Morgunblaðið - 01.05.1993, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAÍ 1993
fitnrgmnM&Mi&i
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
1. maí
Langt er síðan ástand og
horfur í atvinnumálum
okkar íslendinga hafa verið
jafn dökkar á hátíðisdegi
verkalýðsins 1. maí eins og
nú. Rekstrargrundvöllur
sjávarútvegsins er brostinn.
Engar líkur eru á að orka
fallvatnanna skili okkur
auknum tekjum í fyrirsjáan-
legri framtíð. Mikill sam-
dráttur er í verzlun og þjón-
ustu. Atvinnuleysi hefur ekki
verið meira í aldarfjórðung.
Gjaldþrot í atvinnulífinu eru
að verða daglegt brauð. Rík-
isstjórninni gengur illa að ná
tökum á fjármálum ríkisins,
þótt eitthvað hafi áunnizt.
Og það sem verst er: það eru
engar líkur á, að breyting
verði til batnaðar á næstu
mánuðum eða misserum.
Þvert á móti bendir allt til
þess að ástandið versni enn
frá því sem nú er.
Frammi fyrir þessum gjör-
breyttu viðhorfum hefur
verkalýðshreyfingin staðið á
undanförnum misserum og
þau blasa skýrar við á þess-
um hátíðisdegi launþega en
nokkru sinni fyrr. Það hefur
enga þýðingu fyrir launþega
eða forystumenn þeirra að
beija höfðinu við steininn og
neita að viðurkenna þennan
veruleika. í þvi felst engin
kjarabót fyrir launþega. Það
hefur heldur enga þýðingu
fyrir stjórnmálamenn að gera
lítið úr þessum vanda eða
freistast til þess að breiða
yfír hann með erlendum lán-
tökum eða auknum halla-
rekstri ríkissjóðs. Þá verður
vandinn enn stærri að nokkr-
um misserum liðnum.
Hin mikla uppbygging,
sem orðið hefur á íslandi á
þeirri tæpu hálfu öld sem lið-
in er frá lýðveldisstofnun
hefur annars vegar byggzt á
miklum hagnaði sem þjóðin
hefur haft af sjávarútvegi á
þessu tímabili, þótt stundum
hafi komið bakslag á þeim
vettvangi, og hins vegar á
verulegum erlendum lántök-
um til þess að standa undir
þessum miklu framförum.
Nú er sjávarútvegur okkar í
djúpum öldudal vegna
ástands fiskstofnanna og
verulegrar verðlækkunar á
erlendum mörkuðum og ekki
verður lengra haldið í erlend-
um lántökum, sem eru komn-
ar á varhugavert stig. Þess
vegna á þjóðin ekki annarra
kosta völ en rifa seglin, draga
úr útgjöldum og viðurkenna,
að lífskjörin hafa versnað og
hljóta að versna á næstu
árum.
Þetta er óskemmtileg
staða fyrir verkalýðshreyf-
inguna og launþega almennt.
En hér duga engin töfraráð
eða gervilausnir. Eðlileg við-
brögð verkalýðshreyfingar-
innar eru þau að veija lægst-
launaða fólkið áföllum eins
og hægt er, en horfast í augu
við, að aðrir launþegar munu
sæta kjaraskerðingu. Hins
vegar á verkalýðshreyfingin
þá sjálfsögðu kröfu á hendur
stjórnvöldum og stjórnendum
atvinnufyrirtækja, að alls
kyns kostnaður, sem á erfið-
leikatímum hlýtur að flokk-
ast undir sóun, verði skorinn
niður. í nálægum löndum eru
stjómmálamenn að skera
niður margvísleg fríðindi,
sem þeir hafa sjálfir notið á
kostnað skattgreiðenda og
stjórnendur stórra almenn-
ingshlutafélaga liggja undir
harðri gagnrýni vegna launa-
kjara og margvíslegra hlunn-
inda. Það er réttmæt krafa
almennra launþega, að boð-
berar válegra tíðinda, sem
eru stjómmálamenn og for-
ystumenn í atvinnu- og við-
skiptalífi, gangi á undan með
góðu fordæmi og vísi veginn
til aukins aðhalds í þjóðarút-
gjöldum.
