Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 30

Morgunblaðið - 01.05.1993, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993 KVIKMYNDIR/Laugarásbíó frumsýnir eftir helgina bandarísku sakamálamyndina One False Move eða Feilspor, sem hvarvetna hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrir frumleika og nýstárleg efnistök. Myndin er nokkuð ofbeldisfull á köflum en ofbeldið verður þó aldrei þungamiðjan heldur samskipti persónanna sem flallað er um. Feilspor úr fortíðinni LAUGARÁSBÍÓ hefur tekið til sýningar bandarísku sakamálamyndina One False Move, sem þykir hafa markað nokkur tímamót í gerð sakamálamynda, og þá kannski sérstak- lega vegna raunsærrar lýsingar á samskiptum og eðli þeirra persóna sem fjallað er um. Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum í fyrra og þótti hún í byijun ekki líkleg til vin- sælda þar sem hún var gerð af sjálfstæðum kvikmyndagerðarmönnum án nokkurrar aðstoðar risanna í kvikmyndaiðnaðinum og kostaði aðeins 2,5 milljónir dollara í fram- leiðslu. Gagnrýnendur hófu hana hins vegar til skýjanna og forðuðu henni þannig frá því að lenda beint á myndbandamarkaðnum án viðkomu í kvikmyndahúsum. Síðan hefur myndin hvarvetna hlotið mikla aðsókn þar sem hún hefur verið sýnd, en þrátt fyrir nokkuð kunnuglegan efnisþráð þykir hún skara fram úr öðrum myndum af svipuðu tagi. Nakið ofbeldi UPPHAFSATRIÐI One False Move er ofbeldisfullt í meira lagi. One False Move hefst á því að örvæntingarfull þrenning eiturlyfjasala hleypir á ofbeldisfullan hátt upp afmælisveislu meðal undirheima- fólks í Los Angeles með þeim afleið- ingum að einn úr þrenningunni myrðir með köldu blóði heila fjöl- skyldu eins og hún leggur sig. Þrenningin sem um ræðir saman- stendur af kynblendingsstúlkunni Fantasiu (Cynda Williams), kær- asta hennar Ray (Billy Bob Thorn- ton), hvítum rudda sem missir stjórn á sér í sífellu af minnsta til- efni, og Pluto (Michael Beach), til- fínningalausum ungum svertingja sem reynist vera til alls vís. Á flótta Það er Pluto sem myrðir fjöl- skylduna, og að því verki loknu leggur þrenningin á flótta með eit- urlyf og peningafúlgu sem þau hafa stolið. Daginn eftir er svo tveimur harðgerum löggum í Los Angeles falið að rannska morðmálið, en það eru hinn drykkfeldi Dud (Jim Metzler), og hinn rólyndi félagi hans McFeely (Earl Billings). Á myndbandi sem tekið hafði verið í afmælisveislunni sjá þeir félagar að næsti viðkomustaður ofbeldisfólksins er Star City, sem er smábær í Arkansas. Eftir að þeir hafa haft samband við lög- reglumanninn þar í bæ, Dale „Hurricane" Dixon (Bill Paxton), halda þeir til Arkansas til að leggja gildru fyrir flóttafólkið. Hugmyndir Dixons um hetjulegt starf lögreglu- manna hafa mótast mjög af því sem hann hefur séð í löggumyndum í sjónvarpinu. Hann á erfitt með að hemja ákafa sinn, en lögreglu- mennimir frá Los Angeles reyna hins vegar hvað þeir geta tii að hafa hemil á honum og fá hann til að heíja ekki leitina fyrr en þeir eru sjálfir mættir á vettvang. Þeir félagar Dud og McFeely koma til Star City og hitta Dixon sem vekur kátínu þeirra með bamaskap sín- um, en hann sýnir þeim stoltur all- ar aðstæður í smábænum þar sem hann kann til allra verka þó þau vinnubrögð séu ekki neitt í líkingu við það sem viðgengst hjá lögregiu- mönnum í stórborginni. Spennan grefur um sig Á flóttanum grefur töluverð spenna um sig meðal þremenning- anna. Pluto er allur fyrir gott skipu- lag og nákvæmni og fer ruddaskap- ur og tilfmningaofsi Rays því meira en lítið í taugarnar á honum. Áætl- un þeirra gerir ráð fyrir að koma við í Houston og selja þar eiturlyf en halda síðan til Star City að því loknu. í Houston verður þrenningin hins vegar enn æstari á taugum þegar þau komast að því að iögreglan þekkir nöfn þeirra og hefur undir höndum myndir af þeim. í þessu spennuandrúmslofti vinna þau enn frekari ofbeldisverk við tilraunir sínar til eiturlyfjasölu. I verslun nokkurri nást myndir af þeim Fantasiu og Ray með eftirlitsmyndavél sem er á staðnum, og ungur lögregluþjónn úr vegalögreglunni sem á sömu stundu er að gera innkaup í versiuninni eltir þau á bíl sínum og neyðir þau til að nema staðar. Gífurleg spenna