Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 15 „Böm með krabba- mein“ — horft um öxl eftír Þorstein * Olafsson Hinn 5. mars 1993 verður að- standendum krabbameinssjúkra barna ógleymanlegur dagur vegna óvænts en ánægjulegs árangurs í fjársöfnun, sem þá fór fram á Stöð 2 og Bylgjunni. Þegar áfanga hefur verið náð líta menn gjarna yfir far- inn veg og velta fyrir sér þeim spor- um, sem stigin voru. Þar sem stór hluti þjóðarinnar ljáði Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna (SKB) lið þennan dag tel ég mér sem for- manni félagsins nánast skylt að festa á blað þær hugleiðingar er verða til við það tækifæri. Sumir hafa e.t.v. gaman af því að fá að vita, að aðdragandi söfnun- arinnar „Börn með krabbamein“ hófst með hugmynd um að halda listaverkauppboð í sjónvarpi. Smám saman þróaðist sú hugmynd í það að feta í fótspor Barnaheilla, þegar safnað var fyrir vegalaus börn í lok mars í fyrra. Það átak þótti takast mjög vel, enda varð árangurinn eftir því. Það rifjast upp fyrir mér, að þeg- ar vangaveltur fóru að færast frá listaverkauppboði yfir í söfnunar- átak á iandsvísu, þá sáum við í SKB þá breytingu fyrir okkur sem spenn- andi en áhættusamt stökk. í höndum starfsfólks Stöðvar 2 og Bylgjunnar varð stökkið okkar að ferð yfir trausta brú, sem smám saman var byggð. Efniviður hennar skyldi vera af bestu gerð og hvern einasta hluta byggingarinnar átti að vanda til hins ítrasta. Hún varð að þola eld, jarð- skjálfta, loftárásir, hvað sem er. Okkur í SKB fannst kröfurnar oft jaðra við smámunasemi og jafnvel ósanngirni, en í dag er ég þakklát- ur-. Ég sé það nú, að fararstjórn starfsfólks ofannefndra fjölmiðla heitir nákvæmlega fagmennska. Það var ánægjulegt að komast að því á þennan hátt, hve dugmikið fjölmiðla- fólk við íslendingar eigum. Fjallandi um ijölmiðlafólk má ekki gleyma því, að stjórnendur fyrirtækisins Athygli hf., sem tók að sér stóran hluta af undirbúningi söfnunarinnar, eru einmitt gamlir ijölmiðlarefir. í þyí þjóðfélagsástandi, sem ríkir hér á íslandi þessa dagana, lét eng- inn sig dreyma um að árangur Barnaheilla frá því í fyrra yrði end- urtekinn hvað þá bættur. Þótt að- standendur SKB hafi ekki sett átak- inu takmark í tölum, þá heyrðust engu að síður raddir um 20-25 millj- ónir króna sem líklega en jafnframt góða útkomu. Þetta voru raddir þeirra bjartsýnustu. Þegar staðið er frammi fyrir því að árangurinn varð vel yfir tvöfalt það, sem bjartsýn- ustu menn þorðu að vona, er ekki óeðlilegt að menn spyrji spurninga. Segir þessi góði árangur okkur eitt- hvað? Er vit í því að reyna að draga ályktanir af honum? Má ef til vill túlka þær sem skilaboð? Skilaboð til hverra? Hvað sem öðru líður ber sá árang- ur, sem náðist með söfnuninni 5. mars, tvímælalaust vitni um mjög góðan undírbúhíng og framkvæmd, er hlýtur að hafa verið allt að því „í því þjóðfélags- ástandi, sem ríkir hér á Islandi þessa dagana, lét enginn sig dreyma um að árangur Barna- heilla frá því í fyrra yrði endurtekinn hvað þá bættur.