Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Deilt um smábáta
MEÐAL ÞESS sem deilt er um I væntanlegum breytingum á fiskveiðisljórnun eru reglur um veiðar smábáta.
Korpúlfsstaðir
- hof allra lista
Umræður um sjávarútvegsmál á Alþingi í gær
3 alþýðuflokksmenn
gera athugasemdir
við kvótafrumvarp
Fram hafa verið lagðar í borg-
arráði skipulagstillögur að
Listamiðstöð á Korpúlfsstöðum,
sem vera á eins konar hof allra
lista sem landsmenn stunda,
njóta og vilja varðveita. Fyrirhug-
að er að nýta hluta þess húsrým-
is sem listamiðstöðin fær til um-
ráða undir listaverkagjöf Errós
til Reykjavíkurborgar.
Það var í septembermánuði
árið 1989 að Reykvíkingar fengu
fréttir af stórgjöf listamannsins
Errós til höfuðborgarinnar. Þá
færði hann borginni tvö þúsund
verka sinna að gjöf. Nýverið bár-
ust frá honum sextíu verk til við-
bótar. Listgildi gjafarinnar er
ómetanlegt. Hér er trúlega um
að ræða eitt fullkomnasta safn
verka hér á landi eftir einn og
sama listamanninn.
Talsmenn Reykjavíkurborgar
tilkynntu, þegar gjöfinni var veitt
móttaka, að Korpúlfsstöðum yrði
breytt í miðstöð lista og menning-
ar, sem m.a. myndi geyma mynd-
ir Errós. Davíð Oddsson, þáver-
andi borgarstjóri, sagði við þetta
tækifæri:
„Nú þegar Borgarleikhús er
senn fullbúið, þegar Viðeyjar-
stofa stendur loks reisuleg í góðu
gildi og tvö önnur stórhýsi eru
langt komin í borginni, vill borg-
in snúa sér að því að gera upp
með myndarbrag hið stórkostlega
hús Thors Jensens, Korpúlfs-
staði.“
Sérstök nefnd á vegum borgar-
stjórnar, undir forystu Huldu
Valtýsdóttur, hefur haft for-
göngu um að móta þessa ákvörð-
un - um listamiðstöð á Korpúlfs-
stöðum - í teikningar og skipu-
lagstillögur, sem lagðar hafa ver-
ið fram og kynntar í borgarráði.
Vel hefur til tekizt og virðist
flestum listgreinum fyrirhuguð
nokkur aðstaða. Nefndinni var
falið að vinna málið áfram í til-
lögugerð til bygginganefndar.
Heildarflatarmál listamið-
stöðvarinnar verður um 7.400
fermetrar að meðtöldu tæknirými
og listaverkageymslum, sem
byggðar verða neðanjarðar, en
6.400 fermetrar að þeim frátöld-
um. Sjálft Errósafnið verður á
þriðju hæð hússins fyrir miðju,
samtals um 1.000 fermetrar, með
möguleika á stækkun niður á
aðra hæð. Að auki fær Listasafn
Reykjavíkur sýningarsali í mið-
stöðinni, þar sem meðal annars
verður aðstaða til að taka á móti
erlendum myndlistarsýningum.
Þar verður einnig fjölnotasalur,
sem nýtast á ritlist, tónlist, leik-
list, fyrirlestrum og ýmis konar
uppákomum. Þar verður og sitt
hvað fleira, svo sem vegleg að-
staða til rannsóknarstarfa og
safnkennslu, tölvuvætt alfræði-
hom, minjasafn um Thor Jensen
(breytilegar svipmyndir af Thor
og Korpúlfsstöðum) og geymslur
fyrir hluta af listaverkaeign borg-
arinnar.
Það er rétt sem fram kemur í
fréttaskýringu Morgunblaðsins í
gær, að listamiðstöð Korpúlfs-
staða verður trúlega einstæð í
heiminum fyrir staðsetningu
sína; miðsvæðis á landspildu þar
sem finna má golfvöll, laxveiðiá
og aðstöðu fyrir útreiðar og
gönguferðir. Þetta samspil menn-
ingar og náttúru gefur fyrirhug-
aðri listamiðstöð aukið gildi.
Ákvörðun borgaryfirvalda um
listamiðstöð á Korpúlfsstöðum
sýnir mikinn menningarlegan
metnað Reykvíkinga. Þessi metn-
aður kemur víða fram: Borgar-
leikhús, Kjarvalsstaðir, Árbæjar-
safn og Viðeyjarstofa, að
ógleymdum mikilvægum stuðn-
ingi við fjölbreytt og margs kon-
ar menningarstarf í borginni.
Listahofið á Korpúlfsstöðum
verður ekki aðeins kærkomin við-
bót í menningarflóru Reykjavík-
ur. Það kemur til með að nýtast
vel ört vaxandi byggð á höfuð-
borgarsvæðinu. Og það styrkir
menningartengsl okkar við um-
heiminn.
