Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 2

Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 2
2 M0RC4JNHLADID IAUGARDAGUK 1. MAÍ 19í)3 Kjaradeilunni vísað til ríkis- sáttasemjara VINNUVEITENDASAMBAND íslands og Vinnumálasamband samvinnufélaganna vísuðu í gær kjaradeilu sinni við aðUdarfé- lög Alþýðusambands íslands til rikissáttasemjara. Ríkissátta- semjari reiknar með að kalla fulltrúa vinnuveitenda og Alþýðu- sambandsins tíl fundar á mánudag. í bréfi vinnuveitendasamband- anna til sáttasemjara segir, að kjarasamningar þessara aðila hafi verið lausir frá 1. mars síðastliðn- um, og tilraunir til samkomulags hafi ekki leitt til niðurstöðu. Því sé þess farið á leit, að sáttameðferð hefjist hið fyrsta og beinist að því að ná fram heildarlausn. Tvíþætt ástæða Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ sagði að tvíþætt ástæða hefði verið fyrir þessari ákvörðun. Annars vegar væru vinnuveitendur að semja við yfir 200 stéttarfélög, nú þegar búið væri að vísa samningum til ein- stakra félaga innan ASI, og við þær aðstæður væri annað óhjákvæmi- legt en að fela ríkissáttasemjara verkstjóm viðræðnanna. Þórarinn sagði, að hins vegar væru deildar meiningar um á hvem veg standa bæri að samningum. Þar kæmi til greina að gera samn- inga til ársloka 1994 með verulegri fjárhagslegri þátttöku ríkissjóðs á gmndvelli þeirra fyrirheita sem þegar hefðu verið gefín. Einnig kæmi til greina að semja án full- tingis ríkisins, þá til skemmri tíma og eingöngu um láglaunauppbætur og orlofsuppbót. „Þriðji möguleikinn liggur svo einhversstaðar þar á milli, sem seg- ir sem svo að ótækt sé að semja til skemmri tíma án almennra launahækkana, ef þátttaka ríkis- Morgunblað- iðí 51.393 eintökum SALA Morgunblaðsins var að meðaltali 51.393 eintök á dag mánuðina desember 1992, jan- úar og febrúar 1993, sam- kvæmt tölum upplagseftirlits Verslunarráðs Islands. í fréttatilkynningu frá Versl- unarráði íslands segir að trún- aðarmaður þess hafi sannreynt sölu Morgunblaðsins áður- greinda mánuði. Einnig kemur fram í fréttatil- kynningunni að meðaltalssala Morgunblaðsins á sex mánaða tímabilinu frá og með september 1992 til og með febrúar 1993 hafi verið 51.346 eintök á dag. stjómar kemur ekki til. Þama em orðin svo margþætt viðbrögð uppi, að óhjákvæmilegt er annað en að reyna að fella þau í einhvem sam- ræmdan farveg," sagði Þórarinn. Hlýða kalli Benedikt Davíðsson forseti ASÍ sagði við Morgunblaðið, að ASÍ myndi hlýða kalli ríkissáttasemjara ef það kæmi, og vel væri hugsan- legt að kjaraviðræður gætu hafist að nýju í svipuðu horfí og var, ef vinnuveitendur spiluðu einhveiju því út að talið væri líklegt að hreyfa málinu. Hins vegar þyrfti þar tals- vert mikið að koma tíl. Hann sagði aðspurður, að hug- myndir um skammtímasamning hefðu ekkert verið ræddar formlega innan Alþýðusambandsins en ein- stök aðildarfélög hefðu rætt þessar hugmyndir sín á milli. ---------------- Dagpeningar hjá ríki 368 fengu yfir 400 þúsund kr. 368 einstaklingar fengu greidd- ar 400 þúsund kr. eða meira í dagpeninga frá rikinu í fyrra, þar af 149 hjá samgönguráðuneytinu. Dagpeningagreiðslurnar eru vegna ferðalaga innanlands og erlendis eða hvort tveggja. Þetta kemur fram I svari fjármálaráð- herra við fyrirspurn Kristínar Ástgeirsdóttur þingmanns á Al- þingi. 127 einstaklingar fengu dagpen- inga umfram 400 þúsund kr. til ferða innanlands og 124 til ferða utan- lands. 27 einstaklingar fengu dag- peninga umfram 400 þúsund kr. til ferða bæði innanlands og utanlands. 149 einstaklingar í samgöngu- ráðuneytinu fengu dagpeninga um- fram 400 þúsund kr., en næst þeim íjölda kemur menntamálaráðuneytið með 60 einstaklinga. 25 einstakling- ar í landbúnaðarráðuneytinu fengu umfram 400 þúsund kr. en 22 í heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neyti og iðnaðarráðuneyti. 