Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 25

Morgunblaðið - 01.05.1993, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 25 prófi hans við læknadeild Kaup- mannahafnarháskóla. Um árangur bólusetningarað- ferðar Björns segir Halldór Þorm- ar í fyrrnefndri tímaritsgrein: „ Ut frá árlegri dártartölu þegar veikin var í hámarki og að hún iækkaði um meira en 90% eftir að bólusetning hófst, má áætla að 15 til 20 þúsund kindur hafi bjarg- ast á hveiju ári milli 1950 og 1960. Þannig hefur sparast sem svarar jafnmörgum ærverðum ár- lega. Má því ætla að kostnaður við byggingu og rekstur tilrauna- stöðvarinnar á Keldum hafi með gamaveikirannsóknunum einum borgað sig margfaldlega. Sannað- ist hér það sem Björn hafði haldið fram allt frá háskólaárum sínum um mikilvægi vísindarannsókna fyrir atvinnuvegina og þjóðfélagið í heild.“ Margrét Guðnadóttir prófessor segir í grein um verk Bjöms Sig- urðssonar sem birtist í bók með heildarútgáfu ritverka Björns sem gefin var út árið 1990: „Niðurstöð- ur rannsóknanna, sem þetta fáa fólk á Keldum vann að, urðu þó fljótlega heimsþekktar, og síðustu æviárin skipaði Björn alþjóðlegan virðingarsess meðal veirufræðinga og þeirra bakteríufræðinga, sem fást við búfjársjúkdóma. Annarlega hæggengar veirusýkingar Bjöm vann einnig að rannsókn- um á öðmm veirusjúkdómum sem hijáðu íslenskt sauðfé en það vom votamæði, þurramæði, visna og riða. Birti hann margar greinar um þessar rannsóknir í erlendum vísindatímaritum. Árið 1954 var Birni boðið að halda fyrirlestra um rannsóknir sínar við Konunglega dýralæknaskólann í London og þar setti hann fyrst fram kenningu sína um hæggenga smitsjúkdóma sem byggðist á rannsóknum hans á visnu og mæði. „Birni tókst að sýkja heilbrigðar kindur með bakteríulausum vökva úr votamæði- og þurramæðlingum ogheilum kinda með visnu ogriðu. Þannig sannaði hann, að þetta eru veirusjúkdómar með óvenju lang- an meðgöngutíma. Mánuðir, og jafnvel mörg ár geta liðið frá sýk- ingu, þar til sjúkdómur kemur fram. Veirusjúkdómar með svo langan meðgöngutíma voru áður óþekktir, “ segir Margrét Guðna- dóttir í fyrrnefndri grein. Hefði líklega hlotið nóbelsverðlaun Árið 1958 vakti Björn fyrstur manna athygli á því að eðli og Bjöm var á und- an sinni samtíð - segir vísindamaðurinn Robert C. Gallo ROBERT C. Gallo, heimskunnur alnæmissérfræðingur sem var annar tveggja vísindamanna sem uppgötvuðu HlV-veiruna sem veldur alnæmissjúkdómnum, verður meðal fyrirlesara á vís- indaráðstefnunni á íslandi í sumar. Gallo segir í samtali við Morgunblaðið að verk Björns Sigurðssonar séu mjög mikilvæg og Björn hafi verið frumkvöðull og á undan sinni samtið vegna rannsókna sinna á hæggengum veirusjúkdómum. Gallo segir að lýsingar Björns hafi auðveldað skilning vísindamanna á hegð- un alnæmisveirunnar. „Björn Sigurðsson er ekki eins vel þekktur og hann ætti að vera vegna læknisfræðirannsókna sinna. Ég veit ekki hver ástæðan fyrir því er en það er hugsanlegt að hún sé sú að rannsóknasvið hans, á þeim tíma sem hann starf- aði við rannsóknir á hæggengum veirusjúkdómum, var ekki mjög þekkt eða viðurkennt. Hann var aðeins á undan sinni samtíð. Önn- ur ástæða er sennilega sú að hann helgaði sig rannsóknum á dýra- sjúkdómum en það svið hefur einnig verið talsvert takmarkað. Ég tel þó að það hafi smám sam- an verið að breytast á undanföm- um árum,“ segir Gallo. Höfum öll kynnt okkur verk hans „Ég heyrði fyrst um verk Björns Sigurðssonar hjá doktor William Jarret í Glascow í Skot- landi sem stundaði einnig svipaðar rannsóknir og Björn gerði á dýra- sjúkdómum. Við uppgang nútíma líffræði á áttunda og níunda ára- tugnum beindist athyglin í svo ríkum mæli að sameindalíffræði að framlag nókkurra frumkvöðla varð minna áberandi en eðiilegt hefði verið. Á áttunda áratugnum hafði Jarret kveikt áhuga minn á að rannsaka hæggenga veirusjúk- dóma í