Áætlaður heildarkostnaður við
framkvæmdir á Korpúlfsstöðum
er um 1.400 m.kr. Vinna á verk-
ið í áföngum, eftir því sem fjár-
hagur borgarinnar leyfir. Borgar-
stjórn hefur samþykkt 150 m.kr.
fjárveitingu á þessu ári, sem var-
ið verður til endurbyggingar, við-
gerða og undirbúnings. Að lokn-
um nauðsynlegum endurbótum
verður lögð áherzla á að byggja
upp Erró-hluta Korpúlfsstaða en
síðan tekið til við miðstöðina
sjálfa.
Athafnamaðurinn Thor Jensen
réðst í byggingar á Korpúlfsstöð-
um og gerði staðinn að reisuleg-
asta býli landsins í lok þriðja ára-
tugarins (300 mjólkurkýr í fjósi),
þegar heimskreppan reið húsum
um gjörvöll Vesturlönd. Stórhug-
ur hans speglast enn í Korpúlfs-
staðabyggingunni, sem senn
verður breytt í listamiðstöð, „þar
sem menningin verður mjólkur-
kýrin en listin lífsmjólkin“, svo
enn sé vitnað til orða Davíðs
Oddssonar. Sá stórhugur borgar-
stjórnar, sem í framlögðum hug-
myndum og skipulagsteikningum
felst, er sömu ættar og framtak
Thors Jensens, þegar hann
byggði upp Korpúlfsstaði í byijun
heimskreppunnar.
Fyrirhuguð miðstöð lista og
menningar á Korpúlfsstöðum er
framsæknum Reykvíkingum
fagnaðarefni. Hún á að vera hof
þeirra lista sem við viljum bijóta
leið inn í 21. öldina og í sterkum
tengslum við fólkið, umhverfið
og náttúruna.
UMRÆÐUR voru á Alþingi í gær
um þingsályktunartillögu Alþýðu-
bandalagsins, um að sjávarútvegs-
nefnd Alþingis verði falið að endur-
skoða Iög um stjórn fiskveiða og
móta heildstæða sjávarútvegs-
stefnu. Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra sagði að tillagan
væri óþörf, enda hefði endurskoð-
un þegar farið fram. Tillaga al-
þýðubandalagsmanna hlaut ekki
undirtektir hjá öðrum flokkum en
Kvennalistanum. Umræðan snerist
öðrum þræði um þau frumvörp um
sjávarútveg, sem ríkisstjórnin hef-
ur lagt fyrir þingflokka sína, og
gerðu þrír þingmenn Alþýðu-
flokksins athugasemdir við atriði í
frumvarpinu um fiskveiðistjórnun.
Jóhann Ársælsson, fyrsti flutnings-
maður tillögu Alþýðubandalagsins,
sagði að með samþykkt hennar myndi
Alþingi sjálft taka frumkvæði varð-
andi mótun sjávarútvegsstefnu, en
ríkisstjóminni hefði ekki farizt það
verk vel úr hendi. Jóhann gagnrýndi
störf Tvíhöfðanefndarinnar og sagði
aðaltillögu hennar vera að festa afla-
markskerfið í sessi og um leið fijálst
brask með kvóta. Hann sagði að
kostnaður vegna kvótakaupa hefði í
sumum tilfellum verið dreginn frá
skiptaverði til sjómanna og kvótalitlar
útgerðir væru látnar fiska fyrir kvóta-
eigendur, sem sætu í landi og græddu
peninga. „Sjómenn og kvótalitlar út-
gerðir eiga að borga auðlindaskattinn
fyrir sægreifana," sagði Jóhann. Hann
sagði að ekki væri hægt að koma upp
nýrri útgerð vegna hins mikla kostn-
aðar við kvótakaup og því yrðu t.d.
bæjarsjóðir að koma til skjalanna.
„Tími sægreifa, stórfyrirtækja og
bæjarútgerða er að renna upp,“ sagði
hann. „Endurskoðun fiskveiðistefn-
unnar, sem ekki tekur á verstu göllum
kvótakerfisins, sem eru byggðarösk-
un, kjaraskerðing sjómanna og fisk-
verkafólks og óeðlilegir viðskipta-
hættir, er engin endurskoðun."
Stefnuleysi Alþýðubandalags
Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs-
ráðherra, sagði að umræðan væri að
efni til opinber auglýsing Alþýðu-
bandalagsins um uppgjöf þess við að
móta eigin stefnu í sjávarútvegsmál-
um. Þingflokkur Alþýðubandalagsins
hefði ekki getað samþykkt frumvarp
Jóhanns Ársælssonar um fískveiði-
stjórnun og vísað því í möppur fylgi-
skjala frumvarpsins. Tillagan um end-
urskoðun sjávarútvegsstefnunnar
væri óþörf, þar sem hún hefði þegar
farið fram.
