Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 27
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 Frelsið, friðurinn o g vamarstöðin Pli>r0iwiMal>ií Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Gengisfelling er ekki lausnin EFTIR ÁSGEIR SVERRISSON í janúarmánuði árið 1941 lét Cordell Hull, þáverandi utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, þau boð út ganga til íslenskra sljórnvalda að ráðamönnum vestra væri fullkunnugt um að öryggi Islands kynni að vera ógnað í ófriðnum mikla. Ríkis- stjórn Bandaríkjanna myndi ef til vill grípa til sérstakra ráðstafana til að tryggja að ísland kæmist ekki undir yfir- ráð erlendra ríkja ef svo færi að Bretar yrðu ofurliði bornir í stríðinu við Þjóðveija. Þessi orðsending sem ræðismaður Bandaríkjanna á íslandi, Bertel E. Kuniholm, kom á fram- færi, markaði þáttaskil. Hún kvað í raun á um að Monroe- kenningin svonefnda sem samnefndur forseti Bandaríkjanna hafði sett fram í desember 1823 og varð síðar skilgreining á bandarísku áhrifasvæði, næði einnig til íslands. Hún reynd- ist upphafið að þátttöku Bandaríkjamanna í heimsstyrjöld- inni síðari og varð til þess að einangrunarhyggjan sem ríkt hafði vestra frá lokum fyrri heimsstyijaldarinnar heyrði sögunni til. Og hún reyndist upphafið að því að íslendingar vörpuðu endanlega hlutleysisstefnu sinni fyrir róða. Tæplega hálfu ári eftir að rík- isstjórnin felldi gengi ís- lensku krónunnar um 6% eru kröfur um gengisfellingu farnar að heyrast á nýjan leik. Gengisfellingin í nóvember í fyrra var rökstudd með lækkun gengis gjaldmiðla á mikilvægum mörkuðum fyrir íslenskar sjávar- afurðir, aðallega í Bretlandi, og lækkun á gengi norsku krónunn- ar, sem talin var yfirvofandi. Samhliða gengisfellingunni var gripið til ýmissa aðgerða, m.a. niðurfellingar aðstöðugjalds, til að bæta skattalega aðstöðu at- vinnufyrirtækja. Jafnframt var boðað að stofnaður yrði sérstakur þróunarsjóður sem myndi taka þátt í úreldingu fyrirtækja í sjáv- arútvegi. Þau rök eru nú færð fyrir geng- isfellingu að samkeppnisstaða sjávarútvegsins hafi versnað svo mikið frá í nóvember að óhjá- kvæmilegt sé að grípa til aðgerða. í ræðu á aðalfundi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna sagði Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH: „Gengisfelling hlýtur alltaf að vera neyðarúrræði. En þegar verðhrun á sjávarafurðum og aflasamdráttur valda slíkum tekjusamdrætti í sjávarútvegi og til fjöldagjaldþrota horfir í at- vinnulífi landsmanna fæ ég ekki séð hvernig hægt sé að ná jafn- vægi milli tekna og gjalda nema með gengisleiðréttingu. Væri þess nokkur kostur að færa kostnaðarstigið niður með hand- afli og leysa vandann þannig væri sjálfsagt að fara þá leið. En mér vitanlega hefur sú leið hvergi tekist. Menn mega ekki skilja orð mín þannig að ég sé einhver sér- stakur talsmaður gengislækkun- ar. Þvert á móti tel ég að allra leiða eigi ávallt að leita áður en til hennar er gripið. En líklega eigum við nú engra annarra kosta völ.