Verkalýðshreyfingin á eft-
ir að halda 1. maí hátíðlegan
oftar en í þetta sinn við erfið-
ar aðstæður. Þjóðin þarf að
búa sig undir að kreppan,
sem nú stendur yfir harðni
og standi enn í nokkur ár.
En það kemur betri tíð. Fiski-
stofnarnir eiga eftir að vaxa
og orkufrekur iðnaður kemur
til sögunnar í auknum mæli
síðar á þessum áratug. Og
þá skiptir máli að halda þann-
ig á í erfíðleikunum að tæki-
færi gefist til raunverulegs
lífskjarabata. Almennur
efnahagsbati á Vesturlönd-
um getur leitt til nýrrar upp-
sveiflu í efnahags- og at-
vinnulífi okkar íslendinga.
Eitt af því sem við eigum að
leggja vaxandi áherzlu á er
uppbygging smáfyrirtækja,
sem víða um lönd eru burða-
rásar atvinnulífsins. Með
þessum orðum óskar Morg-
unblaðið launþegum velfarn-
aðar á hátíðisdegi verkalýðs-
ins.
Falskt öryggi
SJÓR hefur komist í
þrýstihylkið sem hér
sést skorið í sundur,
með þeim afleiðingum
að túpa lokubúnaðarins
sem hjá því liggur og á
að leika fijáls inni í
hylkinu var ryðguð
föst.
Vill úrbætur
JÓHANNES Sævar
Jóhannesson fram-
kvæmdastjóri Próf-
unar hf.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
BOöl íAM .1 HUDAU9A0U.AJ (JiCíÁvIHHUDHöM
MORGUNBLAÐID LAUGARDAGUR L MAÍ 1993
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að opna nýja Fjölskyldugarðinn í Laugardalnum í júnímánuði
Ókeypis í garðinn
fyrsta mánuðinn
BORGARRÁÐ hefur samþykkt gjaldskrá fyrir Húsdýra- og
Fjölskyldugarðana í Laugardal, en Fjölskyldugarðurinn verð-
ur væntanlega opnaður í júní í sumar. Aðgangur verður
ókeypis í garðana í einn mánuð eftir opnun Fjölskyldugarðs-
ins. Þá hefur verið samþykkt að reksturinn heyri undir
íþrótta- og tómstundaráð og að framkvæmdastjóri þess hafi
yfirumsjón með daglegum rekstri garðanna.
Aðgangur verður ókeypis að báð-
um görðunum fyrir börn yngri en
fimm ára en aðgangur fyrir börn 6
til 12 ára verður 100 krónur að
Húsdýragarðinum en 200 krónur
að Fjölskyldugarðinum og 250
krónur að öllu svæðinu. Fullorðnir
greiða 200 krónur í aðgang að
Húsdýragarðinum en 300 krónur
að Fjölskyldugarðinum og 450 að
öllu svæðinu.
Árskort
Boðið er upp á árskort að öllu
svæðinu og kostar það 1.800 krón-
ur fyrir böm en 3.500 fyrir full-
orðna. Árskort fyrir hópa að öllu
svæðinu kosta 20.000 krónur. Þá
er í boði 10% hópafsláttur fyrir tíu
eða fleiri.
í borgarráði var samþykkt tillaga
um að Tómas Guðjónsson forstöðu-
maður Húsdýragarðsins verði for-
stöðumaður beggja garðanna og að
garðyrkjustjóri hafi yfirumsjón með
gróðri þeirra, skipulagningu gróð-
ursvæða og umhirðu þeirra. Tillagan
var samþykkt með fjórum atkvæð-
um en Katrín Fjeldsted óskaði eftir
að bóka að hún teldi eðlilegt að
reksturinn heyrði undir umhverfis-
málaráð eins og rekstur Húsdýra-
garðs hefur gert hingað til.
Séð yfir Fjölskyldu-
garðinn
FRAMKVÆMDUM við Fjöl-
skyldugarðinn í Laugardal miðar
vel og verður hann opnaður í
júní. Fremst er hjólabraut, þá
torfærubraut og brautir ætlaðar
fyrir umferðarfræðslu. Efst til
vinstri eru Þjófadalir með þjófa-
bælum, óskasteinum og tröllum.
