Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 34
84 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Minning Bjöm Guðmundsson, kaupmaður íBrynju Fæddur 22. nóvember 1912 Dáinn 21. apríl 1993 í dag kveðjum við vin okkar og félaga, Bjöm Guðmundsson kaup- mann. Björn átti sæti í stjórn hverfafé- lags sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri í rúman áratug. Hann var okkur sem yngri erum góð fyrirmynd, hafði sínar ákveðnu . skoðanir, en kom þeim fram af sinni alkunnu hógværð, og fékk okkur hin til að staldra við og sjá hlutina í öðru ljósi. Stjórnarfundirnir verða mun svipminni án Bjöms. Tryggð var ríkur þáttur í fari Björns og sýndi hann mér hana með því að hafa reglulega samband við mig í síma, og þá helst til að óska mér alls hins besta. Fyrir það þakka ég nú. Fyrir hönd stjórnarmanna í hverfafélagi sjálfstæðismanna í Austurbæ og Norðurmýri þakka ég Birni hlý og góð kynni og holl ráð. Bömum hans og fjölskyldum - þeirra sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Dagný Erna Lárusdóttir formaður. í dag verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Björn Guðmundsson, kaupmaður í versl- uninni Brynju. Hann var fæddur að Neðra Núpi í Miðfirði, en fluttist ungur drengur til Reykjavíkur. Snemma beygðist krókur til þess er verða vildi. Hann hóf störf sem sendisveinn við verslunina Brynju, sem stofnuð var árið 1919 og er því með elstu verslunum sem starf- andi eru í borginni. Árið 1937 keypti Björn verslunina í félagi við þrjá aðra, en seldi hana aftur 1942. Nokkru síðar, eða 1945, gengur hann aftur inn í fyrirtækið í sam- eign með öðrum. Árið 1954 verða enn tímamót í verslunarrekstrinum, því að það ár gerist hann einkaeig- andi verslunarinnar og rak hana allar götur síðan ásamt með syni sínum Brynjólfi og ávallt af hinum mesta myndarskap. Boðorð versl- unarinnar Brynju var og er þjón- usta, og um það geta þeir borið vitni, hinir fjölmörgu viðskiptavinir og velunnarar verslunarinnar, sem í gegnum tíðina hafa átt leið um Laugaveginn, einhverra erinda í Brynju, þar sem ætíð var tekið vel á móti þeim. Það er líka til marks um traustið og staðfestuna að sum- ir starfsmenn fyrirtækisins unnu þar áratugum saman. Athafnasemi var Birni í blóð bor- in. Hann var litríkur og eftirminni- legur persónuleiki, sem mótaði umhverfi sitt á margan hátt. Hann var framsýnn kunnáttumaður, sem hélt uppi merki einkaverslunarinnar svo að eftir var tekið. Undirritaður man marga félags- fundi í Félagi búsáhalda- og járn- vörukaupmanna, svo og í fulltrúa- ráði Kaupmannasamtaka íslands, þar sem geislaði af Birni áhugi hans og dugnaður, ásamt ósér- hlífni, þegar hann talaði fyrir hags- munum og velferð stéttar sinnar. Hann var mjög vel máli farinn og atkvæðamikill á fundum. Enda söfnuðust að honum trúnaðarstörf. Árið 1946 er hann kjörinn full- trúi Félags búsáhalda- og járnvöru- kaupmanna gagnvart Verðlags- stofnun Árið 1949 er hann kosinn í aðal- stjórn félagsins og situr þar sex ár, en þá tekur hann við formennsku félagsins og gegnir þeirri trúnaðar- stöðu í 15 ár samfellt. Eftir það var hann alla tíð í nálægð við sijórn félagsins — í varastjórn — sem full- trúi í fulltrúaráði Kaupmannasam- takanna og/eða í öðrum trúnaðar- stöðum. Það var til þess tekið, hversu vandlega og samviskusam- lega Björn rækti þau ábyrgðarstörf sem honum voru falin og bar að þakka þau að verðleikum. Á 2p. aðalfundi Kaupmannasam- taka íslands hinn 12/3 