Morgunblaðið - 01.05.1993, Qupperneq 17
17
og kerfisins. Þáttur í tilrauninni er
samanburðarhópur, sem ekki fær
að hafa dýr. Úr þeim hópi er sjúkl-
ingurinn sem ungi maðurinn sting-
ur með skærum. Hann fyllist öfund
og kastar kettinum út yfir fangels-
isvegginn. Það verður til þess að
ungi maðurinn ákveður að köttur-
inn sé dauður og telur hann aftur-
genginn þegar hann birtist á ný.
Hann er að hefna fyrir dauða katt-
arins þegar hann stingur hinn
sjúklinginn með skærunum. Þegar
tilraunin verður þannig stjórnlaus
er kötturinn tekinn af unga mann-
inum. Það leiðir til uppgjörs sem
endar með hörmungum. í svona
tilraun, sem er almennilega gerð,
veit samanburðarhópurinn aldrei
að hann er samanburðarhópur.“
Jón: „Ég held að tilraunin skipti
ekki höfuðmáli fyrir höfundinn,
nema til að varpa neikvæðu ljósi á
vísindin."
Grétar: „Sálfræðingarnir virð-
ast ekki einu sinn átta sig á að
tilraunin tókst
mæta vel, hún
breytti persónu-
leika unga manns-
ins á þann hátt að
hann finnur látinn
afa sinn með viss-
um hætti aftur.
Þegar presturinn
sagði við hann að
kettir gætu ekki
talað, þá spurði
ungi maðurinn
hvort hún hefði
heyrt Guð tala.“
Jón: „Þetta ýtir
við henni, hún spyr
sjálfa sig þeirrar
spurningar; hve-
nær hef ég heyrt
Guð tala, hefur
hann nokkurn
tíma svarað mér.
Þetta með öðru
leiðir til trúarupp-
gjörs hjá prestinum.“
Erlendur: „Sálfræðingurinn
leitar til prestsins þegar hennar
fræði hafa beðið skipbrot. Þegar
svo presturinn vill ekki segja sjúkl-
ingnum að kettir geti ekki risið upp
frá dauðum, þá verður sálfræðing-
urinn reiður og segir að presturinn
sé geðveikur. Sálfræðingurinn vill
réttlæta það fyrir sjálfum sér og
unga manninum að kötturinn hafi
verið tekinn af honum."
Grétar: „Mér finnst boðskapur
leikritsins vera sá að tengsl unga
mannsins við köttinn skipti miklu
meira máli en allt það sem kerfið
er að reyna að gera fyrir hann.
Leikur Ingvars E. Sigurðssonar var
frábær og sýndi þetta vel. Þessi
ungi maður í leikritinu væri auðvit-
að skilgreindur sem geðklofasjúkl-
ingur. Margir hafa slíkar tilhneig-
ingar í sér, þegar fólk fer yfir skil-
in milli raunveruleika og óraun-
veruleika brýst sjúkdómurinn fram,
í tilviki unga mannsins má ætla
að dauði afans hafi ýtt honum yfir
þessi skil. Gefið er í skyn að margt
hafi gerst áður, pabbi hans er sett-
ur í fangelsi þegar hann er smá-
barn og mamma hans hverfur að
heiman og kemur aðeins einu sinni
og veldur þá miklum usla í heimi
drengsins. Hún sækir vatn í brunn-
inn og stuggar þar illilega við frosk-
um sem drengurinn hefur annast
af natni. Það er einmitt froskarnir
og umönnun þeirra sem er forsenda
þess að hann fær köttinn.“
Erlendur:„Þegar maður hittir
menn sem komnir eru í þessi spor
er upppeldislegi þátturinn oft mikil-
vægur, vanalega er þá um alls
konar vandræði að ræða í fjöl-
skyldu sakbornings. Höfundur
þessa verks fer mjög lítið út í þá
sálma. Ég er þess vegna sammála
Jóni um að þetta sé fyrst og fremst
trúarlegt verk.“
Jón:„Þegar presturinn talar í
upphafi um það ástand sem skapist
þegar ofbeldi losni úr öllum bönd-
um, þá skildi ég það þannig að um
væri að ræða ofbeldi hans. Seinna
skildi ég að það var þvert á móti
það ofbeldi sem sálfræðingurinn
sýndi unga manninum. Tilraunin
er í raun og veru ofbeldi."
Hvaða erindi á svona verk við
okkur íslendinga, hvaða boðskap
er höfundurinn að reyna að koma
til skila?
