Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Gervitennurnar skrúfaðar fastar í góminn í STAÐINN fyrir hefðbundnar falskar tennur, eiga þeir, sem hafa misst tennur, kost á að ganga undir aðgerð, sem felst í að gervitenh- ur eru skrúfaðar fastar í góminn. Tennurnar hvíla á stöplum sem festir eru við kjálkabeinið. Að sögn Jóns Viðars Arnórssonar, tann- skurðlæknis, er aðferðin tiltölulega ný af nálinni hér, en var fyrst prófuð í Svíþjóð 1965 og er nú mjög útbreidd þar. „Sérstakar skrúfur úr títani koma í staðinn fyrir ræturnar sem festa í beinið. Títan er eini máimur sem grær við bein. Þegar talað er um heilan góm, er 5-6 skrúfum komið fyrir í tannholdi. Þá er gerð skeifa úr gulli ofan á skrúfurnar sem er undirlag fyrir gervitennur. fær eru úr plasti þegar um heilan góm er að ræða, en úr postulíni þegar stökum tönnum er komið fyrir,“ segir Jón Viðar. Þegar eina tönn vantar í góm, hefur brú gjam- an verið komið fyrir í bilið, en til þess hefur þurft að skemma tennur sitt hvoru megin með því að slípa þær niður til að hengja brúna á festingar. „Það er svo sem engin eftirsjá í þeim þegar þær eru mikið viðgerðar, en ef tennur eru alheilar er sárt að þurfa að gera þetta.“ Með þessari aðferð þarf ekki að snerta við tönnum sitt hvom megin, skrúfu er komið fyrir í bilinu og á henni byggð tönn. „Kosturinn við þessar gervitenn- ur er að þær eru skrúfaðar fastar í undirlagið. Þær eru því blýfastar og hægt er að borða hvað sem er með þeim. Hefðbundnir gervitann- garðar vilja aftur á móti vera laus- ir. Það vill bráðna undan gervitann- görðum eftir því sem fólk eldist og þá þarf oft að smíða nýja. Með þessarri aðferð stöðvast rýrnun og álagið dreifist niður á skrúfurnar," segir Jón Viðar. Aðferðin er nokkuð dýr því heill gómur kostar um hálfa milljón og báðir því um milljón kr. Hefðbundn- Skrúfum úr títani er komið fyrir i tannholdinu og á þeim byggðar nýjar gervitennur, sem verða þá blýfastar. ar falskar tennur kosta rúmlega 75 þús. kr. Þegar á hinn bóginn þarf að koma fyrir stökum rótarstað- genglum, er það ekki miklu dýrari en brú, að sögn Jóns Viðars. Tiltölulega fáir tannlæknar hér bjóða enn upp á sænsku aðferðina þó hún hafi kosti. Líklega liggja skýringar að hluta til í kostnaðin- um. Tvímælalaust er þetta þó að- ferð, sem koma skal í tannlækning- um, að mati Jóns Viðars. Þess má geta að 4-6 mánuðir þurfa að líða frá því skrúfunum er komið fyrir uns festa má tennurnar á sinn stað. VIKUNNAR Hjá bakaranum W 44 M if 4$ f/ * # #/ AV 'f- sy Bemhöftsbakari, Reykjavík /' 89,- 84,- 167,- 64,- 70,- 30,- 10,- Gamla bakaríið, ísafirði 101,- 100,- 170,- 72,- 72,- 35,- 15,- Guðnabakarí, Selfossi 105,- 120,- 140,- 70,- 76,- 31,- 10,- Bakaríið Austurveri, Reykjavík 106,- 106,- 157,- 72,- 72,- 40,- 12,- Álfheimabakarí, Reykjavík 108,- 108,- 153,- 72,- 72,- 33,- 10,- Guilkorn, Garðabæ 108,- 119,- 151,- 69,- 69,- 38,- 8-11,- Miðbæjarbakarí Bridde, Reykjavík 110,- 110,- 165,- 75,- 75,- 43,- 10,- G. Ó. Sandholt, Reykjavík 113,- 133,- 152,- 70,- 76,- 35,- 0,- Bakarameistarinn Suðurveri, Rvík 140,- - 166,- 78,- 78,- 42,- 