Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993
Tveir menn taldir af eftir að Sæberg AK sökk norðvestur af Garðskaga í fyrrinótt
Stór fylla inn
umnetalúguna
SÆBERG AK sem var á netaveiðum á Faxaflóa sökk um kl. 21.30
í fyrrakvöld 18 sjómílur norðvestur af Garðskaga þegar stór fylla
kom inn um netalúguna þegar verið var að draga netið um borð.
Sæberg, sem er tíu tonna netabátur, lagðist við þetta á hliðina
og sökk skömmu síðar. Fimm menn voru um borð í bátnum.
Tókst þremur þeirra að komast í björgunarbát og var þeim bjarg-
að um borð í Freyju GK kl. 2.15 i fyrrinótt. Arangurslaus leit
var gerð í fyrrinótt og gærmorgun að skipverjunum Grétari
Lýðssyni og Grétari Sigurðssyni og eru þeir taldir af.
Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Sökk á Faxaflóa
SÆBERG AK sem sökk þegar fylla kom á bátinn á Faxaflóa í fyrra-
kvöld. Báturinn hét áður Faxafell III.
Sendingar frá neyðarsendi byrj-
uðu að berast Slysavamafélaginu um
gervihnött kl. 21.37. Samkvæmt
upplýsingum frá Slysavamafélaginu
var farið varlega í byijun þar sem
skeytin sem bámst vom ekki öll með
sömu staðsetningu og menn vissu
ekki nema þau kæmu jafnvel frá
sendum í landi eins og átt hefur sér
stað, jafnvel frá flugvélum í flug-
skýli. Upp úr kl. 23 kom síðan í ljós
að Sæberg AK svaraði ekki tilkynn-
ingarskyldunni, en áður hafði þó
verið byijað að gera klárt til leitar.
Skömmu fyrir miðnætti var síðan
óskað eftir því að nærstödd skip leit-
uðu á svæðinu, og flugvél Flugmála-
stjómar sem þá fór í loftið var kom-
in yfír neyðarsendinn kl. 0.50, en
úr henni sást ekki til sjávar þar sem
mjög lágskýjað var á svæðinu. Leið-
beindi hún bátum á staðinn. Þyrla
Landhelgisgæslunnar var ekki tiltæk
í fyrrinótt og var óskað eftir aðstoð
vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli
kl. 1. Að sögn Friðþórs Eydal, blaða-
fulltrúa varnarliðsins, vildi varnarlið-
ið, vegna óvissu um hvað raunvem-
lega var á seyði og hvort um líf eða
dauða væri að tefla, auk slæms veð-
urs á leitarsvæðinu, bíða um sinn og
fá nánari fregnir af málinu áður en
þyrla yrði send í loftið til leitar.
Skipveijar á Freyju GK sáu neyð-
arblys kl. 2.00 og kom skipið að
gúmmíbátnum kl. 2.15 og tóks að
bjarga mönnunum þremur úr honum.
Freyja sigldi með mennina til Njarð-
víkur og var skipið komið þangað
klukkan rúmlega átta í gærmorgun.
Landhelgisgæslan óskaði á ný eft-
ir aðstoð varnarliðsins kl 2.25 til leit-
ar að mönnunum tveimur, sem sakn-
að var og fór ein þyrla varnarliðsins
í loftið kl. 3.35 og leitaði til 7.40 í
gærmorgun. Þrír bátar ásamt tveim
björgunarskipum Slysavamafélags-
ins, Hannesi Hafstein og Henry Hálf-
dánarsyni, ieituðu á svæðinu ásamt
flugvél Flugmálastjórnar sem fór
aftur í loftið kl 9 um morguninn og
leitaði hún til 11.45. Bátarnir héldu
síðan til hafnar um hádegisbil og
björgunarskipin um kl. 13 eftir ár-
angurslausa leit. Henry Hálfdánar-
son hélt til Akraness með björgunar-
bát sem fundist hafði á svæðinu
óuppblásinn í fyrrinótt ásamt bjarg-
hring.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 29. APRIL
YFIRLIT: Á Grænlandssundi er 993 mb lægðarsvæði sem hreyfist lítið.
Milli Skotlands og Noregs er heldur minnkandi 103 mb hæð.
SPÁ: Suðvestan stinningskaldi eða allhvasst suðvestanlands en kaldi
eða stinningskaldi í öðrum landshlutum. Slydduél suðvestan til og aust-
an með suðausturströndinni, él norðvestanlands, einkum á Vestfjörðum
en þurrt og víða léttskýjað annars staðar. Hiti verður á bilinu 0-5 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg breytileg átt og skúrir
eða slydduél suðvestan- og vestanlands en annars hæg austan og suð-
austanátt og dálítil rigning austanlands. Hiti 0 til 6 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg norðlæg átt og smáél norðanlands en
þurrt og víða léttskýjað syðra. Fremur svalt í veðri.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30.Svarsi'mi Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600.
q a m
Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
V Ý
/ / / * / *
/ / * /
/ / / / * /
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrirnar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.^
10° Hitastig
v Súld
= Þoka
stig..