Ofan við Þjófadali er Húsdýra-
garðurinn og Borgargarðurinn
til hægri. Neðst til hægri eru
Víkingavellir, þingstaður, þing-
hóll og naust við tjörnina sem
er fyrir miðri mynd.
BO.RGA RGAR Ð;iUR
HÚSDÝRA-
—rGARÐUR
wmmtr ' t 'T ' ”
3m ^ • *, ;
Þjofadalir
lílmferðar-
fræðsía tj
—
ToffærubKaút
Naust
t.
Jéfw
vikingavejll
O*
' 'V'
Morgunblaðið/RAX
Hart deilt á tillögur Tvíhöfðanefndarinnar á fundi í Reykjavík
Kvótatímabilið það svart-
asta í atviimusögunm
HART var deilt á tillögur Tvíhöfðanefndarinnar á fundi á Hótel Sögu
síðastliðið fimmtudagskvöld, þar sem formenn nefndarinnar kynntu til-
lögur hennar í sjávarútvegsmálum. Margir urðu til að gagnrýna „sæ-
greifa“, „kvótagengið11, menntamenn og pólitíkusa, sem hefðu ekki vit
á sjávarútvegsmálum. Einn eða tveir ræðumenn, sem mæltu áliti nefndar-
innar bót, fengu lítið klapp í hópi fundarmanna, sem voru að stórum
hluta sjómenn, og var þeim svarað fullum hálsi. Fundurinn, sem hófst
um hálfníuleytið, stóð til rúmlega eitt eftir miðnætti og var mörgum
ræðumönnum heitt í hamsi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tvíhöfða svarað
FUNDARMENN voru fremur þungbúnir á meðan formenn Tvíhöfða-
nefndarinnar kynntu tillögur sínar og margir svöruðu þeim með harðri
gagnrýni.
Þrýstíhylki til að blása-
iipp gúmmíbáta ekki
prófuð á réttum tíma
STARFSMENN Prófunar hf. hafa tekið úr umferð nokkur þrýsti-
hylki til að blása upp gúmmíbjörgunarbáta og fyrir sjálfvirkan
sleppibúnað þegar þau hafa komið til prófunar og endurhlaðning-
ar. Jóhannes Sævar Jóhannesson framkvæmdasljóri fyrirtækis-
ins segir að þessi mál séu ekki í nógu góðu lagi. Til dæmis sé
alltof algengt að hylki séu ekki þrýstiprófuð á réttum tíma.
Hann segir að því miður hafi enn ekki tekist að koma á fundi
með Siglingamálastofnun og skoðunaraðilum til að ræða úrbæt-
ur. Páll Hjartarson siglingamálasljóri kannast ekki við að þessi .
mál séu í ólestri, segist telja að þrýstihylkin séu almennt í lagi.
Þröstur Ólafsson, formaður Tví-
höfðanefndarinnar af hálfu Alþýðu-
flokks, sagði að það væri ekki kvóta-
kerfið sem slíkt, sem byggi til „sæ-
greifa“. Aðgangstakmarkanir á mið-
unum hefðu verið í gildi allt frá 1977.
„Sumir hafa haft giid aðgangskort
að miðunum og aðrir ekki. Þegar
þetta kerfi var sett upp, mynduðust
þeir, sem Morgunblaðið kallar sæ-
greifa eða kvótakónga,“ sagði Þröst-
ur. „Það var ekki fyrst og fremst
vegna kvótakerfisins, heldur vegna
þessara aðgangstakmarkana, sem
þeir urðu til.“
Þjóðin hafi mestan rétt
Vilhjálmur Egilsson, nefndarform-
aður af hálfu Sjálfstæðisflokksins,
sagði að fiskistofnarnir væru þjóðar-
eign og leikreglur um nýtingu þeirra
yrðu því að nýtast þjóðinni í heild sem
bezt. „Menn hafa hina og þessa hags-
muni og það er ekkert að því að þeir
tali fyrir sínum hagsmunum. Spum-
ingin er; hver hefur hvaða rétt og til
hvers? Við segjum að það sé aðeins
einn aðili, sem hafi rétt í sambandi
við þessi mál og það er þjóðin í heild.
