Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993
Hjónaminning
Guðrún A. Sigmunds
dóttir ogAmgrímur
Siguijónsson
Guðrún
Fædd 10. apríl 1916
Dáin 20. apríl 1993
Arngrímur
Fæddur 26. febrúar 1912
Dáinn 12. mars 1993
Þegar ég frétti að hún amma
væri dáin fylltist ég ólýsanlegri sorg.
Það voru ekki liðnar sex vikur frá
því að afi dó og allt í einu voru þau
bæði farin. Ef til vill átti þetta að
vera svona, að afi hafí kallað hana
til sín. Þau tilheyra hvort öðru.
Þó sakna ég þeirra alveg óskap-
lega mikið. Heimili þeirra var mitt
athvarf og ankeri í gegnum árin.
Þegar ég var barn og foreldrar mín-
ir voru að skilja var „Hjalló“ örugg-
asti staður sem ég þekkti. Móðir mín
var útivinnandi og var ég þá oftast
hjá afa og ömmu á meðan; oft gisti
ég. Á seinni árum þegar ég flakkaði
víðs vegar um heiminn var það mér
mikill styrkur að vita af þeim heima
á Hjallaveginum.
Þau kenndu mér svo margt gott
og gáfu mér svo ómetanlega mikið.
Heima hjá þeim var gott að vera,
þar upplifði ég mikla gleði og ástúð.
Andrúmsloftið á „Hjalló“ var skap-
andi; þar teiknaði ég myndir, spilaði
á hljóðfæri, pikkaði sögur og leikrit
á eldgamla ritvél. Hún amma hafði
alltaf tíma fyrir mig, hlustaði á allar
mínar frásagnir með athygli og
ræddi við mig um ýmis mál. Þegar
ég lá lasin heima kom hún til mín á
leiðinni úr vinnunni, færandi Andrés-
blöð, kók, súkkulaði og rautt Ópal,
allt sem mér þótti gott. Og svo sat
hún hjá mér til að mér leiddist ekki.
Amma var skemmtileg, glaðlynd og
úmhyggjusöm.
• Amma og afí höfðu svo mikla
ánægju af því að gleðja mig. Ein-
hvern tímann man ég eftir að mig
langaði í kuldaskó, fallega rúskinns-
skó sem ég hafði séð í búðarglugga
þegar við amma vorum á ferðinni
niðri í bæ. Þeir voru rándýrir. Eitt-
hvað fór ég að nöldra á heimleiðinni
að mig langaði í þá, en amma minnti
mig spekingslega á að ekki væri allt-
af hægt að fá allt sem maður vill.
Ég afskrifaði'skóna. Nokkrum vikum
seinna lágu þeir innpakkaðir undir
jólatrénu.
Það var líka ömmu og afa að
þakka að ég fékk að læra á píanó
og fara á hestanámskeið, svo að
aðeins tvennt sé nefnt.
Fallegustu minningar mínar af afa
eru þegar við vorum saman úti í
garði og ég var að „hjálpa“ honum.
Hann átti mjög fallegan garð og
hafði mikla ánægju af því að kenna
mér allt um garðyrkju. Það var gott
að dunda þama með honum. Hann
„gaf“ mér mitt eigið blómabeð og
tvo rifsbeijarunna sem ég var alveg
rosalega stolt af.
Síðast þegar ég talaði við ömmu
í síma, á afmæli hennar 10. apríl,
kom þessi aldurslausa lífsgleði sem
hún bjó yfír ennþá sterkt í gegn,
þrátt fyrir ástvinamissi og misjafna
heilsu. Við spjölluðum saman lengi,
alveg eins og gamlar vinkonur. Að
lokum sagðist ég ætla að senda henni
myndir af Aldísi dóttur minni, eina
langömmubaminu, og hlakkaði hún
til að fá þær. Sama dag og ég pant-
aði þær dó hún amma.