Þorsteinn sagði að niðurstaða starfs
Tvíhöfðanefndarinnar hefði verið sú
að aflamarkskerfið væri bezta kerfið
til að ná markmiðum um verndun
fiskistofna, hagkvæmni og athafna-
frelsi í sjávarútvegi. Um það væri
nokkuð breið pólitísk samstaða. „Rík-
isstjórnin hefur samhljóða lagt frum-
vörp fyrir þingfiokka ríkisstjórnarinn-
ar og birt þau um smávægilegar lag-
færingar á þeirri löggjöf, sem nú er
fyrir hendi. Það er þekkt að Fram-
sóknarflokkurinn fylgir í grundvall-
aratriðum þeirri afstöðu að byggja
hér á aflamarkskerfinu, þannig að
stjórnarflokkamir og Framsóknar-
flokkurinn fylgja í grundvallaratriðum
svipaðri afstöðu," sagði Þorsteinn.
Sjómenn taki ekki þátt
í kvótakaupum
Hann sagði að þær breytingar á
tillögum Tvíhöfðanefndarinnar, sem
gert væri ráð fyrir í frumvarpi sínu
um fiskveiðistjómun, um krókaleyfi
og tvöföldun á línuafla, væru ekki
útræddar í stjórnarflokkunum. Þessar
breytingartillögur snem að um 2% af
því magni, sem væri veitt á íslandsm-
iðum.
Þorsteinn sagðist þeirrar skoðunar
að sjómenn ættu ekki að taka þátt í
kvótakaupum með útgerðum, enda
hefði verið undirritaður bindandi
kjara
manna og útgerða. Hann sagði að
rætt væri um það hvort banna skyldi
slíkt með lögum, en það ætti þá ekki
heima í fiskveiðistjórnunarlöggjöf,
heldur lögum sem til væru um skipta-
verðmæti og greiðslumiðlun.
Ekki röskun varðandi vinnslu
Stefán Guðmundsson, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagði fram-
sóknarmenn hiynnta aflamarkskerf-
inu og lýsti sig andvígan tillögu al-
þýðubandalagsmanna. Hann sagði að
álit útgerðar- og vinnsluaðila væri að
það hefði skilað sjávarútveginum
ávinningi. Spurt væri hvort röskun
hefði orðið milli landshluta með kvóta-
kerfinu. Þegar tölur um vinnslu afla
væru skoðaðar, kæmi í ljós að árið
1983 hefði Reykjanes unnið um 18%
aflans, en árið 1991 hefði það hlut-
fall verið komið í 20,9%. Hlutur
Vesturlands hefði á sama tíma farið
úr 11,7% í 11,4%. Á Vestfjörðum
hefðu 13,7% aflans verið unnin árið
1983, en 15,4% árið 1991.
Einnig væri spurt hvort togarar
hefðu stóraukið sinn hlut í afla. Töl-
urnar sýndu að þorskafli báta undir
10 tonnum hefði stóraukizt eftir að
kvótakerfið var tekið upp, en hlutur
skipa yfir 10 tonnum minnkað.
Sóknarstýring á smábáta
Sigbjörn Gunnarsson, þingmaður
Alþýðuflokks, sagðist ekki hrifinn af
þeim tillögum um aflamark smábáta,
sem lagðar væru til í frumvarpi sjávar-
útvegsráðherra. „Ég óttast mjög að ~
sóknin í upphafi hvers tímabils yrði
geigvænleg og kapphlaupið um lífs-
björgina slíkt að stórhætta kynni að
stafa af,“ sagði Sigbjöm og benti á
hættu vegna veðra. Hann sagði að
fara ætti að tillögum Fiskiþings um
veiðar smábáta. „Um þessar mundir
höfum við tækifæri til að renna stoð-
um undir byggð víða um land með
því að staðfesta sóknarstýringu á
smábáta. Slík ákvörðun kallar ekki á
bein fjárútlát úr opinberum sjóðum,
þvert á móti mun aflamarkskerfi á
smábáta, ef af verður, verða til þess
að verðmæti munu glatast,“ sagði
hann.
Tilbúnir til málamiðlana
Össur Skarphéðinsson, formaður
'þingflokks Alþýðuflokksins, lagði til
þá breytingu á frumvarpi sjávar-
útvegsráðherra um Þróunarsjóð að
sjóðnum væri heimilt að styrkja til-
raunaveiðar á vannýttum tegundum.
