Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 10
10
MORGUNÖLAÐIÐ FIMMTUDÁGUR 29. ÁPRÍL 1993
Adrían Schiess
Myndlist
' Eiríkur Þorláksson
í sýningarsalnum Annarri
hæð að Laugavegi 37 er nýlokið
lítilli sýningu á nokkrum verkum
ungs svissnesks listamanns, Adr-
ians Schiess. Þessi ungi lista-
maður (fæddur 1959) hefur ver-
ið að vekja athygli manna á síð-
ustu árum, en hann var m.a.
fulltrúi síns lands á tvíæringnum
í Feneyjum 1990, og var méðal
þeirra listamanna sem var valinn
til þátttöku í hinni frægu Docu-
menta-sýningu í Kassel í Þýska-
landi á síðasta sumri. Hann hef-
ur dvalið hér á landi sem gesta-
kennari við fjöltæknideild Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands.
Sýning listamannsins er ein-
föld að allri gerð; á henni getur
að líta eitt gólfverk, litaða tré-
plötu, og nokkrar óreglulega lag-
aðar vatnslitamyndir á veggjum.
Meira er það ekki. Því er strax
ljóst, að hér skipta forsendurnar
öllu máli, og nokkur umfjöllun
(og umhugsun hvers sýningar-
gests fyrir sig) um viðhorf lista-
mannsins til verkefnisins er
grundvöllur þess að sýningin
hafí eitthvað fram að færa. Þetta
er gert í ágætum fyrirlestri sem
liggur frammi, og listamaðurinn
hefur væntanlega flutt fyrir
nemendur og aðra gesti í Mynd-
listaskólanum.
Listamaðurinn telur að hann
sé ekki hallur undir naumhyggju
eða minimalisma og þess hrein-
leika formsins sem þar er boðað-
ur; hann hafi meira áhuga á lit-
um, og samspili þeirra við um-
hverfi sitt. Hann lítur á málaral-
ist „... sem það að hjúpa grunn-
flöt með litum; að dreifa litum
um gefið rými. Þetta snýst sem
sagt um umsvif á yfirborðinu -
um ákveðna yfirborðsmennsku.
... Yfirborðið er eins konar líf-
himna sem hreyfir við mér. Það
er húðin sem skilur á milli ytra
og innra byrðis.“
Þetta viðhorf er ekki nýtt, en
það er sett fram á skemmtilegan
hátt hér, og því er síðan fylgt
vel eftir í verkunum, einkum
gólfverkinu, þar sem ljósið, um-
hverfið og sýningargestir skapa
flöktandi ímyndir í verkinu, sem
þannig er sífelldum breytingum
háð, einS og listamaðurinn bend-
ir á: „Það er erfitt að henda reið-
ur á litunum og formunum sem
kvikna til lífsins á yfirborðinu,
þau eru á sífelldu iði, skreppa
iðulega úr sjónmáli áhorfandans.
Þau eru aldrei kyrr. Sjálf máln-
ingin er einnig stöðugum breyt-
ingum undirorpin."
Vegna þessa er eðlilegt, að
liturinn sjálfur sé ekki mikilvæg-
ur í augum listamannsins, þar
sem hann er alltaf afleiddur, þ.e.
háður umhverfi sínu, birtu og
öðrum litum. Þessi óstöðugleiki,
sem liturinn býður upp á vegna
tengsla við umhverfið er eitt af
því, sem Adrian Schiess hefur
mest dálæti á, því eins og hann
segir sjálfur, þá höfðar hið
„brjóstumkennanlega rótleysi
sem kemur fram í þessu“ sér-
staklega til hans.
Þessi viðhorf kunna að stuða
þá, sem eru hallir undir hið hefð-
bundna málverk, en listamaður-
inn er sjálfum sér samkvæmur
í orðum og í verki. Uppsetningin
sjálf skiptir litlu máli (þó hún
njóti rýmisins vel hér), og litaval-
ið jafnvel ekki heldur; það sem
skiptir máli er „síbreytileiki lit-
anna, samruni þeirra, óendan-
leikinn sem felst í því þegar einn
litur breytist í annan, þessi hljóða
tónlist þeirra ..."