„Fólk deyr, en kærleikurinn varir
að eilífu."
Alda Sigmundsdóttir.
Alla setti hljóða þegar fregnin um
lát Öldu Sigmundsdóttur barst fjöl-
skyldunni. Aðeins mánuður var liðinn
frá andláti Arngríms Sigurjónssonar,
eiginmanns Öldu, og líf aðstandenda
rétt að falla í hefðbundnar skorður
á ný. Það er sárt fyrir afkomendur
þeirra hjóna að þurfa að horfast í
augu við dauða og aðskilnað með svo
stuttu millibili, en þó hvílir viss feg-
urð yfir því að jafn samhent hjón
kveðji þessa jarðvist svo samstiga.
í myndaalbúmi mínu eru tvær
myndir af foreldmm mínum og Öldu
og Arngrími, föðurbróður mínum.
Það er glatt á hjalla, enda öll í blóma
lífsins. Alda situr í miðjunni og ósköp
lík því sem hún var til dauðadags;
grönn, spengileg og dálítið kímin á
svip. í þá daga bjuggu foreldrar
mínir í kjallara hússins sem Arngrím-
ur og Alda byggðu við Hjallaveginn.
Skömmu eftir að þessi mynd var
tekin lést faðir minn og eftir stóð
móðir mín, og ég, ófædd. Þau hjón
tóku mér strax eins og einu af sínum
börnum og ekki síst Alda. Það kom
í hennar hlut að annast mig í veikind-
um móður minnar og við það
mynduðust sérstök bönd sem ekki
slitnuðu.
Það kom að því að við mæðgur
fluttum úr húsi þeirra hjóna en við
tóku heimsóknir sem stóðu um lengri
og skemmri tíma. Móðir mín giftist
aftur og eignaðist tvær dætur til við-
bótar. Það tíðkaðist ekki að fjölyrða
um orsök og afleiðingu hjá þessum
konum, en þær hafa báðar skilið
merkinguna sem lá að baki því að
sú eldri fékk nafnið Alda, þótt óskyld
væri. Upp frá því var Alda Sigmunds-
dóttir alltaf kölluð Alda „•stóra“ á
okkar heimili.
Það var alltaf sérstakt ævintýri
fyrir mig að dvelja á Hjallaveginum.
Við Alda sýsluðum ýmislegt saman
allan daginn og allt var svo áreynslu-
laust þegar hún átti í hlut. Hún var
nefnilega sérstaklega róleg í fasi, en
samt snör í snúningum þegar á þurfti
að halda. Ég man eftir dögum sem
við eyddum úti í garði án þess að
hugsa mikið um líðandi stund. Allt
í einu vaknaði Alda upp við að búðirn-
ar væru að loka og eftir að kaupa í
kvöldmatinn. Og þá var handagang-
ur í öskjunni þegar við hlupum við
fót niður heimreiðina, yfir götuna og
í gegnum gegnum garða nágrann-
anna til þess að ná sem fyrst í físki-
búðina á Langholtsveginum. Við náð-
um alltaf fyrir lokun og gátum tekið
lífínu með ró á ný.
Og það var ekki bara ég sem átti
sérstakt athvarf hjá Öldu og Arn-
grími. Þessi umhyggja náði líka til
yngri stystra minna sem áttu líka
sínar stundir á Hjallaveginum. Þeirri
yngstu þótti mest um vert að þau
áttu þijá stóra stráka sem hentu
okkur á miili sín svo að við skræktum
af kátínu. Alltaf var það Alda sem
mundi eftir afmælisdögunum okkar
og að hennar undirlagi fegum við
jólagjafír sem báru af öðrum slíkum.
Eftir á að hyggja hefur heimili
Öldu og Amgríms verið miðstöð
barna sem fengu að vera þau sjálf.
