Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGÁRDAGUR 8. MAÍ 1993 Gamla síldarverksmiðjan í Djúpuvík á Ströndum Morgunblaðið/Árni Sæberg Djúpavík HJONIN Asbjörn Þorgilsson og Eva Sigurbjörnsdóttir fyrir framan Hótel Djúpuvík í snjókomu í bytjun maí. Eva segir að þúsundir ferða- manna skrifi í gestabókina á hverju sumri. Brottflutt- ir taka til hendinni ÞÓ iðandi mannlíf í Djúpuvík heyri sögunni til standa þar enn nokkrar byggingar og muna fífil sinn fegri eins og ferðamenn um Arneshrepp hafa eflaust tekið eft- ir. Nú hafa hins vegar nokkrir brottfluttir Djúpvíkingar bundist samtökum um að laga til og mála húsin og verða hendur látnar standa fram úr ermum helgina eftir Jónsmessu að sögn Evu Sig- urbjörnsdóttur hótelstýru á Hótel Djúpuvík. Eva, eiginmaður hennar og tvö böm þeirra, eru eina fjölskyldan sem býr í Djúpuvík. „Við höfum stundum verið að grínast með að auðvitað sé smá snertur af geggjun að vilja búa hér,“ sagði Eva þegar hún var spurð hvað fengi fólk að búa jafn afskekkt og í Djúpuvík. „En í bland er þetta ævintýraþrá og Iöngun til að prófa eitthvað nýtt,“ sagði hún. Málið skylt Þegar frekar var forvitnast um framkvæmdimar eftir Jónsmessuna sagðist Eva vera ánægð með fram- takið. „Okkur finnst þetta mjög skemmtilegt og ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í lagfæringunum enda teljum við okkur málið skylt sem núverandi Djúpvíkingar," sagði hún en meðal húsanna sem á að lagfæra er stór verksmiðja og verslunarhús. VEÐURHORFUR I DAG, 8. MAI YFIRLIT: Skammt suður af Hvarfi er 997 mb lægð sem hreyfist norðaust- ur. Yfir Skotlandi er vaxandi 1032 mb hæð. SPA: Sunnan 6-8 vindstig. Rigning eða súld sunnanlands og vestan en úrkomulítið norðaustanlands. Fer að lægja annað kvöld. Hlýtt í veðri. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG: Suðvestan- og vestanátt, skúrir eða rigning sunnanlands og vestan en úrkomulítið norðaustan til. Hiti verður á bil- inu 6-15 stig, hlýjast norðaustanlands. HORFUR Á MÁNUDAG: Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Smáskúrir eða súld við suður- og vesturströndina en þurrt og víða létt- skýjað annars staðar. Hiti veröur á bilinu 5-14 stig, hlýjast norðaustan- lands. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Norðlæg átt, skúrir eða slydduél norðanlands en léttskýjað syðra. Hiti verður 2-8 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Q & M Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Heiðskírt / / / * / * / / * / / / / / * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig v súld = Poka dig.. FÆRÐÁ VEGUM: <k. 17 ao.gær, Víðast hvar er góð færð. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hálka á Kleifa- heiði og Hálfdan og á norðanverðum Vestfjörðum er fært um Botns- og Breiðadalsheiöar en þar er hálka og vottar fyrir skafrenningi. Bratta- brekka var hreinsuð í morgun og einnig er fært um Steingrímsfjarðarheiði. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. t VEÐUR 1fÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 10 úrk.ígrennd Reykjavlk 6 skúr Bergen 11 léttskýjað Helsinki 21 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Narssarasuaq +1 alekýjað Nuuk t9 vantar Osló 8 rigning Stokkhólmur 21 léttskýjað Þórshöfn 8 súld á sfð.klst. Algarve 19 léttskýjað Amsterdam 13 léttskýjað Barcelona 19 mistur Berlfn 21 heiðskírt Chicago vantar Feneyjar 22 hátfskýjað Frankfurt 20 skýjað Glasgow 16 mistur Hamborg 12 skýjað London 14 léttskýjað LosAngeles 16 léttskýjað Lúxemborg 15 skýjað Madrid 20 mistur Malaga vantar Mallorca 21 léttskýjað Montreal 8 skýjað NewYork 17 heiðskirt Orlando 21 léttskýjað ParÍ8 12 alskýjað Madelra 19 skýjað Róm 21 léttskýjað Vín 22 léttskýjað Washington 19 heiðskírt Winnipeg 15 heiðskfrt Fiskur af