Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 14
..
Konur eiga rétt á vali
eftir Þórhildi
Þorleifsdóttur
Það er engin tilviljun að Kven-
réttindafélag íslands, Kvenfélaga-
samband íslands og konur úr öllum
stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á
Alþingi efndu í sameiningu til mál-
þings um aðstöðu fæðandi kvenna
nú fyrir skömmu. Það er auðvitað
vegna þess að ástandið er alls óvið-
unandi.
Það er út af fyrir sig sérkenni-
legt að konur þurfi með reglulegu
millibili að blása í lúðra og kalla
út lið til að skapa konum — í þessu
tilfelli fæðandi konum — viðunandi
aðstæður innan heilbrigðiskerfisins,
verja það sem þegar hefur áunnist
eða hreinlega, eins og nú er raunin,
til að vinna aftur unnar lendur. Er
þó hreint ekki um það að ræða að
konur hafí verið einungis þiggjend-
ur eða ómagar á heilbrigðiskerfinu.
Þvert á móti hafa þær lagt þar til
ómælda vinnu, fé og fyrirhöfn, oft-
ar en ekki í þágu allra, en stundum
í þágu kvenna og/eða bama. Þessu
mega konur ekki gleyma, ekki til
að miklast af, heldur til að herða
sig í baráttunni fyrir sjálfsögðum
rétti sínum.
Réttur kvenna að litlu hafður
Hvemig er svo þessi réttur virtur
í dag? Það mun mála sannast að
hann er að litlu eða engu hafður.
***/»** FLÍSAR
□ Tn rm i nrr □
h u zn Ej
p ii □ □ m A Mll ÍLL'U
i ’JIIUCEJA
ItTiTT LLL U
Stórhöfða 17, við Gullinbrú,
sími 67 48 44
Það er sorglegt hversu miðað hefur
aftur á bak síðustu misseri. Þegar
Fæðingarheimili Reykjavíkur var
sett á laggirnar upp úr 1960, ekki
síst fyrir tilstuðlan kvenna, varð
mikil breyting á til batnaðar fyrir
fæðandi konur. Mikill fjörkippur
hljóp í alla umræðu um fæðingar
og allt sem þeim fylgir. Nýjungar
í þessum málum átti þar greiðan
aðgang og bámst þaðan til ann-
arra. Og hér er ekki átt við tækni-
nýjungar, þó þær rötuðu líka þar
inn, heldur nýjungar í hugmynda-
fræði.
En það má næstum segja að
varla hafi fyrr verið búið að opna
Fæðingarheimilið en baráttan fyrir
tilvemrétti þess hófst. Og alltaf
voru það fyrst og fremst konur sem
slógu skjaldborg um það og björg-
uðu því. En þar kom að stjómvöld
höfðu eftir síendurteknar árásir
komið því svo fyrir að varla var
nokkuð eftir annað en að veita því
náðarhöggið. Og það kom fyrir
réttu ári og ekkert eftir nema dauð-
teygjurnar. Að vísu verður að geta
þess, svo allrar sanngimi sé gætt,
að umræða undanfarinna ára, sem
einkenndist af tali um nauðsyn þess
að allar konur fæddu við svokölluð
„bestu hugsanleg skilyrði", auð-
veldaði stjórnvöldum verknaðinn.
Þessi umræða gerði það líka að
verkum að konur úti á landi sækja
í síauknum mæli til Reykjavíkur til
að fæða börn sín og fæðingum í
heimahúsum fækkaði.
Keyrir um þverbak
Kvennadeild Landspítalans er nú
eini valkostur a.m.k. reykvískra
kvenna (þ.e.a.s. vilji þær ekki fæða
heima eða fara til Keflavíkur) og
reyndar margra af landsbyggðinni
líka. Þegar fæðingardeild Landspít-
alans var stækkuð og endurbætt
árið 1975-6 var gert ráð fyrir að
hægt yrði að anna þar um það bil
2.200 fæðingum á ári. Það liðu
ekki mörg ár þar til þessu marki
var náð. Árið 1979 eru þar 2.174
fæðingar. Síðan komu nokkur ár
þar sem talan er á því róli, en svo
fer kúrfan að rísa og árið 1988
voru fæðingar á Fæðingardeild
Landspítalans 2.800. Engar veru-
legar breytingar höfðu á þessum
tíma farið fram á húsnæðinu, engu
bætt við. Árið 1992 keyrir þó um
þverbak, því þá vom fæðingar rúm-
lega 2.900, enda var þá búið að
loka Fæðingarheimilinu. í ár stefnir
í annað eins og líklega meira ef
marka má tölur yfír fæðingar fyrstu
mánuði ársins. Þegar Landspítalinn
tók við starfsemi Fæðingarheimilis-
ins fluttust sjö stöður ljósmæðra
þaðan yfir í kvennadeild. Læknum
hefur ekki verið fjölgað og ekki
heldur í umönnun.
