Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 21 Nýr flokkilr TVEIR af talsmönnum hins nýja stjórnmálaflokks, þeir Sverrir Sig- urðsson og Arni Björn Guðjónsson. Nýr stjórnmálaflokkur, Kristilegi lýðræðisflokkurinn, stofnaður Biblían er grund- völlur stefnuskrár í UNDIRBÚNINGI er stofnun nýs stjórnmálaflokks, Kristilega lýðræðisflokksins, og verður kynningar- og stofnfundur haldinn bráðlega. Árni Björn Guðjónsson talsmaður flokksins segir að Biblían muni verða grundvöllur stefnuskráinnar og að „leiðin til að ná illskunni úr mönnunum [sé] að trúa á Jesú Krist“. Ekkert liggur fyrir nú um hvort flokkurinn muni bjóða fram í næstu kosnmgum. A blaðamannafundi sem hald- inn var til að kynna ftokksstofnun- ina kom fram í máli Árna að unn- ið hefði verið að undirbúningi málsins sl. ár. Árni kynntist stefnu Kristilega lýðræðisflokksins í Sví- þjóð fyrir tveimur árum og telur að grundvöllur fyrir svipaðan flokk sé til staðar á íslandi. „Fagnaðar- erindið er grunnur sem hægt er að byggja á í þessum efnum,“ segir Árni. Allir lífeyrissjóðir sameinaðir Sem fyrr segir mun stjórnmála- heimspeki hins nýja flokks byggja á boðskap Biblíunnar en undirbún- ingsnefnd að stofnun flokksins hefur einnig lagt fram nokkra punkta um þjóðfélagsmál. Þar má m.a. finna hugmyndir um að sett- ur verði á fót einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn með því að sameina þá sjóði sem fyrir eru. Allir fái síðan lífeyri úr sjóðnum án tillits til stéttar eða launa. Enginn greiði skatt af þeim laun- um sem þarf til að lifa af og fjölga beri skattþrepum þannig að þeir sem hafa yfir milljón á mánuði í tekjur borgi 60% skatt af þeim. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ Of mikið er flutt af stærri skipunum KRISTJÁN Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna segir að það sé óbærileg staða að fluttar séu rúmar 10 þús- und þorskígildislestir frá stærri skipum til smábáta í ljósi þeirra miklu aflaskerðinga sem útgerðirnar hafi orðið að taka á sig. Hann segist vera ósáttur við þau drög að frumvarpi um stjórnun fiskveiða sem fyrir liggi og breytingar siðustu daga breyti engu þar um. „Ég teldi miklu skynsamlegra að hafa aflamark á smábátum heldur en sóknarmark. Þeir hafa sóst mjög eftir því að fá að keppa um þann afla sem veiða má, vilja alls ekki aflamark, og mér sýnist að ráðherr- ann hafi látið það eftir þeim. Aðal- atriðið fyrir mér er það hvað þeir megi veiða mikið og það tel ég að sé allt of mikið miðað við hvað aðr- ir fá að veiða,“ sagði Kristján. Línutvöföldun stuðlar að fjárfestingu Kristján sagði að útgerðarmenn hefðu lagt til að tvöföldun á línu yrði lögð niður. Þessar sérreglur hafa verið hvati til fjárfestingar sem ég tel að sjávarútvegurinn þurfi ekki á að halda. Ég tel það slæmt að mönnum skuli vera att saman til að ná sem mestum afla snemma á tímabilinu og síðan á að hætta að telja þegar tilteknum afla er náð, í stað þess að úthluta þessu sem aflaheimild og hver ákveði sjálfur hvenær hann veiði þetta,“ sagði Kristján. Hann sagðist ekki gera athuga- semdir við að leyft verður að deila veiðileyfi niður á fleiri en eitt minna skip. Hann sagðist hins vegar vera mjög ósáttur við heimild til flutn- ings veiðiheimilda til fiskvinnslu- húsa. „Fiskur er ekki veiddur á hús, það hefur alltaf þurft skip til þess að veiða hann og mun alltaf þurfa. Þetta gæti spillt þeirri við- leitni sem stofnað hefur verið til með fiskmörkuðum. Fiskverkandi lætur ekki kvótann sem hann er búinn að kaupa á fiskmarkað og þetta gæti slegið fótunum undan fiskmörkuðunum. Þessi breyting myndi einnig ýta undir óánægju og illindi milli sjómanna og útgerðar vegna þess að fiskvinnslan yrði komin með veiðiheimildir og hluta- skiptakerfið kæmist í mikla hættu, en það tel ég afar slæmt,“ sagði Kristján. Hann sagði að LÍÚ hefði ekki skipt um skoðun á frumvarpi um þróunarsjóð sem fylgir frumvarpi um stjórnun fiskveiða. „Við