12,- Einarsbakarí, Akureyri 150,- 164,- 166,- 79,- 79,- 36,- 0,- Björnsbakarí, Seltjarnarnesi *180,- *180,- 148,- 69,- 75,- 35,- 10,- Magnúsarbakarí, Vestmannaeyjum *180,- 160,- 160,- 70,- 75,- 38,- 0,- * 1 Björnsbakaríi á Seltjarnarnesi eru brauðin 800 g og í Vestmannaeyjum hjá Magnúsi em brauðin 940g. Brauðverð mjög misjafnt HEILHVEITIBRAUÐ í Einarsbakaríi á Akureyri er 95% dýrara en í Bernhöftsbakaríi í Reykja- vík, skv. skyndiverðkönnun sem Daglegt líf gerði á brauði í vikunni. Af handahófi voru valin 12 bakarí, átta á höfuðborgarsvæðinu og fjögur úti á landi. Spurt var um verð á sex brauðtegund- um, formbrauði, heilhveitibrauði, þriggja korna brauði, snúði með súkkulaði, sérbökuðu vínar- brauði og rúnstykki. Jafnframt var spurt hvað kostaði að sneiða niður brauð. I 3 bakaríum var ekki gjald fyrir þá þjónustu, en í hinum kostar brauðskurðurinn 8 til 15 kr. Dýrasta formbrauð var 68,5% dýrara en það ódýr- asta og dýrasta þriggja koma brauð 21,5% dýrara en það ódýrasta. Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er tekið tillit til gæða í þessari könnun. Á það skal bent að brauðin eru misþung, frá 500 til 940 g. Verðmunur í prósentum miðast eingöngu við brauð í þyngdarflokknum 500-600 g. Þónokkur verðmunur var á öðrum varningi bakar- ía. Til dæmis var dýrasta rúnstykkið 43% dýrara en það ódýrasta, dýrasti snúðurinn 23,5% dýrari en sá ódýrasti og sérbakað vínarbrauð var 14,4% dýr- ara en þar sem það var ódýrast. ■ JI/BT Súrsætur svínaréttur með gænmeti og hrísgrjónum Austurlenskur matur hefur i fólk ófeimið að reyna eitthvað sætir réttir eru afar ljúffengir fjóra. í réttinn þarf 600-700 g af ~''t‘svínaiundum. Þær eru skornar í 3ja cm bita, sett í kryddlög í klukku- stund. Kjötinu snúið öðru hvoru. Kryddlögur _______1/4 bolli sojasósa____ 1 msk. hrísgrjónavín eða sherrí 2 tsk. sykur salt ó hnífsoddi 2 hvítlauksrif (pressuð eða fínt söxuð) 2 cm sneið af ferskri engiferrót (afhýdd og rifin fínt) - Deig ____________1 egg____________ 2 msk. hveiti 2 msk. maisenamjöl salt og pipar 1 msk. sojasósa 1 msk. hrísgrjónavín eða sherrí hænsnasoð Sósa ■-* 'Aboili sykur % bolli edik (ekki íslenskt) '/<tsk. salt 3 msk. tómatsósa 1 V2 tsk. sojasósa 1 msk. sesamolía 1 msk. maisenamjöl 1 tsk. hrísgrjónavín eða sherrí láð miklum vinsældum hér og er nýtt þegar gjöra skal veislu. Súr- og hér er tilvalin uppskrift fyrir Súrsætur svínaréttur að austur lenskum hætti. hvítur mulinn pipar ó hnífsoddi 1 bolli hænsnasoð Meðlæti V2 græn paprika, skorin í 2 cm bita (eða 1 cm ræmur) '/2 rauð paprika, skorin í 2 cm bita ________(eða 1 cm ræmur)_______ 'h blaðlaukur, skorinn í 2 cm sneiðar 1 gulrót, skorin í 1 cm sneiðar 80 g niðursoðinn bambus, skorinn ____________í ræmur____________ sneið (3 cm) af ferskri engiferrót, afhýdd og skorin í sneiðar DEIG: Setjið hveiti, maisenamjöl, salt og pipar í skál og hrærið. Skilj- ið rauðu frá hvítunni (hvítan notuð síðar) og látið útí. Hrærið sojasósu saman við og hrísgijónavíni/sherríi og örlitlu kjúklingasoði. Deigið á ekki að vera of þunnt. Látið bíða í 30 mín. Gerið sósuna á meðan. Blandið