Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 48
m
HEWLETT
PACKARD
, r - UMBOÐIÐ
HPÁ ÍSLANDI HF
Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
WMNMMHWIIIMMMMHaMMMaMHnMHMaí
MORGIJNBLAÐID, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
StMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
FIMMTUDAGUR 29. APRIL 1993
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Þrír menn björgnðust þegar Sæberg AK sökk á Faxaflóa
Tveir skipverjar eru taldir af
ÞRÍR menn björguðust um
borð í Freyju GK eftir að
Sæberg AK frá Akranesi sökk
norðvestur af Garðskaga í
fyrrinótt. Mikil leit var gerð
að tveimur félögum þeirra,
Grétari Lýðssyni og Grétari
Sigurðssyni, en án árangurs
og eru þeir nú taldir af.
Sæbergið var á netaveiðum um
18 sjómílur norðvestur af Garð-
skaga kl. 21.30 í fyrrakvöld og var
verið að draga netið, þegar stór
fylla kom inn um netalúguna.
Þremur skipveija, Kristni Hjartar-
syni, Sigurði Jónssyni og Sævari
Sigurðssyni, skipstjóra, tókst að
komast um borð í björgunarbát og
var þeim bjargað um borð í Freyju
GK tæpum fimm klukkustundum
síðar.
Árangurslaus leit var gerð að
skipverjunum Grétari Lýðssyni og
Grétari Sigurðssyni í fyrrinótt og
gærmorgun. Ouppblásinn björgun-
arbátur úr Sæbergi fannst við leit-
ina, sem og bjarghringur.
Þeir fórust
Grétar Lýðsson var 29 ára,
fæddur þann 11. mars árið 1964.
Hann var til heimilis að Sóleyjar-
götu 8 á Akranesi. Grétar lætur
eftir sig sambýliskonu og þrjú
börn.
Grétar Sigurðsson var 31 árs
gamall, fæddur 23. september árið
1961. Hann var til heimilis að
Vallarbraut 3 á Akranesi. Grétar
var ókvæntur og barnlaus. Hann
var bróðir Sævars Sigurðssonar,
skipstjóra, og föðurbróðir annars
skipveija, Sigurðar Jónssonar.
Sjá bls. 4: „Stór fylla. . .“
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Björgunarbáturinn fundinn
ÓUPPBLÁSINN björgunarbátur af Sæbergi AK fannst á leitar-
svæðinu í fyrrinótt. Á myndinni sést eitt leitarskipanna, Arnþór
EA, og gúmbáturinn rétt framan við stefni skipsins. Fjær á mynd-
inni er bátur Slysavarnafélags íslands, Henry Hálfdánarson, sem
fór með björgunarbátinn inn til Keflavíkur.
Grétar Lýðsson
VSÍ vill kanna gerð samn-
ings sem gildi til áramóta
VR óskar þegar eftir viðræðum - engar verkfallshótanir, segir formaður Dagsbrúnar
VIÐRÆÐUM um langtíma-
samning hefur verið endan-
lega slitið af hálfu ASÍ þar
sem ekki væri hægt að fallast
á skilyrði VSÍ að öll stærstu
verkalýðsfélögin væru í sam-
floti. Þórarinn V. Þórarinsson
framkvæmdastjóri VSÍ segir
að í þessari stöðu hafi VSÍ
mestan áhuga á að gerður
verði samningur sem gildi til
áramóta og tryggi vinnufrið
fram að þeim tíma. Jafnframt
yrði launþegum tryggðar þær
launauppbætur í maí og des-
ember sem voru í síðasta
samningi svo og orlofsupp-
bætur. Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Dags-
'brúnar, segir félagið tilbúið í
gerð skammtímasamnings
sem gæti gilt til áramóta til
að tryggja greiðslu láglauna-
og orlofsbóta. „Við munum
fara okkur mjög hægt. Við
höfum ekki í hyggju neinar
verkfallsaðgerðir eða hótan-
ir,“ sagði hann.
Stjórn Verslunarmannafélags
Reykjavíkur samþykkti einróma í
gærkvöldi að óska þegar í stað eftir
viðræðum við viðsemjendur félags-
ins.
Benedikt Davíðsson forseti ASÍ
segir að verkalýðsfélögin þurfi að
afla sér umboða til viðræðna um
annað samningamynstur en rætt var
um á grunni tilboðsins frá ríkis-
stjórninni. Skilyrði það sem VSÍ setti
var að öll stærstu verkalýðsfélögin
stæðu saman að langatímasamningi
og var Dagsbrún tilgreind sérstak-
lega.