“ Það er vissulega rétt hjá stjórn- arformanni Sölumiðstöðvarinnar að rekstrargrundvöllur sjávarút- vegsins er hruninn. Morgunblaðið hefur hins vegar ítrekað lýst þeirri skoðun að gengisfelling sé ekki rétta lausnin. Nánast daglega berast nýjar fregnir af vandræðum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja. Rekstr- arerfiðleikar þessara fyrirtækja stafa auðvitað að verulegu leyti af þeim samdrætti sem orðið hef- ur í fiskveiðum og verðfalli á okkar helstu útflutningsmörkuð- um. Því má aftur á móti ekki gleyma að mörg þessara fyrir- tækja eru jafn illa í stakk búin til að mæta utanaðkomandi áföll- um og raun ber vitni vegna mik- illa skulda. Lán þessara fyrir- tækja eru að mestu annaðhvort í erlendum gjaldmiðlum eða þá verðtryggð. Dettur nokkrum í hug að rekstrarstaða þeirra batni ef gengi íslensku krónunnar lækkar? Og benda ekki neikvæð ummæli fjölmargra forystu- manna í íslenskum sjávarútvegi um áhrif síðustu gengisfellingar á rekstur fyrirtækja þeirra til þess að þessi leið sé ófær? Morgunblaðið hefur margoft bent á að fram þurfi að fara alls- heijar uppstokkun í íslenskum sjávarútvegi. Það ver'ður að fækka skipum. Það verður að fækka frystihúsum. Með öðrum orðum draga úr afkastagetunni. Þetta átti að vera hlutverk Þróun- arsjóðsins sem ákveðið var að setja á stofn samhliða síðustu gengisfellingu. Nú hefur því verið lýst yfir að fresta eigi stofnun þessa sjóðs um hálft ár! Væri ekki nær að knýja á sjávarútvegs- ráðherra um að leggja fram frum- varp um sjóðinn en biðja um gengisfellingu? Þá ber að hafa í huga þau hættulegu áhrif sem gengisfelling gæti haft á verðlagsþróun. Hún myndi óhjákvæmilega leiða af sér nýja verðbólguöldu, hækkun verðtryggðra skuldbindinga og kröfur um launahækkanir. Stöð- ugleikanum sem þrátt fyrir allt hefur verið við lýði hér á undan- förnum árum væri stefnt í hættu. í þessu samhengi er fróðlegt að riíja upp ummæli um gengis- mál sem Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri lét falla í ræðu sinni á ársfundi bankans fyrir skömmu. Þá sagði Jóhannes m.a.: „Sterk rök hníga að því að brýnt sé að viðhalda fastgengisstefnunni og þeim stöðugleika, sem hún hefur tryggt. Reynslan hefur þegar sýnt, að slíkur stöðugleiki skapar bestu skilyrðin til þeirra skipu- lagsbreytinga í íslensku atvinnu- lífí, sem nauðsynlegar eru til þess að auka afköst og bæta sam- keppnishæfni íslenskra atvinnu- vega. Það hefur líka sýnt sig með samanburðarathugunum milli landa að stöðugt verðlag er til lengdar líklegast til að tryggja góða nýtingu framleiðsluþátta hagkerfisins og hátt atvinnustig." Krafan um gengislækkun, sem hljómaði á aðalfundi SH, er merki um uppgjöf. Hún er vísbending um að þeir forystumenn í sjávar- útvegi sem gerast talsmenn geng- islækkunar hafí gefist upp við það verkefni að endurskipuleggja ís- lenskan sjávarútveg með skyn- samlegum hætti. Hins vegar er ljóst að ríkisstjórnin og forsætis- ráðherra hafa ekki gefíst upp. Afdráttarlaus yfírlýsing Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á Alþingi síðdegis í gær, þess efnis að gengið verði ekki fellt, sýnir að ríkisstjórn hans er ekki tilbúinn að láta undan kröfum um gengis- lækkun og er það sérstakt fagn- aðarefni. James Monroe Bandaríkjaforseti sagði í frægri yfirlýsingu til Banda- ríkjaþings 2. de'sember 1823 að ekki skyldi liðið að Evrópuríki eignuðu sér nýlendur í Ameríku þar eð ríkin í álf- unni hefðu nú hlotið sjálfstæði og teldust frjáls. Þessi kenning hafði í raun fremur takmörkuð áhrif þar til í byijun þessarar aldar, í forsetatíð Theodors Roosevelts. í krafti hennar var bandarískt áhrifasvæði skilgreint sem og hugtakið „Vesturheimur“. Líkt og gjarnan gerist með skil- greiningar sem þessa reyndist hún ekki nógu nákvæm og jaðardæmin, sem á nútímamáli nefnast trúlega „grá svæði“, gerðust sífellt erfiðari viðfangs eftir því sem ófriðurinn í Evrópu magnaðist og ekkert lát varð á sigurgöngu hersveita Adolfs Hitl- ers. Er Þjóðveijar hernámu Dan- mörku í apríl 1940 tóku menn þá þegar að hafa áhyggjur af Grænlandi og skyndilega blasti við hernaðarlegt mikilvægi þess eftir því sem sjóorr- ustur Breta og Þjóðveija mögnuðust. í Bandaríkjunum tóku menn að velta því fyrir sér hvort Monroe-kenningin tæki einnig til Grænlands. í fram- haldi af því vöknuðu sams konar spurningar um ísland og Azoreyjar. Ávarp Roosevelts Tímamótin urðu síðan í maímánuði 1941 er Franklin D. Roosevelt, for- seti Bandaríkjanna, sagði í útvarps- ávarpi að öryggi Vesturheims kynni að verða ógnað. Draga mætti boga frá Grænlandi, yfir Island og Bret- land. Síðan mætti framlengja hann til Grænhöfðaeyja og Azoreyja. Næðu hersveitir nasista að festa sig í sessi á boga þessum væri öryggi Bandaríkj- anna ógnað. Bandaríkjamenn hafa ávallt litið á sig sem flotaveldi og raunar er kveðið á um það í stjórnar- skránni. Forsetinn ítrekaði þetta í ræðu sinni og sagði að Adolf Hitler myndi ekki komast upp með að ná hernaðarlegum yfirráðum á hafinu. Vert er í þessu saipbandi að minnast þess að hafsvæðið á milli Grænlands og íslands og íslands og Bretlands hefur verið talið það mikilvægasta í varnarviðbúnaði aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins (NATO) og gengið undir nafninu GIUK-hliðið (GIUK sem skammstöfun fyrir Greenland, Iceland, U.K.). Verulega hallaði á Breta í ófriðnum og svo fór að lokum að Roosevelt forseti ákvað að koma lýðræðisríkjun- um til hjálpar. Samið var um að bandarískar hersveitir færu til Islands til að leysa breska herinn af hólmi sem hafði aðfaranótt 10. maí 1940 hertekið landið, „þennan kalda stað“ eins og Winston Churchill orðaði það í skeyti til Roosevelts. Fyrstu land- gönguliðar Bandaríkjaflota, rúmlega 4.000 manns, komu til Islands 7. júlí 1941. (Hvað afstöðu íslenskra stjórn- valda varðar, samningaviðræður við Breta og Bandaríkjamenn og deilur um hlutleysisstefnuna skal áhuga- sömum vísað á bók Benedikts Grön- dals „Örlög íslands“ sem veitir mjög gott yfirlit yfir þetta tímabil.) Framtíðarhagsmunir skilgreindir í Bandaríkjunum, ekki síst eftir árás Japana á Pearl Harbour í desem- ber 1941, varð ráðamönnum og sér- fræðingum Ijóst að einangrunarstefn- an væri liðin undir lok. Eftir því sem á ófriðinn leið og sýnt varð að her- sveitir Hitlers yrðu sigraðar tóku ráðamenn að hugleiða hvernig tryggja bæri framtíðarhagsmuni og varnir Ameríku. Flutningar á liðsafla og hergögnum yfír Atlantshafið og sá rökrétti bogi sem Roosevelt hafði dregið í útvarpsávarpi sínu varð til þess að ísland var talið sérstaklega mikilvægt, vægt til orða tekið, í her- fræðilegu tilliti. Vorið 1945 fóru bandarísk stjórnvöld fram á það við ólaf Thors, þáverandi forsætisráð- herra, að Bandaríkjamenn fengju að reka herstöð á íslandi næstu 99 árin. Þessi beiðni hratt af stað miklum pólitískum deilum hér á landi líkt og alkunna er. Svo fór að lokum að sam- ið var um að Bandaríkjamenn fengju hér á landi nauðsynlega aðstöðu og lendingarrétt í 5 ár og að uppsagnar- frestur samningsins yrði 18 