Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.05.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MAÍ 1993 19 Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kornsáning Valdimar Bjarnason, starfsmaður Búnaðarfélags Skeiðahrepps, með sáðkornið í sáðvélinni. Sunnlenskir kom- bændur sá i éljagangi Selfossi. BÆNDUR á Suðurlandi eru þessa dagana að sá korni í korn- akra sína eða hafa þegar lokið því verki, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Sífellt fleiri bændur leggja fyrir sig korn- rækt og afla þannig heimafengins fóðurs sem annars var flutt inn. Kornbændur tóku sig saman í vor og fluttu sjálfir inn sáðkorn frá Noregi og náðu verðinu niður um allt að helmingi. Um var að ræða 75% af því sáðkorni sem notað er í landinu. Eftir að send- ingin kom, um 20. apríl, gerðust veðurguðirnir bændum óhag- stæðir en snjókoma og rigning hefur víða hamlað sáningu. Þeg- ar þornar um nota menn tæki- færið til að sá í akrana þó að gangi á með éljum. Sig. Jóns. Iðnaðarráðherra leggur fyrir Alþingi skýrslu um sæstreng Undirbúníngsfélag um sæstreng stofnað á árinu IÐNAÐARRÁÐHERRA gerir ráð fyrir að undirbúningsfélag um útflutning á raforku um sæstreng verði stofnað síðar á þessu ári. Nú þegar hefur ráðuneytið lagt í það vinnu með viðtölum og athug- unum á hver grunnur félagsins ætti að vera. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem haldinn var sl. fimmtudag í tilefni þess að iðn- aðarráðherra lagði þá fram á Al- þingi skýrslu um útflutning raf- orku um sæstreng. Hérlendir aðil- ar að undirbúningsfélagi yrðu iðn- aðarráðuneyti, Landsvirkjun og markaðsskrifstofa þeirra en leitað yrði eftir þátttöku evrópskra orkufyrirtækja, Evrópubanda- lagsins og annarra áhugasamra aðila um þessar framkvæmdir. Á fundinum kom jafnramt fram að undirbúningskostnaður um sæ- streng væri það mikill að leita þyrfti eftir þátttöku erlendra samstarfaðila til að taka þátt í honum. Iðnaðarráð- herra, Jón Sigurðsson, sagði að m.a. hefði verið rætt við hollensku orku- fyrirtækin þrjú og einnig hefði verið rætt við rafveitumar í Hamborg um hvort að síðar á þessu ári yrði sú staða komin upp að vilji væri fyrir stofnun undirbúningsfélag. „Báðir aðilamir era tilbúnir til þess að leggja nokkurt fé í þennan undirbúning en að sjálfsögðu með fyrirvara um hvernig samningarnir yrðu gerðir," sagði ráðherra. Mörg rök mæltu með því að sæstrengsfyrirtækið eða eign- arhaldsfélag þess ætti heimili utan Islands og að ekki væri ástæða til að nýta lánstraust íslands vegna þessara framkvæmda nema að mjög takmörkuðu leyti. 11 þúsund ársverk Iðnaðarráðherra segir að tilgang- ur skýrslunnar sé sá að leita svars við spumingunni: Viljum við nýta orkulindir íslands á þennan hátt? í skýrslunni kemur fram að þess sé ekki að vænta að útflutningur geti hafist fyrr en í fyrsta lagi um miðjan fyrsta áratug næstu aldar. Efnisatriði skýrslunnar eru m.a.: Ekki er rétt að líta á útflutning raforku og uppbyggingu raforkuf- reks iðnaðar sem kosti er útiloki hvorn annan. Brýnt er að lögfesta samræmda auðlindalöggjöf til að tryggja íslenskt forræði yfir auðlind- um landsins, sérstaklega ef til koma fjárfestingar einkaaðila, bæði inn- lendra og erlendra. Talið er að kostnaður við virkjan- ir, flutningslínur, sæstrengi og um- breytistöðvar sé 252 milljarðar króna fyrir tvo strengi til Skotlands, en 358 milljarðar króna ef landtakan er í Hollandi eða Þýskalandi. Árið 1992 var verg landsframleiðsla 382 millj- arðar kr. Mannaflaþörf við virkjana- og línuframkvæmdir vegna tveggja sæstrengja er talin rúmlega 11.000 ársverk sem dreifast á áratug. Sett hefur verið upp dæmi til að meta þjóðhagsleg áhrif framkvæmd- anna. Miðað er við að lagðir verði tveir strengir sem verði í eigu er- lendra aðila, en virkjanir að hálfu leyti. Á framkvæmdaskeiðinu yrði verg landsframleiðsla mest 5,5% meiri en í granndæmi og rúmlega 3% meiri að framkvæmdunum lokn- um. Erlendar skuldir verða í lok framkvæmdatímans um 8% hærri en í viðmiðunardæminu. Það fer þó eft- ir því hvemig eignarhaldi yrði hagað. ► Sjónvarpstæki 5 -14" 12 - 220v ► Vidcotökuvclar ÍHIeðslurafhlöður Símsvarar Kæliskápar Þvottavélar Bakarofnar Hclluborð Smátæki í eldhúsið Róðrarbátar til þrekþjálfunar Lampabúnaður til heimilis o$ atvinnunota ÍFerðatæki m/seislaspilara Bíltæki - mikið úrval DAT sesulbandstæki Bíltæki/seislaspilari Bílhátalarar Tónkassettur Geislaspilarar Hljómborð Hljómtækjasamstæður Masnarar Scgulbandstæki Útvörp (tuner) Úr og klukkur oJL o<fl* oJL ALLT ÞIKKT VÖRUMERKI PHILIPS —BOSMET QSherwood PHILCO SAimro Heimilistæki SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 15 OPIÐ í DAG FRÁ KL. 10 -14 ÓTRÚLEGT ÚRVAL AF ALLSKONAR HLJÓMTÆKJUM 6RKIN 1020-23-21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.