Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 10
. i hu;
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993
GIMLI
Þórsgata 26, sími 25099
Opið virka daga kl. 9-18
Opið í dag kl. 11-14
Félag fasteignasala
13*25099
Póstfax 20421.
2ja herb. íbúðir
ORRAHÓLAR - LAUS. Glæsileg
2ja herb. íb. á 8. hæð m. fallegu útsýni.
Áhv. hagst. lán ca 1,2 millj. Verð 4,9
millj. 2282.
HRAUNBÆR - HAGST. LÁN.
Mjög góð 2ja herb. 73 fm íb. á 1. hæð í
góðu fjölb. ofarl. í Hraunbænum. Sér-
geymsla. Nýl. parket. Áhv. húsnæðisl.
ca. 2,5 millj. Verð 5,6 millj. 2662.
B E RGSTAÐASTRÆTI.
Stórglæsit. nýstandsett 2ja herb,
íb, 48 fm á 3. haeð (efstu). Allar
innr., gólfefni, lagnír o.fl. endurn.
Gott skipul, Parket á gólfum. Upp-
tekið loft í stofu. Sérþvottah. í íb.
Verð 4,6 millj. 2786.
ÓÐINSGATA. Ágæt 2ja herb. 45 fm
ósamþ. íb. í tvíb. Stofa, rúmg. svefn-
herb., baðherb. m. sturtu, rúmg. svefn-
herb. Parket. Verð 2,9 millj. 2798.
VINDÁS - BÍLSKÝLI - HÚS-
NÆÐISL. 3,4 MILLJ. Glæsileg 60
fm íb. á 2. hæð í nýl. viðg. fjölb. Stæði í
bílskýli. Frágengið bílast. o.fl. Góðar innr.
Pvottah. á hæðinni. Áhv. 3,4 millj hús-
næðisstj. Verð 6,1 millj. 2280.
VANTAR 2JA HERB. EÐA
EINSTAKLÍB. Höfum traustan
kaupanda að 2ja herb. íb. eða ein-
stakl. fb. m. hagst. lánum, útb.
1-1,5 millj. Uppl. gafur Bárður
Tryggvason.
MARIUBAKKI - 2JA. Glæsil. 73
fm 2ja-3ja herb. íb. á 1. hæð í fallegu
nýstands. húsi. M.a. nýl. eldhús, parket.
íb. er laus strax. Suöursvalir m. fallegu
útsýni. Stórt sérþvottah. innaf eldh. sem
hægt er aö nýta sem svefnh. Stór sér-
geymsla í kj. Laus strax. Verð 5,7 millj.
2736.
REYKÁS - 70 FM. Glæsil. 2ja herb.
mjög rúmg. íb. á jaröh. með sér afgirtri
suðurverönd. Geymsla og þvottah. í íb.
Áhv. húsnstj. 1,5 millj. Hagst. verð að-
eins 6,9 mlllj. 2740.
GAUKSHÓLAR - GÓÐ LÁN.
Mjög mikið endurn. ca 55 fm nettó ib. á
2. hæð í fallegu nýstands. lyftuh. Sameign
öll nýstands. aö innan. Massívt parket á
gólfum. Endurn. bað. Áhv. húsbréf og
húsnlán ca 3,0 millj. Verð 5,3 milj. 2747.
ÞANGBAKKI. Ca 63 fm íb. á 2. hæð
í lyftuh. Hús nýviðg. og málaö að utan.
Skipti mögul. á 3ja-4ra herb. íb. í nágr.
Verð 5,8 millj. 2620.
SÓLHEIMAR - ÓDÝR. Falleg
27,3 fm samþ. „stúdíó"-íb. lítið niðurgr.
Skuldlaus. Verð 2,8 milli.
TJARNARBÓL. Falleg 62 fm íb. á
1. hæð. Áhv. húsnæðislán. ca. 2,6 millj.
Hús nýl. viðgert utan og málað. Parket.
Verð 5,5 millj. 1814.
ENGJASEL - BÍLSKÝLI. Góð 2ja
herb. 56 fm íb. á jarðh. Stæði í bílsk.
Laus strax. Áhv. 1300 þús húsnæðisstj.
Verð 5 millj. 2588.
FÁLKAGATA - ÚTB. 2 MILU.
Mjög falleg lítil 2ja herb. 39 fm íb. í nýl.
húsi. Gott svefnherb. Stofa m. útgengt
út á hellul. suöurverönd. Marmari á öllum
gólfum. Áhv. ca 1,7 millj. íb. er ósamþ.
Verð 3,7 millj. 2715
MOSGERÐI. Góð 2ja herb. risíb. í
eftirsóttu hverfi. Góður garður. Verð 4,2
millj. 2667.
