. apríl, og hefjast þeir
klukkan 20.
Tónleikarnir eru síðari hluti ein-
leikaraprófs þriggja nemenda frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík,
þeirra Önnu Snæbjörnsdóttur,
píanóleikara, Ingunnar Hildar
Hauksdóttur, píanóleikara og
Rúnars Óskarssonar, klarínettu-
leikara og eins nemanda frá Tón-
skóla Sigursveins D. Kristinsson-
ar, Jóns Guðmundssonar, gítar-
leikara.
Á efnisskrá eru Concierto del
Sor eftir Manuel M. Ponce, ein-
leikari Jón Guðmundsson, Píanó-
konsert nr. 2 í B-dúr eftir Beet-
hoven, einleikari Anna Snæ-
björnsdóttir, Konsert fyrir klarí-
nettu og strengjasveit eftir Aaron
Copland, einleikari Rúnar Óskars-
son og að lokum Píanókonsert í
a-moll eftir Edward Grieg, einleik-
ari Ingunn Hildur Hauksdóttir.
Stjórnandi er Bernharður
Wilkinson.
Ingunn Hildur Rúnar Óskarsson,
Hauksdóttir,
pianóleikari.
Anna Snæbjöms- Jón Guðmundsson,
dóttir, píanóleikari gítarleikari
S.H.DRAUMUR
„Allt heila klabbið“
„Ein fremsta sveit íslenskrar rokksögu."
-Árni Matthíasson, poppfræðingur
„Meiriháttar sköddun - S.H. draumur var í lit.“
-Bubbi Morthens, hljómlistarmaður
„Svart hvítur draumur, drottinn minn! Veruleiki.“
-Þorsteinn Joð, Þetta lífþetta líf
„Mér fannst Greifarnir alltaf miklu þetri.“
-Óli Bo, hálfviti
Geislaplatan er komin. 25 lög - 76 mínútur!
TÓNLEIKAR f TUNGLINU ANNAÐ KVÖLD
Dreifing
JAPISS
#7600 cc vél meö innspýtingu
• Sídrif % Lœsing í millikassa
%5g\rar %Vökvastýri
/
% Alfelgur o.fl.
Verö kr.
1.295. 000. stgr.
meb rybvörn og skráningu.
RÆSIR HF ____________
Skúlagötu 59 Reykjavík S. 619550 1943-1993