Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993
mmmn
Slakaðu nú á. Ég læt uppvaskiö
bara bíða þar til þú útskrifast.
HÖGNI HREKKVÍSI
BRÉF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 681811
„Umhverfisfirrtur veruleiki“
Frá Jóhanni S. Bogasyni:
Trúlega hafa fáir íslendingar farið
varhluta af þeirri umræðu sem fram
hefur farið um umhverfisverndar-
samtök ýmis konar og þá Greenpe-
ace sérstaklega. Nær allir Islending-
ar telja svo á sinn hlut hallað af
hálfu þessarar sömu samtaka að líkja
mætti við ofsóknaræði af þjóðlegri
stærðargráðu. Sumir gera því skóna
að um grófa íhlutun í sjálfsákvörðun-
arrétt þjóðarinnar sé að ræða og
sjálfskipaðir sannleikspostular
poppsins beija saman „þjóðhollan"
slagara, sem er merkilegur fyrir ein-
kennilegar söguskýringar.
Fremstur meðal jafningja í þessum
píslarvættiskór er án efa Magnús
Guðmundsson, jólatijáainnflytjandi
með meiru. I skringilegu viðtali á
Rás 2 laugardaginn 17. apríl, þar
sem allir viðstaddir voru viðhlægj-
endur, sagðist Magnús gjarnan vilja
vera gera eitthvað allt annað en að
agnúast út í umhverfisverndarsam-
tök og var það eitt minnsta rausið
sem vall upp úr honum í þættinum,
við góðar undirtektir spyijenda.
Það er undarleg nauðung atarna
sem hijáir þennan hugumprúða ridd-
ara. Don Kíkóta vantaði ekki viljann,
þó að þeir Magnús virðist hafa sam-
eiginlegan skort á öðrum sviðum.
Og hugsjónir hafði Don Kíkóti bæði
fagrar og háleitar, en illt er að leita
slíkra hjá Magnúsi. Sjálfur segist
hann hvorki hafa áhuga á selum né
hvölum. Varla er hann í þessu arga-
þrasi til að leiða hið sanna í Ijós, því
eftir sem hann sjálfur sagði í áður-
nefndu viðtali, þá fer það eftir því
hvoru megin línunnar maður stend-
ur, hver sannleikurinn er!
Við þetta sama tækifæri hélt
Magnús því fram af sinni þjóðkunnu
hógværð, að Greenpeace-samtökin
væru ábyrg fyrir sjálfsmorðum fjölda
ungra frumbyggja hér á norðurslóð-
um. Orðum sínum til fulltingis vitn-
aði hann í orð einhvers klerks, eins
pg orð Magnúsar ein og sér væru
íslendingum ekki nægt fagnaðarer-
indi.
Magnúsi er þó ekki alls vamað
því honum hefur tekist að telja heilli
þjóð trú um að viðskiptamenn séu
hugsjónamenn, en hugsjónamenn
Ijárplógsmenn. Það skyldi þó ekki
vera að eiginhagsmunasemin hvetji
Magnús til dáða? Hitt er víst að
umræða um umhverfisvernd kemst
aldrei úr sporunum hér á landi á
meðan Magnúsi Guðmundssyni er
hampað sem málsvara Islendinga af
hræðilega hláturmildum dagskrár-
gerðarmönnum á Rás 2.
Frá Þóroddi f. Þóroddssyni:
Þann 15. apríl síðastliðinn birtist
í Morgunblaðinu fyrirspum, frá
Kristni Björnssyni, til Náttúruvernd-
arráðs. Fyrirspurnin snýst um það
hvort Náttúruverndarráð geti ekki
fallist á það að fötluðum og öldmðum
verði gert kleift að komast á sem
flesta fagra staði eins og öðrum með
því að stuðla að nauðsynlegri vega-
gerð.
