Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUOAGUR 29. APRÍL 1993 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / ANDRÉSAR ANDAR LEIKARNIR Skemmtílegast aðkeppa ^lkslaug Eva Björnsdóttir frá Dalvík sigraði í svigi 7 ára stúlkna og varð önnur í stórsvig- inu. „Ég var einnig með í fyrra og var þá í öðru sæti. Ég var ákveð- in í að reyna að sigra núna og það tókst. Það er æðislega gaman hér og það er skemmtilegast að keppa,“ sagði Áslaug Eva. Hver er upphalds skíðamaður- inn? „Það er pabbi [Bjöm Víkings- son].“ Áslaug Eva fór fyrst á skíði tveggja ára með pabba sínum og hefur verið á skíðum meira og minna síðan í brekkunum á Dalvík. „Ég fór á allar skíðaæfingarnar í vetur nema tvær, en þá var ég veik,“ sagði þessi unga upprenn- andi skíðakona. Áslaug Eva Björnsdóttir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Baldvin F. Sigurjónsson frá Dalvík sem keppti í flokki 7 ára drengja er hér í rásmarkinu tilbúinn að fara niður brautina. Morgunblaðið/Rúnar Þór Siglfirðingarnir Ingvar Steinarsson og Brynjar Harðarson voru ánægðir með árangurinn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ragnheiður Tinna. Keltlingur- inn heitir Pernilla Ragnheiður Tinna Tómas- dóttir sigraði í svigi 10 ára stúlkna og varð fimmta í stór- sviginu. Hún sagðist alveg eins hafa búist við sigri því hún vann bæði svig og stórsvig í fyrra. „Ég byijaði á skíðum þriggja ára og var þá mest með pabba mínum,“ sagði Ragnheiður Tinna, en faðir hennar er Tómas Leifsson sem var íslandsmeist- ari í svigi 1975 og 1976. Hún á því ekki langt að sækja hæfi- leikana í sviginu. Hún sagði að sænski ólympíu- meistarinn Pernilla Wiberg væri uppáhalds skíðakonan. „Ég á kettling sem heitir í höfuðið á henni. Kisan mín átti fjóra kettl- inga, ég skírði þá Tomba, Pem- illu, Lepp og Skrepp. Ég á Pern- illu sjálf og síðan gaf ég vinkonu minni' Tomba, en Leppur og Skreppur voru sendir í sveit,“ sagði Ragnheiður. Andréser toppurinn - sagði Ingvar Steinarsson íviorguuuiauiu/rvuncii fur Frændurnir Rögnvaldur og Einar Ingvi frá Siglufirði. Frændurnir sigursælir Frændurnir Einar Ingvi Andrés- son og Rögnvaldur Egilsson frá Siglufirði, voru í fyrsta og öðru sæti bæði í svigi og stórsvigi í flokki 7 ára drengja. „Við æfum mikið saman og keppum og höfum unnið til skiptis heima á Siglufirði í vet- ur. Við erum mjög góðir vinir,“ sögðu þeir Einar Ingvi og Rögn- valdur, sem hafa æft skíði í tvö ár og voru að koma í annað skipti á Andrés. Þegar þeir voru spurðir hver sigr- aði oftar, svörður þeir báðir sam- tímis; „Ég.“ Einar Ingvi sagðist hafa meira gaman að svigi en Rög- valdur sagði stórsvigið skemmti- legra. Morgunblaðið/Rúnar Þór Arnar Gauti Reynisson úr ÍR svífur hér fram af stökkpallinum og sigraði í flokki 9 ára drengja. Hann stökk 20 metra í fyrra stökkinu og 20,5 metra í síðara stökkinu. Sólrún Flókadóttir úr Fram sigr- aði í svigi og stórsvigi 9 ára stúlkna. „Ég bjóst ekki við að sigra. Ég var í þriðja sæti í báðum grein- unum í fyrra,“ sagði Sólrún sem byijaði að æfa fyrir þremur árum. Hún sagði að skemmtilegast á Andrés væri að sigra og eins hefði hún kynnst nokkrum krökkum. „Ég ætla að halda áfram að æfa skíði næsta vetur og vonast til að kom- ast aftur á Andrés því það væri toppurinn.“ Siglfirðingar voru sigursælir í stökkkeppninni, Ingvar Steinarsson sigraði í flokki 9 ára og Brynjar Harðarson í flokki 10 ára. Ingvar varð einnig annar í svig og fjórði í stórsvigi. Hann sagðist hafa unnið í svigi og stór- svigi á Andrés í fyrra. „Eg átti ekki von á að vinna stökkið, en hef æft töluvert stökk í vetur. Ég hef mcira gaman að svigi og stór- sviginu og upphalds skíðamaður- inn er Alberto Tomba,“ sagði Ing- var. Brynjar var í 8. sæti í stórsvig- inu í flokki 10 ára og í 46. sæti í svigi. „Mér finnst stökkið skemmti- legast. Það er búið að vera ofsa- lega gaman hér og ég ætla að koma aftur næsta vetur og reyna að sigra í stökkinu," sagði Brynj- ar. Hann var ekki með á Andrés í fyrra því þá var hann með botn- langakast. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sólrún Flókadóttir. Morgunblaðið/Rúnar Þór Andri Steindórsson frá Akureyri varð fyrstur til að ná sér í titil á Andrés- arleikunum er hann sigraði í göngu 8 ára drengja. Tomba í uppáhaldi ( < ( ( ( í í i i i i i í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.