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30 ígær)
Víðast á landinu er nú ágæt færð og er greiðfært um Suðurland til
Austfjarða og þar eru flestir vegir færir. Vel fært er um Vesturland og
í Reykhólasveit og fært er milli Brjánslækjar, Patreksfjarðar og Bíldu-
dals. Þá er fært norður um Holtavörðuheiði til Hólmavíkur en Steingríms-
fjarðarheiði er ófær. Fært er um Norður- og Norðausturland og Möðru-
dalsöræfi eru fær en fara þarf þar með aðgát vegna bleytu. Víða hefur
öxulþungi verið takmarkaður vegna aurbleytu og þaö merkt við viðkom-
andi vegi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ígrænnilínu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HBM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hitl veður
Akureyri 12 úrkoma
Reykjavlk e þokumóöa
Bergen 15 hálfskýjað
Helslnki 19 léttskýjað
Kaupmannahöfn 24 hálfskýjað
Narssarssuaq +4 snjókoma
Nuuk +7 snjókoma
Ósló 18 léttskýjað
Stokkhólmur 16 léttskýjað
Þórshöfn 8 léttskýjað
Algarve 16 léttskýjað
Amsterdam 24 léttskýjað
Barcelona 17 skýjað
Berlín 26 léttskýjað
Chicago 14 alskýjað
Feneyjar 22 hálfskýjað
Frankfurt 25 léttskýjað
Glasgow 14 léttskýjað
Hamborg 25 skýjað
London 13 léttskýjað
LosAngeles 14 léttskýjað
Lúxemborg 23 heiðsklrt
Madríd 12 skýjað
Malaga 14 aiskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Montreal 6 léttskýjað
NewYork 8 heíðskírt
Orlando 17 skýjað
París 24 heíðskírt
Madelra 18 skýjað
Róm 20 alskýjað
Vín 24 léttskýjað
Washington 8 léttskýjað
Winnipeg 3 súld
Heímild: Veflurstofa islands
(Byggt a veflurspá kl. 16.15 i gœr)
v
/'DAG kl. 12.00
Giftusamleg björgun
HALLDÓR Þórðarson skipstjóri á Freyju GK og áhöfn hans bjarg-
aði skipveijunum þremur af Sæbergi frá Akranesi í fyrrinótt.
Blautir og1 kaldir
en ótrulega hressir
„MENN höfðu snör handtök við að taka mennina um borð þegar við
höfðum fundið bátinn, en þrátt fyrir að þeir væru blautir og kaldir
þá voru þeir ótrúlega hressir þegar við komum að þeim. Mjög greið-
lega gekk að koma þeim um borð og aðstoðuðu þeir dyggilega við
það,“ segir Halldór Þórðarson skipstjóri á Freyju GK frá Garði, en
hann, ásamt áhöfn, bjargaði þremur skipbrotsmönnum af Sæbergi.
Freyja hafði verið við net á Sel-
vogsbanka og að sögn Halldórs var
ákveðið að taka netin upp vegna
lélegs fískirís á þeim slóðum og
færa þau norður fyrir Garðskaga.
Þar var síðan byijað að leggja netin
um kl. 22.30 og lauk því um mið-
nætti. Um það bil sem Freyja var
að halda til lands hafði tilkynninga-
skyldan samband við skipið og spurði
um stáðsetningu þess og sagði að
boð hefðu komið frá neyðarsendi.
Freyja var þá stödd átta sjómílur frá
þeim stað sem sendirinn var þá tal-
inn vera og óskaði tilkynningaskyld-
an eftir að þeir færu á staðinn.
Halldór sagðist fljótlega hafa gert
sér grein fyrir að alvara væri á ferð-
um og hélt þegar á staðinn, en tvo
tíma tók að sigla þangað vegna
dimmviðris og lélegs skyggnis.
„Við vorum búnir að fá gefnar
upp fjórar staðsetningar á neyðar-
sendinum og þegar við vorum komn-
ir á staðinn þar sem síðasta staðsetn-
ingin var gefin upp fór ég að reyna
átta mig á því í hvaða átt bátinn
hafði rekið. Við sigldum tvo hringi
á staðnum en þurftum að fara mjög
hægt vegna dimmviðris. Eftir 10-15
mínútna siglingu birtist skyndilega
neyðarblys fyrir framan okkur og
skömmu síðar fundum við mennina
í gúmbátnum. Allt hafði verið gert
klárt um borð til að taka á móti
þeim og með aðstoð þeirra gekk
bæði fljótt og vel að ná þeim um
borð,“ sagði Halldór. B.B.
Björg’unarbáturinn
HEIÐRÚN Sigurðardóttir og Arngrímur Guðmundsson lögreglu-
menn í Keflavík við gúmmíbjörgunarbátinn sem mennirnir voru í
þegar áhöfnin á Freyju bjargaði þeim.
i
i
I
I
I
I
>
í
I
I
i
i