Það er öllum ljóst að fatlaðir og
aldraðir eiga ekki auðvelt með að
komast á ýmsa fagra staði á landinu
og hætt er við að svo muni alltaf
verða. Náttúmvemdarráð getur að
sjálfsögðu fallist á að víða þarf að
bæta aðgengi á eftirsóknarverðum
stöðum og eitt af markmiðum nátt-
úruverndarlaganna er að stuðla að
því að almenningur í landinu geti
notið náttúru landsins, en um leið
að tryggja verndun þess sem er sér-
stætt og viðkvæmt. Benda má á að
undanfarin þijú ár hefur Ferðamála-
ráð safnað miklum upplýsingum um
ástand á ferðamannastöðum um allt
land og á þess vegum og Náttúm-
verndarráðs er unnið að úrbótum svo
sem við Gullfoss og Grábrók í Norð-
urárdal og auk þess veittir styrkir
til úrbóta víða.
Náttúmvemdarráð lítur m.a. á það
sem hlutverk sitt að reyna að tryggja
að við ýmsar nýframkvæmdir sé
búið að ígrunda vel hvað verið er að
Undarlega er komið fyrir lítilli þjóð
í norðurhöfum sem vill gegna for-
ystuhlutverki í umhverfísmálum
þjóða, þegar hún kann ekki lengur
að greina hugsjónir frá hagnaðarvon.
Kannski má segja að sú þjóð lifi í
„umhverfisfirrtum veruleika"!
JÓHANN S. BOGASON,
Hjarðarhaga 60,
Reykjavík.
gera. Sé dæmi tekið um hugmynd
að vegi upp á Esjuna þá kemur hún
ekki frá ellilífeyrisþegum eða fötluð-
um, myndu þeir treysta sér til að
fara í bíl þá slóð sem verið er að
tala um? Oft er það svo að lítil, ein-
föld framkvæmd kallar á fleira þegar
af stað er farið og t.d. er rétt að
spyija hvort ekki sé líklegt að krafa
komi um einhveija aðstöðu uppi á
fjallinu svo fólk sem ekki er búið til
gönguferða njóti þess að vera þar
uppi og hver ber köstnað af uppbygg-
ingu og rekstri. Náttúruverndarráð
mun á næstunni ræða við sveitar-
stjórn Kjalameshrepps um Esjuna
og útivistarmál.
í ljósi þess að Esjan er eitt vinsæl-
asta útivistarsvæði/fjall landsins er
rétt og skylt að standa vörð um hana
sem slíka og í tengslum við umrædda
hugmynd um veg, að sjcoða hvaða
möguleikar eru til útsýnis af hæðum
og fjöllum í nágrenni höfuðborgar-
innar. Benda má á slóð upp á Úlfars-
fell, möguleikar eru á að fara með
stólalyftu upp á Bláfjöll og vegur er
upp á Skálafell en umferð um hann
mun takmörkuð. Auk þess eru víðar
orðnar til jeppaslóðir sem ekki er
ástæða til að auglýsa en hugsanlega
mætti lagfæra sumar þeirra svo þær
þjóni einhveijum tilgangi.
F.h. Náttúruvemdarráðs,
ÞÓRODDUR F. ÞÓRODDSSON,
framkvæmdastjóri.
Fatlaðir, aldraðir
og fagrir staðir
Víkverji skrifar
Ekkert er svo með öllu illt að
ekkj boði nokkuð gott, segir
máltækið. Víkveiji les það í fréttum
nýlega að efnahagslægðin, sem grúf-
ir yfir samfélaginu, hefur dregið úr
áfengissölu ÁTVR um heil 18% á
tveimur árum.
Á fyrsta fjórðungi þessa árs var
salan 8,6% minni en á sama tíma í
fyrra. Salan er nú minni en hún var
á síðasta árinu áður en bjórinn var
leyfður. Reyndar hefur bjórsala
minnkað um nær 320 þúsund lítra
frá 1990, þrátt fyrir mýgrút vínsölu-
staða á höfuðborgarsvæðinu, á sama
tíma og þjóðinni hefur fjölgað um
nærri tíu þúsund manns.
Vonandi hafa þeir rangt fyrir sér
sem rekja minni ATVR-sölu til leyni-
bruggunar, landaframleiðslu, sem
fyrr á tíð var þjóðaríþrótt.