Adrian Schiess kemur sértæk-
um viðhorfum sínum til skila á
skilmerkilegan og greinargóðan
hátt, og hjá honum er fullt sam-
ræmi á milli orða og verka. Það
er frískandi tilbreyting á mynd-
listarsviðinu, þar sem listamenn
kynna sig oftar með þögninni
einni saman eða þá slíkri skrúð-
mælgi, að hismið hylur kjarnann
vendilega. Þó aðeins væri fyrir
það eitt er þessi sýning heim-
sóknarinnar virði.
Sýningu Adrians Schiess í
sýningarsalnum Annarri hæð var
ætlað að standa út aprílmánuð,
• svo væntanlega er miðviku-
dagurinn 28. apríl síðasta tæki-
færi listunnenda til að kynna sér
verk hans með eigin augum.
Adrian Schiess: Flatt verk, 1990.
Margrét Magnúsdóttir
í menningarmiðstöðinni
Gerðubergi í Breiðholti er einnig
nýlokið sýningu á innsetningu frá
hendi ungrar listakonu, Margrét-
ar Magnúsdóttur. Margrét stund-
aði listnám við Myndlista- og
handíðaskóla Islands á árunum
1984-87, en hélt 1988 til fram-
haldsnáms við Hochschule der
Kunste í Berlín, þar sem hún
hefur dvalið lengst af síðan; þetta
er væntanlega fyrsta einkasýn-
ing hennar hér á Iandi eftir að
námi lauk.
Oft hefur verið á það minnst,
að það rými sem Gerðuberg not-
ar undir sýningar (gangur á
neðstu hæð hússins) henti al-
mennt illa til þessa; í þetta skipti
hefur hins vegar tekist vel til,
þar sem listakonan nýtir aðeins
afmarkaðan hluta þessa rýmis,
og gerir innsetninguna þannig
heildstæðari og sterkari en ella.
Hér er um að ræða sex hluti,
sem segja má að hver fyrir sig
og saman hafi til að bera ýmsar
áhugaverðar tilvísanir varðandi
samskipti mannsins við landið og
náttúruna, ólíka stöðu kynjanna
og ýmis borgaraleg eigindi eins
og virðuleika og sýndarmennsku;
hver og einn kann að túlka það
sem fyrir augu ber á ítarlegri
hátt, en helstu atriði eru kunnug-
leg úr konseptlistinni frá liðnum
árum.
Á vegg eru hengdir tveir gaml-
ir borðstofustólar, en á setur
þeirra hafa verið málaðar lands-
lagsmyndir; við lifum af gæðum
landsins, og við nýtum það vissu-
lega fyrst og fremst okkur til
ánægju og hagsbóta.
í einu horninu hangir blóma-
kjóll, sem minnir á hina gullnu
reglu stúlkna fyrri ára; þær áttu
að vera fallegar, en halda sig
afsíðis og ekki blanda sér í um-
ræður um alvarlegri mál, sem
menn voru ef til vill að ræða
undir borðum við beinadúkinn,
sem er mest áberandi verk sýn-
ingarinnar. Þarna eru hvítþvegn-
ir sviðakjammar saumaðir á
reglulegan hátt í fallegan dúk,
sem hylur borðstofuborð, sem
væntanlega hefur borið uppi
marga góða veisluna.
Áhugaverðust eru þó tvö verk,
sem eru sett fyrir framan borð-
stofuborðið. Þetta eru gamlar
opnar ferðatöskur, og heita sam-
kvæmt myndverkaskrá Kven-
kyns - karlkyns. Viðvaranir eru
letraðar (á ensku) innan á tösk-
urnar; karlmaðurinn ferðast með
sæði, en konan með blóð. Inni-
hald hvorrar tösku fyrir sig er
tengt þessum áletrunum á ólíkan
og óvæntan hátt, einkum hvað
varðar hinn snyrtilega ferðabún-
að karlmannsins. Það er vissu-
lega sár broddur í verkum sem
þessum, sem endurvarpast á
heildarmyndina.
Þetta er vönduð innsetning,
sem er girt af, þannig að ákveð-
inn safnasvipur er yfir henni; ef
til vill er listakonan þannig að
vísa til horfmna daga. Sýningin
er forvitnileg vegna þeirra tilvís-
ana sem þar koma fram; vönduð
framsetning bendir til þess að
listakonan nálgist sín viðfangs-
efni með þeirri virðingu og eftir-
væntingu sem skapandi myndlist
á skilið.