Grétar:„Þetta er samþætt af
mörgu, en það er ekki skrifað til
þess að leysa nein vandamál. Styrk-
ur verksins liggur m.a. í því að
viðbrögð unga mannsins verða
skiljanleg þegar líður á leikritið út
frá tilfinningalífi hans.“
Erlendur:„Ég er ekki viss um
að tilefnislaust ofbeldi, eins og það
er kallað, sé til. Það er alltaf til-
efni fyrir hendi, hins vegar skiljum
við það ekki alltaf. Þetta er ekki
sagt til þess að réttlæta neitt, held-
ur til að útskýra. Ég man ekki eft-
ir úr mínu starfi sem afbrotafræð-
ingur að hafa kynnst afbroti án
tilefnis. Menn tala um aukningu á
„tilefnislausu ofbeldi". Það er ekki
rétt. Margt bendir þvert á móti til
þess að ofbeldisverkum unglinga
hafi fækkað, a.m.k. þeim sem skráð
eru. Síðustu tölur frá Rannsóknar-
lögreglu ríkisins segja það. Þar er
átt við síðasta
ár. Þjófnuðum
hefur eitthvað
fjölgað en lík-
amsárásum hef-
ur fækkað. Ætla
má að menn
kæri ekki síður
nú en áður, ef
eitthvað er eru
menn viðkvæm-
ari fyrir ofbeldi
í dag en var
áður, við
kveinknum okk-
ur meira en áður
og kærum því
frekar."
Jón:„Þegar
orðsendingin
kemur frá sjúkl-
ingnum sem
ungi maðurinn
stakk með skær-
um, þar sem
hann biður unga manninn fyrir-
gefningar, þá varpaði það að minni
hyggju ljósi á mikilvægi fyrirgefn-
ingarinnar. Það var sá sem kastaði
kettinum út yfir vegginn sem átti
að biðja fyrirgefningar,"
Erlendur:„I einangrun er lifandi
dýr ótrúlega mikilvægt. Menn í ein-
angi'un hafa jafnvel tamið rottur
eða flær í fásinninu. Séu menn svipt-
ir þessum dýrum hrynur veröld
þeirra til grunna. Ég get varla
ímyndað mér að nokkur geðlæknir
eða sálfræðingur láti sér detta í hug
að slengja því framan í sjúkling í
einangrun að kötturinn hans verði
tekinn af hopum daginn eftir, án
þess að það sé svo frekar rætt.
Þessi yfirlýsing leiðir til þess að
ungi maðurinn drepur köttinn. „Það
er auðvelt að deyja, lætur ungi
maðurinn Valla segja. „Þá erum við
fijásir og getum búið saman í hús-
inu hans afa.“ Það er svo rökrétt
afleiðing af dauða kattarins að ungi
maðurinn bindi enda á líf sitt.“
Jón: „Ég var fangelsisprestur
um árabil og átti trúnað margra
þeirra sem höfðu framið morð.
Flest alvarleg afbrot eins og morð
eru yfirleitt framin í miklu tilfinn-
ingagosi. Allt í einu finnur viðkom-
andi maður sig í mikilli klemmu
sem hann ekki getur losað sig úr
og finnst hann ekki eiga annarra
kosta völ en að stökkva á þann sem
ógnar honum og drepa hann. í
þessu sambandi er athyglisverð sú
staðreynd að flest morð á íslandi
eru framin með eggvopnum eða
berum höndum.“
Gaupan er villidýr, tígi'isdýr
Vesturbotna, segir Per Olov Enqu-
ist. Hvað gerir villidýr við eina
aukastund í sólarhringnum? Nær
sér að öllum líkindum í bráð. Hvað
gerir villidýrið í manninum við slíka
stund? Býr ekki gaupan í okkur
öllum? Þeir sem ekki ráða við hana
gangast inn á að veita þá auka-
stund sem hún krefst til blóðverka
sinna. Hvaða störf sem við stundum
og hvar í stétt sem við stöndum
eigum við þetta sameiginlegt;
gaupan býr í okkur og bíður eftir
tækifæri. Siðmenningin, sem viður-
kennir aðeins 24 klukkustundir í
sólarhringnum, heldur henni fang-
inni.
Sumarbúðir Skáta
Ulfljótsvatni...
AÐ ÚLFLJÓTSVATNl verður í sumar taekifæri fyrir
böm 8 - 12 ára til að öðlast mikilverða reynslu:
- þau komast í snertingu við náttúmna
- þau eignast félaga ÚÚfjölbreyttum hó.pi
- þau taka þátt í þroskandi starfi og leik.
Sumarbúðirnar eru reknar sem stórt heimili og þar læra bömin að:
- taka tillit hvert til annars
- njóta sín sem einstaklingar
- gangast undir sameiginlegar reglur.
Gott starfsfólk sumarbúða skáta leggur sig fram um að tryggja að dvöl
bamanna að Úlfljótsvatni verði þeim ógleymanleg reynsla.
FJÖLÞÆTT DAGSKRÁ
Áhersla er lögð á útiveru, jafnt gönguferðir og náttúmskoðun sem
íþróttir og leiki. Auk þess sem að framan er nefnt má nefna sund- og
bátsferðir, föndurvinnu úti og inni, íþróttir, fjársjóðaleit, gróðursetningu,
kvöldvökur og varðelda.