Össur gagnrýndi Þorstein Pálsson
sjávarútvegsráðherra fyrir að hafa
lýst yfir, að vegna andstöðu sinnar
við ákvæði um smábáta í frumvarpi
um fiskveiðistjórnun, gæti svo farið
að frumvörp ríkisstjórnarinnar um
sjávarútvegsmál kæmu ekki fram á
þingi í vor. í meginatriðum ríkti bæri-
leg sátt innan stjórnarflokkanna um
langstærstu atriði sjávarútvegsmál-
anna; um þróunarsjóðinn, aflamarkið
og að veiðiheimildir skuli vera fram-
seljanlegar. Einstakir þingmenn, bæði
í Alþýðuflokki og Sjálfstæðisflokki,
hefðu hins vegar gert athugasemdir
varðandi smábáta. Þessir þingmenn
væru hins vegar reiðubúnir að finna
málamiðlun, þannig að yfirlýsingar
um andlát þingmála ríkisstjórnarinnar
um sjávarútveg væru ótímabærar.
Kvóti á hús varasamur
Karl Steinar Guðnason, þingmaður
Alþýðuflokks, sagðist gera athuga-
semd við þau ákvæði í frumvarpi um
fiskveiðistjórnun, sem lytu að veiði-
heimildum fyrir vinnslustöðvar. „Ég
bendi í því sambandi á að slíkt getur
verið mjög varasamt með tilliti til
hagsmuna sjómanna, sem gætu þurft
að sæta afarkostum svokallaðra eig-
enda í landi,“ sagði hann.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
þingkona Kvennalista, sagði flokk
sinn styðja tillögu Alþýðubandalags-
ins um endurskoðun sjávarútvegs-
stefnunnar. Hún sagði að kvennalista-
konur hefðu ekki horfið frá stefnu
sinni um byggðakvóta.
Umræðunni var sjónvarpað og út-
varpað og töluðu auk ofangreindra:
Frá Alþýðubandalagi Kristinn H.
Gunnarsson og Steingrímur J. Sigfús-
son, frá Sjálfstæðisflokki Sturla Böð-
varsson og Einar K. Guðfinnsson, frá
Framsóknarflokki Ingibjörg Pálma-
dóttir og Jón Kristjánsson og frá
Kvennalista Anna G. Ólafsdóttir.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993
25
Bréfið til Noiræna
kvikmyndasj óðsins
eftir Hrafn
Gunnlaugsson
Bréf sem fyrirtæki mitt F.I.L.M.
skrifaði menntamálaráðherra vegna
Norræna kvikmyndasjóðsins hefur
orðið tilefni heiftarlegra orðaskipta á
Alþingi og mikilla blaðaskrifa. Bréf
þetta var á sínum tíma skrifað í sam-
vinnu við Tómas Þorvaldsson lög-
fræðing Sambands íslenskra kvik-
myndaframleiðenda. Ástæða þess að
bréfíð var skrifað var að fram-
kvæmdastjóri Norræna kvikmynda-
sjóðsins hafði dregið fyrirvaralaust
til baka gefið fyrirheit um fjárframlag
úr sjóðnum til kvikmyndarinnar „Hin
helgu vé“. F.I.L.M. þurfti að leita
réttar síns og þar sem sjóðurinn heyr-
ir beint undir ráðuneyti viðkomandi
landa, var leitað til Menntamálaráðu-
neytisins. Norræni kvikmyndasjóður-
inn hafði farið úr böndunum í höndum
framkvæmdastjórans og var að okkar
mati ástæða þess að hann dró fyrir-
heitið til baka. Þá hafði framkvæmda-
stjórinn lofað fjármagni ti! fjölda að-
ilja langt umfram getu sjóðsins. Þetta
mál er rakið í bréfi F.I.L.M. sem hér
verður birt og skýrir sig sjálft.
Hvernig bréfið var sent áfram úr
Menntamálaráðuneytinu kemur þess-
ari hlið málsins ekki við, en ég er
þakklátur ráðuneytinu fyrir að hafa
sent erindið áfram. Það er styrkur
fyrir íslenska kvikmyndagerðarmenn
að vita til þess, að þeir geti leitað til
ráðuneytisins, sé brotið á þeim.
Árangur þess að F.I.L.M. tók mál-
ið upp með hjálp lögfræðings, var að
um 8,5 milljónir, af þeirri fjárhæð (21
milljón) sem gefið hafði verið fyrirhe-
it um að fengist til verksins var út-
hlutað á næsta fundi sjóðstjórnar.
Þetta framlag var nokkur sárabót,
en setti framleiðanda hins vegar í
þann vanda að finna það fjármagn
sem upp á vantaði, þ.e. um 12,5 millj-
ónir. Sú saga verður ekki rakin að
svo stöddu. Hér á eftir fylgir bréfið
í heild eins og það var sent frá
F.I.L.M.
Bréfið
„Við úthiutun úr Kvikmyndasjóði
íslands í jan. ’92 voru veittar 21 millj-
ón ísl. kr. til upptöku á „Hin helgu
vé“. Kostnaðaráætlun myndarinnar
hljóðaði upp á sem næst 84 milljónir.
Uthlutun Kvikmyndasjóðs þýddi því
að fjármagn var því fengið fyrir ‘A
af áætluðum kostnaði.