Magnús L. Sveinsson, formaður
VR, sagði að komin væri upp ný
staða og félagið þyrfti að endur-
skoða alla kröfugerðina með tilliti
til sérmála VR. „Ur því að vinnuveit-
endur hafa brugðist svo harkalega
við, og átti þó ekki að fórna meiru
en að samþykkja óbreyttan samning,
þá verður fólk nú að búa sig undir
átök,“ sagði Magnús.
Þórarinn V. Þórarinsson segir að
það hafi ávallt verið forsenda fyrir
samningi til langs tíma að öll stærstu
verkalýðsfélögin væri með í sam-
floti. VSÍ liti svo á að ekki hafði
verið hægt að auka halla ríkissjóðs
jafn mikið og ráð var fyrir gert nema
tryggt væri að vinnufriður héldist
um langan tíma til að byggja upp
atvinnu- og efnahagslífið.
Hvað framtíðina varðar segir Þór-
arinn að VSÍ vilji ekki útiloka neina
möguleika en að langtímasamning
gengnum komi helst til álita af þess
hálfu að semja um vinnufrið til ára-
móta. „Með því að semja til áramóta
mætti tryggja launþegum launaupp-
bætur þær í maí og desember sem
eru í núverandi samningi svo og
orlofsuppbót," segir Þórarinn.
Ávöxtunar-
krafarflás-
bréfa lækk-
ar um 1%
VERULEG lækkun varð á vöxt-
um 6 mánaða ríkisbréfa í útboði
sem lauk í gær, eða nálega 1%.
Meðalávöxtun samþykktra til-
boða var 11,5% en í útboðum það
sem af er árinu hefur ávöxtun
verið tæplega 12,5%.
I útboði ríkisbréfanna skuldbatt
ríkissjóður sig til að taka tilboðum
á bilinu 100 til 600 milljónir kr.
Alls bárust 63 tilboð, samtals að
fjárhæð 688 milljónir og tók ríkis-
sjóður tilboðum að fjárhæð 560
milljónir kr., þar af 120 milljónum
kr. frá Seðlabanka íslands á meðal-
verði samþykktra tilboða. Lægsta
ávöxtun samþykkts tilboðs var
11,24% en hæsta 11,8%.
Þrjá leiki
þarf milli
FH og ÍR
HART VAR barist í leikjunum í
undanúrslitum íslandsmótsins í
handknattleik í gærkvöldi.
Valsmenn unnu Selfyssinga á
Selfossi og eru komnir í úrslit. ÍR-
ingar unnu FH-inga og þarf þriðja
leik þessara liða. Ekkert var gefið
eftir í leiknum í Breiðholtinu og á
myndinni er hraustlega tekið á
móti Róbert Rafnssyni, ÍR.
Sjá íþróttir á bls. 47.
Morgunblaðið/Sverrir
Samskip tapaði hálfum milljarði
TAP Samskips á síðasta ári nam 489 milljónum króna sam-
kvæmt ársreikningi, en aðalfundur félagsins verður haldinn
á morgun. Áætlanir þessa árs gera ráð fyrir hallalausum
rekstri og var hann réttu megin við strikið á fyrsta ársfjórð-
ungi eftir því sem forráðamenn fyrirtækisins segja. Á sama
tíma í fyrra var rekstrarhalli á annað hundrað milljónir
króna. Heildareignir drógust saaman um 169 milljónir kr.
Gífurleg umskipti urðu í afkomu
Samskips á síðasta ári, en árið 1991
varð tuttugu milljóna hagnaður af
rekstri félagsins. I upphafi árs 1992
var gert ráð fyrir hagnaði upp á 125
milljónir króna og ber því 614 millj-
ónir á milli endanlegrar útkomu og
þeirrar sem vænst var í upphafi árs.
Heildareignir Samskips voru
3.203 milljónir í árslok 1992 og
drógust saman um 169 milljónir á
árinu. Heildarskuldir jukust um 311
milljónir og námu 2.710 milljónum
í árslok. Þannig lækkaði eigið fé um
480 milljónir og var í árslok 493
milljónir samanborið við 973 milljón-
ir í ársbyrjun.
Sjá nánar B-l.