Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.04.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Hugað að vorverkum Morgunblaðið/Rúnar Þór Á þessum fyrstu dögum vorsins er sjálfsagt marga farið að klæja í sína grænu fingur og einhveijir eru þegar farnir að huga að vorverkunum í garðinum. Hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga verður mikið starf unnið í sumar eins og mörg undanfarin ár, en á aðalfundi félagsins sem haldin verður í Galtalæk, húsi Flugbjörgunarsveitarinnr á Akureyri, verður nánari grein gerð fyrir starfsemi félagsins og því sem framundan er. Þá ætlar Þröstur Eysteinsson líffræðingur að segja frá frærækt sem senn mun hefjast að Vöglum í Fnjóskadal. Á myndinni eru þær Snjólaug Haraldsdóttir og Steinunn Jónsdóttir, starfsmenn Skógræktarfélags Eyfirðinga í Kjarna- skógi, sem voru í vikunni að setja niður aspargræð- linga af miklum móð, en þeir verða orðnir að plönt- um næsta vor. Taprekstur hjá Slipp- stöðinni fimm ár í röð FIMMTA árið í röð varð tap af rekstri Slippstöðvarinnar, en á liðnu ári tapaði fyrirtækið um 60 milljónum króna. Skuldir hafa lækkað umtalsvert milli ára, eða úr 745 milljónum króna árið 1991 í 415 millj- ónir í lok síðasta árs. Á síðasta ári var gengið frá 105 milljóna króna hlutafjáraukningu þar sem þrír stærstu eigendur félagsins, Ríkissjóð- ur, Akureyrarbær og Kaupfélag Eyfirðinga lögðu fram 35 milljónir króna hver. KEA lagði Vélsmiðjuna Odda fram sem hlutafé og um síðustu áramót var rekstur Slippstöðvarinnar og Odda sameinaður. Aðalfundur Slippstöðvarinnar Odda var haldinn í gær. Ellefta Hængsmótið 200 kepp- endur frá 13 félögum til leiks ELLEFTA Hængsmótið, sem er opið íþróttamót fatlaðra, verður haldið í íþróttahöllinni á Akureyri dagana 30. apríl og 1. maí næstkomandi. Keppendur koma frá 13 félög- um víðs vegar að af landinu og eru um 200 keppendur skráðir til leiks í fjórum keppnisgreinum. Keppendur hafa aldrei verið svo margir á Hængsmóti, en það á síauknum vinsældum að fagna. Keppnisgreinarnar eru boccia, bogfimi, borðtennis og lyftingar. Eik 15 ára Mótið er að þessu sinni tileinkað íþróttafélaginu Eik sem á 15 ára afmæli á árinu. Heiðursgestur mótsins er Ólafur Jensson formað- ur íþróttasambands fatlaðra og mótsstjóri og yfirdómari verður Þröstur Guðjónsson, en öll fram- kvæmd og undirbúningur er í höndum Lionsklúbbsins Hængs. Byrjað á boccia Mótið verður sett í íþróttahöll- inni á föstudag, 30. apríl kl. 17, og verður keppt í boccia fram á kvöld. Keppni hefst síðan aftur kl. 9 á laugardagsmorgun og er stefnt að mótslokum um kl. 16. Um kvöldið verður síðan veglegt lokahóf þar sem fram fer verð- launaafhending, flutt verða skemmtiatriði og stiginn dans fram á .nótt við undirleik hljóm- sveitarinnar Karakters. TÍutancL Heílsuvörur nútímafólks (Wlj Hótel S^j^Harpa Hópar - einstaklingar Minnum á blómstrandi menningar- og skemmtana- líf, landsins besta skíðafjall og vetrartilboð okkar. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði íhjarta bæjarins. Sími 96-11400 Ath, aðHótelHarpaerekkiisimaskránni. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! Knútur Karlsson stjómarformaður tilgreindi nokkrar ástæður fyrir tap- inu í skýrslu um rekstur síðasta árs og sagði slæma útkomu úr nokkrum af stærri verkefnum ársins vega þungt. Um 15 milljóna króna tap varð vegna gengisfellingar í nóvem- ber og vaxtabyrði af lánum vegna nýsmíðaskips sem eftir stóðu nam um 15 milljónum. Þá var gjaldfærður 14 milljóna króna kostnaður vegna ýmissa þróunarverkefna undanfar- inna ára sem ekki hafa uppfyllt vænt- ingar og loks nefndi Knútur að hluta- fé í Gagnamiðlun var skrifað niður um 4 milljónir. Minni skammtímaskuldir Rekstrartekjur Slippstöðvarinnar voru um 680 milljónir króna á síð- asta ári, höfðu lækkað úr 714 millj- ónir frá árinu áður eða um 4,7% Rekstrargjöldin lækkuðu um 8,6% úr 743 milljónum árið 1991 í 679 á síðasta ári. Félagið skilaði um 700 þúsunda króna hagnaði fyrir fjár- magnsliði og er bati í rekstri m.a. skýrður með lækkun launa og launa- tengdra gjalda auk þess sem ýmis framleiðslu- og stjórnunarkostnaður hefur lækkað milli ára. Skuldir fyrirtækisins hafa lækkað um 330 milljónir króna milli ára úr 745 milljónum í 415 milljónir. í lok síðasta árs námu skammtímaskuldir 311 milljónum á móti 622 í lok árs- ins á undan, en lækkunina má rekja til sölu á nýsmíðaskipi og greiðslu á afurðalánum tengdum smíðinni. Mögur ár í máli Knúts kom fram að áfram yrði unnið að hagræðingarmálum og reynt að lækka kostnað í rekstri. „Sveigjanleiki í verkefnavali, fjöl- breytt þjónusta við sjávarútveginn og skylda starfsemi ásamt getu til að vinna fljótt og vel þau stóru og smáu verkefni sem bjóðast, eru styrkur félagsins og munu fleyta því yfír þau mörgu ár sem að líkindum eru framundan í skipasmíðaiðnaði.“ Sýkn af ákæru um ólögmæt- ar veiðar INDRIÐI Hallur Helgason, skip- stjóri á Hrönn EA, var í gær sýkn- aður í Héraðsdómi Norðurlands eystra af ákæru um ólögmætar veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands og kröfu um upptöku afla og veið- arfæra var hafnað, en honum gert að greiða 20 þúsund krónur í ríkis- sjóð vegna brota um eftirlit með skipum. Varðskipið Týr kom að Hrönn EA að veiðum á skyndilok- unarsvæði á Sporðagrunni í febr- úar síðastiiðnum. Hrönn EA var gerð út á línuveiðar frá Hofsósi. 20. febrúar sl. var heim- ferð bátsins til Grenivíkur undirbúin, en uppúr miðnætti var farið í síðustu veiðiferðina frá Hofsósi og veiðar- færi lögð i svonefndan Þverál. Skyndilokun Skyndlokun Hafrannsóknarstofn- unar nr. 51 var gefin út kl. 13 laugar- daginn 20. febrúar og tók gildi kl. 19 sama dag, en þar var lagt bann við veiðum með línu, botn- og flot- vörpu á tilteknu svæði á Sporða- grunni. Frétt um lokunina var lesin í útvarpi þegar Iesnar voru veður- spár, alls fímm sinnum og eins í fréttatíma um miðjan dag og einnig á viðskiptatíðnum strandstöðva. Skipstjórinn kvaðst ekki hafa heyrt tilkynninguna lesna í útvarpi, né frétt af henni á annan hátt, frá Siglufjarðarradíói þegar hann sinnti lögboðinni tilkynningaskyldu eða í viðræðum við aðra sjómenn og hafi því fyrst heyrt af lokuninni þegar varðskipið kom að bátnum. Fram kemui' í dómi Hérðaðsdóms að í landslögum séu ekki ákvæði er skylda menn til að hlusta