Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 36
36 iVivvi:: .ÍÍÍÍ-5ÍA. ®í J v j'V.v'ií.iílVj7i£MiT'I ÖMAJIS3S33SKM MORGUNBLA-BIÐ FIMMTTOAtiUR' 29; -APláL-T99T ffclk í fréttum "Dopparinn síungi, Richard, heldur upp á það þessa dagana, að þrjátíu ár eru liðin frá því að hann átti fyrst lag sem komst í toppsæti vinsældar- lista. Cliff er nú 53 ára og enn í fullu fjöri þó ekki komi breiðskífumar jafn ört út og í gamla daga. sendir hann frá sér skífu án þess að eitt eða fleiri lög af henni nái langt á listum og hann seg- ist aldrei óttast að falla í gleymskunnar dá. Cliff hefur aldrei verið við kvenmann kenndur og hefur því ekki farið hjá því að hann hafi verið talinn samkynhneigður. Hann segist lítið hugsa um vangaveltur annarra varðandi einkalíf sitt, en sannast sagna sakni hann þess ekki að hafa ekki eignast konu og börn. „Systur mínar eiga samtals 11 böm og ég veit fátt skemmti- legra en að fá þau öll í heim- sókn. Það dugar mér þegar börn era annars vegar,“ segir Ric- hard. Og hann bætir við að það orð hafi ennfremur farið af hon- um að hann hlusti aldrei sjálfur á tónlist og þyki aðrir listamenn yfir höfuð leiðinlegir. „Það er ekki alls kostar rétt, ég hlusta stundum á tónlist, sér- staklega þegar ég þarf að keyra langa leið, í sund eða tennis. Þá hlusta ég helst á eitthvað með Elvis frá árunum fram að „Cry- ing in the Chapel“ eða eitthvað með Little Richard.“ POPP A toppn- umí 30 Framtaksamir krakkar við vegagerð í Fagradal í Vogum. Morgunbiaðið/Eyjóifur M. Guðmundsson ÚTSKRIFT arnir að nota til hjólreiða. Þeg- ar Morgunblaðið bar að var búið að leggja eina götu, en bömin sögðu það aðeins byij- unina. Þó að verkfærin sem þau nota við framkvæmdirnar séu ekki þau sem henta til nútíma vegagerðar gætu vega- gerðarmenn framtíðarinnar leynst í hópnum. Slökkviliðsmennirnir Óli Karló Oisen verkefnastjóri varðliðs, Guðmundur Jónsson varðstjóri fulltrúi í prófnefnd, Reynir Guðjónsson, Hjörtur Sveinsson, Sigurjón Valmundarson, Oddgeir Sveinsson, Sveinn Logi Björnsson, Þorbjörn Haraldsson og Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri. Cliff Richard er enn að. Hér er hann með söngkonunni Dionne Warwick. IW’iklar framkvæmdir voru nýlega í gangi í Fagradal í Vogum þegar börnin hófu vegagerð á óbyggðri lóð við götuna. Vegina ætla krakk- Sex ljúka prófi Sex menn útskrifuðust í síðustu viku sem fullgildir slökkviliðs- menn hjá Slökkviliðinu í Reykjavík. Til að geta lokið prófi sem þessu þurfa viðkomandi að hafa starfað að minnsta kosti fimm mánuði sem slökkviliðsmenn og sótt fjögurra vikna námskeið í slökkvitækni og tveggja vikna sjúkra- og flutninga- námskeið. Að sögn Óla Karló Olsen er fjöldi nema að þessu sinni meiri en sem annar endurnýjun, „en við erum jafnvel að undirbúa okkur undir fjölgun slökkviliðsmanna,“ sagði hann. Þessa dagana standa yfir námskeið fyrir þá átta sumara- fleysingarmenn sem ráðnir verða til Slökkviliðsins. FAGRIDALUR KRAKKAR í VEGAGERÐ Cliff Richard vill frekar eyða tímanum á skíðum en með fögrum konum. LÝTALÆKNINGAR Dolly í „viðhald“ á nokkurra ára fresti Söng- og leikkonan Dolly Parton hefur gengist við því að hafa eytt stórfúlgu í „viðhald“ nýlega. „Viðhald“ þýðir hennar tilviki að fara til lýtalæknis sem „lappaði upp á mig hér og þar“, eins og hún komst sjálf að orði í viðtali vestra fyr- ir skömmu. Fyrir utan „strekkingu“ í andliti lét Parton fitusjúga læri, mjaðmir og mitti, en talið er að ellefu manns á ári látist við eða eftir slíkar aðgerðir. Dolly, sem er e.t.v. þekktust fyrir barminn sem er engin smásmíði, segist fara á „nokkurra ára fresti“ í „viðhald“ til lýtalæknis síns, þannig haldi hún sér „í formi“ og komist hjá því að „fara í allsheija- raðgerð“, eins og hún segir sjálf. Og hún fullyrðir að hún geri þetta ekki fyrir sjálfa sig, heldur fyrir aðdáendur sína. „Enginn með réttu ráði vill sjá Dolly Parton með andlit eins og krump- aða rúsínu og vöxt á borð við hveitipoka," sagði hún í viðtali nýverið. Meðal þess sem Dolly hefur látið „laga“ er hinn frægi barmur, en fregnir herma að síðan hún lét eiga við hann fyrst 22 ára gömul hafi stærð hans aukist úr 38c í 48dd. Sagt er að hún þjáist af stöðugum bakverkjum vegna ósamræmis í bijóstastærð og annarri líkamsbyggingu en hafi engu að * síður þvertekið fyrir að fara að ráðum lækna sem hafa hvatt hana til að láta fjarlægja eitt- hvað af silikonpúðunum. Hún neitar því einnig harð- lega að púðarnir leki og silikon renni út í blóðrás hennar eins og frænka hennar ein lét hafa eftir sér í samtali við slúðurblaðið „The Sun“, en ef rétt væri, gæti gæti líf stjömunnar oltið á því að púðamir yrðu fjar- lægðir. Dolly segir „viðhaldið" vera fyrir aðdáendurna. Fer á „nokkurra ára fresti“ í „viðhald“ til lýta- læknis síns, þannig haldi hún sér „í formi“ og komist. hjá því að „fara í allsherjaraðgerð“, eins og hún segir sjálf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.