mánuðir. Jafnframt var samið um að banda- ríski herinn yrði kallaður heim' og lauk þeim brottflutningi í aprílmánuði 1947. Miskunnarlaus útþenslustefna En heimsmyndin átti enn eftir að breytast. Bandalag Bandaríkjanna og Sovétríkjanna riðlaðist fljótt og ekki bætti úr skák að ótti Sovétmanna við ímyndaða fjandmenn, sem margir segja að liggi djúpt í rússneskri þjóð- arsál, tók að magnast. Samsæris- kenningarnar sem einkenndu svo mjög stjórnartíð einvaldsins Jósefs Stalíns gátu af sér miskunnarlausa útþenslustefnu í nafni „öreiganna“ og fánans rauða. George Kennan, fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna í málefnum Rússlands, varaði við út- þenslustefnu Sovétríkjanna í frægri skýrslu árið 1946 og mánuði síðar lýsti Winston Churchill yfir því í ræðu í Fulton í Missouri-ríki í Bandaríkjun- um, sem reyndist marka þáttaskil, að Járntjald hefði verið fellt yfir meg- inland Evrópu. Milljónir manna hefðu verið dregnar inn á áhrifasvæði Sov- étríkjanna og við þessu bæri lýðræðis- ríkjunum - og þá átti Chruchill við hin enskumælandi ríki - að bregð- ast. Útþenslustefna Sovétmanna, ræða Churchills og viðbrögð Harrys Trumans, þáverandi Bandaríkjafor- seta, sem setti fram Truman-kenning- una um stuðning við lýðræðisríkin, reyndust marka upphaf kalda stríðs- ins. Drög voru lögð að stofnun banda- lags lýræðisríkja Evrópu, Bandaríkj- anna og Kanada og lauk því starfi með því að Atlantshafsbandalagið var stofnað, með þátttöku Islendinga, í aprílmánuði 1949. Frostavetur kalda stríðsins átti enn eftir að herða. Sovétmenn sprengdu sína fyrstu kjarnorkusprengju í til- raunaskyni í ágústmánuði 1949 og leiddi það til þess að viðbúnaður Bandaríkjamanna á sviði kjarnorku- varna var aukinn. Vígbúnaðarkapp- hlaupið var hafið fyrir alvöru og spennan fór dagvaxandi. I júní 1950 réðust Norður-Kóreumenn yfir landa- mærin inn í Suður-Kóreu. í Norður- Kóreu höfðu kommúnistar komist til valda undir forustu Kim Il-sungs, sem farið hafði fyrir sveitum skæruliða gegn hernámsliði Japana. í nafni Sameinuðu þjóðanna var ákveðið að senda herlið til Kóreu-skaga til að stilla til friðar og voru bandarískir hermenh uppistaðan í því. Samið var um vopnahlé í júlímánuði 1953 en fjórum mánuðum áður hafði Jósef Stalín safnast til feðra sinna. Ásælni Sovétmanna og varnarleysi íslands Kóreustríðið, vígvæðing Sovét- manna og herská útþenslustefna þeirra hafði gífurleg áhrif á Vestur- löndum og gat af sér bandarískar herstöðvar víða á meginlandi Evrópu. Á íslandi höfðu menn orðið varir við vaxandi ásælni af hálfu Sovétríkjanna og höfðu ráðamenn áhyggjur af varn- arleysi landsins. Ákveðið var að hafn- ar skyldu samningaviðræður milli ís- lands og Bandaríkjanna fyrir hönd Atlantshafsbandalagsins. Þeim lauk í maímánuði og er í samningnum vís- að til þess að með því láta aðstöðu á Islandi af hendi sé verið að tryggja bæði vamir landsins og öryggi á varn- arsvæði Atlantshafsbandalagsins. Þessi skilgreining á enn við um hlut- verk varnarstöðvarinnar í Keflavík. Mikilvægi hennar þótti enn fara vax- andi á sjöunda áratugnum þegar unnt reyndist að koma kjarnorkuvopnum fyrir í kafbátum og hafin var upp- bygging sovéska víghreiðursins á Kóla-skaga. Haustið 1960 var stjórn varnarliðs- ins á íslandi færð í hendur Banda- ríkjaflota. Keflavíkurstöðin er því hluti af herafla Bandaríkjanna