Það finna því allir eitthvað við sitt hæfi.
Dvalartímabil
3.júní - 9. júnf 6 dagar
10.júní 16. júní 6 dagar
21. júní l.júlí 10 dagar
6. júlí 12. júlí 6 dagar
13. júlí - 19. júlí 6 dagar
21. júií - 27. júlí 6 dagar
4. ágúsl - 10. ágúst 6 dagar
ódagarkr. 14.200,-
lOdagarkr. 21.000,-
10% systkinaafsláttur
Innritun fer fram
í Skátahúsinu við Snorrabraut 60
frá og með 3. maí
klukkan 10:30 - 12:30
Stmi: 91-15484
...einstök upplifun
►
BETDA UF
EINA SÉRVERSLUN SINNAR TEGUNDAR Á
LANDINU FIYTUR í BORGARKRINGLUNA OG
VERÐUR OPNUÐ MÁNUDAGINN 3. MAÍ
STÆRRI VERSLUN — MEIRA VÖRUÚRVAL
fft I. A T V' M
S T lv t N A N V
T A 1J A
ítilefni flutningana
bjóðum við upp á
20%
afslátt
af ýmsum nýjum,
íslenskum bókatitlum í eina viku
Guðrún Bergmann og Sncefríður Jensdóttir
bjóða ykkur velkomin á nýja staðinn.
SANAYA ROMAN
MIKIÐ URVAL AF
SNÆLDUM MEÐ
slökunar- og hugleiðslutón ist
og æfingum. Einnig tónlist á
geisladiskum. Bjóðum upp á
pöntunarþjónustu.
SNERTING VIÐ
STEINARÍKIÐ
Þú kemst í snertingu við steinarikið hjá okkur, því við
bjóðum upp á mikið úrval af orkusteinum og kristölum í
mismunadi verðflokkum. 10% afsláttur í eina viku.
REYKELSI í ÚRVALI
„Blue Pearl" reykelsið hefur öðlast fastan sess hjá
mörgum. „Eigum einnig Loving Life“,„ Mother's
Fragrance“og „Ayurvedic" ásamt „Sage“. Einnig
reykelsisduft og statív til að brenna reykelsi.
YUCCA GULL
Nýtur síaukinna vinsælda meðal fólks Ánægðir
viðskiptavinir koma aftur og aftur til að kaupa þetta
einstæða fæðubótarefni.
Mánaðarskammtur á aðeins kr. 490,-.
TILVITNANIR NEYTENDA
„Meltingin hefur ekki verið eins góð i mörg ár og
hægðirnar aldrei verið eins reglulegar“
„Eftir vikunotkun voru psoriasisútbrotin strax
farin að lagast"
„Eftir mánaðarnotkun var ég aftur farin að geta hreyft
hendurnar, en áður voru þær krepptar af'liðagigt"
EARTH SIENCE - nátturulegar
snyrtivörur
Earth Sience hefur yfir 20 ára reynslu í
framleiðslu á snyrtivörum og notar aðeins j
tyrsta flokks hráefni náttúrunnar.
Við hjá Betra Líf erum stolt af því að kynna|
þessar náttúrulegu snyrtivörur sem eru
aðeins seldar I völdum sérverslunum um
allan heim. Þessar nátturulegu snyrtivörur I
eru á mjög hagstæðu verði.
Við bjóðum 20% kynninga-
rafsiátt í eina viku.
Dömu- og herralína.
NYKOMIN
STÓR ERLEND BÓKASENDING
Bækur Edgar Cayce - Lynn
Andrews - Carlos Castaneda -
Joan Grant - Shirley MacLaine
- Louise L. Hay - Parmahansa
Yoganand -CharlesL.
Whitfield - Omraam Michael
Aivan Hov - Dan Millman -
Melody Beattie - Piu Mellody
0fl m fl LOUISE L. HAY
Bækur um hin margvíslegustu málefni er snerta
mannlegan þroska, heilsu og fæði.
YMISLEGT FLEIRA S.S.
Tarot spil - Medecine Cards - Spáspil - Pendúlar -
Skartgripir m/náttúrusteinum - Mondial orkujöfnunar
armbandið - Nudd og bað olíur, blandaðar samkvæmt
forskrift Edgars Cayce - Englakort —Staðfestingarspjöld ■
Rúnir - Steinapokar - Tímarit um andleg málefni - Og
margt fleira.
becRia&if:
BORGARKRINGLAN, 1
KRINÚLUNNI4-SÍMI811380
Persónuleg ráðgjöf og þjónusta
Greiðslukortaþjónusta - Póstkröfuþjónusta
Ath.: NÝTT SÍMANÚMER 811380.
«