mönnum. Þá kynntist ég verkum Björns Sigurðssonar og satt að segja veitti ég þeim ekki mikla athygli í fyrstu eða ekki fyrr en vinur minn, nóbelsverð- launahafinn Carleton Gajdusek, vakti einnig athygli mína á verk- um Björns. Svo eftir að alnæmisf- araldurinn braust út höfum við öll kynnt okkur verk hans og hvernig hann lýsir hegðun veiru- sjúkdóma sem auðveldaði okkur að skilja ýmsar þær uppgötvanir sem við höfum gert í meinafræð- um og Iíffræði,“ segir hann. „Að sjálfsögðu voru verk hans mikilvæg," segir Gallo. „Hug- myndir hans skýrðu að minnsta kosti hluta af hegðun sjúkdómsins alnæmis og annarra veira sem við uppgötvuðum á síðari hluta átt- unda áratugarins og í byrjun þess níunda. Björn var frumkvöðull og verk hans mjög mikilvæg og ef við hefðum kynnt okkur þau ná- kvæmlega hefðum við getað upp- götvað fyrr ýmislegt sem við höf- um vitneskju um í dag og ég vildi óska þess að ég hefði fengið tæki- færi til að kynnast manninum,“ sagði hann. Gallo sagði aðspurður að hann teldi að vísindaframlag Björns verðskuldaði æðstu viðurkenn- ingu vísindanna, veitingu nóbels- verðlauna í læknisfræði. Gallo var einnig spurður hvort hann teldi líklegt að fram kæmi lælcning við alnæmi í fyrirsjáan- legri framtíð. „Það mun engin fullkomin lækning finnast við sjúkdómnum á næstu árum, jafn- vel ekki fyrir lok aldarinnar," svaraði hann. Gallo sagðist hins vegar vera vonbetri varðandi meðferð al- næmissjúkdómsins þótt hann tæki fram að hann vildi ekki segjast vera bjartsýnn. „Ég er vongóður 'um að það verði framfarir við meðferð sjúkdómsins á næstu þremur til fjórum árum sem byggjast á rannsóknum á sam- eindalíffræði og einnig á rann- sóknum á æxlisveirum sem tengj- ast-alnæmi,“ sagði hann. „Erfða- vísameðferð mun leiða til fram- fara og síðast en ekki síst vax- andi skilningur okkar á tilurð og framvindu sjúkdómsins,“ sagði hann. Héðan heldur Gallo á alþjóðlegu alnæmisráðstefnuna sem haldin verður í Berlín í júní. gangur taugasjúkdómsins MS (heila- og mænusiggs) líktist um margt hæggengum veirusjúkdóm- um, einkum visnu. Sá hann mögu- leika á að rannsóknir á hæggeng- um smitsjúkdómum í dýrum kynnu að opna nýjar leiðir til skilnings á langvinnum sjúkdómum í mið- taugakerfi manna. Halldór Þormar bendir á í grein sinni að Björn hafi stundað ýmsar rannsóknir á sjúkdómnum, en þótt visna hafi ekki reynst nothæft dýralíkan fyr- ir MS hafi hins vegar komið í ljós skömmu eftir fráfall Björns að ákveðnir sjaldgæfir taugasjúk- dómar í fólki væru svipaðir riðu í sauðfé sem orsakast af samskonar sýklum. Eru þetta sjúkdómarnir kúru og Creutzfeldt-Jakob sjúk- dómurinn (CJD). Bandaríski vísindamaðurinn . Carleton Gajdusek stundaði rann- sóknir á frumstæðum þjóðflokki í Nýju Gíneu og gerði tilraunir á öpum sem leiddu í ljós að Creutz- feldt-Jakob sjúkdómurinn var ekki arfgengur efnaskiptasjúkdómur heldur hæggengur smitsjúkdómur samkvæmt skilgreiningum sem Bjöm Sigurðsson hafði sett fram. „ Vafalaust átti kenning Björns um hæggenga smitsjúkdóma drjúgan þátt í hve tilraunir Gjadu- seks með kúru og CJD urðu árang- ursríkar. Enda hefur hann látið verk Björns njóta sannmælis og ávallt vitnað í þau, bæði í þeim fjölmörgu greinum sem hann hef- ur birt um rannsóknir sínar og í fyrirlestrum sem hann hefur hald- ið víða um heim. Árið 1976 hlaut Gajdusek nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði fyrír rannsóknir sínar á kúru og CJD. Ef Bjöm hefði þá verið á lífi er líklegt að verðlaununum hefði verið skipt á milli hans og Gajduseks. Varla hefði verið gengið fram hjá Birni sem var höfundur þeirra hug- mynda sem lágu til grundvallar,“ segir Halldór í grein sinni. Gajdu- sek verður meðal fyrirlesara á ráðstefnunni á íslandi í sumar. Akureyrarveikin Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og er ógetið fjölmargra rannsókna sem Björn stundaði á ýmsum mannasjúkdómum. Hann var