Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 35
eeei jiota .es 3uoaciutmmfí aMAJgvíuoflOM __________________________Fb MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 35 - Gunnar Hjartarson, Isafirði — Minning Fæddur 16. mars 1919 Dáinn 10. mars 1993 Laugardaginn 20. mars sl. var til grafar borinn Gunnar Hjartar- son, Grundargötu 2, ísafirði. Útför- in fór fram frá ísafjarðarkapellu að viðstöddu fjölmenni, hógvær blómum skrýdd athöfn, úti skartaði eitt fegursta veður sem komið get- ur, fjallahringurinn fagri sem um- lykur Skutulsfjörð og Isafjarðarbæ drifhvítur baðaður glitrandi vetrar- sól. Einmitt þannig veit ég að vinur okkar, Gunnar Hjartarson, hefði viljað hafa kveðjustund sína og för að hinsta hvíldarstað, staðnum þar sem margir horfnir vinir hvíla í mynni dalsins góða, Engidal, sem hann átti svo margar góðar minn- ingar frá. Gunnar var fæddur á ísafirði 16. mars 1919. Hann var elstur þriggjá sona þeirra Sigurrósar Helgadóttur húsmóður og Hjartar Ólafssonar smiðs á ísafirði. Á tólfta ári missir Gunnar föður sinn og verður þá strax stoð og stytta móður sinnar til að sjá farborða heimili þeirra ásamt yngri bræðrunum, þeim Ólafi og Helga. Geta má nærri að oft hafi verið erfitt að ná endum saman við heim- ilishaldið hjá Sigurrósu á tímum svonefndra kreppuára, engar al- mannatryggingar, maka- eða barnabætur, en Sigurrós, þessi góða og geðþekka kona, skilaði móður- og uppeldishlutverki sínu með prýði og bjó sonum sínum hlý- legt og snyrtilegt heimili og þá eig- inleika mátti sterklega sjá í fari og lífsmunstri Gunnars sem og áður nefndum bræðrum hans. Sem áður segir byijaði Gunnar ungur að stunda vinnu, vann lengst af við smíðar bæði utan húss og innan. hann var lipur verkmaður, vinnusamur og trúr sínum vinnu- veitendum. Nær tvo síðustu áratugi vann hann hjá Mjólkurstöðinni á Isafirði. Þar komu honum vel áður- nefndir hæfileikar, snyrtimennska og árvekni. Hinn 1. janúar 1954 verða þáttaskil í lífí Gunnars, þegar hann kvænist ungri stúlku frá Neðri-Engidal í Skutulsfirði, Krist- ínu Pétursdóttur, en þau höfðu kynnst á ísafirði nokkru áður. Kristín var elst íjögurra dætra þeirra Neðri-Engidalshjóna, Péturs Jónatanssonar og Guðmundu Kat- arínusardóttur. Það var því líkt með uppvaxtarárum þeirra Gunnars og Kristínar að hún þurfti snemma að hjálpa til við öll störf bæði úti og inni. Það voru því samstilltar og vinnusamar hendur sem unnu að því að koma sér upp heimili, fyrst í íbúð á lofti Alþýðuhússins á Isafirði og síðar í íbúð er þau keyptu í Grundargötu 2 á ísafirði, og þar bjuggu þau alla sína samvistartíð. Ekki er lífið ætíð dans á rósum og það má segja að svo hafi ekki verið að sumu leyti hjá þeim Gunn- ari og Dídí eins og Kristín er ævin- lega kölluð. Eins og öll ung hjón þráðu þau að eignast börn, en þrí- vegis máttu þau sjá ljós að nýju Hfi slokkna skömmu fyrir fæðingu. Það var því sannarlegur sólargeisli sem ljómaði á heimili þeirra og huga þegar þeim 10. júní 1963 fæddist sonur, hraustur og hýr snáði, er hlaut nafnið Gunnar Þór. Það var á fyrstu hjúskaparárum þeirra Gunnars og Dídíar sem ég kynntist þeim, þegar við Gerða, systir Dídíar, felldum hugi saman og hófum búskap í Ástúni á In- gjaldssandi. Það urðu því strax góð kynni, samskipti og heimsóknir milli okkar, og oft hittumst við í Blóm Skreytingar Gjafavara Kransar Krossar Kistuskreytingar Opið alla daga frá kl. 9-22 Fákafeni 11 s. 68 91 20 Engidal hjá foreldrum þeirra Dídíar og Gerðu. Strax