sægreifaætt veiðist Var í purpura- rauðri kápu FYRSTI fiskurinn af svokallaðri sægreifaætt veiddist hér við Iand fyrir rétt rúmu ári samkvæmt yfirliti um sjaldséðar fiskteg- undir hér við land árið 1992. Gunnar Jónsson, fiskifræðingur í Hafrannsóknastofnun, segir að Iítið veður hafi verið gert úr því þegar fiskurinn hafi fundist því erfitt hafi verið að greina hann vegna skemmda. Af öðrum sjaldséðum tegundum á tímabil- inu má nefna rauðskolta, sem er af ættbálki stórhausa eins og sægreifar, bleikskötu, gránef, litla földung, dökksilfra og svart- silfra sem þegar hefur verið sagt frá í blaðinu. Gunnar sagði að ekki hefði verið hægt að fullgreina fiskinn en hann er af sægreifaætt. Fisk- ar af þeirri ætt eru hausstórir og kjaftstórir með örsmá augu. Bak- og raufaruggar eru rétt framan við sporðblöðku og and- spænis hvor öðrum. Hvorki eru kviðuggar á fiskunum né gaddar á uggum. Roð er hreisturslaust nema rák sem er mjög áberandi. Fiskurinn, sem rætt er um, kom upp með veiðarfærum hafnfirska frystitogarans Ýmis á grálúðuslóð vestur af Víkurál um mánaðamótin apríl og maí í fyrra. Hann er 39 cm langur, þunnvax- inn og allhávaxinn, mjög haus- stór með smá augu og kjaftstór með smáar tennur í skoltum. Bak- og raufaruggi eru aftar- lega, þ.e. rétt framan við sporð- blöðkur og andspænis hvor öðr- um. Rák er mjög greinileg frá haus að sporðblöðku og greypt inn í roðið en hreistur vantar. Hann er dökkrauðbrúnn og hefur fengið nafnið sægreifi á íslensku. Nafngift Gunnar segir að Svend Aage Malmberg, haffræðingur, hafi gefið fiskinum nafn. „Honum fannst hann, fyrir utan skemmd- irnar, vera svo fallegur og greifa- legur. Hann var í purpurarauðri kápu og ég er viss um að ef hann hefði ekki verið svona skemmdur hefði þetta verið hríf- andi fagur fiskur,“ sagði Gunnar og benti á að af útliti mætti ráða að um miðsævisdjúpfisk væri að ræða. Hann sagði að skyldir fiskar hefðu fundist í öllum heimshöfn- um en mest á suðlægum slóðum. „Annars getur vel verið að þetta sé í djúpunum hérna suður og vestur af íslandi. Það er alltaf að koma upp eitthvað nýtt og nýtt. Svoleiðis að ýmsir. fiskar, sem maður hefði haldið að ættu alls ekkert heima hérna, virðast vera að koma fram núna af og til vegna þess að farið er að veiða á öðrum slóðurn." Af sægreifaætt Ekki er til mynd af sægreifanum sem veiddist fyrir vestan land í fyrra en að ofan er mynd af skyldri tegund, sennilega af sömu ættkvísl. Rauðskoltur Rauðskoltur er af ættbálki stórhausa eins og sægreifi. Rauöskoltur tFNFAMt Uppþot þegar strokuungling- um var skilað ÞRÍR unglingar á 15. og 16. ári struku frá meðferðarheimilinu Tindum á Kjalarnesi í fyrrakvöld. Þegar lögregla fann þá og færði aftur að heimilinu kom til uppþota meðal þeirra 12 unglinga sem þar voru vist- aðir og veittust þeir að lögreglunni. Lögregla varð að flytja einn vist- manninn handjárnaðan á lögreglustöð. Tilkynnt var um strok ungling- anna, tveggja stúlkna og pilts, sem verið höfðu til meðferðar á heimilinu vegna vímuefnaneyslu, um klukkan níu um kvöldið og skömmu síðar fann lögreglan þau um borð í rútu sem tekið hafði þau upp á Kjalar- nesi og flutti þau aftur að Tindum. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar varð uppi fótur og fit á með- ferðarheimilinu þegar komið var með strokuunglingana aftur í lögreglu- fylgd og urðu talsverð ólæti í þeim 12 unglingum sem eru vistaðir á meðferðarheimilinu. Meðan á þeim stóð tókst einum unglingi að strjúka að nýju af heimilinu. Lögregiu og tveimur gæslumönn- um á heimilinu tókst ekki að bæla niður ólætin fyrr en einn vistmanna, piltur á 18. ári, hafði verið færður í handjárn. Hann var fluttur á lög- reglustöðina en síðan aftur á með- ferðarheimilið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.