ráðgjafi íslenskra heilbrigðis- yfírvalda varðandi ónæmisaðgerð- ir gegn veirusjúkdómum og annað- ist skipulagningu og framkvæmd bólusetningar gegn mænusótt sem gekk hér veturinn 1955-1956. Þá hófu Björn og samstarfsmenn hans á Keldum framleiðslu á bólu- efni sem skilaði miklum árangri þegar upp kom faraldur af áður óþekktri Ásíuinflúensu árið 1957. Einnig vöktu rannsóknir hans á svokallaðri Akureyrarveiki mikla athygli meðal vísindamanna. Ak- ureyrararveikin var faraldur sem kom upp á Akureyri og nágrenni haustið 1948 og stóð yfír í þrjá mánuði. Veiktust um 500 manns, nær eingöngu ungt fólk, af sjúk- dómnum. Var í fyrstu talið að um lömunarveiki væri að ræða en Birni tókst að sýna fram á að svo var ekki og var hann sannfærður um að hér væri veirusjúkdómur á ferðinni þótt aldrei tækist að ein- angra veiruna. Skrifaði hann um þennan sjúkdóm í erlend lækna- tímarit og að sögn Jóhannesar Björnssonar eru vísindamenn í dag sannfærðir um að hér hafi verið á ferðinni sjúkdómur sem er vel þekktur í dag og kallast Almenni þreytusjúkdómurinn (Chronic Fatique Syndrome). Éinkenni sjúkdómsins eru máttleysi, vöðva- eymsli og stundum væg lömun. Að sögn Jóhannesar hafa margir sem sjúkdóminn fengu aldrei náð sé fýllilega aftur. Lýsingar Björns á Akureyrar- veikinni eru fyrstu lýsingar sem birtar hafa verið um þennan sjúk- dóm. Hafa miklar rannsóknir verið gerðar á honum en orsakirnar eru þó enn óþekktar þrátt fyrir fram- farir í greiningu á veirusýkingum. Vísindi undirstaða velmegunar Bjöm Sigurðsson lét sig þjóð- mál og einkum þó eflingu vísinda- starfa sig miklu varða og skrifaði töluvert um þau mál. Þá átti hann sæti í Rannsóknaráði ríkisins og var formaður þess seinustu fímm árin sem hann lifði. Átti hann einn- ig frumkvæði að stofnun Vísinda- sjóðs. í erindi um skipan vísindarann- sókna á íslandi sem Bjöm flutti árið 1959 komst hann svo að orði: „Undirstaðan undir velmegun þjóðar nú á dögum er sú vísinda- og tæknimenning, sem einkennir okkar öld. Stundum lítur út eins og við íslendingar viljum búa við tuttugustu aldar efnahagsafkomu, án þess að byggja hér upp tuttug- ustu aldar vísinda- og tæknimenn- ingu. Það mun ekki reynast kleift. “ Eftirlifandi kona Björns er Una Jóhannesdóttir frá Hofstöðum í Skagafirði. Eignuðust þau þrjú börn, sem öll urðu læknar. Eddu augnlækni, sem nú er látin, Sigurð krabbameinslækni og Jóhannes meinafræðing. Heimildir; Andvari 1991, grein eftir prófessor Halldór Þormar. Björn Sigurðsson dr.med. Ritverk, útg. í Reykjavík 1990. Ýmsar greinar. Viðtöl við Jóhannes Björnsson meina- fræðing. Texti: Ómar Friðriksson Fóstureyðingar árin 1989-1991 Allt að 23% létu eyða fóstri oftar en einu sinni AF þeim 658 konum sem gengust undir fóstureyðingu árið 1991 voru 23% að fara í annað sinn eða oftar, árið 1990 höfðu 20% af 714 konum farið áður og 23% af 670 árið 1989. Samkvæmt tölum Hagstofunnar höfðu 516 þeirra sem leituðu fóstur- eyðingar árið 1989 ekki komið áður en 127 voru að koma í annað sinn. Árið 1990 voru 569 að koma í fyrsta sinn og 123 í annað sinn og árið 1991 voru 512 í fyrstu aðgerð en 114 í annarri. Árið 1989 leitaði 591 kona eftir fóstureyðingu vegna félagslegra ástæðna, 48 vegna læknisfræðilegra ástæðna og 31 vegna félagslegra og læknisfræðilegra. Árið 1990 komu 666 vegna félagslegra ástæðna, 31 vegna læknisfræðilegra, 11 vegna félagslegra og læknisfræðilegra en 6 af öðrum ástæðum. Árið 1991 komu Fóstureyðingar á íslandi 1989-1991 Fjöldi fóstureyðinga á hverjar 1.000 konur 595 vegna félagslegra ástæðna, 40 félagslegra og læknisfræðilegra en 6 vegna læknisfræðilegra og 17 vegna af öðrum ástæðum. TILBOÐ ÓSKAST í Ford Taurus L S/W, árgerð ’90, G.M.C. Jimmy S-15 Sierra Classic 4x4, árgerð '88 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grens- ásvegi 9 þriðjudaginn 4. maí kl. kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.