HRAUNBÆR. Góö 2ja herb. íb. á 3.
hæð í fallegu fjölbh. Áhv. ca 2,3 millj.
húsnlán. Verð 5,1 millj. Bein sala eða
skipti mögul. á 3ja-4ra herb. íb. í
Hraunbæ. eða vestan Elliðaár. 2581.
ASPARFELL - HAGST. LÁN -
ÚTB. 1,7 MILU. Góð 2ja herb. íb.
ca 50 fm á 3. hæð í góðu lyftuhúsi. Rúmg.
svefnherb. Áhv. rúml. 3 millj. vlð húsn-
stjórn. Verð 4,9 millj. 2557.
EFSTASUND - HÚSNÆÐISL.
Góð 2ja-3ja herb. íb. í kj. 61 fm nettó.
Allt sér. Áhv. 3,2 millj. byggingarsj. rík.
Skipti möguleg á einstaklingsíbúð.
Verð 5,2 millj. 2523.
LAUGAVEGUR. Mjög mikið endurn.
2ja herb. íb 55 fm. Suöuríb. á 1. hæö.
Nýtt parket og innr. Áhv. ca. 2 millj. Skipti
mögul. á 3ja-4ra herb. íb. Verð 4,6 millj.
2562.
KRUMMAHÓLAR. Falleg 2ja herb.
íb. á 3. hæð ásamt stæöi í bílskýli. Verð
4,5 millj. 2545.
VÍKURÁS - LAUS. Góð ca 60 fm
íb. á 2. hæð í nýl. fjölbhúsi. Áhv. ca 2,5
millj. húsnstj. Seljandi tekur á sig kostnað
vegna væntanlegra framkvæmda utan-
húss. Verð 5,4 millj. 2356.
UNNARBRAUT. Góð 2ja herb. íb. á
jarðhæð í fallegu fjórbhúsi á ról. stað á
Nesinu. Endurn. eldh. Parket. Verð 5,0
millj. 2489.
Sjá einnig auglýsingu okkar í Fasteignablaðinu 30. apríl.
EIGNASALAN
e REYKJAVIKe
Símar 19540 - 19191, fax 18585
INGÓLFSSTRÆTI 8-101 REYKJAVÍK.
Yfir 35 ára reynsla tryggir öryggi þjónustunnar.
Magnús Einarson, löggiltur fasteignasali.
Sölum. Eggert Elíasson, hs. 77789 og Svavar Jónsson, hs. 657596.
SAMTENGD
SÖLUSKRÁ
ÁSBYRGI
I IGNASAlA\
[LAlLTASj
I wwáJ
Opið í dag,
laugardag,
frá kl. 11-14
Sjá nánar auglýsingu um fjölda fasteigna í
Morgunblaðinu í gær, föstudaginn 30. april
Hafnarfjöróur
- húsnæói óskast
Erum að leita aó 400-500 fm verslunar- eða
iðnaðarhúsnæði sem breyta mó í félagsheim-
ili. Æskilegt er aó rífleg lofthæð sé til staðar.
Upplýsingar í síma 92-14222.
ÉtoiEÍM dddéD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 690. þáttur
Aðalsteinn Geirsson á Hvann-
eyri í Andakíl skrifar mér efnis-
mikið og athyglisvert bréf, og
sem betra er, skemmtilegt og
fyndið á köflum. Ég mun nú og
á næstunni reyna að víkja að
ýmsu því sem í bréfinu stendur,
en verð, vegna fákunnáttu, að
sneiða hjá þeim atriðum, þar
sem skarast málfræði og guð-
fræði (trúarbrögð).
Fyrst er þá aðeins að minnast
á eignarfallsendingu í fleirtölu,
svona til frekari áréttingar því
sem sagði um það ekki fyrir
löngu. Mér þótti smekkur minn
banna mér að hafa na-endingu
í eignarfalli flt. af orðum eins
og kerra og vera, og erfitt er
þetta í orðum sem smiðja og
fiðla. Aðalsteinn vill fara með
mikilli gát og halda sem fastast
fram stefnu dr. Björns Guðfinns-
sonar. Hann veit sem er að
smekkur er misjafn (oftsinnis
sem betur fer) og brigðull. Hann
óttast að of mikil undanláts-
semi, eða frávik reglna, geti leitt
menn á villigötur. (Þið tókuð
náttúrlega eftir orðmyndinni
reglna.) Hann man eftir þeim
ruglingi, sem þó hefur stór-
minnkað, á beygingu orðanna
göng og göngur. Hann ályktar
út frá því að menn færu að rugla
saman gat og gata, og gæti það
orðið til þess að menn færu að
tala um *gatamálastjórann í
Reykjavík! Hins vegar getum við
stundum samsett orð af stofni
í stað eignarfalls, ef okkur þykir
það fara betur. Þannig er orðið
Leiruvegur (stofnsamsett)
jafngilt orðinu Leirnavegur
(undir Eyjafjöllum), þar sem
myndað er af eignarfalli flt.
orðsins leira.