Allir aðrir hafa minni rétt og hags-
munir einstakra aðila, hverjir sem það
eru, verða að víkja fyrir heildarhags-
mununum," sagði Vilhjálmur.
Stórútgerðin feilreikningur
Önundur Ásgeirsson, fyrrverandi
forstjóri Olís, sagði að stórútgerðin
væri rekin með stórtapi. Tapazt hefðu
2,5 milljarðar á henni á síðasta ári
og þjóðin bæri kostnaðinn. „Stórút-
gerðin hefur verið feilreikningur frá
upphafi. Menn hafa ekki tekið neitt
tillit til þess að hlutirnir verða að
standa undir sér,“ sagði Önundur.
Álfurstinn stjórnarformaður?
Sigurgeir Jónsson sjómaður sagði
að kvótakerfið myndi leiða af sér að
einn aðili ætti alla auðlindina. „Eða
kannski sameiginlegt hlutafélag Sfld-
arvinnslunnar á Neskaupstað, Granda
hf., Vinnslustöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum, Skagstrendings, Fisk-
iðju Sauðárkróks og nokkurra ísfirð-
inga og stjómarformaðurinn verður
álfurstinn í Straumsvík," sagði hann.
Kvótavinafélagið ágægjum
Er Kristni Péturssyni, fiskverk-
anda á Bakkafirði, voru settar skorð-
ur um ræðutíma, sagði hann að skel
hæfði kjafti, að setja kvóta á ræðu-
menn. „Mér lízt ekkert alltof vel á
innihald Tvíhöfðaskýrslunnar. Mér
sýnist að kvótavinafélagið hafi alls
staðar verið með gægjumenn, bæði
þegar skipað var í nefndina og verkið
unnið,“ sagði hann. Kristinn gagn-
rýndi harðlega að „fimm til sex ríkis-
starfsmenn á Hafrannsóknastofnun“
segðu mönnum hvað mætti veiða
mikið og sagðist telja að nýliðun í
þorski hefði ævinlega verið mest,
þegar hrygningarstofninn hefði verið
hvað minnstur. „Hvar eru staðreynd-
irnar um að það borgi sig að safna
þorski í sjóinn?“ spurði Kristinn.
Þarf haglabyssu
Sigþór Ólafsson trillusjómaður
sagði að kvótakerfið væri að gera
menn að öreigum. Fyrirtæki hefðu
verið gerð gjaldþrota. „Ef þeir ætla
að reyna að gera aðra gjaldþrota, er
bara eitt sem gildir og það er hagla-
byssa,“ sagði Sigþór og fékk góðar
viðtökur fundarmanna.
Hætta á byggðahruni
Markús Möller hagfræðingur sagði
að kvótakerfið bæri í sér hættu á
byggðaröskun eða -hruni. „Þó það
megi vel vera að sveitarfélög geti
ekki sagt sig til sveitar, geta þau
sagt sig á Jóhönnu þegar þau eru
búin að setja sig á höfuðið með því
að stofna bæjarútgerðir.“
Nefndarmenn vanhæfir
Árni Gíslason, framkvæmdastjóri
Félags um nýja sjávarútvegsstefnu,
sagðist telja meirihluta Tvíhöfða-
nefndarinnar vanhæfan í starfi, þar
sem margir nefndarmenn væru
stjórnarmenn í útgerðarfyrirtækjum
og endurspegluðu ekki þversnið af
íslenzku sjávarútvegsfólki. Árni vitn-
aði einnig til lögfræðinga, sem teldu
kvótakerfið brjóta stjórnarskrána.
Þröstur með eyrnatappa?
Magnús Jónsson, veðurstofustjóri
og varaþingmaður Alþýðuflokksins,
taldi fátt hugmynda Álþýðuflokks-
manna koma fram í áliti Tvíhöfða-
nefndar. Þröstur Ólafsson hefði setið
flokksþingið og hann vildi því spyija
hann: „Varstu með eymatappa,
Þröstur?!"
Menntamennirnir sljórna
Skjöldur Þorgrímsson trillusjómað-
ur gagnrýndi það mikla hlutverk sem
Háskólanum, Hafrannsóknastofnun
og Þjóðhagsstofnun væri ætlað í ráð-
gjöf við mótun sjávarútvegsstefnu.
