Morgunblaðið - 01.05.1993, Síða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MAI 1993
HÉRog N(J
-------
o o
J=
sa> \
o o o o i 1
Baðinnrétt/ |J3.343
ing með \í^sí9r.
hvítum, sprautuðum'*'"“~»«»»
hurðum, spegli og ljósakappa...
Gásar
Borgartúnl 29, Reykjavik
S: 627666 og 627667 • Fax: 627668
Framtí ðarferðir
íhuga málshöfðun
SOKKABUXNA-
VIÐGERÐIR
Dömur! Sparið og látið
gera við sokkabuxurnar
Móttaka í Glæsimeyjunni,
Glæsibæ.
mmm íaA*
BRAUIARHOLl 24 ¥ W jf
SÍMI: 627044 Jf W W
SKILTASTÆDUR
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Framtíðarferðum hf.:
„Undanfama daga hefur afar
ómakleg umQöllun átt sér stað á
tveimur útvarpsrásum um fyrirtækið
Framtíðarferðir og þá þjónustu sem
það hefur upp á að bjóað. Af tilefni
sér fyrirtækið sig knúið til að senda
frá sér fréttatilkynningu, ef það má
verða til að leiðrétta þær rangfærslur
og beinu ósannindi sem fyrirtækið
og starfsmenn þess mega nú sitja
undir. Þá eru lögmenn Framtíðar-
ferða hf. að íhuga hvort nauðsynlegt
reynist að höfða mál á hendur þeim
aðila sem aðförinni veldur.
Dominio Do Sol, fyrirtæki sem
Framtíðarferðir eru með umboð fyrir
á íslandi, rekur samnefnt lúxusíbúð-
arhótel í Algarve í Portúgal. Fyrrum
starfsmaður þess, Ólafur Ragnars-
son, kom fram í viðtölum á Rás 2
og Bylgjunni nú fyrr í vikunni. Flest-
«. t
„MATURINN OG
ÞJÓNUSTAN
GERÐU KVÖLDIÐ
ÓGLEYMANLEGT"
Það er fátt ánægjulegra en að fara út að borða á góðum veitingastað
þar sem fyrsta flokks matur er listilega framreiddur og þjónarnir
stjana við mann allt kvöldið.
Þannig er Grillið á efstu hæð Hótel Sögu.
Viljir þú gera þér dagamun er tæpast til betri leið en að njóta
afbragðs matar og útsýnis yfir Reykjavík á einum glæsilegasta
matstað landsins.
gerir þér kvöldið ógleymanlegt!
-lofar góðu!
V/HAGATORG 107 REYKJAVÍK SÍM
2 9 9 0 0
ar fullyrðingar hans um starfsemi
Framtíðarferða hf. eru gjörsamlega
rakalausar og settar fram í ómerki-
legum slúðurtóni. Af því tilefni viljum
við nefna nokkur atriði er varpa
raunverulegu ljósi á þá þjónustu sem
við innum af hendi: Framtíðarferð-
ir og starfsmenn þess hafa aldrei
haldið því fram að um væri að ræða
sölu á fasteignum erlendis. Við bjóð-
um hins vegar viðskiptavinum að
fjárfesta í dvalarrétti á lúxusíbúðar-
hóteli Dominio Do Sol í Algarve. Það
fyrirtæki hefur á sér gott orð fyrir
heiðarleg og traust viðskipti.
Framtíðarferðir eru umboðsaðilar
fyrir Dominio Do sol sem eru aðilar
að RCI heimsins stærsta ferðafélagi.
Það fyrirtæki var stofnað í Banda-
ríkjunum 1974 og er árlega með
regluleg viðskipti við milljónir manna
um heim allan. M.a. hafa hundruð
íslendinga nýtt sér þjónustu þess á
liðnum árum. Framtíðarferðir eru
ekki ferðaskrifstofa í eiginlegum
skilningi heldur umboðsaðili fyrir
Dominio Do Sol. Umsókn frá okkur
um leyfi til reksturs ferðaskrifstofu
er til afgreiðslu í samgönguráðuneyt-
inu þar sem við viljum bjóða sem
víðtækasta þjónustu og fara að ís-
lenskum lögum í hvívetna.