Þegar við systur komumst af barns-
aldri tóku bamabömin við. Þegar ég
heimsótti Öldu hin síðari ár dró hún
alltaf upp myndir af barnabörnunum
sem hún var ákaflega stolt af. Henni
þótti mikilvægt að „liðið hennar" —
eins og hún kallaði afkomendurna, —
mætti reglulega á hveijum sunnu-
degi í kaffi og pönnukökur.
Þegar ég lít yfír farinn veg sé ég
Öldu sem konu sem með eiginleika
sem fáum eru gefnir. Það var ræktar-
semi hennar við mannfólkið sem
hélt böndum tryggðar innan ijöl-
skyldunnar. Sú ræktarsemi náði
langt út fyrir hennar eigin afkomend-
ur og teygði anga sína víða. Af sömu
rótum var sprottin trúmennska henn-
ar og virðing fyrir Arngrími, en sam-
an deildu þau súm og sætu í rúm
fímmtíu ár. Hann átti það til að missa
taktinn í lífsins dansi og þá reyndi
á seiglu Öldu að ná honum á réttan
kjöl. Þegar heilsu hans hrakaði
reyndi enn frekar á þessa einstöku
eiginleika sem Alda virtist hafa nóg
af. Hennar síðasta verk var að gera
útför eiginmanns síns á þann hátt
sem hæfði minningu hans og aðeins
mánuði síðar var hún öll.
Síðustu daga hefur mér verið
hugsað til þeirra beggja. Mér finnst
núna að ég hefði getað gefíð þeim
meira til baka af þeirri umhyggju
sem þau sýndu mér og mínum alla
tíð. Að svo stöddu get ég aðeins flutt
þeim þakkir mínar og systra minna
fyrir það sem þau lögðu okkur til á
lífsleiðinni. Um leið votta ég sonum,
tengdadætrum og barnabörnum
samúð með þeirri ósk að liðið hennar
Öldu verið jafn samheldið og fyrr
þótt kjölfestuna vantaði.
Nanný.
Alda frænka mín er látin. Andlát
hennar kom á óvart og minnir okkur
á hve stutt er á milli lífs og dauða, .
að fresta ekki að vitja þeirra sem I
eru manni kærir, en gleðjast í dag
með glöðum. Á morgun kann það
að verða of seint. I
Fjóla Krisijáns-
dóttir — Minning
Kynslóðir koma,
kynslóðir fara
allar sína æfígöng.
Gleymist þó aldrei
eilífa lagið
við pílagrímsins gleðisöng.
Þannig kvað Mattías Jochumsson
um aldamótin síðustu. Er við horfum
á eftir ættingjum og vinum yfir
landamærin miklu, verður okkur æ
ljósari sú staðreynd að kynslóðir
stoppa stundum ótrúlega stutt við.
Séra Mattíasi var oft tíðrætt um
kynslóðir, taldi allt kynslóðabil hjóm
eitt. Þær voru honum samt hugstæð-
ar í mörgum hans sálmum.
Fjóla Kristjánsdóttir sem við
kveðjum núna var af okkar kynslóð.
Hún var eitt af tíu bömum Kristjáns
Kjartanssonar skipstjóra og Þóru
Björnsdóttur, þeirra ágætis hjóna
sem bjuggu lengst af í Bjömshúsi á
Grímsstaðaholti. Mikil sorg var, er
móðirin í Bjömshúsi varð bráðkvödd
á jólum 1948, langt um aldur fram,
frá börnunum sex sem þá lifðu.
Reyndi þá mikið á systurnar sem
tóku við hlutverki móður.
Þær systur Fjóla og Finnborg
bjuggu í Bjömshúsi allt þar til byggð
hóf að reisa á Grímsstaðaholtinu og
þær systur fluttust í íbúð að Tómas-
arhaga 28, þar rétt hjá.
Fjóla lést 21. apríl síðastliðinn.
Hún var alla tíð afgreiðslustúlka,
lengst af í versluninni Gefjun Iðunn
í Austurstræti.