Þann 7. febrúar, ’92 sendi Hrafn
Gunnlaugsson bréf til Bengt Forslund
framkvæmdastjóra Nordisk Film- och
TV-fond og tjáði honum að hann vildi
kanna viðbrögð sjóðsins við hjálögðu
handriti að „Hin helgu vé“. Bengt
svaraði með faxi þann 17. febrúar,
’92.
Samkvæmt ríkjandi vinnureglu gat
framkvæmdastjóri sjóðsins bundið
sjóðinn upp á allt að 3 milljónir sænsk-
ar þætti honum verkefni sérstaklega
áhugavert. Jákvætt svar frá Bengt
var því jafnan túlkað af framleiðend-
um sem fyrirheit um hver endanleg
niðurstaða yrði' þegar umsókn yrði
formlega afgreidd. í svarfaxi Bengt
segir m.a.: „Berattelsen ar i mitt
tycke en mycket fin barndomsskildr-
ing med total vikt pá „det förbjudna",
barnets upptáckt av sexualiteten. Jag
tycker ocksá att den ár föredömligt
koncentrerad - som en Woody Allen-
film utan jámförelse i övrigt." Og
nokkru síðar segir: „Konstnárligt sett
tror jag báde pá Dig och beráttelsen
och vill gárna vara med pá ett hörn.“
Hin mjög svo jákvæðu viðbrögð við
handritinu og það vilyrði um þátttöku
í framleiðslu sem kemur fram í tilvitn-
uðum orðum, varð til þess að Hrafn
var í góðri trú um að hann hefði nú
minnst helming fjármagns til mynd-
arinnar borðliggjandi. Hann taldi
stöðu sína nógu sterka til að leita
eftir frekara liðsinni um fjármögnun
erlendis og hafði samband við Bo
Jonsson hjá Viking Film í Stokk-
hólmi. Bo tók erindi Hrafns vel, ekki
síst í ljósi faxsins frá Bengt og gerðu
Viking Film og fyrirtæki Hrafns
(FILM) fjármögnunaráætlun þar sem
miðað var við þátttöku Norræna
sjóðsins að ‘A hluta. Bo Jonsson ræddi
við Bengt í síma og tjáði honum frá
áætluninni og væntanlegri umsókn í
sjóðinn. Bengt gerði enga athuga-
semd við þessar hugmyndir. í höfuð-
dráttum var hugmynd Bo sú að Svíar
greiddu 'k af kostnaði, Norræni sjóð-
urinn - Kvikmyndasjóður íslands
hafði þegar veitt sem næst 'h til
myndarinnar og að þau 25% sem þá
vantaði upp á fengjust að hluta til
við næstu úthlutun Kvikmyndasjóðs
íslands og með væntanlegri sölu að-
gangseyris.
í mars hitti síðan Hrafn Bengt í
Stokkhólmi og ræddu þeir um upp-
töku myndarinnar um sumarið og var
ekki á Bengt annað að heyra en allt
stæði hvað varðaði Norræna sjóðinn.
Sú staðreynd að sjóðurinn féll síðan
frá fyrirheiti framkvæmdastjórans á
síðustu stundu kom því aðstandend-
um „Hin helgu vé“ algerlega í opna
skjöldu.
Til að varpa ljósi á stöðu mála
hvað afstöðu framkvæmdastjóra
sjóðsins snertir er fróðlegt að líta á
fax sem hann sendi Friðriki Þór og
Ara Kristinssyni þann 6. apríl (nokkr-
um dögum eftir fundinn með Hrafni).
Friðrik hafði sent Bengt handrit sem
byggir á æskuminningum Friðriks og
er því sömu ættar og „Hin helgu vé“.
í svari Bengt frá 6. apríl segir orð-
rétt: „Besides I must admit that I
personally finds Hrafns script better
and more of universal application
than Fridriks, which I read during the
weekend."
Bengt notar sem rök fyrir því að
hafna Friðriki að handrit Hrafns þ.e.
„Hin helgu vé“, sé betra og að þá
er virðist inni hjá sjóðnum og því
vart ástæða til að styrkja tvö handrit
um sama efni. Bengt minnist hins
vegar ekki á „Karlakórinn Heklu“
sem fékk síðan styrk eitt verka frá
íslandi.
Um þetta leyti mun hafa komið í
ljós, að fjárhagsstaða sjóðsins var
ekki sem skyldi. Þetta vissum við hins
vegar ekki fyrr en síðar. Þar sem
framleiðendur þóttust fullvissir um
fjárframlag úr Norræna sjóðnum,
sóttu þeir ekki um framlag frá Euri-
mage þ.e.: Evrópusjóðnum. Verk eins
og „Hin helgu vé“ hefði trúlega átt
þar greiðan aðgang því í úthlutunar-
reglum Eurimage er lögð sérstök
áhersla á barna- og unglingamyndir.
