Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 17
17 Fax ekki lengiir á glámbekk SÆNSKUR uppfinninga- maður, Leif Lundblad, hefur fundið upp aðferð til að senda upplýsingar með faxi án þess að óviðkomandi fái tækifæri til að hnýsast í skilaboðin. Umrætt tæki heitir SealFax og sér það um að stinga faxblaðinu í plast-umslag á augabragði. Hægt er að nota SealFax með venjulegum faxsenditækjum. Tækinu er stýrt af örgjörfum og í því eru, sitt hvorum megin við faxtækið, sérstaklega hannaðar rúllur af plastrenningum sem um- lykja faxið inni í vélinni áður en sjálf blöðin koma í Ijós. Það eina sem verður sýnilegt er nafn og heimilisfang viðtakanda. Umslög- in falla síðan ofan í sérstakt, læst hólf þar sem fólk getur seinna hirt þau. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Reuter * Isinn brotinn? FYRSTU raunhæfu viðræðurnar milli stjórnvalda á Tævan og komm- únistastjórnarinnar í Peking um deiluefni ríkjanna frá því kommún- istar tóku völdin í Kína 1949 eru hafnar í Singapore. Fulltrúi Kína, Tang Shubei (t.h.) og fulltrúi Tævans, Cheyne Chiu, sjást hér taka sér sæti við samningaborðið. Þeir urðu í gær einhuga um sameigin- lega yfirlýsingu þar sem hvatt er til aukinna viðskiptatengsla og almennra samskipta íbúa landanna. Peking-stjórnin telur Tævan vera hluta Kína og er ekki ágreiningur um þá afstöðu; hins vegar neitar stjórn Tævans að viðurkenna yfirráð kommúnista í Kína. Valkostir og kostnoðui við endurnýjun og víðHold húsa • Til að veita húseigendum upplýs- MUWMHðjB ingar um viðhaldsmarkaðinn heldur verkfræðistofan Verkvangur hf. fræðslu- og kynningarfund föstudaginn 30. apríl n.k. Fjallað verður um: Ástandskannanir, kostnaðaráætlanir, klæðningar, steypuviðgerðir, þök, útveggi, hitakerfi, orkusparnað, útboð, eftirlit, verkáætlanir og ábyrgðir. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Verkvangs að Nethyl 2, 2. hæð, kl. 16:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Maimrán í Mið-Ameríkuríkinu Costa Rica Halda 19 dóm- urum í gíslingu San Jose. Reuter. GRÍMUKLÆDDIR menn, sem hafa 19 hæstaréttardómara í Mið-Ameríkuríkinu Costa Rica á valdi sínu, hafa krafist 18 milljón dollara lausnargjalds fyrir þá og öruggrar undan- komu úr landi. Að sögn innanríkisráðherra landsins eru tveir mannræningjanna úr röðum sérstaks lögregluliðs hæstaréttar en fyrri fregnum um að þeir tengdust fíkni- efnabarónum í Kólumbíu var vísað á bug. Talsmaður lögreglu landsins sagði síðdegis í gær að beðið væri eftir skipun um að ráðast á mann- ræningjana; lögreglan væri með vopnaða liðsmenn í aðeins tveggja metra fjarlægð frá húsinu. Ræningjarnir, að minnsta kosti fimm að tölu, ruddust inn í bygg- ingu hæstaréttar í San Jose sl. mánudag og hafa haldið dómurun- um síðan. Segja þeir, að þegar fyrrnefndar kröfur þeirra hafi ver- ið uppfylltar muni þeir birta lista með nöfnum fanga, sem þeir vilji fá lausa. Einnig vilja þeir fá að yfirgefa landið trafalalaust. Endurtekning í síðasta mánuði réðst hópur skæruliða frá Nicaragua inn í sendiráð landsins í San Jose og tók sendiherrann og 23 menn aðra í gíslingu og þeir fengu að komast út úr landinu með lausnargjald. Er talið, að sú ákvörðun yfirvalda hafi ýtt undir gíslatökuna nú. Váyrynen sakaður um embættisafglöp Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunblaðsins. FIMM finnskir þingmenn krefjast þess að stjórnarskrár- nefnd finnska þjóðþingsins hefji rannsókn á meintum emb- ættisafglöpum Paavos Váyrynens fráfarandi utanríkisráð- herra. Haft er eftir nokkrum finnskum kaupsýslumönnum að Váyrynen hafi varað nokkur fyrirtæki við væntanlegri gengisfellingu finnska marksins haustið 1991. Ef þetta sannast verður Váyrynen leidd- ur fyrir ríkis- rétt. Réttur þessi er aðeins settur þegar dæmt er í landr- áðamálum og öðrum alvarleg- um málum sem varða æðstu emb- ættismenn ríkisins. Váyrynen hefur að sjálfsögðu neitað staðfastlega að nokkuð ólöglegt eða siðlaust hafi átt sér stað af hans hálfu. Þeir sem bera á hann sakir segjast hafa sparað fyrirtækjum sínum stórfé vegna upplýsinga sem mágur Váyryeens veitti þeim í Bandaríkjunum rétt áður en gengi marksins féll. Stjórnarskrárnefnd þingsins hefur ekki ennþá tekið ákvörðun um hvort málinu verði vísað frá eða það tekið til umfjöllunar. Verði rannsókn hafin má Váyrynen bú- ast við miklum álitshnekki. Forsetakjörið Váyrynen hefur nýlega tekið ákvörðun um að segja af sér emb- ætti utanríkisráðherra vegna þátt- töku í forsetakosningunum í jan- úar 1994. Þetta hneyksli getur hins vegar haft mikil áhrif á fram- vindu mála í kosningabaráttunni. MfRKINGHF BRAUIARHOLT 24 SÍMI: 627044 UTÆRÆ S T TRESKI LT I VERKVANGUR h.f. VERKFRÆÐISTOFA Nethyl 2 • 110 Reykjavík Sími; 91- 67 76 90 • Fax; 91-67 76 91 —• ■■■—J í dag og fram á - bakar brauðið þitt! föstudag veföa kynntar í Hagkaupi nýristaðar Beyglur frá Samsölubakaríinu. Komið og smakkið á glóðvolgum og ilmandi Beyglum, smurðum með nýja rjómaostinum með laxabragðinu frá Osta- og smjörsölunni. Þeir sem bragða á Beyglunum geta tekið þátt í léttum spurningaleik og 15 heppnir smakkarar vinna Tefal brauðrist. Velkomin í Hag- j kaup að smakka á ljúffengum Beyglum frá Samsölu- y1 y bakaríinu. n , ■k HAGKAUP gœöi úrval þjónusta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.