Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 45
IngóHur
ífótspor
foreldra
sinna
Íngólfur Magnússon, 12 ára frá
Siglufirði, hefur verið sigursæll
á Andrésarleikunum og tekið þátt
síðan hann var 6 ára gamall. Hann
hefur 10 sinnum orðið meistari og
á ekki langt að sækja gönguhæfí-
leikana því foreldrar hans, Magnús
Eiríksson og Guðrún Pálsdóttir, eru
margfaldir íslandsmeistarar í
göngu.
„Eg hef æft mjög mikið og hef
oftast sigrað í mínum flokki. Nú
keppi ég í unglingaflokki næsta ár
og þá reyni ég líka að standa mig.
Það hefur verið skemmtilegt að
taka þátt í Andrésarleikunum,“
sagði Ingólfur.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ingólfur Magnússon.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Verðlaunahafar í göngu 8 til 10 ára stúlkna. Sandra Finnsdóttir sem varð önnur, Erla Bjömsdóttir sem sigraði og
Júlía Þrastardóttir sem varð þriðja.
Tvöfalt hjá
Jóhanni og
Dagný Lindu
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Jóhann og Dagný Linda með verðlaunin.
Jóhann Þórhallsson og Dagný
Linda Kristjánsdóttir frá Akur-
eyri unnu tvöfalt í alpagreinum i 12
ára flokki. „Ég bjóst ekki við að
vinna, þó ég hafi alltaf unnið eitt-
hvað á Andrés frá því að ég var sex
ára og á fimmtán bikara," sagði
Jóhann. „Það er mest gaman að
vinna tólf ára flokkinn því þá fær
maður Head-skíði í verðlaun. Ég
æfði með þrettán og fjórtán ára
krökkum í vetur og hef oftast verið
með besta tímann á æfingum," sagði
þessi efnilegi skiðamaður.
Dagný Linda sagðist eins og Jó-
hann ekki hafa átt von á sigri. „Besti
árangurinn minn á Andrés áður var
sjötta sæti, en ég hef keppt síðan
ég var sjö ára nema í fyrra þá var ég
í Tyrklandi á heimsmóti barna í leik-
list,“ sagði Dagný sem er dóttir
Kristjáns Vilhelmssonar og frænka
Vilhelms Þorsteinssonar, sem varð
þrefaldur íslandsmeistari á síðasta
Skíðalandsmóti.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Haliur Þór
Byrjaði
á skíðum
tveggja ára
Hallur Þór Hallgrímsson frá
Húsavík sigraði í svigi og
stórsvigi 10 ára drengja. „Ég vann
líka í fyrra, en bjóst ekkert frekar
við að vinna núna. Ég hef æft vel
í vetur enda verið nægur snjór á
Húsavík,“ sagði Hallur Þór.
Hann sagðist hafa byrjað á skíð-
um tveggja eða þriggja ára. „Þetta
er í fjórða sinn sem ég kem á Andr-
és og það er alltaf jafn gaman. Ég
ætla að reyna að komast aftur
næsta vetur,“ sagði þessi kampa-
káti Húsvíkingur og var rokinn með
það sama til félaga sinna.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Björgvin Björgvlnsson frá Dalvík er hér á fullri
í svigi 12 ára drengja.
Ánú
fjóra
bikara
Arnfríður Ámadóttir úr Ár-
manni varð tvöfaldur Andr-
ésarmeistari í flokki 8 ára stúlkna.
„Ég byijaði að æfa í fyrra og þetta
var því í fyrsta sinn sem ég kem
á Andrés, en ég bjóst ekki við að
vinna tvöfalt. Ég á nú fjóra bikara
því ég fékk líka tvo á Ármannsmót-
inu fyrir skömmu. Mér finnst
skemmtilegast að keppa,“ sagði
Arnfríður og hljóp með það sama
til þjálfara síns, Steinunnar Sæ-
mundsdóttur, til að sýna verðlau-
iiagripinn fyrir svigið.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Arnfríður Árnadóttir.
Það er nóg pláss í Qallinu en
gistirýmið er að springa
- segir Gísli Kr. Lórenzson, formaður Andrésar-Andarnefndarinnar
SKÍÐAHÁTÍÐ barnanna,
Andrésar-Andar leikarnir,
fóru fram í Hlíöarfjalli viö
Akureyri í síðustu viku og
þóttu takast vel. Keppendur
hafa aldrei verið fleiri, eða
738 frá 16 héruðum. Þetta var
í 18. sinn sem mótið er haldið
og vinsældirnar vaxið stöðugt
ár frá ári.
Akureyri og Siglufjörður voru
með sigursælustu keppend-
urna, unnu 12 gullverðlaun hvort
bæjarfélag og Ólafsfirðingar
komu næsti með fímm gullverð-
laun. Annars er ekki aðalatriðið
að sigra, meira máli skiptir að
vera með og fá tækifæri til að
taka þátt í þessari miklu skíða-
■■■ÉHHII hátíð barnanna.
ValurB. Framkvæmd
Jónatansson mótsins var til fyr-
skntar irmyndar hjá Ak-
ureyringum og
greinilegt að þeir kunna til verka,
enda vanir mótahaldi. Keppt var
á Qórum stöðum í fjallinu í einu,
þremur svigbrautum og í göngu.
Gísli Kr. Lórenzson, formaður
Andrésarnefndarinnar, var
ánægður að leikunum loknum á
laugardaginn. „Ég get ekki annað
en verið ánægður. Veðrið var frá-
bært og ég held að allir krakkam-
ir fari með góðar minningar héð-
an. Við emm með frábært starfs-
fólk og fararstjóramir leystu sitt
verk líka vel,“ sagði Gísli. Hann
sagði að um 200 manns kæmu á
einn eða annan hátt nálægt móts-
haldinu.
Gísli sagðist reikna með að
keppendur yrðu enn fleiri næsta
ár og myndu sjálfsagt verða um
eitt þúsund á 20 ára afmælisleik-
unum eftir tvö ár. En er enda-
laust hægt að bæta við keppend-
um? „Já, það er nóg pláss í fjall-
inu, en það er gistirýmið í bænum
sem er að springa og það kemur
til með að setja þak á fjölda þátt-
takenda. Við erum þegar famir
að huga að afmælisieikunum eftir
tvö ár sem verða veglegir," sagði
Gísli.
Það var gaman að fylgjast með
krökkunum á Andrésarieikunum,
allir með bros á vör og nutu þess
að vera til. Leikhi þeirra í brekk-
unum er hreint ótrúleg. Á kvöldin
mættu krakkamir í íþróttahöllina
þar sem uppskera dagsins var tí-
unduð með verðlaunaafhendingu
og tilheyrandi lófaklappi. Þar var
samkenndin ríkjandi eins og í
íjallinu.
Verðlaunaskipting
Akureyri Gull 12 silfur 9 brons 17
Sisrlufiörður 12 10 9
Ólafsfjörður 5 5 2
Ármann 4 0 0
Fram 3 0 0
ísafjörður 2 2 3
Húsavík 2 2 0
ÍR 2 1 0
Dalvík 1 8 4
KR 1 1 1
Eskifjörður 1 1 0
Seyðisfjörður... 0 2 1
Breiðablik 0 2 0
Neskaupstaður 0 0 2