18 ein- staklingar í æðstu stjóm ríkisins fengu umfram 400 þús. í dagpeninga á síðasta ári. í dag Saltfiskur_____________________ Fiskkaup framleiða 5000 t af salt- físki á ári í nýju húsnæði 4 Einangraðir skúksnillingar Kasparov og Short hafa fengið lítinn stuðning 26 Landgræðsla____________________ 76% telja að auka eigi framlag til landgræðslu 32 Fjölskyldugarður_______________ Ævintýri bíða þeirra sem leggja leið sína í Laugardalinn í sumar 38 Leiðari 1. maí 38 Lesbók ► Gunnar Om á forsíðu - Saga steinsteyptra húsa á íslandi- Efnahagskreppan í alþjóðlegri myndlist - Tölvutónlist - Um byggingu Gísla sögu Súrssonar Morgunblaðið/Ingvar Einn af 36 MAÐUR slasaðist þegar sjúkrabíll og fólksbíll rákust saman á Lönguhlið við Háteigsveg í gærmorg- un. Þetta var einn af 36 árekstrum sem lögreglu í Reykjavík barst tilkynning um í gær. 36 umferðaróhöpp eftir snjókomu í sumarbyrjun 36 UMFERÐARÓHÖPP urðu I Reykjavík í gær, frá morgni og fram til kl. 22, þar af urðu 24 óhöpp eftir klukkan 16. í fjórum tilvikum var um teljandi meiðsl að ræða, að sögn lögreglu. Flest óhappanna eru rakin til hálku í kjölfar snjókomunnar í fyrri- nótt. Frá 15. apríl er ekki leyfilegt að aka á nagladekkjum og höfðu margir en fjarri því allir sem lentu í árekstrum í gær skipt yfír á sumardekk, að sögn lögreglu. Tveir sjúkrabílar lentu í árekstrum í gær. í öðru tilvikinu hlutust af nokkur meiðsli. Það var þegar sjúkrabíll á leið í útkall rakst á fólksbíl á mótum Háteigsvegar og Lönguhlíðar skömmu fyrir klukkan átta í gær- morgun. Sjúkrabílnum var ekið með for- gangsmerkjum eftir Lönguhlíð og rakst á fólksbíl sem ekið var í veg fyrir hann. Áreksturinn var harður og var ökumaður stórskemmds fólksbílsins fluttur á slysadeild en meiðsli hans voru ekki talin alvar- leg að sögn lögreglu. Áhöfn sjúkra- bílsins varð ekki fyrir teljandi meiðslum. Þá lenti sjúkrabíll í árekstri hjá Borgarspítalanum í gærmorgun en þar var ekki um meiðsii að ræða og ekki stórfellt eignatjón. Þá var ekið á tvo gangandi veg- farendur, við Bíldshöfða síðdegis og við hús BSR í Skógarhlíð í gærmorgun. Að sögn lögreglu var þar ekki um alvarleg meiðsl að ræða. Umdeilanleg dagsetning „Við erum ennþá í viðbragðs- stöðu og okkar floti fór af stað og saltaði götumar í morgun,“ sagði Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri Reykjavíkurborgar. Frá 15. apríl hefur bíleigendum sem kunnugt er verið óheimilt að hafa nagladekk undir bílum sínum. „Auðvitað er þessi dagsetning umdeilanleg,“ sagði Sigurður, „en hún hentar okkur ekki illa að öllu jöfnu þrátt fyrir svona skot ein- staka sinnum." Sigurður sagði að enn mætti eiga von á hálku, t.d. á Hellis- heiði, og því teldi hann sjálfsagt að ganga ekki fram af hörku og sekta þá sem ekki hefðu farið að lögum en það væri lögreglunnar að meta hverju sinni. Skotar vilja samvinnu um fækkun grágæsa SKOSKIR bændur hafa látið í ljósi áhuga á að kanna í samráði við íslendinga möguleika á að fækka í íslenska grágæsastofninum en hafa ekki sett fram formlegar óskir þar að lútandi. Fjölgun grá- gæsa er talin hafa valdið búsifjum í skoskum Iandbúnaði. Að sögn Magnúsar Jóhannessonar, ráðuneytisstjóra í umhverfisráðuneytinu, kom þetta fram í viðræðum Eiðs Guðnasonar umhverfisráðherra við skoska náttúruverndarráðið meðan á heimsókn ráðherrans tíl Skot- lands stóð. í október á liðnu hausti var greint hlýnandi loftslags hafi grágæsir frá því í Morgunblaðinu að skoskir lengri viðdvöl þar í landi á ieið sinni viskíframleiðendur teldu að vegna suður frá íslandi. Gæs éti jafn mik- Menning ► Dagur dansins - Blindrabóka- safnið 10 ára - Ljósmyndir og brúður - Nemendaleikhúsið - Skartgripir Katrínar - Ljósmynd- ir frá einni öld Húsið oggarðurinn ► Perlugarðurinn í Öskjuhlið - Að gera upp garð - Húsið málað - Slqólveggir og sólpallar - Heitir pottar - Fyrstu skrefin í garð- rækt - Trjátegundir ið gras og kýr og úrgangur sé því svipaður. Fuglamir mengi vatnið sem þeir nota við framleiðsluna með skít sínum. Það valdi vandræðum hjá nokkmm framleiðendum sem verði að stöðva viskíframleiðslu í tvo til þijá mánuði vegna bakteríu- mengunar f vatnsbólunum. Nefnt á fundi með Magnúsi Magnússyni Að sögn Magnúsar Jóhannesson- ar var málefni grágæsanna nefnt á fyrrgreindum fundi ráðherrans með forsvarsmönnum skoska náttúm- vemdarráðsins, þar á meðal Magn- úsi Magnússyni, sem mál sem sé í umræðunni þar í landi. „Við höfum ekki hugað sérstaklega að því en munum gera það ef fram koma formlega óskir. Það era meiningar uppi um mikinn skaða í landbúnaði af völdum þessara fugla sem verpa á íslandi,“ sagði Magnús Jóhannes- son. „Þetta var kynnt ráðherra í sam- bandi við það hve umhverfismálin era raunveralega samtvinnuð en í sjálfu sér ekki gefið neitt til kynna hvort við mættum eiga von á erindi vegna þessa fljótlega eða ekki. Það kom fram að þetta mál hefði verið rætt og menn væra að skoða hvern- ig draga mætti úr ágangi grágæsar í landbúnaðarhéruðum Skotlands," sagði Magnús.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.