Nú er svo komið að þessi „bestu
hugsanlegu skilyrði" hafa breyst í
hálfgert neyðarástand, nálgast
jafnvel á álagstímum hættuástand.
Starfsfólkið leggur sig auðvitað allt
fram um það að gera það besta úr
hlutunum og veita þá þjónustu sem
unnt er en það getur ekki, fremur
en konurnar, böm þeirra og fjöl-
skyldur, unað þessu ástandi. Ekkert
bendir til þess að fæðingum fækki
á næstu ámm og því hljóta konur
að krefjast úrbóta.
Snýst ekki bara um rúmafjölda
Það er of þröngt um fæðandi
konur og starfsfólk á Kvennadeild
Landspítalans. En þetta snýst ekki
bara um rúma- og starfsmanna-
fjölda. Það snýst einnig um það að
konur eigi rétt á að geta fætt við
ýmis skilyrði sem þær kjósa sjálfar.
Reynslan hefur sýnt að ihargar
konur sem búist er við að fæði eðli-
lega — og gott mæðraeftirlit og
aukin tækni hafa gert það að verk-
um að oftast er hægt að sjá fyrir
með nokkurri vissu hvort svo verði
— vilja fæða og liggja með börn sín
í öðru umhverfi en á hátæknispít-
ala. Starfsfólk kvennadeildar Land-
spítalans hefur eftir mætti reynt
að koma til móts við þessar óskir,
en aðstæður og húsrúm gera það
illmögulegt.
Eðlilegt er að velta fyrir sér hvað
þjónusta við fæðandi konur og börn
þeirra kostar við hinar ýmsu kring-
umstæður. Eru fæðingar á stómm
hátæknispítala ódýrasti kosturinn
Þórhildur Þorleifsdóttir
„Karlmenn geta eðli
máisins samkvæmt
aldrei skilið fullkom-
lega hvað þarna er á
ferð. Þeir geta vissu-
lega aflað sér vitneskju,
þeir geta vissulega
hjálpað til, ýmist sem
sérfræðingar eða feð-
ur, en þeir hvorki geta
né mega leggja grunn
að eða ráða fæðingar-
hugmyndafræði. Það
eiga konur að gera.“
eða ef til vill sá dýrasti? Getur til
dæmis verið að sá sparnaður sem
átti að nást með lokun Fæðingar-
heimilisins snúist upp í andhverfu
sína ef að er gáð? Hvaða þjónustu
þarf að veita konum sem kjósa að
fæða heima og hvað kostar hún?
Þetta er ekki sagt vegna þess að
peningasjónarmiðin ein eigi að ráða
ferðinni, heldur þarf að vera hægt
að sýna fram á það að valkostir
fyrir fæðandi konur séu ekki endi-
lega dýrar lausnir, dekurlausnir til
að koma til móts við hina ýmsu
duttlunga kvenna, heldur að af þeim
geti verið sparnaður. Ef svo er ekki,
verður bara að hafa það — konur
eiga rétt á vali.
Konur ráða
hugmyndafræðinni
Síðast en ekki síst þarf að huga
að hugmyndafræði. Það kann ef til
vill að virðast langsótt að nefna
hugmyndafræði í sambandi við
þessa mjög svo eðlilegu og algengu
athöfn að fæða barn. En það er
hugmyndafræði sem ræður þjón-
ustu, aðbúnaði og hversu mikiu fé
er varið til þessara mála. Það er
hugmyndafræði sem ræður því að
stórum hluta hvernig konur upplifa
fæðingu. Það er hugmyndafræði
sem ræður afstöðu starfsfólks til
kvennanna og þannig mætti lengi
telja. Það var ekki mannvonska sem
réði því að konur voru, og eru
reyndar enn víða, látnar fæða liggj-
andi marflatar með fæturna ríg-
bundna upp í loft og jafnvel hendur
bundnar líka. Það var hugmynda-
fræði. Það var ekki af mannvonsku,
heldur misskilinni mannúð, grund-
vallaðri á hugmyndafræði, sem réði
því að konur voru svæfðar þegar
kom að lokaspretti fæðingar. Það
er ekki af engu sem margar konur
trúa því að það sé ekki óhætt að
fæða barn nema „við bestu hugsan-
legu skilyrði", virðast jafnvel sumar
halda að fæðing sé svo hættuleg
að það sé mesta mildi ef þær og
barnið sleppi lifandi frá þessum
ósköpum. Það er hugmyndafræðin
sem veldur.