öllu sósuefni saman í pott - hrærið. Setjið pottinn yfir hellu og látið suð- una koma upp. Auk þess sem sett var í sósuna, má setja ananasbita saman við og slettu af safa. Stífþeytið eggjahvítuna (ekki með þeytara) og blandið henni varlega saman við deigið. Takið kjötið kryddleginum, þerrið vel og veltið fáum bitum í einu úr deiginu, steikið í vel heitri olíu (á kínverskri pönnu), þar til kjötið er orðið gulbrúnt. Færið uppúr og hald- ið heitu á meðan haldið er áfram að steikja. Gott er að hafa pönnu hjá kínversku pönnunni. Þegar kjötið er steikt, er pannan hreinsuð og meðlætið steikt. Hitið olíu og steikið papriku- og gulrótar- bita í henni í 2 mín. Látið engiferrót saman við. Bætið þá við blaðlauk, agúrku og bambus 0g steikið í eina til tvær mín. í viðbót. Blandið kjötbit- unum saman við á pönnuna og hellið sósu yfir. Látið suðuna koma upp og berið fram heitt. Skreytið með eplasneiðum. Sleppa má engiferrótinni. Þennan rétt má laga að morgni dags, þó hann sé borinn fram að kvöldi. Hitið þá kjötið upp í ofni og grænmetið í sósunni. Blandið öllu saman á pönnu áður en borið er fram - iátið suðuna koma upp. Hægt er að nota hænsnakjötkraft (teninga), sem leystir eru upp í sjóð- andi vatni og kælt fyrir notkun. Nota má sama deig þegar rækja eða ýsubitar eru djúpsteiktir, einnig sósu eða meðlæti. Með eru borin hrísgrjón. Best er að sjóða River-gijón, sem verða vel þétt - og því auðvelt að taka upp með pijónum eða gaffli. m Morgunblaðið/Kristinn Borgarstjórinn í Reylqavík brosti út að eyrum eftir að hafa fengið afhentan broskrókinn hans Gissurs. Broskrókar á fýlupoka á markaðinn GISSUR Þorvaldsson, 15 ára nem- andi í Garðaskóla, hefur hafið sölu á broskrókum, sem er hans eigin uppfinning. Ungi hugvits- maðurinn afhenti borgarstjóran- um í Reykjavík fyrsta broskrókinn við hátíðlega athöfn í Ráðhúsinu nýlega og að því búnu hóf hann almenna sölu. I Ráðhúsinu þennan dag seldi Gissur 29 króka auk þess sem Fræðsluskrifstofan í Reykjavík gerði pöntun í 10 stykki. Broskrókurinn er gerður úr teygju og tveimur plastkrókum, sem settir eru upp í sitt hvort munnvikið. Teygj- unni er smeygt aftur fyrir höfuðuð svo að notandinn brosir sínu breið- asta á meðan krókarnir góðu hanga í munnvikunum. „Það má segja að hugmyndin sé nokkuð gömul í fjölskyldunni, en systir pabba og maður hennar hótuðu krökkunum sínum alltaf að hengja á þau broskróka ef þau færu í fýlu. Ég notaði mér hugmyndina og bjó til broskróka,“ segir Gissur. Hann hefur auk þess fengist við fleiri nýjungar, enda teljast uppfinn- ingar tii áhugamála hans. I fyrra bjó Morgunblaðið/Árni Sæberg Gissur Þorvaldsson með nýju uppfinninguna sína. Gissur til sveppaklippur, sem einna helst líkjast sláttuvél. Klippunum er ekið á undan sér. Við handfangið er hnappur, sem ýtt er á þegar þarf að klippa, og um skurðinn sjá skæri, sem staðsett eru niður við jörðina. Gissur hefur einnig lagt fram hug- mynd að nýjum og endurbættum hnetubijót, sem aðeins sér um að fjarlægja skurnið, en skilar að öðru leyti hnetunni óbrotinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.