„Það er Háskólinn og menntamenn-
irnir, sem eiga að stjórna þessu, ekki
þeir sem stunda sjóinn,“ sagði Skjöld-
ur.
Kvótaframsalið til hagsbóta
Jón Karlsson, eigandi Kvótabank-
ans, vék að mótmælum forystumanna
sjómanna við því að sjómenn væru
látnir taka þátt í kvótakaupum. „Ég
veit ekkert dæmi um að útgerðar-
menn hafi selt kvóta af bát og keypt
í staðinn til að geta lækkað kaup sjó-
manna," sagði Jón og bætti við að
ef dæmi þekktust um slíkt, væri það
í svo litlum mæli að ekki væri hægt
að dæma alla stétt útgerðarmanna
eftir þeim. Hann sagði að fijálst fram-
sal kvóta væri til hagsbóta og ekki
ætti að loka á kvótaviðskipti. „Ég vil
fullyrða að ekki nema brot af þeirri
síld, sem var veidd síðasta haust,
hefði veiðzt nema af því að loðnuskip-
in fengu að veiða síldina og færa
kvótann af bátunum,“ sagði Jón.
Dómstólar, ekki haglabyssur
Vilhjálmur Egilsson sagði að ef
menn teldu kvótalög brjóta stjórnar-
skrána, ættu þeir að fara í mál. „Við
búum í réttarríki, þar sem menn hafa
dómstóla en ekki haglabyssur til að
gera út um málin,“ sagði hann.
Hagkaup með sápukvótann?
Baldur Pétursson hagfræðingur
sagði að fiskvinnsla án kvóta, sem
væri háð fiskmörkuðum, þyrfti að
kaupa hráefni á helmingi hærra verði
en fiskvinnsla, sem ætti skip með
kvóta. Allur fiskur ætti því að fara
um innienda fiskmarkaði. „Fyndist
Vilhjálmi Egilssyni, sem fram-
kvæmdastjóra Verzlunarráðs Islands,
það eðlilegt ef Hagkaup fengi allan
innflutningskvóta á sápu og þeir, sem
ætluðu að selja sápu, yrðu að kaupa
kvótann á a.m.k. 50 krónur af Hag-
kaupi og keppa svo við Hagkaup?"
spurði Baldur.
Eins og í kommúnistaríkjunum
Óskar Þór Karlsson, formaður Fé-
lags um nýja sjávarútvegsstefnu,
sagði að háskólamenn réðu og skip-
stjórnarmenn með áratuga reynslu
væru ekki spurðir. Þótt hann bæri
virðingu fyrir fræðunum, væri nú
verið að misnota þau. „Við erum að
upplifa hliðstæða hluti og í kommún-
istaríkjunum, þar sem heilu háskóla-
deildirnar voru í því, með sprengiærð-
um mönnum með vísindastimpli, að
sanna það að kommúnistahagkerfið
væri það eina, sem hægt væri að lifa
við ... Þetta kvótatímabil, sem á eft-
ir að ganga sér til húðar, mun verða
metið svartasta tímabil í atvinnusögu
íslendinga."
1.200 plastbox
Helgi Einarsson útgerðarmaður og
einn af eigendum Hafnfirðings sagði
að krókaleyfisbátarnir hefðu vaxið
„eins og krabbamein". „Ef við hefðum
stoppað 1983 og hnýtt alla enda fasta,
væru engin ellefu til tólfhundruð
plastbox að róa 40-50 mílur í svart-
asta skammdeginu að drepa sjálfa sig
og aðra og kenna svo sjávarútvegs-
ráðherra um allt?“ sagði hann. Helgi
sagði að menn í bransanum gætu
aldrei komið sér saman um neitt og
þess vegna hefðu verið settar nefndir
í kvótamálið. Háskólamenn færu með
rógsherferð á hendur sjávarútvegin-
um, hefðu komið því inn hjá unga
fólkinu með blaðaskrifum að umsvifa-
menn í sjávarútvegi væru afbrota-
menn.