Þann 25. maí, (daginn fyrir úthlut-
unarfund Nordisk Film och TV fo-
und) berst óvænt bréf með faxi frá
Bengt, framkvæmdastjóra Norræna
sjóðsins, þar sem hann gerir ýmsar
athugasemdir við handritið að „Hin
helgu vé“, og ber því við að hann
hafi nú loks fengið lokahandrit og
lítist síður á það en frumhandritið sem
hann hafði miðað fyrirheit sín við.
Þessi athugasemd hljómar nánast
sem fyrirsláttur því söguþráður hand-
ritsins hafði ekki breyst, heldur höfðu
samtöl verið gerð ýtarlegri og verk-
lýsingar á upptökum skráðar inn. Bo
Jonsson getur staðfest að handritið
hafði hvorki tekið listrænum né efnis-
legum breytingum. Forsendur höfðu
því á engan hátt breyst frá því Bengt
skrifaði faxbréf sitt 17. febr. ’92. Auk
þess er bréfið faxað svo seint (daginn
fyrir úthlutunarfund) að útilokað var
að gera athugasemdir við efni þess
fyrir fundinn. Bo Jonsson reyndi sam-
dægurs að ná í Bengt til að leiðrétta
hugsanlegan misskilning vegna hand-
ritsins. Það handrit sem Bengt vitnar
til í bréfinu var ensk þýðing á eldri
útgáfu af handritinu sem hafði verið
gerð í fljótheitum til kynningar fyrir
kvikmyndahátíðina í Cannes. Ýtar-
legri útgáfa lá þá fyrir bæði á ís-
lensku og sænsku. Bo tókst ekki að
hafa upp á Bengt. Auk þess segir
Bengt orðrétt í bréfinu: „Jag kommer
dock inte att relatera mina invándn-
ingar inför styrelsen för att pá sá
sátt páverka dem i negativ riktnig
áven om jag máste tillstá att jag inte
ár entusiastisk.“
Bengt segir með tilvitnuðum orðum
að hann muni ekki tjá stjórninni frá
nýtilkomnum „efasemdum“ sínum.
Ólafur Ragnarsson tjáði mér hins
vegar að Bengt hefði ekki staðið við
þessi orð. Bengt hefði lagst gegn
umsókninni á fundinum og vitnað í
bréfið. Bengt hefði hins vegar stutt
umsókn um „Karlakórinn Heklu“ frá
Guðnýju Halldórsdóttur. Bengt hafði
áður mælt gegn þeirri umsókn bæði
í faxi og í samtali við hlutaðeigend-
ur. Ólafur Ragnarsson segir að þessi
snögga breyting á afstöðu Bengt
hafi komið sér á óvart, og virðast
þeir Bengt því ekki hafa náð að bera
saman bækur sínar fyrir fundinn. (sjá
nánari frásögn 'af túlkun Ólafs á þess-
um fundi í hjálagðri fundargerð Sam-
bands íslenskra kvikmyndaframleið-
enda frá 17.08.92 - Ath: viðbót vegna
þessarar greinar: sá kafli úr fundar-
gerðjnni er þetta varðar birtist undir
kaflanum Eftirmáli í lok þessarar'
greinar.)
En höldum áfram þar sem frá var
horfið. Þann 26. maí þegar umsókn-
inni er hafnað, er orðið of seint að
sækja um Eurimage, vegna þess að
umsókn þarf að berast löngu áður
en upptökur hefjast og næsti fundur
Eurimage var áætlaður í lok júní,
þegar við værum komnir vel af stað
í tökum.
Við vorum því brunnir inni hvað
Eurimage snerti. Þetta gerði það að
verkum að fjárhagsgrundvöllur
myndarinar var væntanlega hruninn.
Það hefði verið hrein ævintýra-
mennska að leggja út í tökur með
aðeins hluta af lágmarksfjármagni
tryggðan. í framhaldi þessa kom Bo
Jonsson í skyndiferð til íslands. Okk-
ur datt fyrst í hug að fresta upptök-
unni um ár eða leggja hana niður.
Að athuguðu máli, kom í ljós að út-
lagður kostnaður var þegar orðinn
það mikill, að það væri nánast jafn
dýrt að hætta við og að ljúka sjálfri
upptökunni. Ástæða þessarar niður-
,stöðu var að öll leikmyndasmíðin
hafði verið unnin í eyjunni Gróttu.