Tóbakið á líka í markaðsvök að
veijast — sem betur fer. Sala þess
minnkar jafnt og þétt. Enda slæm
fjárfesting að kaupa eigin lungna-
og líkamsmengum dýrum dómum.
Hin hliðin á málinu er svo tekju-
rýrnun ríkissjóðs, sem ekki má við
miklu, eins og árar í samfélaginu.
Útgjaldakröfur á hendur honum,
ekki sízt frá aðilum vinnumarkaðar-
ins, virðast vaxa nánast í réttu hlut-
falli við vöxt ríkissjóðshallans. Hall-
inn sá hefur leitt til sívaxandi opin-
berrar skuldasöfnunar og vaxta-
þenslu. Skattborgarinn, sem kaus
yfir sig alþingi eyðslunnar, situr síð-
an í skuldasúpunni og borgar brúsan
fyrr eða síðar.
Ríkissjóður og skattborgarinn eru
þegar blóðmjólkaðir. Spurnigin á því
ekki að vera, eins og nú árar, hvað
ríkið geti gert fyrir okkur, heldur
hvað við getum gert fyrir samfélag-
ið, eins og frægur maður komst eitt
sinn að orði.
xxx
eðurfréttir skipa veglegan sess
hjá fjölmiðlum okkar, sem von
er í landi „á mörkum hins byggilega
heims“. Þetta gildir ekki hvað sízt
um gömlu gufuna. Kunningi Vík-
veija hafði þó athugasemd að gera
um vinnulag þar á bæ.
Hann „hlustar" oft á veðurfréttir
gufunnar, að eigin sögn, en „heyrir"
þær þó ekki alltaf — og er á stundum
engu nær þá þær eru á enda.
Astæðuna segir hann þessa. Veð-
urfréttir byija á veðurlýsingu, mara-
þonþulu um veðurfar í einstökum
héruðum. Þulan sú heldur oft ekki
athygli þess, sem bíði^- eftir veður-
spánni, heldur dreifir nuga hans út
um víðan völl. Veðurspáin, sem eftir
er beðið, fer síðan fyrir ofan garð
og neðan hjá „hlustandanum".
Tillaga hans var þessi: Lesið fyrst
veðurspá, siðan veðurlýsingu og end-
urtakið veðurspána í lokin.
XXX
Víkveiji staldraði við forystugrein
í Alþýðublaðinu í fyrri viku þar
sem fjallað er um sinnaskipti Ólafs
Ragnars í afstöðu til Atlantshafs-
bandalagsins. Þar var vitnað til orða
byltingarforingjans Leons Trotskís,
skömmu eftir blóðuga valdatöku
bolsévika í Rússlandi fyrir meira en
sjötíu árum. Þar mæltist Trotskí til
þess að borgarastéttin komi sér fyrir
þar sem hún ætti heima á ruslahaug
sögunnar. Orðhákur þessi féll síðan
fyrir hendi launmorðingja Stalíns.
Sjálfur féll hinn róttæki sósíalismi
fyrir hendi raunveruleikans og
reynslunnar, bæði í Sovétríkjunum
og annars staðar þar sem hann
þreytti reynslupróf sín, og trónir nú
sem úrelt fyrirbæri á ruslahaug sög-
unnar.
Nú hrópar Ólafur Ragnar Gríms-
son, formaður Alþýðubandalagsins,
ekki lengur: „ísland úr NATO - her-
inn burt“! Sussu nei. Þvert á móti.
Nú er NATO friðarbandalag sem
gagnast getur Sameinuðu þjóðunum
til að tryggja sjálfan heimsfriðinn.
Ólafur Ragnar talar að vísu ekki
fyrir munn fornleifasafnsins í Al-
þýðubandalaginu. Það gerir sér enn-
þá sand úr ýmis konar Hrafnsmálum
til að stinga „ísland úr NATO“-höfð-
um sínum í. Samt sem áður finnst
Víkveija að sú syndajátning, sem í
sinnaskiptum flokksformannsins
felst, sé með markverðari viðburðum
á vinstri væng íslenzkra stjórnmála.
Enda fátt um fína drætti á þeim bæ.
(
I
(
(
(
(
i
(
(
(
(
(
(
(
i