fór vel á milli okkar Gunn- ars. Hann var maður fríður sýnum og bað af sér góðan þokka, liðlega vaxinn og samsvaraði sér vel, og þó að hann væri að öllu jöfnu hlé- drægur maður gat hann verið glað- ur og skemmtilegur í vinahópi. Gunnar var vel greindur, fylgdist vel með öllu sem efst var á baugi hveiju sinni, las bækur og blöð og hlýddi á útvarp. Fáa hef ég þekkt sem voru jafn sterkminnugir á menn og málefni, sérstaklega átti þetta við um allt sem varðaði landa- fræði. Ég gerði mér oft far um, ef mig langaði til að fræðast um lönd og lýði út í heimi að spjalla við Gunnar. Það var bókstaflega sama hvar borið var niður, Gunnar vissi allt um það, um borgir og byggðir, íbúafjölda, þjóðhöfðingja, stjórnmál o.s.frv. Gunnar var mikill náttúruunn- andi, fagnaði ætíð góðu veðri og leit þá jafnan til fjalla. Frá unga aldri stundaði hann, ásamt bræðr- um sínum, fjallaferðir bæði að sum- ar- og vetrarlagi. Hann gjörþekkti fjallahringinn umhverfis Skutuls- fjörðinn og víða þar í nágrenni. Síðar þegar þau Dídí eignuðust bif- reið ferðuðust þau nánast á hveiju sumri um landið, lengri eða skemmri ferðir eftir ástæðum. Öll- um, þessum ferðalögum þeirra gat Gunnar lýst á glaðværan og skemmtilegan hátt og nánast gert mann að þátttakanda í ferðinni. Það var svo í desember 1985 að Gunnar veiktist all skyndilega og var það upphaf þess er dró til síð- ustu stundar hans nú í mars sl. Hann leitaði sér lækningar þá og fékk nokkra bót, þannig að hann gat stundað vinnu sína. Enn sótti að honum veikindi er hann nánast á einni nóttu fyrir rúmum tveimur árum missti sjón á öðru auga. Þessu mótlæti gagnvart heilsufari sínu tók Gunnar með karlmennsku opg hafði aldrei uppi neinar kvartanir um líð- an sína. Þvert á móti vildi hann sem minnst úr gera. Gunnar var heima- kær maður, velferð fjölskyldunnar var honum efst í huga, og þegar einkasyni þeirra Gunnari Þór og konu hans, Kolbrúnu Bjarnadóttur fæddist sonur, var svo sannarlega sólarljómi enn á ný ríkjandi í huga og hjörtum hjónanna í Grundargötu 2. Þau vöktu yfir velferð litla dreng- isins, Péturs Þórs, og vildu og vilja veg hans sem bestan. Litli drengur- inn spyr nú: Hvar er afi, og hvers vegna þurfti hann að fara frá okk- ur? Þessara spurninga spyijum við líka sem eldri erum, sér í lagi þeg- ar góðir vinir hverfa, oft langt um aldur fram. Svarið er ekki ætíð auðfundið, en okkur kristnum mönnum er ljúf sú kenning trúar okkar að vilji Guðs er öllu ofar og vitum að í örmum hans hvílir nú andi hins látna vinar okkar Gunn- ars Hjartarsonar. Og í þeim hugar- ljóma verður minning látinna vina björt og eilíf. Útför t MAGNÚSAR EGGERTSSONAR, fyrrum bónda að Melaleiti, fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 14.00. Vandamenn. t Minningarathöfn um systurson okkar, GUNNAR PÉTURSSON, fer fram í Neskirkju föstudaginn 30. apríl kl. 15.00. Útförin verður sama dag í Jóhannesarborg. Gunnar Gunnarsson, Helga Gunnarsdóttir. Lokað í dag frá kl. 13.00 vegna útfarar Björns Guðmundssonar Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Ákjósanlegast er að fá greinarnar sendar á disklingi. .Við fjölskyldan frá Ástúni vottum þér, Dídí, kæra systir og vinkona, syni okkar, tengdadóttur og sonar- syni, dýpstu samúð og biðjum ykk- ur blessunar Guðs alla tíð. Sömu orðum viljum við beina til bræðra Gunnars og alls skylduliðs. Ásvaldur og Gerða frá Ástúni. Mig langar aðeins að minnast með nokkrum orðum mágs míns, Gunnars Hjartarsonar sem fæddist 16. mars 1919 og andaðist 10. mars 1993. Maður er aldrei viðbúin að heyra andlátsfregn, jafnvel þó að maður viti að viðkomandi hafi verið mjög veikur. Gunnar var elst- ur þriggja bræðra, hinir eru Olafur og Helgi. Ég staldra við og rifja upp ýmislegt frá kynnum mínum við Gunnar. Ég kynntist honum fyrir 42 árum þegar við Helgi vorum trúlofuð. Ég man að ég sagði við Helga, þegar hann sagðist eiga bróður sem héti Gunnar: „Af hveiju heitir þú ekki Gunnar? Þetta er uppáhaldsnafnið mitt.