1970 var Bjöm sæmdur gullmerki samtak- anna og var hann vel að þeim heiðri kominn. Hann var einnig kjörinn sérstak- ur heiðursfélagi Félags búsáhalda- og járnvörukaupmanna, enda ávallt starfað á vegum þess félags innan Kaupmannasamtaka íslands. Bjöm átti þátt í að tengja sitt sérgreinafélag — alþjóðafélagi búsáhalda- og járnvörukaupmanna og sótti fundi og ráðstefnur erlend- is er tengdust því. Þessi upptalning er þó aðeins brot af íjölmörgum ábyrgðarstörf- um sem honum voru falin fyrir sam- herjana í stéttinni. Við hjá Kaupmannasamtökunum minnumst nú látins heiðursmanns með þakklæti og virðingu. Með Birni er genginn athafna- og fram- taksmaður. Hann bar gæfu til þess að setja jákvæðan svip á umhverfi sitt og athöfn. Blessuð sé minning um mætan mann. Um leið og við biðjum himnaföð- urinn að vísa honum veg á ókunnum leiðum eilífðarinnar, sendum við ástvinum hans öllum okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum guð að veita þeim styrk í sorg sinni. F.h. félagsmanna í Félagi bygg- ingarefna- og húsmunakaupmanna Ingólfur Árnason, formaður. Björn Guðmundsson kaupmaður hafði yfirbragð og framkomu hefð- armanns. Hann var á æskuárum góður íþróttamaður, keppti m.a. í fimleikum, og hvatlegar hreyfingar hans báru þessu vitni alla tíð. Hon- um var eiginlegt að tjá sig með kankvísu augnatilliti eða setning- um, sem sögðu ekki alla sögu. Björn hafði fetað braut verslunarmanns- ins starfsævi sína alla og sú veg- ferð er ekki ætíð auðrötuð eða áfallalaus. En lærdómsrík er slík starfsævi og setur mót á hvem mann. Björn í Brynju hafði þetta svipmót og var sómi kaupmanna- stéttarinnar. Með þökk og virðingu er hann kvaddur. Margoft kom hann til liðs við samtök kaupmanna og átti gott starf að baki á þeim vettvangi. Hann var sæmdur æðsta heiðurs- merki Kaupmannasamtakanna fýr- ir margt löngu. Grannar hans við Laugaveginn eiga honum þökk að gjalda. Oftsinnis brá hann birtu á vegferð þeirra með orðum og at- höfn. Við tímamót á starfsævi und- irritaðs tjáði hann sig á þann hátt að aldrei gleymist. Fjölskyldu hans og samstarfs- mönnum er vottuð einlæg samúð. Sigurður E. Haraldsson. Kveðja frá Gídeonfélögum Mætur liðsmaður Gídeonfélags- ins er látinn 80 ára að aldri, Björn Guðmundsson, kaupmaður í versl- uninni Brynju, Hverfísgötu 46 í Reykjavík, eða Bjöm í Brynju eins t Sambýlismaður minn, HAUKURJAKOBSSON, Helgugötu 3, Borgarnesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 27. apríl. Guðlaug Backmann. t Faðir minn og tengdafaðir, EINAR JÚLÍUS INDRIÐASON, sem lést 23. apríl á Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 30. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Daníel Einarsson, Sigríður Jóhannsdóttir. t Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNÞRÚÐUR INGIMARSDÓTTIR, Hjallalundi 18, sem andaðist 22. apríl, verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð. Jón Kristinsson, Arnar Jónsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Helga Elínborg Jónsdóttir, Örnólfur Árnason, Arnþrúður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANNA M. GUÐMUNDSDÓTTIR, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík föstu- daginn 23. apríl sl., verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 30. apríl nk. kl. 15.00. Guðmundur Ragnarsson, Sigríður Jóhannesdóttir, Ragnar Ásgeir Ragnarsson, Sigurlaug Helgadóttir, Stefán Guðmundsson, Valdis Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, KRISTJÁN