á tilteknar útvarpssendingar eða að hafa fjar- skiptatæki opin. Að því virtu og eins að einungis hluti tilkynningarinnar var lesinn upp í ríkisútvarpinu og að tilkynningin var misvísandi um hafsvæðið sem um var að ræða var það mat dómsins að hún hafí verið ófullnægjandi og að ákæruvaldinu hafí ekki tekist að hnekkja þeirri staðhæfíngu ákærða fyrir dómi að honum hafí fyrst verið kunnugt um veiðibannið er hann leit tilkynning- una augum í varðskipinu Tý. Dóminn kvað upp Olafur Ólafsson héraðsdómari, en meðdómendur voru skipstjóramir Gunnar Arason og Vil- helm Þorsteinsson. Alfreð Gíslason og Sigurður Sigurðsson kaupa Gránufélagshúsin Hef alltaf haft dellu fynr gömlum húsum ALFREÐ Gíslason fram kvæmdastjóri KA og Sigurður Sigurðsson framkvæmdastjóri SS-Byggis hafa keypt Gránufélagshúsin við Strandgötu á Akureyri, en Vélsmiðjan Oddi var þar til húsa þar til starfsemin var flutt yfir á athafnasvæði Slippstöðvarinnar við sameiningu fyrirtækjanna um síðustu ára- mót. Þeir félagar ætla að opna kaffistofu í húsinu í byijun júní, en að auki verður væntanlega sett upp minjagripaverslun og einnig verður Tryggingamiðstöðin með skrifstofu í húsinu. „Ég hef alltaf haft dellu fyrir gömlum húsum og yfírleitt öllu sem gamalt er,“ sagði sagnfræð- ingurinn Alfreð Gíslason. Þeir Sigurður fyrir- huga að færa húsið í sitt upprunalega horf með tíð og tíma, en til að byija með stefna þeir að því að koma lífi í húsið, sem þeir fá afhent nú um helgina. Hugguleg kaffístofa verður gerð á jarðhæð hússins, í vestur- og miðhluta þess, þá verður þar væntanlega einnig minjagripaverslun og skrifstofa Tryggingamiðstöðvarinnar verður flutt þangað. Alfreð sagði að fram hefðu kom- ið hugmyndir um að útbúa íbúð og vinnuað- stöðu fyrir listamenn á miðhæð og ris, en að- stæður til slíks væru hinar ákjósanlegustu. TUviUun „Við keyptum húsið eiginlega af tilviljum, við vorum í allt öðrum erindagjörðum þarna neðra þegar okkur datt í hug að skoða það,“ sagði Álfreð um tildrög þess að ráðist var í húsakaupin, þrátt fyrir að margir hafí ráðið þeim frá því. Frönsk fiskiskúta Húsin við Strandgötu 49 voru reist af Gránu- félaginu og þar voru bækistöðvar félagsins, sem um tíma var stærsta fyrirtæki landsins á sviði verslunar og siglinga. Nafnið er dregið af franskri fiskiskútu sem félagsmenn keyptu á uppboði og var uppnefnd Grána, en það var Morgunblaðið/Rúnar Þór Gránufélagshúsin í BÆKISTÖÐ hins fyrrum umsvifamikla Gránufélags á nú að innrétta huggulega kaffistofu og koma á fót margvíslegri annarri starfsemi. notað til millilandasiglinga eftir að búið var að gera það haffært. Tryggvi Gunnarsson var sem kunnugt er forstjóri Gránufélagsins, en vorið 1873 keypti hann sex fyrrverandi hvalfangara- hús sem stóðu á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, en vestasti hluti Gránufélagshúsanna er þaðan kominn. Þá er talið að einn hlutinn sé hús sem keypt var frá Noregi árið 1835, en það stóð við Skjaldarvík og var flutt inn á Oddeyri. Á árunum 1883-’85 var byggt við húsið, en á mynd frá árinu 1885 em húsin komin í núver- andi horf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.