Aðalsteini finnst beygingar-
villa jafnvond, hvort sem hún
felist í „þolfallssýki, þágufalls-
sýki eða þágufallsfælni“.
Astæða er til að taka undir það.
Hann spyr: „Slítur fólk hjóna-
bandi eins og fatnaði, eða slítur
fólk það eins og gam? Borar
maður einhverju inn í vegg eða
borar maður eitthvað í vegg?“
Umsjónarmaður treystir sér ekki
til að svara þessu afdráttar-
laust. Þá fínnst mér rétt að Arn-
grímur fái orðið um sinn án
endursagnar eða athugasemda.
„Fyrir nokkrum árum lagði
dr. Benjamín Eiríksson til orðið
visthæf um efni eða hluti sem
eru skaðminni í náttúrunni en
önnur. Þetta er rökréttara en
orðið vistvæn sem oftast heyrist
núna. Orðið visthæft er nokkuð
hlutlaust um eitthvert fyrirbæri.
Orðið vistvæn bendir til að fyrir-
bærið bæti umhverfið, en því
mun oftast öfugt farið svo að í
orðinu felst hrein blekking. Ein-
földustu nafnorðin mýnduð af
þessum lýsingarorðum eru vist-
hæfni og vistvændi. Þarf frekari
vitnisburð? Vistviðunandi er því
miður of langt og ljótt, en vist-
hæft merkir eiginlega það sama.
(Vistásættanlegt er kannski best
handa ,,uppum“.)
Þegar íslenskulegt eignarfall
á nafni Borisar Spaskís birtist á
forsíðu Morgunblaðsins dag
nokkurn sl. haust átti ég von á
tímabærri stefnubreytingu í
beygingu útlenskra nafna í blað-
inu, og fleiri fjölmiðlum. En
stuttu seinna voru engar eignar-
fallsbeygingar á nafni Bobbys
Fischers. Það var verra. Sumir
vilja frekar hafa útlensk manna-
nöfn óbeygð heldur en að sjá
ósamræmi á prenti. En gæti
þetta ekki verið eitt af því sem
veikir tilfinningu fólks fyrir
beygingarkerfi málsins? Það er
svo komið að fólk hálfhvekkist
við þegar nefnd er bók Ingu
Huldar, förðun Heiðrúnar
Óskar, vettlingar Hildar Ýrar
eða ræða Auðar Eirar. Hvers
vegna þola menn verr smávegis
ósamræmi í beygingu útlenskra
nafna heldur en að beygingu
íslenskra nafna verði útrýmt?“
Umsjónarmaður staðnæmist
hér um sinn í bréfi Aðalsteins
Geirssonar, en tekur fast í
streng með honum um beygingu
íslenskra nafna. Þótt fólk heiti
tveimur nöfnum, er engin
ástæða til að slaka á beyging-
arkröfum. Bæði nöfnin á að
beygja og auðvitað rétt.
★
Álfhildur austan kvað:
Sagði Bína í Bæ: Mér finnst leitt
með hann Balda minn svona yfirleitt,
þetta grey, þetta bam,
hann er garmur og skam
sem getur og kann ekki neitt.
★
Að gefnu tilefni skal fram
tekið að fyrirtækisheitið Sjóvá-
Almennar beygist svo áfram:
um Sjóvá-Almennar, frá Sjóvá-
Almennum, til Sjóvár-
Almennra.
Vá er hætta, beygist eins og
nafriorðin blá, spá, smásjá
o.s.frv. Venjan var sú að á yrði
að o á eftir vaffi, en í þessu
dæmi hefur gamla myndin hald-
ist. Menn segja enn að vá sé
fyrir dyrum, og af þessu var svo
búin til sögnin að vátryggja
fyrir „assúrera". Hættuleg veifa,
sem galdramenn frömdu, var
kölluð váveifa, en þar hefur
venjuleg breyting orðið, svo að
nú farast menn (eða öllu heldur
fórust) voveiflega. Mjög greini-
leg lýsing á váveifu er í Njálu,
þegar Svanur á Svanshóli frem-
ur galdrakúnstir sínar.
★
Hlymrekur handan kvað:
Sjálfur andskotinn, illræmdur þijótur,
er að almennu smekksmati ljótur,
en eftir skapara vom
prýðir uxana horn,
og á hesti er hófóttur fótur.