Framtíðarferðir selja gistirétt til
eignar erlendis og varir sá réttur í
allt að 99 ár. Þann rétt má selja
hvenær sem er, leigja.eða ráðstafa
með öðrum hætti. Þessi dvalarréttur
gengur að sjálfsögðu til lögerfingja.
Algengast er að fólk fjárfesti í dval-
arrétti til einnar viku á ári. Hægt
er að skipta dvalarrétti í Dominio
Do Sol hótelinu fyrir gistirétt á um
2300 stöðum í 70 þjóðlöndum.
Dominio Do Sol gefur að sjálf-
sögðu út afsal fyrir dvalarréttinum
fyrir milligöngu Framtíðarferða þeg-
ar greiðsla hefur verið innt af hendi.
Er því afsali þinglýst í Portúgal.
Allir samningar eru samkvæmt mjög
strangri löggjöf sem gildir um slík
viðskipti í Portúgal. Oll gögn, sem
við kynnum fyrir væntanlegum við-
skiptavinum, eru þýdd á íslensku.
Verðgildi eignaréttar eykst frá ári
til árs, ein besta ávöxtunin sem við-
skiptavinir okkar hljóta í dag eru í
formi bónusvikna á hveiju ári.
Allir gististaðir á vegum RCI þurfa
að standast ákveðnar og mjög
strangar gæðakröfur. Þess vegna eru
þeir í lúxusgæðaflokki og öll þjón-
usta í samræmi við það.
Framtíðarferðir eru nýr valkostur
á íslenskum ferðamarkaði og hafa
íslendingar brugðist vel við þessari
nýjung, sem sjá má af jákvæðum
viðbrögðum við auglýsingum okkar
síðustu vikur. Eigendur og starfs-
menn fyrirtækisins eiga erfitt með
að skilja hvaða hvatir búa að baki
þeim óhróðri og rangfærslum sem
ljósvakamiðlar hafa dreift um fyrir-
tækið undanfarna daga. Lögmenn
okkar eru nú að skoða réttarstöðu
Framtíðarferða gagnvart þessari
málsmeðferð og mun niðurstaða af
þeirri athugun liggja fyrir innan
fárra daga.
Talsmenn Framtíðarferða eru að
sjálfsögðu reiðubúnir að ræða þessi
mál við fjölmiðafólk, hvenær sem er.
Við höfum ekkert að fela en allt að
vinna í þeim ásetningi okkar að
tryggja að sannar og áreiðanlegar
upplýsingar berist um þá þjónustu
sem við bjóðum.“
---------------------
Vortónleik-
ar Arnes-
ingakórsins
ÁRLEGIR vortónleikar Árnes-
ingakórsins í Reykjavík verða í
Langholtskirkju næstkomandi
sunnudag, 2. maí, kl. 17. Efnis-
skráin er fjölbreytt og m.a. verða
flutt lög úr söngleikjum og óper-
um.
Með kómum koma fram ein-
söngvararnir Helgi Maronsson ten-
ór, Ingvar Kristinsson baríton,
Jensína Waage sópran, Guðrún E.
Guðmundsdóttir mezzósópran,
Svanfríður Gísladóttir mezzósópr-
an, Jóhann Kristjánsson baríton,
og Ámi Sighvatsson baríton. Sér-
stakur gestur á tónleikunum verður
bassasöngvarinn Magnús Torfason.
Píanóleikari er Bjarni Jónatansson
og stjórnandi er Sigurður Bragson.
UNO
DANMARK
hefur opnað nýja verslun
í Borgarkringlunni
Bómullarfatnaður á börn og fullorðna - 24 litlr
NÁMSAÐSTOÐ
á lokasprettinum fyrir vorpróf in
• réttindakennarar • flestar greinar • öll skólastig
Innritun i síma 79233 frákl. 14.30 til 18.30 virka daga
Nemendaþjónustan sf.