teljum þróunarsjóðinn andstæðan hags- munum útvegsins og það sé ekki útvegsins að standa undir skuld- bindingum annarra aðila í sjávarút- vegi sem fengið hafa ákveðna fyrir- greiðslu," sagði formaður LÍÚ. Reykmgamenn láti það vera að reykja í dag Breyting á viðhorfi til reykinga mikilvægnst - segir Þorsteinn Blöndal yfirlæknir REYKLAUSI dagunnn er í dag og er markmið- ið með honum að reykingamenn láti vera að reykja í einn dag. „Ef vel gengur hætta menn vonandi alveg að reykja," sagði Þorsteinn Blön- dal yfirlæknir lungna- og berklavarnadeildar á Heilsuverndarstöðinni. „Það er alltaf sama sagan að auðvelt er að hætta en erfiðara að halda þeim ásetningi. Mikilvægast er að viðhorf til reykinga breytist hjá þeim sem vilja hætta.“ Þorsteinn sagði að ef menn hefðu áhuga á að hætta reykingum ættu þeir að velta því fyrir sér hvernig síðasta tilraun hefði gengið. Sumir fengju fráhvarfseinkenni en aðrir ekki. Þeir sem fyndu lítið fyrir líkamlegum óþægindum þyrftu engin hjálpar- tæki önnur en sinn sterka vilja. Aðra, sem vissu af eigin reynslu að þeir yrðu fyrir óþægindum, væri hægt að aðstoða með nikótínlyfjum, plástri eða nikót- íntyggjói sem ynni gegn þessum óþægindum. Ekki stelast Viðhorf til reykinga er mikilvægt og ljóst að þeir sem hefja þær á ný eftir bindindi hafa ekki getað breytt því. „Ég merki það hjá þeim sem koma á námskeið til okkar að viðhorfsbreyting verður ein- göngu þegar mönnum tekst að halda bindindið alger- lega en eru ekki að stelast í einn og einn reyk hjá öðrum. Það endar alltaf á einn veg að menn fara aftur að reykja,“ sagði hann. „Eina raunhæfa mark- miðið er að vera heill og óskiptur í bindindinu. Já- kvætt viðhorf til reykbindindis styrkist eftir því sem bindindið er lengra vegna þess að menn upplifa sterkt jákvæðu hliðarnar." Ekki gefast upp Um 25% þeirra sem hafa sótt námskeið í að hætta að reykja, reykja ekki að ári liðnu. „Þessi árangur sýnir okkur hvað reykingar eru grimmileg- ar. Þetta er fólk sem kemur og vill endilega hætta og leitar þess vegna uppi námskeið, situr á hópfund- um og greiðir 5.000 krónur fyrir en samt eru það þrír af hveijum fjórum sem byija aftur að reykja. Rétta leiðin fyrir þá sem vilja hætta er að taka einn dag í einu og vera ekki að hugsa langt fram í tím- ann. Þá þyrmir yfir menn og þeir gefast strax upp,“ sagði Þorsteinn. „Ef ekki gengur vel þá ríður á að láta ekki hugfallast heldur safna reynslu fyrir næsta átak og reyna einu sinni enn. Að lokum gengur þetta þótt sumir þurfi margar tilraunir.“ Vinnustaðir Flugleiða reyklausir STEFNT er að því að allir vinnustaðir Flugleiða hér á landi verði reyklausir frá og með 1. september nk. Um 1.000 manns vinna hjá félaginu hér og Flugleiðir verða því stærsti reyklausi vinnustaðurinn á landinu, að undanskildum rík- isspítölunum. Þetta kemur fram í frétt frá Flugleiðum, þar sem segir einnig að hreyfing hafi komist á þetta mál í vetur fyrir tilmæli og ábend- ingar frá starfsfólki. Nú hefur verið skipaður starfshópur til að undirbúa þessa breytingu og verð- ur tíminn fram til 1. september notaður til að koma á framfæri fræðslu um skaðsemi reykinga, leiðir til að hætta reykingum og skipuleggja hjálp fyrir þá sem reykja. Reyklaust flug Flugleiðir bönnuðu reykingar í innanlandsflugi árið 1984 og í fyrra var komið á reyklausu flugi til Færeyja og Grænlands. Þá voru reykingar bannaðar í flugi til Norðurlanda og Bretlands í þessum mánuði og loks verða reykingar bannaðar í öðm Evr- ópuflugi félagsins frá og með 1. september. Alþjóða flugmála- stofnunin stefnir að því að allt farþegaflug verði reyklaust frá og með júlí 1996. SUZUKISWIFT ÁRGERÐ 1993 ★ ★ ★ ★ ★ Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu. Odýr í rekstri - eyðsla frá 4,0 1. á hundraðið. Framdrif. 5 gíra, sjálfskipting fáanleg. ^ SUZUIfl Suzuki Swift kostar frá kr. 795.000.- stgr. (3ja dyra GA) SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.