★
Byr bar áfram skipið, þegar
vindurinn blés, svo að hagstætt
var. Þá blés byrlega, er eitthvað
leit út fyrir að ganga vel. Aftur
á móti blasti eitt og annað við,
það sem augljóst var.
En illa kunni umsjónarmaður
því tali sem heyra mátti í útvarp-
inu: „það blasti ekki byrlega
fyrir þeim“.
Forráðamenn Ráðstefnuskrifstofu vilja byggja ráðstefnumiðstöð
Samvinnu um tónlistar-
og ráðstefnuhöll hafnað
Á AÐALFUNDI Ráðstefnuskrifstofu íslands sem nýlega var haldinn
sagði Júlíus Hafstein formaður stjórnar ráðstefnuskrifstofunnar að
í því skyni að auka viðskipti vegna funda og ráðstefna væri nauðsyn-
Iegt að til lengri tíma verði ráðist í undirbúning að byggingu ráð-
stefnumiðstöðvar af alþjóðlegum gæðastaðli. Um gæti verið að ræða
hús sem tæki 800-1200 manns í aöalsal, og að auki yrðu byggðir
fjöldi smærri sala, en áætlaður heildarkostnaður við húsið gæti ver-
ið á bilinu 1,5-2,0 milljarðar króna. Júlíus hafnaði hugmyndum að
sameina í einu húsi ráðstefnuhús og tónlistarhöll, sagði það alls stað-
ar hafa gefist illa. Þessu sjónarmiði mótmælir Valgeir Guðjónsson
tónlistarmaður.
1 ræðu sinni á aðalfundinum
sagði Júlíus að.vegna þess hve um
dýra byggingu væri að ræða væri
nauðsynlegt að Reykjavíkurborg og
ríkisvaldið tækju höndum saman
og stæðú straum af stofnkostnaðin-
um, en samstarf við aðra aðila
kæmi þó að sjálfsögðu til greina
Sagði hann að byggja mætti húsið
á fjórum árum með 200-250 millj-
óna króna framlagi árlega. Rekstur
byggingarinnar yrði á höndum aðila
í ferðaþjónustu og nýting hússins
yrði alfarið á forsendum viðskipta-
sjónarmiða, en menn yrðu þó að
átta sig á því strax í upphafi að
ekki væri líklegt að rekstur bygg-
ingarinnar bæri sig með beinum
hætti.
Varðandi hugmyndir sem fram
hafa komið um að hugsanleg bygg-
ing tónlistarhúss gæti nýst fundar-
og ráðstefnuaðilum sagði Júlíus að
hvarvetna f heiminum hefði það
gefist illa að byggja hús sem „einn-
ig“ ættu að nýtast fyrir fundi, og
því væri eina leiðin að byggja hús
sem einnig mætti nýta í „annað“
en fundi og ráðstefnur. Sagði hann
að aðilar í ferðaþjónustu ættu ekki
að sætta sig við neitt minna.
í ræðu sinni benti Júlíus á dæmi
frá fyrri tíð máli sínu til stuðnings,
og nefndi í því sambandi Laugar-
dalshöll, Háskólabíó og Borgarleik-
húsið. Öll þessi hús nýttust vel hvert
fyrir sína starfsemi, en þau væru
ekki nægilega til ráðstöfunar fyrir
fundi og ráðstefnur þegar á þyrfti
að halda. Þá benti hann á að ef
tækist að auka viðskipti á sviði ráð-
stefnu- og fundahalds liði ekki á
löngu þar til markaðurinn sætti sig
ekki við minna en nýtt sérhæft ráð-
stefnuhús, og sæu stjórnvöld ekki
staðreyndir þessa máls yrðu þau
að horfast í augu við það að byggja
tvö hús. Sagði Júlíus að formaður
og framkvæmdastjóri Ráðstefnu-
skrifstofu íslands hefðu skrifað
samgönguráðherra varðandi málið,
og formaðurinn hefði rætt það við
forsætisráðherra og borgarstjóra.
Þá myndi formaðurinn fljótlega
eiga fund með fjármálaráðherra þar
sem þetta mál yrði rætt.
Mörg dæmi um vel-
heppnaða samnýtingu
Valgeir Guðjónsson formaður
Samtaka um byggingu tónlistar-
húss sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sér þætti miður að ekki
væri til staðar jákvæðara hugarfar
til byggingar húss sem bæði gæti
nýst til tónlistarflutnings og funda-
og ráðstefnuhalds.
„Það eru mörg dæmi þess að slík
samnýting gefist vel, og ég lít svo
á að ekki sé búið að skoða þetta
mál ofan í kjölinn. Annars heyri ég
það að tónlistarfólki er farið að leið-
ast þófið og margir vilja setja auk-
in þrýsting í málið,“ sagði hann.