en jafnframt er gert ráð fyrir að á óvissu- eða ófriðartímum fari hluti heraflans sem þar er að finna undir stjórn NATO. Er raunar kveðið á um að til þess að það gerist þurfi að liggja fyrir sérstök ákvörðun Atlantshafs- bandalagsins. Varnarstöðin í Keflavík heyrir undir Atlantshafsherstjórn Bandaríkjanna en er jafnframt tengd Atlantshafsherstjórn NATO í Norfolk í Bandaríkjunum hvað æfingar og áætlanagerð varðar, líkt og fram kemur í skýrslu Alberts Jónssonar, „ísland, Atlantshafsbandalagið og Keflavíkurstöðin" frá árinu 1989. Tii varnarliðsins á íslandi (Iceland De- fense Force) heyra flugher Bandaríkj- anna á íslandi, björgunarsveit, land- gönguliðar og landhersveitir sem gert hefur verið ráð fyrir að kæmu til landsins yrði öryggi bandalagsríkj- anna ógnað. Gagnkafbátaflugdeild er hér starfrækt og sérstakt starfslið, flugþjónusta flotans, sem hefur yfir- umsjón með rekstri stöðvarinnar. Tvíþætt eftirlit Segja má að eftirlit það sem haldið hefur verið uppi frá Keflavíkurstöð- inni hafi einkum verið tvíþætt. í fyrsta lagi hefur verið um að ræða eftirlit með ferðum sovéskra/rússneskra kaf- báta og í annan stað hefur verið hald- ið uppi eftirliti með loftförum. í því skyni hefur verið beitt ratsjárstöðvum á landi, fljúgandi ratsjárstöðvum af gerðinni E3 Sentry AWACS (þær flugvélar hafa nú verið fluttar á brott) og síðan hafa verið staðsettar hér orrustuþotur sem flogíð hafa í veg fyrir grunsamlegar flugvélar og loft- för. Sovéskar flugvélar tóku að sækja inn á íslenska varnarsvæðið í kringum 1960 en hámarki náði umferðin árið 1985 er bandarískar orrustuþotur flugu 170 sinnum í veg fyrir herflug- vélar Sovétmanna. Langmest bar á flugvélum sem vestrænir herfræðing- ar nefna „Bear“ en af þeim eru til að minnsta kosti þijár undirgerðir (B, D, og H) eftir því hvaða hlutverk þeim er ætlað. Slíkar vélar geta borið kjarnorkuvopn og stýriflaugar með kjarnahleðslum. Strax árið 1986 tók ferðum þessara véla í nágrenni ís- lands að fækka og heyra þær nú sög- unni til. Upplýsingar um ferðir kaf- báta í nágrenni landsins eru vitanlega viðkvæmt hernaðarleyndarmál en fram hefur komið að þeim hefur að minnsta kosti fækkað stórlega. Kafbátaleitarflugvélar höfðu verið staðsettar á íslandi frá árinu 1951 og síðar var komið fyrir SOSUS- hlustunarkerfinu (Sound Surveillance System) svonefnda til að fylgjast með ferðum kafbáta í nágrenni landsins. Viðbúnaðurinn í Keflavíkurstöðinni er því miðaður við þá reynslu sem fékkst á hinum skelfilegu árum síðari heimsstyijaldarinnar. Mönnum varð ljóst að Vestur-Evrópa yrði ekki var- in fyrir sovéskri innrás nema unnt reyndist að koma liðsafla, birgðum og vopnum frá Bandaríkjunum yfir til meginlandsins á sem skemmstum tíma og með sem minnstum afföllum, Hernaðarlegt mikilvægi GIUK-hliðs- ins varð því augljóst. Á TEIKNINGU þessari sem birtist í riti Gunnars Gunnarsson- ar árið 1982 um GIUK-hliðið sést hvernig Sovétmenn áætluðu að kafbátatálmanir á vegum NATO yrðu lagðar í Noregshafi. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 27 Gereyðingarógn SOVÉSKUR, nú rússneskur, eldflaugakafbátur af gerðinni Barentshafi árið 1985. Á tímum kalda stríðsins var talið að „Typhoon“. Kafbátar þessir eru hinir stærstu í heimi hér, Sovétmenn gætu einungis haldið 10-15% eldflaugabáta sinna um 24.000 tonn. Hver bátur ber 20 fjölodda, langdrægar í skotstöðu á hafi úti í einu og var það rakið til skorts á kjamorkueldflaugar af gerðinni SS-N-20. Myndin er tekin í þjálfuðum mannafla og viðhaldserfiðleika. Með þessu er ekki sagt að yfirlýsingar um herfræðilegt mikilvægi Islands eigi ekki lengur við. Þvert á móti er hernaðarleg þýðing landsins óumdeilanleg. Kjarni málsins er sá að ekki er lengur nauðsynlegt að halda uppi svo miklum viðbúnaði til að tryggja öryggi íslands, sem er forsenda þess að landfræðileg lega landsins nýtist aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Niðurskurður í Keflavíkurstöðinni er því rökréttur en pólitískt mat mun ráða því hversu umfangsmikill hann verður og hversu hratt verður gengið til verks. Óttinn við innrás Alli fram yfir miðjan síðasta áratug (í sumum tilfellum hugsanlega leng- ur) miðaðist mat manna og viðbúnað- ur allur við stórfellda og fyrirvaralitla innrás Sovétríkjanna og Varsjár- bandalagsins inni í Vestur-Evrópu. Á slíkum hættutímum og með tilvísun til fælingarmáttar kjarnorkuherflans sáu menn fyrir sér að eldflaugakaf- bátum Sovétmanna í norðri yrði kom- ið fyrir í árásarstöðu. Slíkir bátar njóta verndar svonefndra árásarkaf- báta, sem eru mun smærri og bera ekki langdræg gjöreyðingarvopn. Jafnframt kvað herfræðin á um að árásarbátar Sovétríkjanna myndu sækja til suðurs til að hefia birgða- og liðsflutninga til Evrópu. Varnir Atlantshafsbandalagsins miðuðu því að því að sótt yrði til norðurs að so- vésku eldflaugabátunum og að reynt yrði að hindra framrás árásarbátanna um GIUK-hliðið. 1 ljósi þessa var sér- lega mikilvægt að freista þess að kortleggja æfinga- og könnunarferðir sovéskra kafbáta um þetta hafsvæði en sú tækni sem beitt er í þessu við- fangi er lyginni líkust. Það skal tekið fram að hér er vitanlega um einfald- aða mynd að ræða af viðbúnaði NATO-ríkjanna og þeim áætlunum sem stuðst hefur verið við. Innan Atlantshafsbandalagsins hefur því verið litið svo á að ísland hafi úrslitaþýðingu hvað varnir aðild- arríkjanna varðar. Tengslin yfir Atl- antshafið, sem í eiginlegri og hug- myndafræðilegri merkingu þess orðs hafa verið kjarni varnarsamstarfs Evrópu og Bandaríkjanna, hafa legið um ísland. Mikilvægi þessarar tengsla (og þar með mikilvægi íslands) hafa ráðmenn í aðildarríkjunum, fram- kvæmdastjóri NATO, hershöfðingjar og fræðimenn þráfaldlega- ítrekað á undanförnum árum. Gjaldþrot kommúnismans Fljótlega eftir að Míkhaíl S. Gorb- atsjov var kjörinn aðalritari sovéska kommúnistaflokksins í marsmánuði 1985 var ljóst að breytinga var að vænta eystra. Gorbatsjov gerði sér ljóst að Sovétríkin voru að hruni kom- in og tók til við að reyna að bjarga kommúnismanum og föðurlandinu. Nákvæmlega hvernig það gerðist að óbtjálaður raunsæismaður var kjörinn aðalritari Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna er ein af stærri ráðgátum þessarar aldar. Sú þíða sem í garð gekk, þeir afvopnunarsáttmálar sem undirritaðir voru milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, sú hugmynda- fræðilega breyting sem Gorbatsjov boðaði og ráðamenn bandarískir hentu á lofti, allt gjörbreytti þetta vígstöðunni á undraskömmum tíma. Hættan á innrás í Vestur-Evrópu varð einungis fræðilegt viðfangsefni, dregið var úr viðbúnaði Rauða hers- ins, viðbragðstími Atlantshafsbanda- lagsins lengdist að