Sumu fólki er það einkanlega lag-
ið að komast í gegnum lífíð á sinn
hljóðláta hátt, en með elskulegri
framkomu svo að eftir er munað.
Þannig var líf Fjólu, hæglátt, ljúf
framkoma, en kát ef aðstæður
leyfðu.
Fjóla gekk í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur. Þar komu fram ein-
stakir hæfileikar hennar við alls
konar hannyrðir sem hún hafði alla
tíð svo gaman af. Fj'óla hafði yndi
af ferðalögum, bæði innanlands og
erlendis og ferðaðist mikið. Mér er
minnisstætt er við systurnar heim-
sóttum frænku okkar, þá ungar að
árum, og lékum okkur saman, og
vorum þá heimagangar á heimili
Þóru móðursystur okkar, sem reynd-
ist okkur sem besta móðir.
Fj'óla lést að Hátúni lOb, eftir
iöng og erfið veikindi, en hún hafði
lengi þjáðst af Parkinsons-veikinni.
Finnborg systir hennar annaðist
hana af einstakri hlýju í hennar erf-
iða stríði. Góður Guð blessi minningu
Fjólu Kristjánsdóttur.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
/V-E.)
Ingibjörg Eyþórsdóttir.
Mig langar að minnast frænku
minnar Fjólu Kristjánsdóttur í örfá-
um orðum, en hún lést 21. apríl eft-
ir löng og erfið veikindi. Hún og
faðir minn, Kjartan Jónsson, voru
bræðrabörn og er ég heitinn eftir
föður hennar. Mikil vinátta var milli
föður míns og bræðra Fjólu, þeirra
Sveins og Kristjáns, sem báðir eru
látnir.
Fjóla Kristjánsdóttir fæddist í
Reykjavík 20. júní 1926. Foreldrar
hennar voru Þóra Björnsdóttir frá
Þormóðsstöðum í Reykjavík og
Kristján Kjartansson frá Efri Húsum
í Önundarfirði, skipstjóri og útvegs-
bóndi. Þau bjuggu lengst af í Björns-
húsi á Grímsstaðaholti. Þeim varð
tíu barna auðið, en þijú dóu ung.
Þóra lést 1948 og þá tóku þær syst-
ur Fj'óla "og Finnborg við umsjón
heimilisins með föður sínum og þeim
bræðrum Sveini og Kristjáni.
Fjóla starfaði lengst af við versl-
unarstörf hér í bænum, í mörg ár
hjá Andrési Andréssyni klæðskera
sem jafnframt rak verslun við
Laugaveg og síðar í versluninni
Torginu í Austurstræti um tíu ára
skeið. Hún naut alls staðar í störfum
sínum virðingar og vinsælda vegna
mannkosta sinna og prúðmennsku.
Fjóla ferðaðist mikið og hafði
gaman af að koma á fjarlæga staði.
Hún vandaði val vina sinna og var
í allri framgöngu fáguð og smekkvís
svo að af bar. Þau systkinin voru
mjög samrýnd og mikill samgangur
þeirra á milli. Sérstaklega var sam-
band þeirra Finnbogar náið og minn-
ist ég sem þetta skrifa að oft voru
þær nefndar í sömu andrá.
Fjóla átti í mörg ár við erfið veik-
indi að stríða. Hún sýndi bæði hetju-
lund og æðruleysi af sér í þeirri
baráttu. Finnborg systir hennar
reyndist henni bæði stoð og stytta
allan þann tíma. Ég sendi henni inni-
legar samúðarkveðjur mínar og fjöl-
skyldu minnar og bið henni og öðrum
vandamönnum Fjólu Kristjánsdóttur
Guðs blessunar. Góð kona er gengin.
Fari hún í friði.
Kristján Kjartansson.
Nokkrum dögum fyrir sumarmál
hittumst við þijár gamlar vinkonur,
sem starfað höfðum saman í versl-
uninni Torginu, Austurstræti 10.