Náttúruverndarráð setti sem skilyrði
að ljúka yrði allri smíði í eyjunni fyr-
ir 1. mai vegna friðlýsingar svæðisins
um varptímann. Auk þess voru allir
samningar við leikara og upptökufólk
þegar undirritaðir og hefði þurft að
greiða þeim bróðurpart launanna
hvort sem var. Bo tókst með því að
nota sambönd sín í Svíþjóð til að fá
fleiri sænska aðilja í lið með okkur
svo ljúka mætti sjálfri upptöku mynd-
arinnar þ.á.m. Sænsku kvikmynda-
stofnunina, Svensk Filmindustri,
Sænska sjónvarpið o.fl. og framlag
Svía hækkaði þannig í 32% af fram-
leiðslukostnaði. (Vísast í þessu sam-
bandi til hjálagðs ljósrits af kaflanum
úr Samproduktionsavtal sem heitir
Insatser Andelar). í ljósi þeirra fjár-
muna sem þegar hafði verið eytt, og
vegna þess að Bo tókst að auka hlut
Svía um 6%, töldum við rétt að fara
í töku til að eyðileggja ekki þá fjár-
festingu sem þegar hafði verið gerð.
Var reynt að spara fé eftir ýtrustu
getu við upptökuna. (sjá hjálagt bréf
Bo Jonsson til Bengt Forslund frá
15/9 ’92 þar sem hann gerir grein
fyrir þessari ákvörðun)
Núna þegar tökunni er lokíð, er
allt fé uppurið og meira til. Utistand-
andi skuldir og lán vegna myndarinn-
ar eru um 10 milljónir og er þá allur
eftirvinnslukostnaður eftir sem er um
2,7 milljónir sænskra. Það er því ljóst
að ógerlegt er að ljúka myndinni
nema Norræni sjóðurinn komi til og
standi við fyrri heit. Við höfum því
stöðvað alla frekari vinnslu við mynd-
ina þar til niðurstaða fæst um hvað
Norræni sjóðurinn hyggst gera. Sú
Hrafn Gunnlaugsson
„Hvernig bréfið var sent
áfram úr Menntamála-
ráðuneytinu kemur
þessari hlið málsins ekki
við, en ég er þakklátur
ráðuneytinu fyrir að
hafa sent erindið áfram.
Það er styrkur fyrir ís-
lenska kvikmyndagerð-
armenn að vita til þess,
að þeir geti leitað til
ráðuneytisins, sé brotið
á þeim.“
regla hefur ríkt að ekki skuli veitt til
verka sem upptökur eru hafnar á.
En við lítum svo á að okkar tilfelli
sé undantekningartilfelii, því okkur
var nauðugur sá kostur einn að hefja
upptökur. Við teljum að í ljósi þeirrar
sögu sem rakin hefur verið hér á
undan beri sjóðnum siðferðilega
skylda til að standa við gefin heit.
í ljósi þess að framangreind loforð
Bengts voru gefin í samræmi við það
verklag sem notað hafði verið hjá
sjóðnum við hliðstæðar aðstæður og
þess að forsendur fyrir loforðinu
höfðu ekki breyst með þeim hætti að
ógilt gæti efni loforðsins teljum við
stöðu okkar siðferðilega og lögfræði-
lega mjög sterka en við viljum forð-
ast málaferli í lengstu Iög, þar sem
málaferli yrðu til að skaða álit sjóðs-
ins út á við, og veikja samstöðuna
sem um hann hefur ríkt.
Það er mikilvægt að leysa þetta
mál innan sjóðsins og viljum við því
óska eftir því við þig háttvirtur
menntamálaráðherra, að fulltrúi ís-
lands geri þá kröfu innan stjórnar að
veittar verði 2,1 milljón sænskar til
að ljúka við „Hin helgu vé“ og ekki
verði úthlutað til nýrra verka fyrr en
staðið hefur verið við gefin loforð.
Þetta gæti gerst með þeim hætti að
fyrri umsókn yrði látin gilda og tekin
aftur upp til endanlegrar afgreiðslu
í ljósi þeirra aðstæðna sem hér hefur
verið lýst.“
Hér lýkur þessu bréfi.
Eftirmáli
I bréfinu er vitnað til fundargerðar
Sambands íslenskra kvikmyndafram-
leiðeinda. Til að skýra atburðasam-
hengið er rétt að birta hér þann texta
fundargerðarinnar sem fjallar um
þetta efni, er Ólafur Ragnarsson
bókaútgefandi, aðalfulltrúi íslands
hjá Norræna sjóðnum sat fund SÍK:
„Ólafur var spurður um þau loforð
sem framkvæmdastjóri sjóðsins
Bengt Forslund hefur verið að gefa
ýmsum kvikmyndaframleiðendum og
ekki hefur verið staðið við. Ólafur
skýrði svo frá að Bengt Forslund liti
svo á, að þau loforð sem hann geff
áður en að fullbúið handrit liggi fyrir
lurfi hann ekki að standa við lítist
honum ekki á endanlegt handrit.
Stjórnarmenn SIK bentu á að um
jennan skilning Bengts Forslund á
loforðum hefði enginn vitað um. Jafn-
framt var bent á að í reglum Norður-
landasjóðsins væru ekki að fínna aðr-.
ar starfsreglur um meðferð fram-
kvæmdastjórans á fjármunum sjóðs-
ins en þær að hann hefði heimild til
að ráðstafa án stjómarsamþykkis allt
að 3 milljónum SKR í hvert verkefni.
