Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 20

Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 SUUI W'/VLiUi':-v. Melka Quai.ity Men's Wear Skipun nefndar um neyðarsímanúmer Stefnt að samræmdu neyðarsímanúmeri DÓMSMÁLARÁÐHERRA hefur skipað sex manna nefnd til að hafa forystu um að koma á samræmdu neyðarsímanúmeri fyrir allt landið. Skipun nefndarinnar má rekja til þess að borgarstjórinn í Reykja- vík fór þess á leit við dómsmála- ráðuneytið að það skipaði nefnd til að yfirfara gögn sem til eru og meta kosti og galla samræmds neyðarnúmers fyrir höfuðborgar- svæðið. Samræmdar leiðir segir í fréttatilkynningu frá ráðu- neytinu. Ekki liggur á þessu stigi fyrir ákveðin áætlun um hvenær verk- inu verðiJokið en reikna má með að samræmt neyðarsímanúmer komist á fyrir höfuðborgarsvæðið á síðari hluta árs 1994. Nefndin Nefndin mun hafa samstarf við sveitarfélög á svæðisnúmeri 91 um lausn málsins og við sveitarfélög á öðrum svæðisnúmerum eftir því sem tök eru á og áhugi er fyrir hjá hugsanlegum samstarfsaðilum á hveiju svæði. Markmiðið er að hægt sé að hringja í eitt neyðar- símanúmer vegna allrar neyðar- þjónustu hvar sem er á landinu og þarf því að gæta þess að þær leið- ir að ofangreindu markmiði, sem farnar verða á hveiju svæðisnúm- eri, séu samræmdar eftir því sem Nefnd um samræmd neyðar- símanúmer skipa: Stefán Eggerts- son verkfræðingur, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Bergþór Halldórsson verkfræðingur, frá •Póst- og símamálastofnun, Esther Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Slysavarnafélagsins, Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins, Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkis- ins og Hallgrímur Guðmundsson, bæjarstjóri í Hveragerði. vorlaukar afslætti meðan birgðir endast Fíkus 90 cm kr. 1.090,- Fíkus 50 cm kr. 670,- Drekatré 3 í potti kr. 990,- Burknar kr. 398,- Þykkblöðungar kr. 198,- Deila um samningsrétt slökkviliðsmanna send til Félagsdóms? BORGARRÁÐ hefur samþykkt samhljóða að það sé reiðubúið að höfðu samráði við Landssam- band slökkviliðsmanna að vísa samningsréttardeilu þess við Landssambandið til Félagsdóms. Deilan snýst unj það, hvort Landsmbandið fullnægir skilyrð- um fyrsta kafla laga um kjara- samninga opinberra starfsmanna til að fara með fyrirsvar félags- manna sinna við gerð kjarasamn- inga. Ekkert samkomulag hefur verið gert við Landssambandið í máli þessu, eins og lesa mátti út úr frétt Morgunblaðsins í gær. Borgarráð hefur lýst því að það greiði málskostnað fyrir Félags- dómi. Hinn 20. apríl síðastliðinn lýstu slökkviliðsmenn ábyrgð á hendur borginni fyrir það að hætt hafði verið innheimtu félagsgjalda af slökkviliðsmönnum. Nú hefur Reykj avíkurborg fallist á það, að innheimta þessara gjalda verði aft- ur upp tekin og hefst innheimtan frá og með næstu mánaðamótum. Er því þessi deila málsaðila úr sög- unni. -----♦ ♦ ♦----- Afmælishá- tíð List- dansskólans í TILEFNI 40 ára afmælis List- dansskóla íslands (áður Listdans- skóli Þjóðleikhússins) verður af- mælishátíð í skólanum, laugar- daginn 1. maí að Engjateigi 1. Nemendur skólans koma þá fram á stuttum atriðum og einnig verður sýning á myndum frá starfsemi skólans í kjallaranum. Afmælishá- tíð hefst kl. 15 og stendur til kl. 19. (Fréttatilkynning) FAGOR FAGOR FE54 Magn af þvotti 4,5kg Þvottakerfi 17 Afgangsraki 77% Hitastillir *-90°C Rúmmál tromlu 42 1 Hraðþvottur • Áfangaþeytivinda Sjálfvirkt vatnsmagn Hæg vatnskæling Barnavernd Hljóðlát VORTILBOÐ GERÐFE54-STAÐGREITTKR. 39-900- KR. 41990 - MEÐ AFBORGUNUM RÖNNING SUNDABORG 15 SÍMI 68 58 68 |

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.