“ gallalaus. Auðvitað — og sem betur fer — má í flestum tilfellum bæta og aðlögun að breyttum tímum er alla jafna nauðsynleg, en þegar nán- ast engin undantekning er á lofi áheyrenda og áhorfenda, eins og í umræddu tilfelli, þá er maður ekki í nokkrum vafa um ágætið. Annað sem blasir við er með ein- dæmum góður hljómgrunnur, sem málstaður krabbameinssjúkra barna á hjá þjóðinni, ekki eingöngo vegna þess hve vel safnaðist, heldur gerir sá mikli fjöldi fólks, er góðfúslega bauð fram og gaf aðstoð sína, þessa staðreynd augljósa. Eflaust eiga krabbameinssjúk börn samúð allra eins og önnur börn, sem eiga undir högg að sækja, en frá mínum bæjar- dyrum séð verður engu að síður að taka niðurstöðu söfnunarinnar sem skýlaus skilaboð til yfirvalda: „Þið hafið ekki staðið ykkur!“ Krabbameinssjúkum börnum og aðstandednum þeirra er borgið um sinn í þeim skilningi, að bömin fá þá umönnun ættingja sinna, sem þeim ber, án þess að fjölskyldur þeirra þurfi að horfast í augu við illyfirstíganlega fjárhagserfiðleika í kjölfarið. Hvað verður svo? Hvað ffiri Breyttur afgreiðslutími Stjórnarráðs Islands Frá og með 3. maí næstkomandi verður almennur afgreiðslutími Stjórnarráðs íslands frákl. 8.30 árdegis til kl. 16.00 síðdegis. Forsætisráðuneytið. Þorsteinn Ólafsson með öll hin langtímasjúku börnin? Á íslenska þjóðin að þurfa að taka upp budduna á hvetju ári til að greiða „aukaskatta" í málefni, eins og hér er til umfjöllunar? Allt öðru máli gegnir um óvænt áföll fólks, eins og gosið í Eyjum 1973 svo ég nefni eitthvert dæmi. Átta krabbameinstil- felli í börnum að meðaltali á ári eru hins vegar engin tilviljun heldur staðreynd. Ráðamönnum þjóðarinn- ar ber siðferðileg skylda til að búa svo um hnútana, að hinar ógæfu- sömu fjölskyldur krabbameinssjúkra barna þurfi ekki að gjalda meira en óhjákvæmilegt er fyrir sök, sem ekki er til. Hið sama á reyndar við um fjölskyldur allra langtímasjúkra barna. Þegar þessar línur eru að fæðast er kjarabarátta launþega í algleym- ingi hér á landi. Það vekur furðu mína, hversu lítið tillit hefur verið tekið til barna í kjarabaráttu íslend- inga í gegnum tíðina. Nægir þar að nefna, að þegar börn veikjast, þá á launþegi rétt á einungis vikutíma á hverju ári og í mörgum tilfellum minna en það til þess að sinna sjúku barni sínu. Greinilegt er, að ekkert tillit er tekið til langtímasjúkra barna í þessu sambandi. Til samanburðar má geta þess, að td. Svíar hafa rétt á 90% af launum sínum í 120 virka daga á ári fyrir sérhvert barn er veikist, ef á þarf að halda. Ég vil að endingu skora á fulltrúa launþega og vinnuveitenda að finna málefnum sjúkra barna verðugri sess en hingað til í þeirri kjarabar- áttu sem nú fer í hönd og framveg- is. Börn eiga betra skilið! Höfundur er formaður SKB. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Heilsuskór Verð kr. 995,- Stærðir: 35-41. Litur: Svartur. Ath: Fótlaga - Hollir og þægilegir. Fyrir vinnuna, skólann og heimilið. Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur K Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 Toppskórinn/ Veltusundi, sími 21212. Nicky-fellistólamir fást í 4 litum kr. 1.195,- stk. 9lO BIANCA MATAR-OG KAFFISTELL Daemi um verö: Súpudiskur kr. 195,- Matardiskur kr. 295,- Bolli kr. 245,- Undirskál kr. 195,- NÆG BÍLASTÆÐI í NÝJA BÍLAGEYMSLUHÚSINU TRAÐARKOTI VIÐ HLIÐINA Á HABITAT-HÚSINU HEREFORD Hin glæsilegu Hereford-borí) úr gegnheilli furu. Kr. 34.485,- stgr. LAUQAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870 habitat

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.