grípur um sig við þessar aðstæður og þegar spennan er í hámarki skýtur Fantasia lögreglumanninn til bana. Fortíðin skýtur upp kollinum í mikilli taugaspennu ákveður þrenningin að skipta liði, og tekur Fantasia áætlunarbíl til Star City þar sem hún ætlar að hitta fjöl- skyldu sína, en þeir Ray og Pluto ætla hins vegar að koma þangað degi seinna. Þegar Fantasia yfirgefur þá tekur hún með sér peningafúlguna en félagar hennar ærast þegar þeir komast að því og halda rakleiðis á eftir henni til Star City. Myndimar sem teknar voru af skötuhjúunum í versluninni eru sendar lögreglumönnunum í Star City, og fyllist Dixon skelfingu þegar hann þekkir Fantasiu á þeim sem Lilu Davis er leikið hafði lykil- hlutverk í skuggalegum kafla í hans eigin fortíð. Fantasia hafði á sínum tíma skilið eftir óskilgetið ungabarn sitt hjá móður sinni og yngri bróður og er hún nú á heim- leið til að hitta bamið. Það kemur illilega við kauninn á Dixon þegar hann heyrir þá Dud og McFeely gera grín að hugmyndum hans um að flytjast til Los Angeles og gerast lögregluþjónn þar. Þessi niðurlæging sem hann telur sig þarna verða fyrir veldur því að hann í óðagoti hefur einleik í mál- inu til þess að reyna að sanna getu sína. Endurfundir LÖGREGLUMAÐURINN Hurricane Dixon kemst að þvi að hann er að elta uppi fyrrverandi ástkonu sína. ryðst síðan inn í húsið og þar stend- ur hann andspænis konunni sem var ástkona hans þegar hann var táningur. Hann stendur af sér til- raunir Fantasiu til að færa sér í nyt sekt hans frá fyrri tíð, en hann ákveður að gjalda fyrir feilspor sitt úr fortíðinni með því að uppfylla skyldu sína sem laganna vörður en ekki með því að láta hana komast undan á flótta. í örvæntingarfullri síðustu tiiraun til að öðlast samúð hans ljóstrar hún svo upp gömlu leyndarmáli sínu sem hann hefur reyndar rennt grun í hvert er. Á sömu stundu nálgast þeir Dud og McFeely felustaðinn með aðstoð sonar hennar og era þeir rétt á hæla þeirra Rays og Pluto sem einnig eru á leiðinni ngað. Aleinn stendur Dixon augliti til auglits við hina örvæntingarfullu glæpamenn og blóðugt uppgjör reynist óumflýj- anlegt. Smábæjarlöggan BILL Paxton leikur lögreglu- mann í smábæ í Arkansas sem dreymir um að verða lögregla í stórborginni. Uppgjör Þegar Fantasia kemur til bæjar- ins fylgir bróðir hennar henni að yfirgefnu húsi sem hann hefur valið sem felustað fyrir hana og kemur hann með son hennar til að hitta hana. Dixon veitir henni eftirför Farsæl frum- raun LEIKSTJÓRI myndarinnar One False Move heitir Carl Franklin og er þetta fyrsta myndin sem hann leikstýrir. Fránklin, sem er 43 ára gam- all, átti að baki nokkuð langan feril sem leikari bæði í kvik- myndum og sjónvarpi þegar hann fór á leikstjóranámskeið hjá bandarísku kvikmynda- stofnuninni árið 1986, en skömmu síðar hóf hann að starfa fyrir B-myndakónginn Roger Corman. One False Move hefur fært Franklin ýmis verð- laun frá því myndin var frum- sýnd í fyrra, en hann var með- al annars valinn besti nýi leik- sljórinn af Samtökum gagnrýn- enda í Los Angeles. Fanklin sagði í blaðaviðtali við New York Times að geysigóð gagnrýni og vin- sældir One False Move hefðu ver- ið eins og draumur sem hann ótt- aðist að vakna upp af. Hann sagði myndina akki hafa verið neina stílfræðilega æfingu, heldur væri um greiningu á mannlegri hegðun að ræða. „Myndin er um það að uppskera eins og maður sáir og taka örlögin með í reikninginn. Hún fjallar um það hvemig undir- rót eyðileggingarinnar býr oft á tíðum um sig í uppskeru vel- gengninnar hjá okkur.“ Bytjunaratriði myndarinnar er vægast sagt skelfilegt og gæti jafnvel komið harðgerustu áhorf- endunum úr jafnvægi. Franklin segir að það sem máli skipti í þessu sambandi hafi verið að sýna nakinn hrylling augnabliksins sem um ræðir og það hvemig hægt væri að svívirða manneskjur. „Ef þú ætlar þér að gera kvikmynd sem fjallar um ofbeldi, þá verður þú að sýna það eins nákvæmlega og mögulegt er, þ.e.a.s. gera það skelfilegt. Það eru þau áhrif sem ég vonast til að áhorfendur hafi heim með sér í farteskinu að lok- inni sýningu myndarinnar,“ sagði Franklin í samtalinu við New York Times.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.