Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 19
yMW9m^WMmmmihh-Aú,m
Æ
Lnmí
BARÁTTUDAGUR VERKALYÐSINS
Guðjón
Nú er tækifærið til að rífa 1. maí upp.
Birna
Meiri þörf á góðri þátttöku nú en mörg undanfarin ár.
maí og hlýða á ræðuhöldin, er
Guðrún Sigurðardóttir, starfstúlka
á Landspítalanum. „Eg er nú
kannski ekki harður þátttakandi,
fer sjaldan í kröfugönguna en
mæti hins vegar til að hlusta á
verkalýðsforkólfana og sýna þeim
stuðning. Þetta er jú dagurinn
okkar, verkafólks."
1. maí hefur tæpast borið á
góma á vinnustað Guðrúnar og hún
segist ekki vita hversu margt af
samstarfsfólki hennar muni láta
sjá sig í miðbæ Reykjavíkur eða
nágrannabyggðalaganna. Hún
segir að þótt þátttakan mætti vera
betri og samstaðan meiri, þá muni
um þennan dag. „Ég held að hann
muni jafnvel öðlast meiri merkingu
í hugum fólks og vera þýðing-
armeiri nú, þegar hvað eftir annað
er ráðist á garðinn þar sem hann
er lægstur, það er á þá sem lægst
hafa launin. Það er orðið erfitt að
lifa af þeim, fólk er hrætt þegar
fjöldauppsagnir eru allt í kring.
1. maí lognast ekki út af á meðan
ástandið er svona.“
Fer ekki í kröfugöngu
Agúst Astráðsson verkamaður
hjá Reykjavíkurborg er einn þeirra
sem efast um að 1. maí hafi nokkra
sérstaka þýðingu. „Þátttakan er
léleg, hefur breyst með árunum.
Það er ansi langt síðan ég fór sjálf-
ur í göngu og ég ætla mér heldur
ekki að þessu sinni. Ég get svo sem
tekið undir það að svona sé komið
vegna þess hversu margir hafa
sömu afstöðu til 1. maí og ég. En
ég hef ekki trú á því að 1. maí sé
búinn að vera, fyrst atvinnuástand-
ið er svona slæmt.“
Gengið af gömlum vana
■Er 1. maí orðinn eins og hver annar frídagur?
■Binda miklar fjárhagsskuldbindingar og atvinnuleysi
hendur manna í kjarabaráttunni?
víkur. Hann segir menn verða að
taka mið af þeirri hugarfarsbreyt-
ingu sem orðið hefur gagnvart
frídögum og þar sé 1. maí ekki
undanskilinn. „Áður fyrr var 1.
maí mikill baráttudagur og sam-
einingardagur fyrir verkalýð.
Hann er það ennþá en er ekki
eins kraftmikill og áður. Sem bar-
áttudagur höfðar 1. maí ekki jafn-
mikið til hins almenna launa-
manns og hann gerði enda hefur
orðið mikil breyting á baráttu
verkalýðsfélaga frá því sem áður
var. Fjölmörg atriði sem barist
var fyrir þykja núna sjálfsögð."
Verkalýðsforystan þekkir vel
til þeirra radda sem segja að 1.
maí sé orðinn almennur frídagur.
„Okkur finnst þær verða hjáróma
og sýnist á öllu að full ástæða sé
til að halda deginum við sem bar-
áttudegi. Það á við hér á landi
sem annars staðar,“ segir Bene-
dikt Davíðsson. „Mér finnst þess-
ar raddir ekki vera sérlega áber-
andi og þær heyrast fyrst og
fremst frá þeim sem eru ekki virk-
ir þátttakendur, heldur líta á
verkalýðsfélögin sem stofnanir
sem eigi að sinna þeirra málefnum
í stað þess að félagamir taki þátt
í starfinu."
eftir Urði Gunnarsdóttur og Guðna Einarsson
BARÁTTUDAGUR verkalýðsins, 1. maí, hefur breyst í tímans
rás. Enn draga menn upp rauðu fánana og mótmælaspjöldin
og fara í kröfugöngu. En fylgir hugur máli eða er bara gengið
af gömlum vana? Þátttaka í kröfugöngum er ekki slík að hún
gefi til kynna að verkalýðnum sé kröfugerð ofarlega í huga.
Sumir halda því fram að í stað
kröfuganga flykkist verkalýður-
inn á einkabílunum í sumarbú-
staðina og setji dýrindis steikur á
nýju gasgrillin. Vissulega á sú
mynd ekki við um þorra verka-
fólks. En kann að vera að stórauk-
in skuldsetning almennings hafi
áhrif á kröfugerðina? Að verka-
lýður, sem skuldar nærri mánað-
arlaun vegna greiðslukortanotk-
unar, hefur yfirdrátt sem nemur
öðrum mánaðarlaunum og fær
jafnvel launin sín greidd fyrir-
fram, hafi hreinlega ekki efni á
harðri kröfugerðarpólitík? Hafa
fjárhagsskuldbindingar verka-
fólks bundið hendur þess í kjara-
baráttunni? Benedikt Davíðsson,
formaður Alþýðusambands ís-
lands segist geta tekið undir þessa
fullyrðingu.
í sjávarplássinu Bolungarvík,
þar sem erfíðleikar hafa knúið
dyra og verkafólk búið við skugga
atvinnuleysis, verður ekki kröfu-
ganga í tilefni dagsins frekar en
verið hefur. Ræðumaðurinn er
formaður Sjálfsbjargar og má
nærrri geta hvort umræðuefnið
verður staðan í kjarasamningun-
um, eða alræði öreiganna. Er
þetta vísbending um að dagurinn
sé að breytast í baráttudag þeirra
sem standa höllum fæti á ein-
hvern hátt í þjóðfélaginu?
Sannleikurinn er líklega sá að
1. maí er í margra augum fyrst
og fremst almennur frídagur, sem
að þessu sinni fellur á laugardag.
Helstu ummerki verkalýðsbarátt-
unnar þau að bensínstöðvar eru
lokaðar og dagblöðin koma ekki
út é. morgun.
„Ég tek undir það að 1. maí
sé orðinn almennur frídagur. Þýð-
ing hans hefur breyst, eins og á
við um frídaga almennt. Fólk nýt-
ir þá í auknum mæli fyrir sjálft
sig í stað þess að hga að merk-
ingu þeirra. Ég vísa þá ekki síst
til frídags verslunarmanna," segir
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykja-
Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, er glöddu
mig meö blómum, skeytum og heimsóknum, í
tilefni af80 ára afmœlil mínu þann 12. apríl sl.
GuÖ blessi ykkur öll.
Hólmfríöur Sigurðardóttir,
Bústaðavegi 65.
Læknastöðin hf., Álfheimum 74
Læknastofa mín verður lokuð frá 3. maí,
í 3 mánuði, vegna veikinda.
Skilaboð í síma 68631 1.
Jóhann Ragnarsson, læknir, sérfræðingur
í lyflækningum og nýrnasjúkdómum.
r
v
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga
verður haldinn fimmtudaginn 6. maí 1993 kl. 16.00.
Fundarstaður: Þingholt, Hótel Holti.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Páll Skúlason, prófessor, flytur erindi:
Um eðli siðareglna. Ættu viðskiptafræðingar og
hagfræðingar að skrá siðareglur sínar?
Mætið stundvíslega.
Stjórn FVH