Þannig væri ekki óeðliiegt að menn
hefðu tekið loforð hans alvarlega og
hafið framkvæmdir í trausti þeirra.
Fullyrðingar framkvæmdastjórans
um að breytingar á handritum felli
úr gildi fyrirgreiðsluloforð geti ekki
að mati SÍK verið ástæða þess að
fallið sé frá loforðum nema um meiri
háttar og afgerandi efnisbreytingar
sé að ræða sem talist geti forséndu-
brestur. Ólafur var spurður hvort
honum hefði ekki flogið í hug að
kalla varamann sinn á stjórnarfund-
inn þar sem fjallað var um umsókn
Umba s.f. vegna „Karlakórsins
Heklu“, vegna hugsanlegra hags-
munatengsla hans sjálfs við framleið-
endur (Umba s.f.). Ólafur sagði að
stjórn sjóðsins byggði nánast allar
ákvarðanir sínar á faglegu mati fram-
kvæmdastjóra og þess vegna taldi
hann að í þessu tilfelli hefði ekki ver-
ið um hættu á hagsmunaárekstrum
að ræða. Ólafur lýsti því yfir að hon-
um þætti eðlileg sú krafa að staðið
yrði við þau loforð sem gefin hefðu
verið. Og hugsanlega ætti að gera
undantekningu á reglunni um að
styrkja ekki myndir sem framleiðsla
er hafin á, hafi þær farið af stað 1
vegna loforða framkvæmdastjóra.
Óskað var eftir því við Ólaf að hann
fari fram á stjörnarfund í stjórn Norð-
urlandasjóðsins þar sem þessi mál
yrðu rædd og að þar yrði m.a. rætt
hvort ekki væri nauðsynlegt að
„hreinsa borðið“ þ.e. standa við fyrir-
liggjandi loforð en stj. SÍK lýsti ein-
dregnum vilja í þá veru.“
Þetta var texti úr nefndri fundar-
gerð.
Lokaorð
Að lokum vil ég rifja upp það sem
Kristín Jóhannesdóttir fulltrúi íslands
á þeim fundi Norræna sjóðsins sem
bréfið var afgreitt á, hafði um þetta
mál að segja í viðtali við DV þann
15. apríl s.l. Orð Kristínar segja meira
en allt það orðaskak sem orðið hefur
vegna þessa bréfs:
„Það er ekkert út á það að setja
að ráðuneytið, sem á aðild að þessum
sjóði, hafi eitthvað um það að segja
þegar menn eru settir út á kaldan
klaka. í rauninni er ágætt til þess
að vita að eiga þennan stuðning ef í
hart fer þó ég voni að til þess komi
ekki aftur“, sagði Kristín.
Um ummæli Bengt Forslund fram-
kvæmdastjóra sjóðsins, um að bréf
Menntamálaráðuneytisins hefði haft
áhrif á stjórnina, sagði Kristín:
„Ég hygg að þetta sé ekki skoðun
stjórnarmanna. Þetta var skoðað út
frá mjög faglegum forsendum, ekki
bara Hrafnsmálið, heldur annað mál
héðan frá íslandi. Hvaða möguleika
menn ættu í að fjármagna ef þeir
fengju enga peninga. Niðurstaðan
varð sú að þetta væri eina leiðin til
að klára kvikmyndaverkið. Það er
hagur sjóðsins að verkefnið leggist
ekki niður,“ sagði Kristín."
Svo mörg voru orð Kristínar Jó-
hannesdóttur kvikmyndaleikstjóra.
Enginn hefur farið fleiri hringi í
þessu máli en Bengt Forslund fram-
kvæmdastjóri Norræna kvikmynda-
sjóðsins. Hann hefur lent í marg-
faldri mótsögn við sjálfan sig. í fyrsta
faxi til F.I.L.M. vegna „Hin helgu vé“
sem vitnað er til í upphafi bréfsins
til F.I.L.M., hælir Bengt handritinu í
hástert. Síðan reyndi hann að draga
í land, þegar hann hafði misst sjóðinn
fjárhagslega úr böndunum, og þóttist
þá hafa efasemdir um handritið. Síð-
asta dæmið um mótsagnir hans er
viðtal við hann í Tímanum 14. apríl
s.l. þar segir Bengt orðrétt í þýðingu
íslenska fréttaritarans: „Aftur á móti
virðist myndin lofa nokkru góðu á
því stigi sem hún er núna, þótt ég
hafi haft efasemdir um handritið í
fyrstu.“
Höfundur er leikstjóri og
rithöfundur, en starfar um þessar
mundir sem framkvæmdastjóri
Sjónvarpsins.