KRISTINSSON, Bröndukvísl 14, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Nína Kristjana Hafstein, Eyjólfur Hafstein Kristjánsson, Unnur Valdis Kristjánsdóttir, Sigrún Hafstein, Kristín Kristinsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR PJETURSSON frá Flateyri, trésmíðameistari, Barmahlfð 36, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 13.30, Blóm og kransar afþakkaðif, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Háteigskirkju. Hálfdan Viborg, JensViborg, Garðar Viborg, Margrét Ásmundsdóttir, Elís Viborg, Guðríður Þorsteinsdóttir, Marinó Viborg, Pálína Gunnlaugsdóttir, Hreiðar Viborg, Jóna Helgadóttir og aðrir aðstandendur. og hann var gjarnan kallaður. Ekki er það ætlun mín að rekja hér uppvaxtarár Bjöms eða ævi hans og störf, sem voru bæði mörg og merkileg, bæði sem starfsmanns og síðar eiganda og forstjóra versl- unarinnar Brynju og eins störf hans að félagsmálum. Bimi kynntist ég fýrir alvöra er ég gerðist Gídeonfélagi árið 1985. Þá fann ég fyrir hlýju og velvild Bjöms í minn garð, sem síðan efld- ist enn frekar þegar nánari kynni tókust og fram liðu stundir. Björn Guðmundsson sat í stjórn Gídeon- deildar nr. 1 í Reykjavík um tíma, sem svo hét á þeim tíma. Hentuðu gjaldkerastörfin honum afar vel. Hann lagði sitt af mörkum og var ötull talsmaður þess að Biblíusjóð Gídeonfélagsins þyrfti að efla svo að félagið gæti haldið áfram að kaupa og gefa 10 ára skólabörnum og fleiri Nýja testamentið. Bjöm hafði skilning á starfi félagsins og lagði sitt af mörkum svo að mark- miðum félagsins mætti ná. Björn gerðist Gídeonfélagi 11. mars 1959. Hann sótti vel félags- fundi á meðan heilsa leyfði. Þá sótti Björn oftar en ekki árleg landsmót Gídeonfélaga. Björn var ávallt tilbú- inn að fara ásamt fleiram í heim- sókn í einhvern af skólum landsins til þess að færa börnunum Nýja testamentið. Þessar ferðir voru Birni jafnan mikið tilhlökkunar- og þakkarefni. Björn hafði kynnst inni- haldi þeirrar litlu gjafar, sem hann færði bömunum og átti hann ekk- ert betra, þ.e. trúna á frelsarann Jesú Krist. Björn vissi heldur ekk- ert betra en að fá að miðla börnum lands okkar af því besta sem hann átti og færa þeim bókina sem segir okkur bæði sannleikann um okkur sjálf og það sem meira er, sannleik- ann um Guð. „Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver, sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ (Jóh. 3:16) Björn var einnig bænamaður, hann trúði á mátt bænarinnar. Svo að árum skipti kom hann vikulega ásamt fleiri Gídeonbræðram á bænastundir í félagsheimilinu á Vesturgötu til þess að leggja starf félagsins fram fyrir þann sem starf- að er fýrir, þ.e. Drottin Guð, í bæn og beiðni ásamt þakkargjörð. Gídeonfélagar þakka Guði fyrir Bjöm Guðmundsson, að hann skyldi kalla Björn til starfa fyrir sig með þessum hætti. Börnum Björns, Ónnu Margréti og Brynjólfi, flytjum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur, sem og öðram aðstandend- um Björns og vinum. „Jesús sagði: Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ (Jóh. 11:25-26) Góður Guð blessi okkur minningu Björns Guðmundssonar. Sigurbjörn Þorkelsson, frkvslj. Gídeonfélagsins. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A n sími 620200 Erfidrykkjur Glæsileg kalíi- lilaðl)orð tidlegir salir og mjög gðð [ijÓlUIStíL Upplýsingar ísúna 22322 FLUGLEIDIR flÓTEL LOFTLEIIIt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.