Þeirri verslun var lokað 1. apríl 1987
og var hennar saknað af mörgum,
bæði viðskiptavinum og starfsfólki,
en að stórum hluta vann þar sama
fólkið svo árum skipti.
Einhver innri þörf til að endur-
vekja brot af löngu liðnum stundum
í Torginu þrýsti okkur Soffíu Ás-
geirsdóttur, fyrrverandi starfsfé-
laga, til að láta verða af margráð-
gerðri heimsókn til Margrétar Ing-
ólfsdóttur svo við þijár gætum sam-
eiginlega svalað andlegum þorsta
og átt kvöldstund með minningum
gömlu góðu daganna, sem tvinnuð-
ust saman í síbreytileg ár og runnu
með ótrúlegum hraða í aldanna
skaut. Loks varð af þessu og fyrr
en varði vorum við í stofu Margrét-
ar, sátum yfír kaffi og kökum,
fleygðum af okkur nokkrum árum
og vorum aftur með hugann í hring-
iðu Torgsins.
í fyrstu barst talið að vinnufélög-
unum í heild og hve gott samstarf
ríkti í húsinu, því samhjálp virtist
öllum vera eðlislæg og t.d. þótti sjálf-
sagður hlutur að lána fólk á milli
hæða ef svo bar undir og enginn
hafði á móti því að taka slík hliðar-
spor. Og þótt gott væri að hverfa
heim að kvöldi, eftir hita og þunga
dagsins, gat gleðin að morgni yfir
að hittast aftur orðið til þess að upp
hófst samsöngur meðan farið var
úr yfirhöfnunum. Ungur maður, sem
eitt sinn var að heija störf í Torg-
inu, kvaðst aldrei hafa kynnst slíkum
starfsanda, að fólk gæti jafnvel far-
ið að syngja saman að morgni dags.
Myndir frá minnisverðum atvikum
voru síðan teknar fram og farið yfir
hvað gerðist í hveiju tilviki. Og alls
staðar birtust kunnugleg andlit, sem
hvert og eitt tilheyrðu Torginu á
sínum tíma.
Við bárum saman bækur okkar
um störf og verustaði hinna, fyrrver-
andi vinnufélaga okkar, og glödd-
umst yfir að vita þeim vegna vel, í (
flestum tilfellum. Suma höfðum við
' kvatt með söknuði á bökkum hinnar
miklu móðu. I
Og hér bar enn skugga á. Ein af
okkar gömlu, góðu félögum, Fjóla
Kristjánsdóttir, hafði átt við alvarleg
veikindi að stríða síðastliðin þijú ár,
lá máttvana á sjúkradeild og henni
ekki talin nein batavon. Allar höfð-
um við unnið með Fjólu á annan
áratug, í Torginu. Þar áður störfuðu
þær saman, hún og Margrét, í nokk-
ur ár hjá Andrési Andréssyni klæð-
skera.
Við riljuðum upp eitt og annað
frá samveruárunum með Fjólu og
vorum sammála um að gott hefði
verið að njóta nærveru hennar. Hún
var sérlega vönduð í allri umgengni,
vel greind og ávann, sér traust og
virðingu þeirra, sem kynntust henni.
Oft áttum við ánægjulegar frið-
arstundir í kaffitímum inni í sauma-
herberginu, þar sem Soffía vann við (
fatabreytingar og frágang. Stundum
vorum við þar aðeins þijár, stundum
kom Margrét líka og jafnvel fleiri (
ef svo stóð á með verkaskiptingu.
Fjóla var mjög dul, en ég held að ,
hún hafi notið sín vel í þessum fá-
mennu, rólegu kaffitímum með okk-
ur þeim eldri. Þá var spjallað um
lífið og tilveruna, enda var stundin
ævinlega liðin fyrr en okkur varði.