Það ætti að vera metnaður
þeirra sem sýna í menningarmið-
stöðinni jafnt sem þeirra sem
annast sýningar staðarins að sjá
til þess að hverri sýningu fylgi
sýningarskrá sem stendur undir
nafni; upplýsingar um Iistamann-
inn, verkin, og hugleiðingar um
Iistina ættu að vera lágmarksefni
í slíkri skrá. Oft vantar talsvert
upp á að skrárnar í Gerðubergi
standi undir nafni, og svo er því
miður að þessu sinni; sýning af
þessu tagi þarf einmitt gott með-
lág, til að geta upplýst, frætt og
hrifið hinn almenna áhorfanda.
Til sölu
Hef til sölu 2ja herb. íbúð á jarðhæð með sérgarði og
bílskýli við Hverafold. íbúðin er nýleg og til afhendingar
strax. Áhvílandi lán til lengri tíma 3,1 millj.
Upplýsingar í símum 35070 og 676743.
Nemendaleikhúsið
:
EIGNAMIÐLUMN H/i
Sínii 6~-90é9Q - Síðiumila 21
Skildinganes
Fallegt einlyft einbhús um 230 fm með innb. um 40 fm
bílskúr. Húsið er allt hið vandaðasta m.a. innréttingar
og gólfefni. Verð 19,5 millj. 3102.
Pelíkaninn frumsýndur
NÆSTKOMANDI laugardag, 1. maí, frumsýnir Nemenda-
leikhúsið leikritið Pelíkanann eftir August Strindberg í
leikstjórn finnska leikstjórans Kaisa Korhonen. Byggt er
á áður ósýndri þýðingu Einars Braga. Leikritið Pelíkaninn
er hið fjórða í röð kammerleikrita Strindbergs og var frum-
sýnt í nóvember 1907. Leikritið fjallar í grófum dráttum
um samband móður, sonar, dóttur og tengdasonar.
Nafn leikritsins, Pelíkaninn, er
táknrænt fyrir það flókna samband
sem fjallað er um í verkinu. Þjóð-
sagan segir að þegar Pelíkaninn
eigi ekki til mat handa ungunum
sínum höggvi hann í brjóst sér allt
til hjartans svo ungarnir megi
nærast á hjartablóði hans. Eða eins
og ein persóna í verkinu segir:
ENSKA ER OKKAR MAL
A.LLIR. KENNARAR SKÓLANS ERU SÉRMENNTAÐIR f ENSKUKENNSLU
INNRITUN
STENDUR YFIR
Enskuskólinn
VINSÆLUSTU ENSKUNÁMSKEIÐ Á LANDINU • SÍMI 25900
„Börn eru vanþakklát að eðlis-
fari...“ „... og tengdamæður sjaldn-
ast vel séðar ..." Þó er óvíst að
hjartablóð móðurinnar verði börn-
um hennar efst í huga þegar að
uppgjörinu við hana kemur, ekki
síst þar sem grunur leikur á að
hún standi í ástarsambandi við
tengdasoninn. Barátta barnanna
gegn foreldrunum er hatrömm
þegar þau reyna að slíta sig burt
frá þeim.
Það má því segja að' verkið ijalli
um sígildar tilfinningar, sam-
skiptamynstur sem fylgt hefur
mannkyninu frá upphafi og ekkert
bendir til að sé á undanhaldi.
Pinnski leikstjórinn Kaisa Kor-
honen er í hópi virtustu leikstjóra
á Norðurlöndum, auk þess sem hún
hefur gegnt ýmsum ábyrgðarstöð-
um í finnsku leikhúsi og verið leik-
listarkennari í mörg ár. Korhonen
stýrir nú eigin leikflokki við
Borgarleikhúsið í Helsinki. Með
henni í för eru Esa Kyllönen, hljóð-
og ljósahönnuður og Sari Salmela,
leikmynda- og búningahönnuður.
Pelíkaninn er lokaverkefni Nem-
endaleikhússins.
Hinrik
Vigdís
Björk
Dorfi
Jóna Guðrún
Gunnar