Braskað með kvóta
Óskar Vigfússon, formaður Sjó-
mannasambandsins, kallaði fijálsan
framsalsrétt á kvóta ófreskju, og
sagði að hann ógnaði kjarasamning-
um sjómanna. Nú hefði verið upplýst
að 39 skip væru í kvótabraski við
Fiskmarkað Suðurnesja. Að minnsta
kosti fjögur þeirra hefðu selt frá sér
kvóta nýlega, en keyptu líka kvóta
af fiskmarkaðnum og útgerðarmenn-
irnir styngju frádrættinum í hluta-
skiptakerfi sjómanna í eigin vasa
framhjá skiptunum. „Þetta er það sem
við erum að beijast við í dag, og sem
betur fer er þessi Tvíhöfðanefnd farin
að viðurkenna ýmsar staðreyndir í
málinu,“ sagði Oskar.
Prófun hf. hefur undanfarin tvö
ár tekið að sér að prófa og endur-
hlaða þrýstihylki fyrir gúmmíbjörg-
unarbáta, ásamt annarri starfsemi.
Jóhannes Sævar sagði í samtali við
Morgunblaðið að sum hylkin litu
verr út en önnur en öll hylkin eru
spegluð með sérstökum búnaði.
Sagði hann að í nokkrum tilvikum
hefðu hylkin reynst illa ryðguð að
innan, til dæmis vegna þess að sjór
hafi komist í þau. I sumum hylkj-
anna hefði túpan sem gengur inn í
hylkin og á að leika þar frjáls verið
ryðguð föst við hylkið. Slíkt hylki
væri ónothæft og skapaði falskt
öryggi fyrir sjómenn sem á það tre-
ysti til að blása upp björgunarbát.
17 ár án prófunar
Jóhannes sagði að samkvæmt
reglum ætti að senda hylkin í próf-
un ekki síðar en 10 árum eftir að
þau væru fyrst tekin í notkun og
síðan á 5 ára fresti eftir það. Sagði
hann talsverðan misbrest vera á
þessu og nefndi sem dæmi að hann
hefði fengið hylki sem væri búið að
vera í björgunarbát í 17 ár án próf-
ana. Þetta hylki hefði átt að vera
búið að prófa tvisvar á þessum tíma.
Sagði hann að gúmmíbátarnir væru
skoðaðir á hveiju ári af viðurkennd-
um aðilum en eftirlitið virtist ekki
beinast að því hvort hylkin væru
komin fram yfir tíma. Því vaknaði
sá grunur að einstaka skoðunar-
menn kynnu ekki að lesa það af
hylkjunum hvenær þau ættu að fara
í þrýstiprófun,
Jóhannes lýsti þeirri skoðun sinni
að hér væri í umferð of mikið af
gömlum hylkjum og lokabúnaði ekki
síður. Peningaleysi kæmi í veg fyrir
að menn endurnýjuðu tækin eins
og æskilegast væri.
Almennt I lagi
Páll Hjartarson siglingamála-
stjóri sagði, þegar leitað var álits
hans á ástandi þrýstihylkjanna, að
hann teldi þau almennt í góðu lagi.
Gúmmíbjörgunarbátarnir værp.
sendir í viðurkenndar skoðunar-
stöðvar einu sinni á ári og þá væri
farið yfir allan búnaðinn, þrýstihylk-
in þar á meðal. Eftirlitsmenn Sigl-
ingamálastofnunar færu einu sinni
til tvisvar á ári í skoðunarstöðvarn-
ar og gerðu þá sínar athugasemdir
ef eitthvað væri talið athugavert
við vinnubrögðin. Páll sagðist ekki
kannast við að menn gætu dregið
það árum og áratugum saman að
láta þrýstiprófa þessi hylki og menn
ættu að láta stofnunina vita ef þeir
hefðu upplýsingar um slíkt.
Páll sagðist ekki vita til þess að
þrýstihylkin hafi verið tóm í þeim
tilvikum sem ekki hafi tekist að
blása upp björgunarbáta, frekar
væri hægt að kenna frágangi bún-
aðarins um. Mistök við pökkun bát-
anna, sem nú hefðu verið lagfærð,
hefðu valdið erfiðleikum um tíma.