því skapi, sem aftur gerði að verkum að unnt var að draga úr viðbúnaði á vegum lýð- ræðisríkjanna. Að lokum hrundi heimsveldi kommúnismans, Varsjár- bandalagið var leyst upp og hafin var lýðræðisþróun í Rússlandi. Áhrifa þessara umskipta, sem menn hafa að mörgu leyti enn ekki meðtekið, hlaut að gæta um heim allan. Einnig á ís- landi. Orrustuþotum fækkað Sumarið 1991 var ákveðið að F-15 orrustuþotum í Keflavíkurstöðinni yrði fækkað í 12 úr 18, AWACS-vél- unum var fundið annað verkefni og nú er um það rætt í Washington að hugsanlega sé unnt að flytja allar flugvélar í varnarstöðinni aftur til Bandaríkjanna. Gangi þetta eftir, sem engan veg- inn liggur fyrir, vakna vangaveltur um hvort farið verði fram á aðstöðu og lendingarrétt herflugvéla hér á landi, líkt og gerðist 1946, þannig að Island yrði í raun eins konar bens- ínstöð á Atlantshafi. Þannig gætu herfiugvélar Bandaríkjamanna milli- lent hér á landi og tekið eldsneyti á leið til átakasvæða, líkt og gerðist í Persaflóastríðinu. Viðbúnaður og pólitískt mat Þrátt fyrir þá pólitísku óvissu sem einkennir ástandið í Rússlandi nú um stundir blasir við að á tímum mikils fjárlagahalla og samdráttar á sviði varnarmála í Bandaríkjunum er erfítt að halda því fram með óyggjandi rök- um að sá viðbúnaður sem nú er við- hafður í varnarstöðinni í Keflavík sé öldungis nauðsynlegur. í Bandaríkj- unum er þessi niðurskurður sársauka- fullur, hann getur af sér atvinnuleysi og er ekki líklegur til að auka vinsæld- ir þingmanna heima í héraði. Eðlilegt er því að horft sé út fyrir landstein- ana og fyrir þýðingarmiklum og hröð- um niðurskurði erlendis eru fordæmi. Skal í því viðfangi vísað til herstöðva þeirra sem Bandaríkjamenn ráku á Filippseyjum. Ekki verður séð með hvaða her- fræðilegu rökum má halda því fram að öryggi íslands og vinaþjóðanna í NATO sé ógnað. Norðurflotinn rúss- neski/sovéski verður senn ónýtanleg- ur ryðhaugur ef fram fer sem horfir og trúlega er viðbúnaðurinn þar á svo lágu stigi að meiriháttar átak og umskipti þarf til að af honum stafi raunveruleg ógn. Gerðist það myndi það ekki fara fram hjá njósnatunglum Bandaríkjamanna og trúlega er það mat sérfræðinga að nægur tími gæf- ist til að bregðast við. Ferðir rússneskra (áður sovéskra) herflugvéla í nágrenni landsins heyra sögunni til. Fyrirvari hvað kafbáta- ferðir varðar skal ítrekaður en full- víst er að verulega hefur dregið úr þeim. Tæknilegir yfirburðir Banda- ríkjanna á vígbúnaðarsviðinu hafa tæpast verið meiri frá lokum síðalfi- heimsstyijaldarinnar ef það tímabil er undanskilið þegar þeir réðu einir yfir kjarnorkuvopnum. Nýtt bandalag Bandaríkjanna og Rússlands á grund- velli gagnkvæmrar virðingar fyrir lýð- ræði og mannréttindum hefur verið myndað. Með þessu er ekki sagt að yfirlýs- ingar um herfræðilegt mikilvægi ís- lands eigi ekki lengur við. Þvert á móti er hernaðarleg þýðing landsins óumdeilanleg. Kjarni málsins er sá að ekki er lengur nauðsynlegt að halda uppi svo miklum viðbúnaði tj) að tryggja öryggi íslands, sem er forsenda þess að landfræðileg lega landsins nýtist aðildarríkjum Atlants- hafsbandalagsins. Niðurskurður í Keflavíkurstöðinni er því rökréttur en pólitískt mat mun ráða því hversu umfangsmikill hann verður og hversu hratt verður gengið til verks. •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.