“ Við Gunnar urðum góðir vin- ir, hann var kátur á góðra vina stund, hlýr og blíðlyndur maður í raun, en það var eins með hann og marga aðra að það vissu það ekki allir, en hann sýndi mér það oft. Þeir bræður urðu fyrir því að missa föður sinn ungir og hefur það verið mikið áfall fyrir 11 ára gaml- an dreng, og hina 10 og 5 ára. Þeir þurftu allir ungir að árum að fara að vinna fyrir sér og hjálpast að með móður sinni, Dódó Helga- dóttur, við að halda heimili. Þá voru engir styrkir né bætur að sækja um. Þeir bræður voru allir miklir útivistarmenn á yngri árum og þær voru ófáar ferðirnar sem þeir fóru saman á mb. Jóhönnu norður á Snæijallaströnd, í alla Jökulfirði, Aðalvík og Fljótavík. Þau Dídí og Gunnar og við Helgi giftum okkur sama ár. Þau bjuggu fyrst á Alþýðuhússloftinu, en flutt- ust í Grundargötu 2 árið 1961 og áttum við þá heima á sama stiga- palli. Síðan fluttumst við Helgi í annan stigagang, en höfum öll átt heima í sömu blokk í rúm 30 ár. Það voru sterk bönd milli þeirra bræðra allra. Þó að ekki væri mikið um heimsóknir, þá var hist eða sést á „stéttinni" nær daglega. Það var-gaman að koma á Al- þýðuhússloftið á sunnudögum þeg- ar Hjörtur okkar var lítill og fóru þeir Gunnar þá alltaf saman út í göngutúr og skoðuðu margt saman sem litlir drengir hafa gaman af að sjá. Hann var alla tíð góður frændi barnanna okkar. Ég man ferðina sem við fórum íjögur til Reykjavíkur að sækja bílana sem við keyptum. Það var gaman í þeirri ferð, sérstaklega í Búðardal og öll- um stoppistöðunum á heimleiðinni, eða þegar við mættumst í Langadal í sumarfríinu og fórum saman í Kaldalón og fleira. Já, það er margs að minnast þegar horft er til baka. Gunnar og Dídí eignuðust sinn son, Gunnar Þór, þegar synir okkar voru 4 og 8 ára og var mikill samgangur hjá þeim frændum þegar við áttum heitna á sama stigapalli. Sonarson- ur Gunnars, Pétur Þór, augasteinn afa síns og ömmu veitti afa sínum margar ánægjustundir og afi var mikill vinur Péturs Þórs. Með þessari bæn kveðjum við þig, elsku Gunnar. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Elsku Dídí, Gunnar Þór, Kolbrún og Pétur Þór, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að styrkja ykkur. Guðný Einarsdóttir og Helgi Hjartarson. + Alúðar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR frá Ferstiklu. Börn og tengdabörn. Hjartanlegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, BJARNA BJARNASONAR frá Breiðholti. Sigriður Bjarnadóttir, Stefán Helgason, Einar Valur Bjarnason, Else Bjarnason, Gunnhildur Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. AÐALFUNDUR ÞRÓUNARFÉLAGS REYKJAVÍKUR verður haldinn að Hótel Borg föstudaginn 30. apríl kl. 16:00. V*" Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Skipulag miðborga með tilliti til veðurfars. Stutt erindi flytja: Pétur H. Ármannsson arkitekt, Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins skulu berast stjórn þess eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.