Afstaða til fæðinga grundvallast,
eins og flestar aðrar hugmyndir
mannsins, á hugmyndafræði. Og
þessi hugmyndafræði sem hér um
ræðir á að grundvallast á reynslu
kvenna. Reynsla fæðandi kvenna
og reynslu þeirra kvenna, sem
hjálpa þeim við að koma börnunum
í heiminn og annast þær og þau
fyrst á eftir. Karlmenn geta eðli
málsins samkvæmt aldrei skilið full-
komlega hvað þarna er á ferð. Þeir
geta vissulega aflað sér vitneskju,
þeir geta vissulega hjálpað til, ýmist
sem sérfræðingar eða feður, en
þeir hvorki geta né mega leggja
grunn að eða ráða fæðingarhug-
myndafræði. Það eiga konur að
gera. Þangað geta þær sótt sér þau
rök og þann styrk, sem gerir þeim
kleift að sækja rétt sinn keikar,
vissar bæði um hann og eigin óskir.
Höfundur erleikstjórí og
varaþingkona Kvennalistans.
------»♦■■■«---
Uppboð á
óskilamunum
í vörslu lög-
reglunnar
ÁRLEGT uppboð á óskilamunum
í vörslu lögreglunnar fer fram
lýá sýslumanninum í Reykjavík
laugardaginn 8. maí í Skógarhlíð
6 og hefst klukkan 13:30. Mun-
irnir, sem boðnir verða upp eru
aðallega reiðhjól, fatnaður og
fleira.
Óskilamunadeild lögreglunnar er
í Borgartúni 33 og hefur lögreglan
óskað eftir því við fólk að það vitji
þeirra muna, sem það hefur týnt,
áður en til uppboðsins kemur. Þessi
uppboð eru haldin árlega og hefur
jafnan verið mikill áhugi á þeim. Á
annað hrundrað reiðhjól verða t.d.
boðin upp að þessu sinni. Uppboðs-
haldari er Ingólfur Sigurz.
HARÐVIÐARVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
Auglýsing um starfsleyfistil-
lögur skv. gr. 8.4. í mengunar-
varnareglugerð nr. 396/1992
I samræmi við gr. 8.3. ofangreindrar reglugerðar liggja
frammi til kynningar í ráðhúsi Reykjavíkurborgar, 1. hæð
(upplýsingaþjónustunni), frá 3. maí nk., starfsleyfistillögur
fyrir eftirtalin fyrirtæki:
1. Húsgagnavinnustofu Guðmundar Ó. Eggertssonar, Heiðargerði 76.
2. Bílaverkstæðið Hemlastillingu hf., Súðarvogi 14.
3. Vélvirkjann sf., Dugguvogi 23.
4. Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Síðumúla 12.
5. Bifreiðaverkstæðið Höfðatækni, Eldshöfða 14.
6. Bílaverkstæðið Síðumúla 33, Síðumúla 33.
7. Bílaverkstæði Hrafnkels, Bíldshöfða 14.
8. Skoðunarstöðin hf. (Lúkasarverkstæðið), Síðumúla 3-5.
9. Díselverkstæði Boga, Súðarvogi 36.
10. Ventil hf., Bíldshöfða 6.
11. Bifreiðaverkstæði Ræsis hf., Skúlagötu 59.
12. Bílaverkstæði Ragnars, Vagnhöfða 18.
13. Bílaverkstæði Hermanns Agústssonar, Dugguvogi 17.
14. Bifreiðaverkstæðið Réttingarverk, Hamarshöfða 10.
15. Bifreiðaverkstæðið Kerruna sf., Ármúla 26.
16. Bílaréttingar Björns Bjarnasonar, Höfðabakka 3.
17. Bílaberg, Smiðshöfða 15.
18. Rétt, Skeifunni 5.
Rétt til að gera athugasemdir hafa eftirtaldir aðilar:
1. Sá, sem sótt hefur um starfsleyfi, svo og forsvarsrnenn
og starfsmenn tengdrar eða nálægrar starfsemi.
2. íbúar þess svæðis, sem ætla má að geti orðið fyrir óþæg-
indum vegna mengunar.
3. Opinberir aðilar, félög og aðrir þeir, sem málið varðar.
Athugasemdir, ef gerðar eru, skulu vera skriflegar og sendast
Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur, Drápuhlíð 14, 1Q5 Reykja-
vík, fyrir 1. júní nk.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
Fitubrennsla
Síðasta 8 vikna námskeiðið
fyrir sumarið hefst 3. maí
Engin fitubrennslunámskeiö í sumar
í boði eru fitubrennslutímar I og II
I fyrir byrjendur.
II fyrir þá, sém eru í einhverri þjálfun og vilja taka
vel á (pallar notaðir).
• Fitumæling og vigtun
• Matarlistar og ráðleggingar
• Fyrirlestrar um megrun og mataræði
Sá sem missir 8 kiió eða fleiri fær frítt
mánaðarkort hjá Ræktinni.
Látið skrá ykkur strax.
Takmarkaður fjöldi kemst að.
Upplýsingar í síma 12815 og 12355.
ræhtin
S.f.
FROSTASKJÓL 6 • SÍMAR 12355 & 12815
SÓLBAÐSTOFA . AEROBIK • LIKAMSRÆKT